Styðjum íslenska verslun

laugavegur-á-vef.jpg
Auglýsing

Fyrir ekki svo löngu gekk ég til liðs við Knatt­spyrn­u­­fé­lag Reykja­víkur og mun leika með því í Pepsi-­deild­inni í sum­ar. Tíðkast hefur hjá félögum í efstu deild að halda á vor­dögum í æfinga­ferð og hafa Spánn eða Portú­gal verið vin­sælir áfanga­stað­ir. Til­gangur þess­ara ferða er tví­þætt­ur; ann­ars vegar er æft við bestu mögu­legu aðstæður á gras­völlum og hins vegar er vikan notuð í að þjappa mann­skapnum saman og ná upp góðum lið­sanda fyrir átök sum­ars­ins. Við KR-ingar fórum í ár á svæði sem heitir Campoamor nálægt Alicante á Spáni og heppn­að­ist ferðin mjög vel í alla staði.

Ég hef farið í ansi margar svona ferðir og vissi því fyrir fram að farið yrði í versl­un­ar­leið­angur alla­vega einu sinni og þá fengi ég hlut­verk álits­gjafa. Ég sagði þó við liðs­fé­laga mína fyrir fram að ekki væri víst að þeir hefðu endi­lega áhuga á að heyra mitt álit. Ástæða þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst að fólk eigi að reyna eftir fremsta megni að eyða pen­ingum sínum á Íslandi. Annað sem ég hef sterkar skoð­anir á er mjög ódýr fjölda­fram­leidd föt sem seld eru í stórum versl­ana­keðjum – föt­unum er hrúgað þar inn og þjón­ustan er lítil sem eng­in. Ég vildi heldur að strák­arnir legðu metnað í að finna sér góðar og vand­aðar flíkur sem seldar eru á Íslandi og um leið eiga góða upp­lifun við kaup­in.

almennt_01_05_2014

Auglýsing

Þessa skoðun mína viðra ég við hvern sem vill heyra hana og fyrr­ver­andi liðs­fé­lagar mínir í Val og Þrótti fengu líka að heyra tuðið í mér þegar þeir keyptu sér hrúg­urnar af fatn­aði á Spáni. Það má ekki gleyma því að margt smátt gerir eitt stórt og þessi inn­kaupa­stefna er ekk­ert endi­lega ódýr­ari til lengri tíma lit­ið. Þegar ég ráð­legg fólki í fata­kaupum legg ég mikla áherslu á gæði og notk­un­ar­mögu­leika. Í þessum til­tekna versl­un­ar­leið­angri heyrði ég nokkrar mjög athygl­is­verðar línur frá strák­un­um:

„Æ, það er ekki til Large svo ég kaupi bara Medi­um. Hvort sem er svo ódýrt, skiptir ekki máli.“

„Ég mun örugg­lega aldrei nota þetta aftur en skiptir ekki máli, kostar svo lít­ið.“

„Ég kaupi bara marga svona boli, hlaupa alltaf í þvotti og verða of litl­ir.“

Ég tek það fram að þetta er alls ekki bundið við KR-inga og hef ég heyrt svip­aðar setn­ingar frá liðs­fé­lögum mínum í öðrum félögum þar sem ég hef leik­ið. Auð­vitað er gaman að versla erlendis og ég er ekki að biðja fólk um að sleppa því alfar­ið. Mín skoðun er þó sú að margir af liðs­fé­lögum mínum væru ánægð­ari í dag ef þeir hefðu keypt sér eina fal­lega vand­aða flík í verslun á Íslandi stað þriggja í ódýru versl­un­unum á Spáni. Þá hefðu þeir einnig styrkt íslenskan efna­hag og um það snýst þetta allt að mínu mati. Ég versla við þig og þú verslar við mig, ekki við risa­keðju­verslun á Spáni. Styrkjum íslenska kaup­menn og setjum traust okkar á þá. Rekstr­ar­­um­hverfið á Íslandi er nægi­lega erfitt fyrir þó að við flykkj­umst ekki öll til útlanda að versla.

Íslenskum versl­unum hefur vaxið ásmegin und­an­farin ár og ég finn fyrir gíf­ur­legri vit­und­ar­vakn­ingu meðal fólks hvað varðar tísku og fatn­að. Því legg ég til að við eyðum pen­ing­unum okkar hjá íslenskum kaup­mönnum og treystum því að í stað­inn verði boðið upp á betra vöru­úr­val og sam­keppn­is­hæf­ara verð við versl­anir erlend­is. Það er ekki stans­laust hægt að kvarta yfir úrval­inu og verð­inu hér heima og ætl­ast til þess að það batni án þess að við stundum við­skipti við það fólk sem stendur í rekstri.

Það er líka svo gaman að rölta um og blanda geði við fólk sem maður hittir á förnum vegi. Það er gott að fá sér góðan kaffi­bolla í Reykja­vík og kíkja í búð­ir, það er mjög oft spiluð góð tón­list í búðum og boðið upp á afbragðs þjón­ustu ef maður þarf á henni að halda. Það er ein­göngu í gam­al­dags þenkj­andi versl­unum að starfs­fólk er stans­laust að angra mann og reyna að selja manni ein­hverja vöru, slíkar versl­anir má fólk gjarnan snið­ganga mín vegna. Það að ganga inn í verslun til að skoða er alls ekki illa séð af starfs­fólki og full­yrði ég að versl­un­ar­eig­endur og starfs­fólk fagni allri þeirri umferð sem þau fá í verslun sína. Ekki hika við að kíkja inn í búð þó að þú hafir engar áætl­anir um að fjár­festa í nokkrum sköp­uðum hlut. Kannski kaupir þú eitt­hvað næst eða talar fal­lega um búð­ina við ein­hvern af vinum þínum og þá er strax kom­inn ávinn­ingur fyrir versl­un­ar­fólk.

Látum sjá okkur í versl­unum hér heima og styðjum íslenska kaup­menn. Það eru ekki allir að reyna að svindla á þér og þetta er ekki allt saman ein stór svika­mylla þó að sumt fólk virð­ist halda það.

Og í guð­anna bænum getið þið hætt að versla við Ali Express, við erum betri en þetta Íslend­ing­ar.

Íslenskt, já takk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None