Valdamesta embætti heims – Forseti eða einvaldskeisari?

mount rushmore
Auglýsing

Þegar Banda­ríkja­menn kjósa sér þjóð­ar­leið­toga fylgist heims­byggðin með. For­seti Banda­ríkj­anna er lík­lega valda­mesti maður heims, m.a. sem yfir­maður langöflug­asta her­afl­ans. Stór­yrtar og öfga­fullar yfir­lýs­ingar mögu­legra fram­bjóð­enda um utan­rík­is­mál, sér í lagi Don­alds Trump  og Teds Cru­ise, vekja því upp ýmsar spurn­ing­ar. Þar er eðli­legt að velta fyrir sér hvort fólk sem þannig talar sé hrein­lega hæft til að gegna svo valda­miklu emb­ætt­i. 

Stóra spurn­ingin er hvernig fram­bjóð­end­unum með slíkar hug­myndir reiðir af þegar þeir hafa tekið við emb­ætti. Getur nýkjör­inn for­seti komið eins og storm­sveipur og gjör­breytt utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna eftir eigin geð­þótta? Getur sitj­andi for­seti aukið völd emb­ætt­is­ins, eins og t.d. núver­andi for­seti Íslands hefur mótað sitt emb­ætti?

Staðan er ekki svo ein­föld að Banda­ríkja­for­seti, valda­mik­ill sem hann er, sé ein­ráður um banda­ríska utan­rík­is­stefnu. Stjórn­kerfið er tals­vert flókið og for­set­inn þarf að hafa ríkt sam­ráð við ýmsa aðila, mál þurfa t.d. að fara í gegnum tvær þing­deildir sem flokkur hans hefur ekk­ert endi­lega meiri­hluta í. Staða for­set­ans snýst því að ein­hverju leiti um stöðuga valda­bar­áttu og samn­inga við þing­ið. Stefna og ákvarð­anir ráð­ast af því enda er emb­ættið og stjórn­kerfið í raun hugsað þannig í sam­ræmi við stjórn­ar­skrána. 

Auglýsing

For­set­inn sem ein­valdskeis­ari 

Þó virð­ist það vera til­hneig­ing hjá sitj­andi for­setum að safna að sér völd­um. Það á einnig við um Barack Obama sem hafði uppi yfir­lýs­ingar um mik­il­vægi hins gagn­stæða þegar hann sótt­ist eftir emb­ætti. Hefur hug­takið Imper­ial Pres­idency verið notað þegar vald for­set­ans er farið að ógna því jafn­vægi sem stjórn­ar­skráin til­grein­ir. 

Banda­ríkja­for­seti getur t.a.m. styrkt veru­lega stöðu sína tak­ist honum að selja almenn­ingi þá hug­mynd að ógnir séu yfir­vof­andi – ef ekki hrein og klár inn­rás, þá alla vega ógnir gagn­vart vest­rænum eða banda­rískum gild­um. Því má halda því fram að for­seti sem situr á stríðs­tímum geti aukið vald sitt umtals­vert. 

Turnhvelfing þinghússins í Washington.

Dæmi um for­seta sem ein­valdskeis­ara eru frá valda­tíð Lyndons B. John­sons og Ric­hards Nixons sem stóðu einmitt í ströngu í Víetnam­stríð­inu. Þá má segja að þingið hafi í raun ein­ungis verið þeim til stuðn­ings og aðstoðar við að fram­fylgja stefnu for­seta­emb­ætt­is­ins í utan­rík­is­mál­u­m.  Þessu var ekki snúið við fyrr en í kjöl­far afsagnar Nixons árið 1974. 

Sagan end­ur­tók sig að ein­hverju leyti í valda­tíð Geor­ges W. Bush í kjöl­far atburð­anna þann 11. sept­em­ber 2001. Þá færði hann ýmis mál í hendur for­seta­emb­ætt­is­ins á kostnað þings­ins í krafti þjóðar­ör­ygg­is. Hins vegar hefur verið bent á að Bus­h-­stjórnin hafi bæði gefið út yfir­lýs­ingar og haft til­burði í þá átt að færa til sín meira vald tals­vert fyrir atburð­ina þann 11. sept­em­ber. 

Vænt­an­legir fram­bjóð­endur

Hvernig stefna vænt­an­legra fram­bjóð­enda mun í raun líta út, skýrist vænt­an­lega betur þegar úr því fæst skorið hver verður fyrir val­inu sem for­seta­efni flokk­anna. Þá munu fram­bjóð­end­urnir vænt­an­lega þurfa að draga tals­vert í land með yfir­lýs­ing­arnar og leggja til grund­vallar ein­hver hald­bær rök. Slíkt þarf þó ekk­ert endi­lega að verða raunin og vitað mál að það virkar vel til að afla fylgis að ala á ótta og gera sem mest úr meintum óvinum Banda­ríkj­anna. Þetta munu fram­bjóð­end­urnir vænt­an­lega gera, sér­stak­lega for­seta­efni Repúblík­ana.

Auð­velt er að kort­leggja Hill­ary Clint­on, hún var utan­rík­is­ráð­herra í eitt kjör­tíma­bil, auk þess sem hún var for­seta­frú í tvö kjör­tíma­bil. Hún gjör­þekkir því aðstæður frá fyrstu hendi og veit hvað mætir nýkjörnum for­seta. Það kann að draga úr óraun­hæfum yfir­lýs­ingum og um leið gera hana að þeim fram­bjóð­anda sem flestir vita hvað muni standa fyr­ir. 

Það má jafn­framt gera ráð fyrir að Hill­ary yrði á svip­aðri línu og Barack Obama nema vænt­an­lega tals­vert her­skárri. Hún hefur stutt hern­að­ar­að­gerðir sem Banda­ríkja­menn hafa staðið í und­an­farin ár, eins og inn­rás­ina í Írak og þegar Gaddafí var steypt af stóli í Líbýu. Einnig má gera ráð fyrir að Banda­ríkja­menn væru komnir í meiri ógöngur í Sýr­landi ef hennar ráðum hefði verið fylgt.

Reynsla Hill­ary Clinton kann þó um leið að vera ákveð­inn galli því hún er lík­leg til að fylgja eftir hefð­bundnum leiðum í utan­rík­is­mál­um, sem Banda­ríkja­menn eiga erfitt með að koma sér frá og sem hefur leitt þá í öng­stræti. Þær leiðir byggja á því að Banda­ríkin leiki for­ystu­hlut­verk í heim­inum og séu ómissandi þegar leysa eigi úr þeim alþjóð­legu vanda­málum sem upp kom­i. 

Þegar kemur að utan­rík­is­málum er Bernie Sand­ers hins vegar að mörgu leyti óskrifað blað. Kosn­inga­bar­átta hans hefur að mestu snú­ist um bar­áttu gegn ofur­valdi fjár­mála­kerf­is­ins sem koma þurfi böndum á. Til að reyna að fá ein­hverja mynd af Sand­ers má benda á að hann var mót­fall­inn inn­rásinni í Írak á sínum tíma, en hefur hins vegar stutt stór­verk­efni í víg­bún­aði Banda­ríkj­anna eins og hina umfangs­miklu og jafn­framt umdeildu F-35 áætl­un. 

Repúblík­anar

Fram­bjóð­endur í for­vali Repúblíkana­flokks­ins eiga það flestir sam­eig­in­legt að nýta sér hina þekktu ótta­að­ferð í bar­áttu sinni. Þeir reyna að telja fólki trú um að Banda­ríkin séu búin að missa for­ystu­sætið í alþjóða­sam­fé­lag­inu vegna veiklu­legra stjórn­ar­hátta Baracks Obama, sem hafi bein­línis eyði­lagt Banda­rík­in, m.a. með því að draga úr fram­lögum til hers­ins. Klifað er á allri þeirri hættu sem að Banda­ríkj­unum steðji, hvort sem það eru hryðju­verka­menn frá Mið-Aust­ur­lönd­um, ógn­andi ríki eins og Íran eða N-Kór­ea, eða bara nágrannar í Mexík­ó. 

Óhætt er að full­yrða að flest af því sem sagt er í þeirri umræðu er stór­lega ýkt ef ekki bein­línis logið. Vissu­lega eru þar ákveðin vanda­mál í spil­inu, Banda­ríkin hafa orðið fyrir hryðju­verka­árásum og það er ekki sjálf­gefið hvernig takast á við ógn­vald eins og ÍSIS. Þær lausnir sem boð­aðar eru af fram­bjóð­endum Repúblík­ana eru þó sjaldn­ast í neinu sam­ræmi við raun­veru­leik­ann. Þær öfga­fyllstu ógna stöðu Banda­ríkj­anna jafn­vel enn meira, fyrir utan að ganga jafn­vel í ber­högg við stjórn­ar­skrána.

Á það ber að líta að ekki er hægt að leggja að jöfnu yfir­lýs­ingar fram­bjóð­enda í kosn­inga­bar­áttu, þar sem talað er til fólks innan flokk­anna í kjöri til útnefn­ing­ar, og það hvernig stefnan verður þegar á hólm­inn er kom­ið. Það er t.d. ekki hægt að taka yfir­lýs­ingar Don­alds Trumps um bygg­ingu múrs milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó, eða að múslimum verði bannað að koma til lands­ins, alvar­lega. 

Keppni í djörf­ung og hug

Það virð­ist eins og það sé und­ir­liggj­andi krafa að for­set­inn sýni ákveðni og styrk sem yfir­maður her­afl­ans og því er þeim for­seta vandi á höndum sem vill gæta hóf­semi í utan­rík­is­mál­um. Repúblík­anar gagn­rýna Demókrata gjarnan fyrir að sýna lin­kind í utan­rík­is­mál­um, sem verður til þess að til verður ákveðin sam­keppni þar sem Demókratar sýna kjós­endum sem ann­ars myndu halla sér að Repúblík­önum að þeir geti nú líka verið her­ská­ir. Þegar þessi víga­móður kemur saman við þá til­hneig­ingu for­seta í emb­ætti að auka völd sín, m.a. með til­vísun til þjóðar­ör­ygg­is, er hætta á að útkoman verði slæm, ekki bara fyrir banda­rísku þjóð­ina heldur heim­inn all­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None