#íþróttir #em2016

Íslensku strákarnir spila í sterkustu deildum í Evrópu

Íslenskir knattspyrnumenn leika í nokkrum af sterkustu deildum í Evrópu. Landsliðsmennirnir verða í eldlínunni gegn stórstjörnum á Evrópumeistaramótinu sem hófst á föstudag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður fótboltamanna, svaraði fyrirspurnum Kjarnans um deildirnar í Evrópu.

Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við Lars Lagerback, þjálfara íslenska landsliðsins, á æfingu liðsins á dögunum. Gylfi leikur með Swansea í þriðju sterkustu deild í Evrópu.
Mynd: EPA

Framundan er loka­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í Frakk­landi í sumar og má gera ráð fyrir ennþá einu met­inu hjá Íslandi þegar örugg­lega vel yfir 10% þjóð­ar­innar verður í Frakk­landi að styðja lands­lið­ið. Nýverið völdu þeir Heimir Hall­gríms­son og Lars Lag­er­back þá leik­menn sem munu spila og ætlum við að skoða aðeins í hvaða deildum leik­menn­irnir spila í. Kjarn­inn fékk Magnús Agnar Magn­ús­son, umboðs­mann fót­bolta­manna, til að horfa yfir svið fót­bolt­ans í Evr­ópu. Hann ákvað að fara eftir styrk­leika­lista UEFA hvað varðar deild­irn­ar.

Byrjum á því að skoða hvernig styrk­leika­listi UEFA er í dag:

1.Spánn – La Liga 2.Þýskaland – 1. Bundesliga 3.England – Premier League 4.Ítalía – Seria A 5.Portúgal - Liga NOS 6.Frakkland - Ligue 1 7.Rússland - Rosgosstrakh Championship 8.Úkraína - Vyshcha Liha 9.Belgía – Jupiler Pro League
10.Holland – Eredivisie 11.Tyrkland - Spor Toto Süper Lig 12.Sviss - Raiffeisen Super League 16.Austurríki – Bundesliga 21.Svíþjóð – Allsvenskan 22.Noregur – Tippeligaen 24.Danmörk – Superligaen 35.Ísland – Pepsi Deildin

Spánn – La Liga

20 lið – áhorfendur meðaltal: 28.275

  • Besta deildin í Evrópu.
  • Mikill áhugi almennings en ennfremur gríðarlegur munur milli liða.
  • Mikil misskipting milli liða í launum og aðstöðu.
  • Miklar kröfur á erlenda leikmenn, mörg lið eiga það til að borga seint og illa.
  • Gott umhverfi að búa í en allt gengur hægt fyrir sig og tekur tíma að venjast púlsnum í þjóðfélaginu.
  • Næsti skref frá Spáni eru stóru liðin á Spáni eða peningaskref til Englands,, Rússlands, Bandaríkjanna, Kína eða Tyrklands.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 0

Þýskaland – 1. Bundesliga

18 lið – áhorfendur meðaltal: 43.331

  • Ótrúlegur almennur áhugi hjá öllum liðum í deildinni og mjög mikil áhersla á þeirra eigin deild og þá bæði og . Bundesliga.
  • Góð laun og frábærir bónusar.
  • Almennt eru flest öll liðin með góða velli og æfingaaðstöðu. Líklegst best í Evrópu almennt séð.
  • Annað hvort elska leikmenn allt sem þýskt er eða ná aldrei inná Þjóðverjann. Mikill munur á svæðum í Þýskalandi t.d. Rínarsvæðið, norður eða suður.
  • Næstu skref frá Þýskalandi er náttúrulega toppliðin í deildinni eða peningaskref til Englands,, Rússlands, Bandaríkjanna, Kína eða Tyrklands.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: Alfreð Finnbogason, Augsburg. Næst efsta deild: Jón Daði Böðvarsson, FC Kaiserslautern. Rúrik Gíslason, Nurnberg.

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður í íslenska landsliðinu, leikur með Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA

England – Premier League

20 lið – áhorfendur meðaltal: 36.397

  • Gríðarlegur áhugi á Íslandi á ensku úrvalsdeildinni enda ótrúlega vel markaðsett deildarkeppni.
  • Mikil misskipting á milli liða í launum og aðstöðu en samt ótrúlega upphæðir sem lítil lið geta keypt leikmenn á og borgað í laun enda frábær sjónvarpssamningur. Langmestur almennur peningur hjá liðum.
  • Almennt mikill áhugi á knattspyrnu en líka gríðarlega neikvæður oft á tíðum. Mikil pressa frá fjölmiðlum.
  • Mjög góð laun þrátt fyrir að spila í liði sem mun aldrei eiga möguleika á að vinna neitt eða spila í Evrópukeppni.
  • Mikill munur að búa í norður- eða suðurhluta Englands en almennt á England vel við Norðurlandabúa.
  • Vellirnir og æfingaaðstaða eru mismunandi og langt á eftir t.d. Þýskalandi og Hollandi en hægt og örugglega er það að breytast.
  • Næstu skref eru bestu liðin í úrvalsdeildinni eða drauma “move” til Barcelona, Real Madrid, Juventus, PSG eða Bayern Munchen. Auðvitað er síðan alltaf peningaskref til Kína, Bandaríkjanna eða þeirra deildar hverju sinni sem er með mestu peninganna.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea). Jóhann Berg Guðmundsson (Charlton) og Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) spila í næstefstu deild (Championship). Eggert Gunnþór Jónsson (Fleetwood Town) spilar í þriðjuefstu deild (League 1).

Ítalía – Seria A

20 lið – áhorfendur meðaltal: 22.264

  • Alltaf mikil virðing fyrir ítalska boltanum þótt deildin hafi eitt sinn haft allar stórstjörnur Evrópu þar en hefur liðið fyrir allsskonar svindlmál undanfarin misseri.
  • Mikill almennur áhugi og svipar mikið til Spánar og Þýskalands þar sem áhugi er almennt bara á knattspnyrnunni innanlands.
  • Afar góð laun hjá mörgum liðum og oft á tíðum eiga leikmenn sinn besta tíma sem atvinnumenn á Ítalíu ef þeir elska góðan mat o.s.frv.
  • Mikill munur á aðstöðu liða en almennt ekki í góðu standi miðað við td. Þýskaland.
  • Næstu skref eru toppliðin á Ítalíu eða betri deildir í Evrópu eins og Þýskaland, Spánn og England.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 - Emil Hallfreðsson (Udinese). Hörður Björgvin Magnússon (Juventus) var í láni hjá Cesena Calcio í næstefstu deild (Seria B).

Frakkland - Ligue 1

20 lið – áhorfendur meðaltal: 20.101

  • Mikil áhersla á líkamlegan styrk og eitt lið sem ber af öðrum í gæðum og peningum, PSG. Deild sem undanfarin ár hefur framleitt leikmenn fyrir ensku úrvalsdeildina.
  • Ekki deild sem hefur haft mikinn áhuga á íslenskum leikmönnum almennt.
  • Mikill munur hver liðið er staðsett uppá lífsgæði.
  • Vellirnir teknir í gegn eftir undanfarnar stórkeppnir.
  • Allir leikmenn í Frakklandi vilja fara í PSG eða áfram í stærri deildarkeppni.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 - Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)

Holland – Eredivisie

18 lið – áhorfendur meðaltal: 18.733

  • Lið eins og Ajax, Feyenoord og PSV þekkja allir og hafa þau oft átt góðu gengi að fagna í Evrópukeppnum en líkt og landsliðið þeirra þá er Holland í krísu með sinn “Total Football” og leikkerfi. PSV stóð sig vel í Meistaradeildinni í vetur en Ajax var nýverið slegið út af m.a. Malmö og Molde valtaði yfir sc Heerenveen ekki margt löngu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru “Eredivisie” frábær deild fyrir unga leikmenn að stíga sín fyrstu skref. Mikil áhersla er á skemmtanagildið og vilja þeir frekar að leikirnir endi - en - og til að mynda er meiri „pressa” frá áhorfendum og fjölmiðlum frá Helsingborg eða AGF en sc Heerenveen og FC Groningen.
  • Vellirnir eru flestir nýlegir og flottir sem og æfingaaðstaða flestra lið framúrskarandi góð. Mikill almennur áhugi er á knattspyrnu í Hollandi og góð mæting á leikina.
  • Það er almennt talið einfalt fyrir Norðurlandabúa að flytja til Hollands og læra tungumálið.
  • Hollenska deildin er útúngunarstöð fyrir næstu allar aðrar deildir fyrir ofan þá og fara leikmenn út um allt frá Hollandi.
  • Þess má geta að erlendir leikmenn geta sótt um sérstakan skatt, en þá sjá borga þeir ekki t.d. í eftirlaunasjóð í Hollandi enda ekki talið að þeir muni setjast að í landinu að knattspyrnuferlinum loknum.

Íslenskir leikmenn í Hollandi: Hannes Þór Halldórsson (NEC Nijmegen) er í láni til sumars hjá Bodo/Glimt í Noregi. Albert Guðmundsson (PSV Jong) spilar í næstefstu deild (Jupiler League). Hjörtur Hermannsson (PSV Jong) er í láni hjá IFK Göteborg í Svíþjóð.

Belgía – Jupiler Pro League

16 lið – áhorfendur meðaltal: 11.791

  • Fyrir árum eða fyrir tímabilið / breyttu Belgar fyrirkomulaginu á deildarkeppninni sem hefur skilað miklu sterkari deild og eru m.a. Danir að breyta sínu fyrirkomulagi í þá átt frá og með komandi tímabili.
  • Þegar leikmaður stendur sig vel í Belgíu er vegurinn beinn og breiður í stærri deildir en almennt er talið að belgíska deildin sem taktísk, líkamlegur styrkur skiptir máli og hraði. Ekki er mikið um markaleiki og lögð er áhersla á góðan varnarleik.
  • Belgíska landsliðið er ógnarsterkt og eru ungir belgískir leikmenn sendir í hvert stórliðið af fætur öðru á undanförnum árum.
  • Belgía er vel staðsett land og ávallt mikið um njósnara á öllum leikjum í deildinni.
  • Engar sérstakar kvaðir eru á lið upp á að semja við leikmenn frá löndum utan Evrópusambandsins og eru þess vegna mikið um „ódýra“ leikmenn frá Afríku í deildinni, sem oft á tíðum hafa staðið sig vel og komist í sterkari deildir.
  • Eru með mjög gott eftirlaunakerfi til að sporna við „svörtum” greiðslum sem voru landlægar í landinu sem var hagstætt leikmönnum.
  • Vellirnir eru oft gamlir sem og æfingasvæði liðanna en leikmenn sem koma frá „vernduðu” umhverfi frá Norðurlöndunum verða oft fyrir smá „kúltúrsjokki“ í byrjun. Þetta er þó misjafnt, og aðstaða til fyrirmyndar hjá stærstu félögunum.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 - Sverrir Ingi Ingason (Sporting Lokeren)

Rússland - Rosgosstrakh Championship

16 lið – áhorfendur meðaltal: 11.457

  • Líkt og þær miklu umbreytingar sem hafa átt sér stað á þessu svæði Evrópu er rússneska úrvalsdeildin að finna sinn farveg. Deildin hefur einkennst af miklu fjármagni í ákveðinn tíma en kannski ekki alltaf öruggt frekar en rúblan líkt og uppgangur Anzhi Makhachkala (Dagestan). Leikmenn liðsins æfa og búa í Moskvu en fljúga í heimaleikina.
  • Almennt fara leikmenn ekki til Rússlands nema að fá vel borgað enda atvinnuöryggið ekki mikið né samnnigar almennt í hávegum hafðir en mikið erum leikmenn frá Suður-Ameríku og löndum í Austur-Evrópu. Bestu liðin í landinu eru hins vegar gríðarlega sterk, og því eftirsóknarvert að leika með þeim í toppbaráttu og í Evrópukeppni.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 - Ragnar Sigurðsson (FK Krasnodar)

Tyrkland - Spor Toto Süper Lig

18 lið – áhorfendur meðaltal: 8.217

  • Tyrkland breytti kvótanum hjá liðinu á erlendum leikmönnum og flyktust þá erlendir leikmenn í deildina sem og stærstu liðin borga vel. Má segja að Tyrkland, Rússland og Kína séu deildir sem leikmenn velja út af peningum fyrst og fremst, oft á tíðum.
  • Það er gríðarlegur áhugi á knattspyrnu í Tyrklandi og má næstum segja að það jaðri við trúabrögð. Það er einnig mikill munur á liðunum eftir því hvar þau eru staðsett landfræðilega í Tyrklandi því á sumum stöðum er aðstaða ekki góð.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 – Ólafur Ingi Skúlason (Genclerbirligi)

Sviss - Raiffeisen Super League

10 lið og 36 umferðir (fjórföld umferð) – áhorfendur meðaltal: 10.958

  • Flestir bestu leikmenn Sviss spila ekki í heimalandinu sem gefur ákveðna vísbendingu um deildina en í henni eru 10 lið og eru spilaðar 36 umferðir. Lífsgæðin eru almennt há í Sviss og þykir það „dýrt” land en launin eru einnig fín, og lífsgæðin almennt góð og eftirsóknarverð. Vellirnir eru flottir og æfingasvæði liðanna einnig, ekkert ósvipað og í Hollandi.
  • Basel hefur farið fremst liða í Sviss og eru til að mynda einungis heimamenn í leikmannahópnum þeirra en í liðinu eru m.a. leikmenn frá öðrum þjóðlöndum. Liðið er með algjöra yfirburðastöðu gagnvart öðrum liðum.
  • Leikmenn frá Sviss fara aðallega til Þýskalands en einnig til Frakklands og Ítalíu enda eru þrjú tungumál töluð í landinu: franska, ítalska og þýska.
  • Þess má geta að FC Vaduz spilar í deildarkeppninni í Sviss en það lið spilar alltaf í Evrópukeppni þar sem liðið vinnur ávallt bikarkeppnina í Liechtenstein.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 1 Birkir Bjarnason (FC Basel)

Austurríki – Bundesliga

10 lið og 36 leikir (fjórföld umferð) – áhorfendur meðaltal: 6.434

  • Tíu liða deild líkt og í Sviss og sama fyrirkomulag einnig (36 umferðir) sem og bestu heimamennirnir spila í næstum allir erlendis og reyndar er gríðarlega sterk tenging milli Austurríkis og Þýskalands og má segja að það sé góður „autobahn” fyrir leikmenn úr austurrísku Bundesligunni í þá þýsku. Red Bull Salzburg er ríkasta félagið og hefur verið best undanfarin ár. Rapid Wien kemur svo þar á eftir, og á glæsilega sögu og ríka hefð fyrir árangri.
  • Hjá RB Salzburg er samsetning á liðinu svipuð og Basel eða heimamenn og leikmenn frá mismunandi þjóðlöndum og þegar leikmenn standa sig framúrskarandi vel hjá RB Salzburg þá er möguleiki á að komast í þýsku úrvalsdeildina.
  • Það þykir gott að búa í Austurríki og er aðbúnaður leikmanna góður.
  • Þess má geta það er ekki langt síðan sem Breiðablik sló út Sturm Graz í Evrópukeppninni.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 0 Arnór Ingvi Traustason (IFK Nörrköping) mun í sumar ganga til liðs við Rapid Wien.

Svíþjóð – Allsvenskan

16 lið - áhorfendur meðaltal: 9.967

  • Það er gríðarlegur áhugi á knattspyrnu í Svíþjóð og eru einungis lið sem hafa leikvelli sem taka færri en . áhorfendur. Deildin samanstendur af liðum og er spilað frá ca. byrjun apríl til loka nóvember líkt og í Noregi. Almennt eru liðin taktísk sterk og Malmö nýverið var fyrsta liðið í tæp ár til að taka repeat en á hverju tímabili eru það alltaf AIK, IFK Gautaborg og Malmö FF sem telja sig eiga að vinna þann stóra en góð lið eins og Djurgarden, IFK Nörrköping, Helsingborg, Kalmar og Elfsborg vinna líka deildina annað slagið. Yfirleitt gríðarlega jöfn og spennandi deild þar sem úrslitin ráðast yfirleitt á lokadeginum.
  • Það er einfalt fyrir íslenska leikmenn að hefja sinn feril á Norðurlöndunum og gildir það jafnt yfir Svíþjóð, Noreg og Danmörku.
  • Vellirnir eru flest allir góðir og æfingaaðstaðan til fyrirmyndar en meira en helmingur vallanna eru með gervigras.
  • Það telst til undantekninga ef bestu/markahæstu leikmenn deildarinnar fara ekki í stærri deildir að loknu keppnistímabilinu.
  • Íslenskir leikmenn hafa alltaf verið í hávegum hafðir í Svíþjóð og er m.a. Arnór Guðjohnsen talinn besti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur í Allsvenskan fyrr og síðar og Teitur Þórðarson var fyrsti erlendi leikmaðurinn í deildinni . Á undanförnum árum hefur Lars Lagerback talað fallega um íslenska knattspyrnumenn og hefur það klárlega opnað fleiri dyr.
  • Þess má geta að ef leikmenn þéna meira en 88 þúsund sænskar (1,3 milljónir íslenskra króna) á mánuði þá fá borga þeir lægri skatta í nokkur ár (ca.30 %). Þetta gerir það að verkum að sum sænsku liðin geta borgaða erlendum leikmönnum góð laun þegar miðað er við eftir skatta.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 14 - Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason* (IFK Nörrköping), Hjörtur Logi Valgarðsson (Örebro), Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson (Malmö FF), Hjörtur Hermannsson* og Hjálmar Jónsson (IFK Göteborg), Rúnar Már S. Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson (GIF Sundsvall), Haraldur Björnsson (Östersunds FK), Haukur Heiðar Hauksson (AIK Solna), Arnór Smárason, Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson (Hammarby).
*Arnór Ingvi Traustason gengur í sumar til liðs við Rapid Wien í Austurríki og Hjörtur Hermannsson er í láni hjá IFK Göteborg frá PSV Eindhoven.

Ögmundur Kristinsson, markvörður íslenska landsliðsins, leikur með Hammarby í sænsku deildinni.
Mynd: Hammarby

Þú gætir haft áhuga á þessu

Topp 10 ógleymanleg atvik á EM

Noregur – Tippeligaen

16 lið - áhorfendur meðaltal: 6.711

  • Í sögulegu samhengi og ennþá í dag er Noregur fyrir Ísland eins og Þýskaland er fyrir Austurríki. Margur leikmaðurinn hefur hafið sinn atvinnumannaferil í Noregi eða spilað þar lungann úr sínum atvinnumannaferli við góðan orðstír líkt og t.d. Indriði Sigurðsson sem var ennfremur fyrirliði FC Lyn Oslo og Viking Stavanger. Í dag eru íslenskir leikmenn í liðum af í efstu deildinni og í sumum liðum fleiri en einn. lið spila á gervigrasi og eru ávallt fleiri lið að fara þá leið.
  • Það er almennt mikill knattspyrnuáhugi í Noregi og eru leikvangar sem taka . áhorfendur eða fleiri og er æfingaaðstaða flestra lið mjög góð.
  • Norsk knattspyrna er að fara í gegnum töluverðar breytingar og er að fjarlægjast “Egill Drillo kick n´run” og eru betri liðin að spila taktískan góða knattspyrnu og má geta þess að Molde riðalkeppni Evrópudeildarinnar. Það er mikill hraði í leikjunum sem liðin ráða misvel við en má segja að liðin spila eins og fjárráð leyfa.
  • Þegar leikmaður stendur sig vel í norsku deildinni þá fer hann næstum undantekningarlaust í sterkari deildirnar líkt og til Þýskalands, Belgíu eða Englands.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: 14. Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Þórarinsson (Rosenborg BK), Eiður Smári Guðjohnsen (Molde FK), Árni Vilhjálmsson (Lilleström SK), Björn Daníel Sverrisson (Viking FK), Kristinn Jónsson (Sarpsborg 08), Elías Már Ómarsson (Valerenga IF), Aron Sigurðarson (Tromsö IL), Hannes Þór Halldórsson* (Bodo/Glimt), Aron Elís Þrándarson, Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson (Aalesund Fk) og Guðmundur Kristjánsson (IK Start).
*Hannes Þór Halldórsson er í láni frá NEC Nijmegen í Hollandi fram á sumar.

Danmörk – Superligaen

14 lið – áhorfendur meðaltal: 7.204

  • Dönsk knattspyrnuelíta lítur stærra á sig en kannski efni standa til þar sem landsliðið þeirra komast ekki á Evrópumeistaramótið í sumar og er danska deildin talin lakari sbr. árangur í Evrópukeppnum en bæði Noregur og Svíþjóð. Áhugaverða breytingar eiga sér stað í þetta tímabili sem er að klárast og það næsta en í stað liða deildar og umferð þá verða liðin á næsta tímabili og svipað fyrirkomulag og í Belgíu. Standa vonir til þess að deildin muni verða sterkari, fá meiri athygli fjölmiðla og árangur danskra lið verða betri í keppnum í Evrópu. Deildin er einnig spiluð sem vetrardeild ólíkt í Noregi og Svíþjóð en vetrarfríið er frá byrjun desember fram í miðjan febrúar.
  • FCK og Bröndby hafa borið höfuð og herða yfr önnur lið í Danmörku en á síðasta tímabili vann FCM deildina en næsta víst er að FCK vinni hana í ár. Leikvellir og æfingaaðstaða danskra liða er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum leikmenn góð.
  • Líkt og í Svíþjóð og Noregi þá fara bestu leikmennirnir úr deildinni ár hvert í stærri deildir og eru leikvangar liðanna fullir af njósnurum frá allri Evrópu.

Íslenskir leikmenn í efstu deild: Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason (OB Odense), Rúnar Alex Rúnarsson (FC Nordsjælland), Theódór Elmar Bjarnason (AGF) og Guðlaugur Victor Pálsson (Esbjerg fB). Kjartan Henry Finnbogason (Horsens).

Deildin á Íslandi er vart sambærileg við stærstu deildir í Evrópu.
Mynd: EPA

Ísland – Pepsi deildin

12 lið – áhorfendur meðaltal: 1.107

  • Það er í rauninni ekki hægt að líkja íslensku deildinni við þær deildir sem íslenskir leikmenn spila í því hún er áhugamannadeild. Margir leikmenn hafa þó stigið skrefið úr Pepsi-deildinni í atvinnumennsku á síðastliðnum árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None