Fylgi Framsóknarflokks ekki minna á árinu

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis samkvæmt nýjustu kosningaspá. Allir flokkar tapa fylgi eða standa í stað utan Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni 7. apríl.
Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni 7. apríl.
Auglýsing

Ný kosn­inga­spá sýnir að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins heldur áfram að minnka og mælist nú 8,5 pró­sent á lands­vísu. Fylgi flokks­ins hefur ekki verið minna í kosn­inga­spánni á þessu ári en til sam­an­burðar má benda á að flokk­ur­inn hlaut 24,4 pró­sent atkvæða í alþing­is­kosn­ing­unum í apríl 2013. Hæst mæld­ist Fram­sókn með 12,3 pró­sent fylgi 1. apríl en eins og Kjarn­inn hefur greint frá fór fylgi stjórn­mála­flokka á flug eftir að hul­unni var svipt af Panama­skjöl­unum í byrjun apr­íl.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi hljóta mest fylgi allra fram­boða ef kosið yrði nú, sam­kvæmt kosn­inga­spánni, eða 29,4 pró­sent atkvæða. Það er, ólíkt sam­starfs­flokknum í rík­is­stjórn, það mesta sem sjálf­stæð­is­menn hafa mælst með á þessu ári. Flokk­ur­inn hlaut 26,7 pró­sent atkvæða í alþing­is­kosn­ing­unum 2013.

Auglýsing

Píratar höfðu stöðugt mælst stærsta fram­boðið fyrstu þrjá mán­uði árs­ins en eru nú næst stærstir á eftir Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fylgi við Pírata hóf að hrapa eftir að ráðu­neyti Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar tók við 7. apr­íl; hefur farið úr 36,7 pró­sentum í 28,3 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spánni sem gerð var í gær, 26. maí.

Vinstri græn hafa einnig vaxið mikið í kjöl­far afhjúp­unar Panama­skjal­anna. Sá flokkur er, ásamt Sjálf­stæð­is­flokki, sá eini sem vex í nýj­ustu kosn­inga­spánni. Vinstri græn mæl­ast nú með 17,6 pró­sent fylgi. Það er átta pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn mæld­ist með um miðjan mars þegar það var 9,5 pró­sent.

Gengi Sam­fylk­ing­ar­innar er ekki gott sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni. Flokk­ur­inn mælist nú með 7,9 pró­sent fylgi. Engar stórar sveiflur er að finna ef rýnt er í nið­ur­stöður kosn­inga­spár­innar frá ára­mót­um. Þann 20. jan­úar var Sam­fylk­ingin á pari með Fram­sókn­ar­flokknum og Vinstri grænum með 10,4 pró­sent fylgi. Síðan hefur fylgið minnkað nær stöðug í þau tólf skipti sem kosn­inga­spáin hefur verið gerð á þessu ári. 

Í ljósi slaks fylgis Sam­fylk­ing­ar­innar í skoð­ana­könn­unum var ákveðið að flýta lands­fundi flokks­ins til 4. júní næst­kom­andi og kjósa þar nýja for­ystu. Árni Páll Árna­son, sitj­andi for­maður flokks­ins, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram. Fjórir hafa gefið kost á sér í það emb­ætti. Árni Páll tók við for­mennsku árið 2013 af Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og leiddi flokk­inn í síð­ustu kosn­ing­um. Þær reynd­ust slæm útreið fyrir flokk­inn sem hlaut aðeins 12,9 pró­sent atkvæða miðað við 29,8 pró­sent í kosn­ing­unum 2009 og setu í rík­is­stjórn í heilt kjör­tíma­bil.

Önnur fram­boð mundu fá minna en fjögur pró­sent atkvæða sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá. Dregið hefur saman með Bjartri fram­tíð og Við­reisn sem mæl­ast nú með svipað mikið fylgi. Björt fram­tíð myndi fá 3,7 pró­sent atkvæða og Við­reisn 3,2 pró­sent. Dögun mælist með tæpt eitt pró­sent fylgi og Alþýðu­fylk­ingin með hálft pró­sent. Ætla má að um fimm pró­sent atkvæða á lands­vísu þurfi til að ná kjöri á Alþingi.

Kosn­­­inga­­­spá Kjarn­ans og Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar er gerð fyrir Alþing­is­­­kosn­­­ingar sem boð­aðar hafa verið í haust. Baldur hefur útbúið spálíkan sem vigtar kann­­­anir sem gerðar eru á fylgi stjórn­­­­­mála­­­flokka eftir áreið­an­­­leika. Sama líkan var notað fyrir sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­­­arnar árið 2014 fyrir fylgi fram­­­boða í Reykja­vík og nið­­­ur­­­staðan birt á vef Kjarn­ans og á vefn­um kosn­­­inga­­­spá.­is. Í nýj­ustu kosn­­­inga­­­spánni eru nýj­­­ustu kann­an­­­irnar vegn­­­ar:

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 23. til 24. maí (vægi 24,3%)
  • Skoð­ana­könnun Félags­­vís­inda­­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­­blaðið 17. maí (vægi 20,9%)
  • Skoð­ana­kann­­­anir Frétta­­­blaðs­ins 9. maí (vægi 14,7%) og 2. til 3. maí (vægi 11,2%)
  • Þjóð­­­ar­púls Gallup 14. til 28. apríl (vægi 16,8%)
  • Skoð­ana­könnun MMR 22. til 26. apr­íl (vægi 12,1%)

Hvað er Kosn­inga­spá­in?

Kosn­inga­spálíkan Bald­urs Héð­ins­sonar miðar að því að setja upp­lýs­ing­arnar sem skoð­ana­kann­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­inga. Kjarn­inn birti Kosn­inga­spá Bald­urs fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar og reynd­ist sú til­raun vel. Á vefnum kosn­inga­spá.is má lesa nið­ur­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­vik kann­ana miðað við kosn­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­leiki könn­un­ar­að­ila er reikn­aður út frá sögu­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­inga­úr­slit­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None