27 ungmenni ákærð vegna falsaðra prófskírteina

Árið 2013 uppgötvaði nefnd, sem fer með eftirlit háskólanáms, að 19 manns með fölsuð prófskírteini höfðu sótt um skólavist í dönskum háskólum.
Árið 2013 uppgötvaði nefnd, sem fer með eftirlit háskólanáms, að 19 manns með fölsuð prófskírteini höfðu sótt um skólavist í dönskum háskólum.
Auglýsing

Danska lög­reglan hefur ákært 27 ung­menni sem hafa notað fölsuð próf­skír­teini til að kom­ast í háskóla­nám. Flestir hinna ákærðu eru útlend­ing­ar, búsettir í Dan­mörku.

Orðrómur um fölsuð loka­prófs­skír­teini úr fram­halds­skóla hefur árum saman verið á kreiki í Dan­mörku. Lengst af voru slíkar sögur ein­ungis kvittur sem hvorki fékkst sann­aður né stað­fest­ur. Árið 2013 upp­götv­aði nefnd, sem fer með eft­ir­lit háskóla­náms, að 19 manns með fölsuð próf­skír­teini höfðu sótt um skóla­vist í dönskum háskól­um. Undir venju­legum kring­um­stæðum væri um slík mál fjallað í sam­vinnu lög­reglu, við­kom­andi skóla og hand­hafa skír­tein­is­ins. Eft­ir­lits­nefnd­inni þótti hins­vegar þessi 19 skír­teini líkj­ast hvert öðru og það vakti grun um að þau hefðu verið gerð hjá hjá einum og sama „fram­leið­and­an­um“. Í fram­haldi af þessu ákvað eft­ir­lits­nefndin að kæra málið til lög­reglu og jafn­framt að fram­vegis yrðu öll slík mál kærð.

Flestir hinna ákærðu útlend­ing­ar 

Fyrir nokkrum dögum ákærði lög­reglan í Kaup­manna­höfn 27 ung­menni vegna falskra próf­skír­teina. Lög­reglan hefur upp­lýst að margir hinna ákærðu hafi ekki lokið fram­halds­skóla­prófi en í hópnum er líka fólk sem hafði lokið slíku prófi en með mun lægri ein­kunn en kom fram á „nýja“ skír­tein­inu. Ein­kunn sem ekki dugir til að kom­ast inn í danska háskóla,eða aðra sam­bæri­lega skóla, þar sem kröfur um ein­kunnir hafa verið hertar mjög á síð­ustu árum. 

Auglýsing

Árið 2015 sóttu tæp­lega 100 þús­und um skóla­vist

Í gögnum danska mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins má sjá að á síð­asta ári sóttu tæp­lega 100 þús­und manns um skóla­vist í dönskum háskólum og öðrum sam­bæri­legum mennta­stofn­unum í land­inu. Af þessum hópi fengu um það bil 29 þús­und skóla­vist. 

Algeng­asta aðferðin við að senda inn umsókn er að nota sér­staka  vef­síðu, Opta­gel­se.dk. Til þess að geta farið þessa leið þarf umsækj­and­inn að hafa danska kenni­tölu og auð­kennis­lykil (Nem-id). Þá sækir við­kom­andi skóli ein­kunnir umsækj­and­ans í sér­stakan ein­kunna­banka, þar sem fram­halds­skól­inn hefur fært þær inn. Þarna er engin leið að breyta ein­kunn­um. Þessa aðferð not­uðu um það bil 90 þús­und manns á síð­asta ári.

Önnur leið til að sækja um skóla­vist er að senda inn gögn, ann­að­hvort sem skjöl á net­inu, eða á pappír eins og lengstum tíðk­að­ist. Þessa leið not­uðu um það bil 9 þús­und nem­endur í fyrra, í lang­flestum til­vikum útlend­ingar sem ekki hafa danska kenni­tölu og þar af leið­andi ekki auð­kennis­lyk­il­inn Nem-id. Það er fólk úr þessum hópi sem lög­reglan segir að hafi reynt að nota fölsk skír­teini til að detta í lukku­pott­inn eins og full­trúi lög­regl­unnar komst að orð­i. 

Þrír taldir hafa útbúið fjölda falskra skír­teina

Meðal þeirra 27 sem nú hafa verið ákærðir fyrir að nota fölsk skír­teini til umsóknar um skóla­vist eru þrír sem lög­reglan telur að hafi útbúið öll skír­tein­in. Algeng­asta aðferðin varð­andi þá sem lokið hafa fram­halds­skóla­prófi er að ein­kunn sé breytt, hærri tala sett í stað lægri. Varð­andi þá sem ekki hafa lokið prófi hafa fals­ar­arnir notað þá aðferð að breyta nafn­inu á skír­teini nem­anda sem útskrif­ast hefur með háar ein­kunnir á spjald­inu. Hvernig fals­ar­arnir hafa kom­ist yfir slík skír­teini vill lög­reglan ekki tjá sig um.

Hvað kostar falsað útskrift­ar­skír­teini?

Lög­reglan telur að fals­ar­arnir hafi viljað fá greiddar 20 þús­und danskar krónur (ca 380 þús­und íslenskar) fyrir hvert skír­teini. Þeir hafi ekki í öllum til­vikum borið svo mikið úr být­um, sumum hafi tek­ist að prútta um verð­ið. Þetta telj­ast ekki háar upp­hæðir í „fals­ara­brans­an­um“ að sögn lög­reglu, sem ekki vildi nefna refsi­kröf­ur.

Eft­ir­sótt­ustu skól­arnir

Kröfur danskra háskóla til ein­kunna verð­andi nýnema eru mis­mun­andi. Þeir skólar sem mestar kröfur gera eru: Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli, Copen­hagen Business School, Copen­hagen Business Academy og Pro­fessions­höjskolen Metropol. Þessir fjórir skera sig nokkuð úr hvað kröfur um ein­kunnir nýnema varð­ar. Aðrir skólar miða við lægri með­al­ein­kunn til inn­göng­u. 

A og B skólar

Nokkrir danskir sér­fræð­ingar um skóla­mál telja að hinar mis­mun­andi inn­töku­kröfur hafi í för með sér að danskir háskólar séu að breyt­ast í það sem sér­fræð­ing­arnir kalla A og B skóla. Í hópi A skól­anna séu þeir fjórir sem áður voru nefndir og Háskól­inn í Árósum og Danski tækni­há­skól­inn, DTU. Þetta telja sér­fræð­ing­arnir frekar slæma breyt­ingu. Hætta sé á að háskólar þar sem nem­enda­hóp­ur­inn er með lægri ein­kunnir úr fram­halds­skóla geri minni kröfur til nem­end­anna. Þessi umræða er ekki sér­danskt fyr­ir­bæri, þekk­ist til dæmis á Íslandi.

Skól­arnir vilja fyr­ir­byggja svindl

Fréttir um ákær­urnar á hendur ung­menn­unum hafa vakið tals­verða athygli í Dan­mörku. Rekt­orar háskól­anna og emb­ætt­is­menn danska mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins eru sam­mála um að leita þurfi leiða til að tryggja að fólk geti ekki kom­ist inn í háskól­ana á fölskum for­send­um.  Þeir sem kom­ist þannig inn í háskól­ana hafi ekki það sem til þurfi til að ná árangri í nám­inu og gef­ist fljót­lega upp. Alvar­legra sé þó að þeir sem fá skóla­vist út á fölsuð skil­ríki taki pláss frá öðrum sem undir eðli­legum kring­um­stæðum hefðu fengið inn­göng­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None