Hjólað inn í nýja tíma

Fólk hefur í auknum mæli nýtt sér aðra samgöngumáta en hinn hefðbundna og valið að hjóla þangað sem förinni er heitið. Hugarfar gagnvart hjólreiðum hefur breyst mikið á undanförnum árum og enn keppist fólk við að kynna þennan nýstárlega lífsmáta.

Ákveðin menning hefur skapast í kringum hjólreiðar á Íslandi. Þessi mynd er tekin á svokölluðu Tweed Ride Reykjavík í fyrra.
Ákveðin menning hefur skapast í kringum hjólreiðar á Íslandi. Þessi mynd er tekin á svokölluðu Tweed Ride Reykjavík í fyrra.
Auglýsing

Hjól­reiða­menn­ing á Íslandi hefur breyst mikið und­an­farin ár og margir lands­menn hafa tekið upp á því að fara að hjóla. Smám saman hefur fólk upp­götvað að hægt sé, þrátt fyrir breyti­legt veð­ur, að nýta þennan ferða­máta enda sé hann ódýr­ari, heilsu­sam­legri og umhverf­is­vænni en margur ann­ar. 

Umræður um hjól­reiða­menn­ingu skjóta iðu­lega upp koll­inum þar sem kostir og gallar hjól­reiða eru reif­að­ir. Og vegna þess að þetta er til­tölu­lega nýr lífstílsmáti hér á landi þá er skilj­an­legt að ákveðnir vaxta­verkir láti á sér kræla. Hjól­reiða­menn hafa stundum verið ásak­aðir um að hjóla of hratt eða óvar­lega á göngu­stígum Reykja­vík­ur­borg­ar. Þeir hjól­reiða­menn sem Kjarn­inn tal­aði við voru sam­mála um að það væri mik­il­vægt fyrir hjól­reiða­menn að bera virð­ingu fyrir gang­andi veg­far­endum og að auð­vitað yrði sú virð­ing að vera gagn­kvæm. 

Auglýsing

Gaman að kynn­ast borg­inni með öðrum hætti

Sesselja Traustadóttir

Sess­elja Trausta­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Hjóla­færni á Íslandi, byrj­aði að hjóla af ein­hverri alvöru fyrir 10 árum þegar hún tók fyrst þátt í Hjólað í vinn­una. Hún vann sem grunn­skóla­kenn­ari og segir hún að það hafi hentað ein­stak­lega vel að hjóla í vinn­una þetta vor­ið. Hún hjólaði einnig út um alla Reykja­vík­ur­borg og kynnt­ist hún henni alveg upp á nýtt. Eftir þessa reynslu seg­ist hún hafa kom­ist á bragðið og í dag séu hjól­reiðar og allt sem þeim teng­ist ástríða hennar og vinna. 

Við þessa fyrstu hjól­reiða­á­skorun þá útbjó hún hjóla­leik fyrir vinnu­fé­laga sína. Hann virk­aði þannig að þegar fólk sem hjólaði í vinn­una kom við á ákveðnum stöðum þá fékk það lím­miða að laun­um. Sess­elja segir að þetta hafi gef­ist vel og verið skemmti­legt. Hún segir að á þessum tíma hafi hún stöðugt verið að koma sjálfri sér á óvart og að hún hafi séð miklar fram­farir. Hún hafi til dæmis allt í einu getað farið upp brekkur sem hún hafi ekki ráðið við áður og þegar hún hjólaði í fyrsta skiptið 60 kíló­metra þá hringdi hún stolt í eig­in­mann sinn til að segja honum frá því. „Þetta var líka skemmti­leg kynn­ing á borg­inni en það er gaman að þekkja hana með þessum hætt­i,“ segir hún og hlær. Hún segir að Reykja­vík­ur­svæðið sé algjör­lega frá­bært til hjól­reiða.

Vinnur nú við að opna augu fólks fyrir hjól­reiðum

Upp úr þessu byrj­aði Sess­elja að vinna að mál­efnum tengdum hjól­reið­um. Hún segir að hjartað sé sam­ofið ýmis konar gras­rót­ar­starfi og að það sé ein­stak­lega gaman að opna augu fólks fyrir hjól­reið­u­m. 

Margs konar hjól - hjolreidar.is

Sess­elja vinnur nú að ýmis konar verk­efnum sem stuðla að bættri hjól­reiða­menn­ingu. Meðal þess­ara verk­efna er Hjólað óháð aldri sem byggir á því að rjúfa ein­angrun og efla lífs­gleði íbúa á hjúkr­un­ar­heim­ilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Hún segir að það sé einkar gef­andi verk­efni og að það sé hreint stór­kost­legt að finna hvað almenn­ingur sýni því mik­inn áhuga.

Hún telur að þrátt fyrir miklar breyt­ingar á hugs­un­ar­hætti og við­horfum til hjól­reiða síð­ustu ár mætti gera enn bet­ur. Hún telur enn fremur að þessar miklu breyt­ingar á hjól­reiða­menn­ingu á Íslandi megi að hluta til rekja til hruns­ins. Eftir efna­hag­skrísu hafi margir lands­menn selt bíl­inn og leitað ann­arra leiða til að koma sér á milli staða. Hún segir að mik­ill umsnún­ingur hafi orðið á hjóla­venjum lands­manna frá árinu 2008. 

Raf­magns­hjólið kemur sterkt inn

Sjálf seg­ist Sess­elja byrjuð að nota raf­magns­hjól en hún ákvað fyrir um ári síðan að prófa það. Hún segir að það sé góður kostur fyrir Reykja­vík­inga en nú getur hún hjólað allar brekkur eins og ekk­ert sé. „Þú veist ekki fyrr en þú hefur prófað hvað raf­magns­hjólið gerir fyrir þig. Það frá­bæra við raf­magns­hjólið er að það er hægt að fara hratt en það er líka svo auð­velt að stjórna hrað­an­um,“ segir hún. Hún hvetur Íslend­inga til að prófa raf­magns­hjólið og hún segir að það sé gott tæki til að nota til jákvæðrar stefnu­mót­un­ar. Það sé hægt að deila rými með gang­andi veg­far­endur en það sé einmitt svaka­lega mik­il­vægt að sýna til­lit­semi á gang­stétt­unum þannig að sam­vinna milli hópanna gangi vel. „Við verðum að vera með­vit­að­ari um umhverfið í kringum okk­ur,“ segir hún og bætir við að hjól­reiða­menn verði að taka þetta alvar­lega. Fólk læri líka betur á umferð­ina með því að nota mis­mun­andi ferða­máta. 

Tweed Ride Reykjavík 2015 - hjolreidar.isSess­elju er mikið í mun að lands­menn allir horfi til fjöl­breyttra sam­göngu­venja. Hún segir að það sé allra hagur að virkja sam­göngur og ráða­menn heims­ins horfi til hjól­reiða sem hluta af lausn sam­gangna í þétt­býl­i. 

„Við eigum að horfa til fram­tíðar og taka ábyrgð á vistsporum okk­ar. Við skuldum fram­tíð okkar og barn­anna okkar slíka breytn­i,“ segir hún. Hún telur að bíla­um­ferð­inni sé sýnt allt of mikið umburð­ar­lyndi. Hún vill að stjórn­völd taki til sinna ráða og geri opin­bera hjól­reiða­á­ætlun fyrir íslenskt sam­fé­lag. Út frá henni væri auð­veld­ara fyrir sveita­fé­lög að gera slíkt hið sama og svo myndu fyr­ir­tæki fylgja í kjöl­far­ið.  

Vill breyta ímynd hjól­reiða

Páll GuðjónssonPáll Guð­jóns­son er rit­stjóri síð­unnar Hjól­reið­ar­.is en á síð­unni segir að til­gangur hennar sé að efla hjól­reiðar á Íslandi með því að auka öryggi með fræðslu, hvetja til hjól­reiða með því að kynna kost­ina, eyða mýtum og síðan en ekki síst að breyta ímynd hjól­reiða. 

Páll er búinn að vera við­rið­inn hjól­reiða­hreyf­ing­una í tvo ára­tugi en hann segir að við­horf til hjól­reiða hafi breyst mikið á þessum árum. Hann segir að þau sem vinni að mál­efn­unum séu hægt og síg­andi að sá fræjum með öllu því ötula starfi sem unnið er og að hægt sé að sjá upp­sker­una nú þeg­ar. „Fólk hélt að við værum skrítin til að byrja með en núna er allt annað við­horf,“ bætir hann við.

Það þarf ekki að selja bíl­inn

Páll segir að á vef­síð­unni séu allar þær upp­lýs­ingar sem byrj­endur þurfi á að halda. Það sé ekki verið að leggja áherslu á þjálf­un­arplön eða svo­leiðis upp­lýs­ing­um. Mark­miðið sé að upp­lýs­ing­arnar séu aðgengi­legar og sé þetta til­raun til að ná til nýliða sem finn­ast hjól­reiðar spenn­andi. „Þetta er ekki flók­ið. Þú sest upp á hjólið og hjólar af stað. Það þarf engan sér­stakan búnað eða und­ir­bún­ing,“ segir Páll. Hann bendir einnig á að það þurfi ekki að fara með hjól­reiðar „alla leið“, það þurfi ekki að selja bíl­inn eða eyða miklum pen­ingum í bún­að. Þau sem standa fyrir síð­unni vilji normalísera hjól­reiðar sem venju­legan ferða­máta. Þau vilji benda fólki á val­kost­inn og hvetja til að prufa. 

Kona á hjóli - hjolreidar.isPáll segir að þau byggi hug­mynda­fræði sína á jákvæðni. Þau vilji ekki gera lítið úr öðrum sam­göngu­máta. Þau séu líka með lausnir fyrir fatl­aða og aldr­aða og lumi á alls kyns skemmti­legum ferða­sög­um. Hann tekur í sama streng og Sess­elja í sam­bandi við raf­magns­hjól­in. Hann segir að mikið hafi breyst með auk­inni notkun þeirra, með þeim sé hægt að hjóla lengri vega­lengdir og að brekk­urnar hætti að vera vanda­mál. Mögu­leik­arnir séu því margir og allir geti fundið eitt­hvað fyrir sinn snúð. 

Lands­sam­tök hjól­reiða­manna hafa starfað í yfir 20 ár. Meg­in­mark­mið sam­tak­anna er að efla hjól­reið­ar, kom­ast yfir mýtu um þær og ná til nýs fólks. Einnig ber að nefna Íslenska fjalla­hjóla­klúbb­inn sem sam­anstendur af breiðum hópi fólks sem hefur hjól­reiða­menn­ingu að áhuga­máli, vill auka veg reið­hjóls­ins sem sam­göngu­tækis og vinnur að bættri aðstöðu hjól­reiða­fólks til sam­gangna. Mark­mið­ið, eins og fram kemur á heima­síðu þeirra, er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og kom­ast í náið sam­band við móður nátt­úru, takast á við hana, skilja hana og virða. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None