NATO verður fyrir óbeinum áhrifum af Brexit

Leiðtogar aðildarríkja NATO munu samþykkja gamalgróna tvíbenta stefnu gagnvart Rússum á leiðtogafundi sem hófst í dag. Áframhaldandi samskipti við Rússa og aukinn herafli við landamærin í austri. Óvíst er hver viðbrögð Rússa verða.

Donald Tusk, Barack Obama og Jean-Claude Junker koma sér fyrir á sameiginlegum blaðamannafundi í upphafi leiðtogafundar NATO í Varsjá í Póllandi.
Donald Tusk, Barack Obama og Jean-Claude Junker koma sér fyrir á sameiginlegum blaðamannafundi í upphafi leiðtogafundar NATO í Varsjá í Póllandi.
Auglýsing

NATO-­leið­togar von­ast til að geta treyst vest­ræn tengsl í kjöl­far ákvörð­unar Breta að segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu á leið­toga­fundi Atl­antsa­hafs­banda­lags­ins sem hefst í Var­sjá í dag. Bæði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra, sækja fund­inn fyrir hönd Íslands. Fund­ur­inn stendur í tvo daga, í dag og á morg­un.

Á leið­toga­fund­inum er ætl­unin að sam­þykkja flutn­ing alþjóð­legra her­fylkja til Pól­lands og allra þriggja Eistra­salts­ríkj­anna til að mæta rúss­neskri ógn sem hefur auk­ist mikið und­an­farin ár, til dæmis með íhlut­unum Rússa í Úkra­ínu. Þau NATO-­ríki sem eiga landa­mæri að Rúss­landi hafa lýst yfir ótta um að Rússar muni beita sömu brögðum gagn­vart sér og þeir gerðu í Úkra­ínu. Einnig er talið að leið­tog­arnir muni kynna nýtt eld­flauga­varn­ar­kerfi í Aust­ur-­Evr­ópu.

Þetta er fyrsti leið­toga­fundur hern­að­ar­banda­lags­ins síðan Bretar ákváðu að ganga út úr ESB í Brex­it-­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni. Leið­togar kosn­inga­bar­áttu Evr­ópu­and­stöð­unnar í Bret­landi lögðu á það áherslu að NATO gæti orðið vett­vangur auk­ins sam­starfs Breta við önnur Evr­ópu­ríki yrði Brexit að veru­leika. Aðrir bentu á að klofn­ingur frá ESB myndi síður en svo treysta raðir NATO-­ríkja í Evr­ópu.

Staða Breta óbreytt?

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, skrifar í pistli í Fin­ancial Times að hann trúi að Bretar verði áfram lyk­il­þátt­tak­andi í örygg­is­gæslu Evr­ópu. Evr­ópa og NATO ættu að auka örygg­is­sam­starf sitt og ákveða að halda við­skipta­þving­unum gegn Rússum til streitu.

Auglýsing

Andrzej Duda, for­seti Pól­lands, og Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sögðu í morgun að styrkur hern­að­ar­banda­lags­ins liði ekki fyrir Brex­it. „ESB og NATO eru nokkuð ólíkar stofn­an­ir,“ sagði Duda. „Bret­land er eitt af sterk­ustu aðild­ar­ríkjum NATO og ég efast ekki um að þátt­taka og sam­starf í banda­lag­inu verði áfram sú sama.“

Brexit gerir það óhjá­kvæmi­lega að verkum að ESB hefur ekki eins mikil áhrif á alþjóða­vett­vangi og það gerði. Til að bæta upp fyrir það ætti Evr­ópa að efla hern­að­ar­mátt sinn, að mati Bogdan Klich, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra Pól­lands. 

Utan­rík­is­ráð­herrar Frakk­lands og Bret­lands, þeir Frank-Walter Stein­meier og Jean-Marc Ayrault, hafa lagt það sama til í sam­eig­in­legri stefnu­yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far Brex­it. Stefnu­yf­ir­lýs­ingin var gefin út undir fyr­ir­sögn­inni „Sterk­ari Evr­ópa í heimi óvissu“. Plaggið fór fyrir brjóstið á Banda­ríkj­unum og Kanada sem vilja ekki að Evr­ópu­sam­bandið búi til aðra hern­að­ar­blokk á meg­in­landi Evr­ópu.

Í sam­tali við breska blaðið The Guar­dian segir Krzysztof Blu­sz, hern­að­ar­sér­fræð­ingur í Pól­landi, að útkoma þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar hefði margar óbeinar afleið­ingar fyrir sam­starf hern­að­ar­banda­lags­ins. „Út­ganga Breta úr ESB mun skapa þá stöðu að aðild­ar­ríkin fara að huga meira að högum sínum heima­fyr­ir. Löng­unin er þegar til staðar en Brexit mun auka þessa heima­hneigð enn frek­ar. Stjórn­völd í Moskvu munu ekki missa af tæki­fær­inu til að nýta sér stöð­una.“

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, funduðu í Varsjá í dag.

Gamla góða tví­benta stefna NATO

„NATO er ekki að leita að átök­um. Við viljum ekki annað Kalt stríð. Kalda stríðið er í for­tíð­inni og ætti  að vera þar áfram,“ sagði Jens Stol­ten­berg í ræðu sinni í dag og lagði áherslu á að sam­tali yrði haldið áfram við Rússa. Nið­ur­staða NATO-fund­ar­ins verður því að öllum lík­indum sú sama og oft áður: tví­bent stefna um aukið sam­tal í kjöl­far orða um aukin hern­að­ar­um­svif við landa­mæri að Rúss­landi.

Óvíst er hvernig Rússar eiga eftir að bregð­ast við leið­toga­fund­inum í Pól­landi. Að lík­indum verður við­bragðið tákn­ræn yfir­lýs­ing um upp­færðan her­afla og ný hern­að­ar­tæki. Lukasz Kulesa, rann­sókn­ar­stjóri hjá European Leaders­hip Network, sam­tökum sem sér­hæfa sig í rann­sókum á utan­rík­is-, hern­að­ar- og örygg­is­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, telur að stjórn­völd í Moskvu muni að öllum lík­indum tína til til­búnar áætl­anir og setja í nýjan bún­ing sem við­bragð við leið­toga­fundi NATO í Pól­landi.

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hefur talað óljóst um hvernig Rússar þurfi að auka her­mátt sinn á meðan aðrir emb­ætt­is­menn hafa sagt að Kreml muni mæta aðgerðum NATO á sama hátt; færa her­fylki að landa­mærum í vestri og efla eld­flauga­varn­ar­kerfi.

Barack Obama lætur af embætti Bandaríkjaforseta í janúar 2017. Óvissa um hver verði nýr forseti veikir stöðu Bandaríkjanna og um leið NATO.

Kulesa telur að Rússar geti hins vegar gert tvenns­konar mis­tök í við­brögðum sínum við útkomu leið­toga­funds­ins. Bæði munu á end­anum leiða til þess að sam­skiptin stirðni enn frek­ar. Fyrstu mis­tök­in, að mati Kulesa, yrðu þau ef Rússar læsu of mikið í útkomu fund­ar­ins og héldu að nú væri NATO að und­ir­búa átök. Vest­ur­veldin myndu um leið bæta í her­afla sinn við landa­mærin að Rúss­landi og fjölga aðild­ar­ríkjum frá Aust­ur-­Evr­ópu og Skand­in­av­íu. Af Norð­ur­löndum eru Ísland, Dan­mörk og Nor­egur aðilar að NATO en ekki Sví­þjóð og Finn­land. Eystra­salts­ríkin hlutu öll aðild árið 2004.

Hin mis­tök Rússa væru að taka nið­ur­stöðu leið­toga­fund­ar­ins of létt. Rússar gætu allt eins metið stöð­una á Vest­ur­löndum þannig að banda­lags­ríkin gangi ekki í takt. Frank-Walter Stein­meier, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, lét til dæmis hafa eftir sér á dög­unum að her­fylk­ing NATO við landa­mærin væru eins og tákn­rænar her­gagna­sýn­ing­ar. Kulesa bendir einnig á að Rússar gætu talið Banda­ríkin veik­ari nú en oft áður sökum þess að nýr for­seti verður kos­inn þar á kom­andi vetri. Hann nefnir einnig að Rússar gætu talið aðgerðir aðild­ar­ríkja NATO gegn sér nokkuð bit­lausan ljá í þúfu.

„Af­leið­ingar þess­ara hugs­an­legu mis­taka gætu orðið alvar­leg­ar,“ skrifar Kulesa á vef European Leaders­hip Network. „Rússar gætu ákveðið að hefja miklar breyt­ingar á her­afla sínum sem stillt er upp við landa­mærin og gert mun meira en að spegla vest­ur­veldin hinumegin við landa­mær­in. Við­brögð NATO við slíkum til­færslum yrðu að efla mátt sinn í Aust­ur-­Evr­ópu til að geta auð­veld­lega brugð­ist við grein 5 í stofnsátt­mála NATO. Grein 5 vísar í skuld­bind­ingu allra aðild­ar­ríkja um að árás á eitt aðild­ar­ríki þýði árás á þau öll.

Séu stjórn­völd í Kreml hins vegar með puttan á púls­inum og taka rök­rétta ákvörðun þá verður auð­velt fyrir Pútín að sjá að aðild­ar­ríkin hafa engan sér­stakan áhuga á átökum eða auk­inni örygg­is­gæslu við landa­mær­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None