Vopnaðir hópar í Bandaríkjunum reiðubúnir að verjast stjórnvöldum

byssur
Auglýsing

Hópur vopn­aðra ein­stak­linga hefur frá­ því á laug­ar­dags­kvöld haf­ist við í þjóð­garðs­bygg­ingu á af­skekktum stað í Oregon í Banda­ríkj­un­um. Hóp­ur­inn kennir sig ­sjálfur við enska orðið militia, sem á íslensku gæti þýð­st ­sem þjóð­varða­lið eða vara­lið. Um hvað snýst málið og hvaða þýð­ingu hafa þjóð­varða­lið í Banda­ríkj­un­um?

Grunn­ur­inn að mál­inu

Hóp­ur­inn tók bygg­ing­una í Oregon ­yfir og hefur heitið því að haf­ast þar áfram við til að ­mót­mæla fram­ferði stjórn­valda gagn­vart feðgum á svæð­in­u. ­Feðgarnir Dwight og Steven Hamm­ond voru dæmdir í fang­elsi fyr­ir­ íkveikju á landi hins opin­bera árið 2001. Þeir voru dæmdir til­ ­stuttrar fang­els­is­vistar en svo dæmdir á ný til lengri vistar, og þeir gáfu sig fram við yfir­völd í gær til að sitja af sér­ ­dóm­inn. Þeir segj­ast reyndar sak­lausir og að þeir hafi kveikt eld til að stöðva útbreiðslu ill­gresis og koma í veg fyrir að ­skóg­ar­eldar bryt­ust út. Sak­sókn­arar héldu því hins vegar fram að þeir hefðu verið að fela sönn­un­ar­gögn um veiði­þjófn­að.

Upp­haf­lega var mál­inu mót­mælt frið­sam­lega en í kjöl­farið fór þessi litli hópur inn í bygg­ing­una og tók hana yfir. Ammon Bundy, einn þeirra sem þarna hefst við, segir að stjórn­völd hafi brotið marg­vís­leg rétt­ind­i ­feðganna. Þeir hafi fyrir það fyrsta ekki gert neitt af sér, og í öðru lagi hafi þeir þegar setið í fang­elsi vegna máls­ins. Hóp­ur­inn telur líka að ríkið eigi að láta landið sem um ræð­ir í hendur einka­að­ila á svæð­inu, og þá komum við að stærra ­máli.

Auglýsing

Hópar gegn stjórn­völdum

Hópar af þessu tagi eiga það ­nefni­lega flestir sam­eig­in­legt að vera mót­fallnir stjórn­völdum og eitt meg­in­þemað í svona hópum er ótti við að alrík­is­stjórn­in ­skipti sér af því sem þeir telja óskor­aðan rétt til að ganga ­með og eiga byss­ur. Þjóð­varða­liðin munu verj­ast stjórn­völd­um ef til þess kem­ur. Sumir hópar telja sig ekki bundna af alrík­is­lögum og margir eru mót­fallnir mik­illi skatt­heimtu. Hóp­arnir eru iðu­lega langt til hægri. 

Hópar sem eru skil­greindir sem ­mót­fallnir stjórn­völdum – ant­i-­govern­ment – eru vel yfir­ ­þús­und tals­ins og hefur farið mjög fjölg­andi und­an­farin ár. Þar af eru nokkur hund­ruð hópar sem skil­greina ­sig sem þjóð­varða­lið (militi­a), hópar sem eru vopn­aðir skot­vopnum og stunda hern­að­ar­æf­ingar. Þessum hópum hefur fjölgað mikið á und­an­förnum árum. Það hefur meðal ann­ars verið tengt við kjör Baracks Obama sem for­seta

Hér að neðan má sjá mynd­band sem sýnir þjóð­varða­lið í Miss­issippi að störf­um. 

Lög­reglu­stjór­inn í Harney-­sýslu í Oregon hefur sagt að hóp­ur­inn sem tók bygg­ing­una yfir hafi í raun það mark­mið að steypa stjórn­völdum í sýsl­unni og alrík­is­stjórn­inni af stóli „í von um að hrinda af stað hreyf­ingu um öll Banda­rík­in,“ sagði hann.

Bundy og fjöl­skylda hans eru ekki ókunnug upp­reisnum af þessu tagi. Árið 2014 náði faðir hans með vopna­valdi að koma í veg fyrir að stjórn­völd tækju frá honum búfén­að, og fjöl­skyldan hlaut nokkra frægð fyrir vik­ið. Hann segir nú að það hafi verið guð sem sagði honum að fara til Oregon og verja feðgana tvo sem hann þekkir ekki. Það sé spurn­ing um rétt­indi ein­stak­linga gegn stjórn­völd­um. Fólk­ið hafi leyft stjórn­völdum að ganga of langt, fara út fyrir stjórn­ar­skrána og seil­ast í völd inni í ríkjum og sýsl­um.  

Obama að kynna aðgerðir í byssu­mál­um 

Aðgerð­irnar í Oregon koma á sama tíma og Barack Obama Banda­ríkja­for­seti til­kynnti um það að hann hygð­ist fara fram­hjá þing­inu og kynna hert­ari reglur um byssu­eign. Nánar verður kynnt hvað hann hyggst gera seinna í dag, en hann getur gripið til tak­mark­aðra aðgerða án aðkomu þings­ins. Hann mun kynna aðgerðir til að útvíkka bak­grunns­skoð­anir fyrir ákveðnar teg­undir byssu­kaupa og meira verður lagt í að fylgja eftir byssu­lög­gjöf­inni á alrík­is­stig­in­u. 

For­seta­fram­bjóð­and­inn og repúblika­inn Don­ald Trump sagði í gær að „bráðum verður ekki hægt að fá byss­ur“ á meðan sam­tök sem berj­ast gegn byssu­of­beldi fögn­uðu aðgerðum Obama sem sögu­leg­um. 

Umsátrið í Oregon og aðgerðir Obama tengjast, þó ekki sé nema þeim hætti að báðir við­burðir und­ir­strika hversu ólíkar skoð­anir á hlut­verki alrík­is­stjórn­valda og á byssum fyr­ir­finn­ast í Banda­ríkj­un­um, og hversu mikið þessi mál verða í sviðs­ljós­inu á þessu kosn­inga­ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None