Synti með bát í eftirdragi til Grikklands og keppir nú á Ólympíuleikum

Sundkonan Yusra Mardini flúði stríðið í Sýrlandi fyrir ári síðan. Hún komst til Þýskalands í september. Hún verður fyrsti keppandi keppnisliðs flóttafólks á Ólympíuleikunum til að keppa í sinni grein.

Yusra Mardini hefur verið í sviðsljósinu síðan hún kom til Ríó á dögunum. Hún verður fyrsti keppandi ólympíuliðs flóttafólks til að keppa í sinni keppnisgrein.
Yusra Mardini hefur verið í sviðsljósinu síðan hún kom til Ríó á dögunum. Hún verður fyrsti keppandi ólympíuliðs flóttafólks til að keppa í sinni keppnisgrein.
Auglýsing

Hin átján ára gamla Yusra Mar­dini verður fyrsti íþrótta­mað­ur­inn í keppn­isliði flótta­manna sem keppir á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó í dag. Hún hefur æft stíft und­an­farið í sund­höllum Berlínar í Þýska­landi, þangað sem hún komst eftir meira en mán­aðar flótta frá heima­landi sínu Sýr­landi fyrir réttu ári síð­an.

Í ágúst í fyrra lagði hún á flótta ásamt systur sinni frá heim­ili sínu í úthverfi í Damaskus, höf­uð­borg Sýr­lands, með það að mark­miði að kom­ast til Evr­ópu í von um betra líf, langt í burtu frá hryll­ingi stríðs­ins og sífelldri hættu á að verða fyrir spreng­ing­um. Hún segir líf sitt hafa breyst hratt eftir að stríðið braust út árið 2011. „Allt í einu gat maður ekki farið það sem maður vild­i,“ segir hún í sam­tali við New York Times. Skól­inn var lok­aður svo dögum skipti og skot­hríðir heyrð­ust oft svo hún þurfti að hlaupa í skjól. 

Árið 2012 var heim­ili þeirra lagt í rúst í Dara­yya-­fjöldamorð­unum þar sem tveir af hennar bestu vinum úr sund­inu lét­ust. Síðar reif sprengja þakið af sund­höll­inni þar sem þau æfðu sund. Það gerði úts­lagið fyrir hana sem bað móður sína um leyfi til að leggja á flótta. „Allt í lagi. Nú er nóg kom­ið, sagði ég við mömmu,“ lýsir Mar­dini. „Hún sagði að það væri í lagi ef ég fyndi ein­hvern sem hún gæti treyst til að fara með.“

Auglýsing

Hinn 12. ágúst 2015 flaug Mar­dini ásamt systur sinni og tveimur frændum sínum frá Damaskus til Beirút í Líbanon. Þaðan komust þau til Ist­an­búl í Tyrk­landi og komust í sam­band við smygl­ara. Í hópi 30 ann­arra flótta­manna voru þau flutt í rútu inn í þéttan skóg nærri vest­ur­strönd Tyrk­lands þar sem beðið var færis á að sigla til grísku eyj­ar­innar Les­bos. „Við héldum að þetta væri eina rútan á svæð­inu en það komu fjórar eða fimm rútur fullar af fólki á dag. Það biðu tvö til þrjú hund­ruð manns eftir færi á að kom­ast óséð af lög­regl­unni á haf út,“ lýsir Mar­dini.

Fjórum dögum síðar var Mar­din­i-­systrum komið fyrir á litlum sex manna báti ásamt 18 öðr­um. Í hópnum var fólk á öllum aldri. Til­raunir þeirra til að kom­ast fram hjá lög­reglu og landamæra­vörðum gengu ekki þrauta­laust. Í fyrsta sinn náð­ust þau og voru send til baka. Í seinni til­raun­inni varð bát­ur­inn vél­ar­vana eftir um 20 mín­útna sigl­ingu. Veðrið var ekki gott og sjór­inn úfinn.

Syst­urnar gripu til þess ráðs að stökkva frá borði ásamt tveimur öðrum strákum sem kunnu að synda og hófu að ýta bátn­um. „Allir fóru með bænir og köll­uðu til tyrk­neskra eða grískra lög­reglu­manna og ósk­uðu eftir hjálp. Þeir svör­uðu með því að benda okkur til bak­a,“ segir Yusra Mar­dini. Þau héldu hins vegar áfram og stýrðu bátnum á sundi í hátt í fjórar klukku­stund­ir. Strák­arnir gáfust mun fyrr upp.

Mar­dini segir að þetta hafi verið ótrú­lega erfið raun. Saltið úr sjónum brann í augun og á húð­inni henn­ar. Það var kalt og fötin héldu aftur af henni. Á einum tíma­punkti seg­ist hún hafa velt fyrir sér hvað hún væri að hugsa. „Ég er sund­kona. Mun ég deyja í vatn­inu eftir allt sam­an?“

Grét mest í bið­röð eftir leyfum

Hóp­ur­inn náði loks landi á Les­bos. Þær systur höfðu sett stefn­una á Þýska­land svo ferð þeirra var rétt að byrja. Þær gengu langar leið­ir, jafn­vel svo dögum skipti og gistu á engjum og í kirkj­um. Leigu­bílar stöðv­uðu ekki fyrir þeim og veit­inga­hús vildu sum ekki veita þeim þjón­ustu, jafn­vel þó þær ættu pen­inga. 

Þær hittu samt gott fólk inn á milli. Mar­dini rifjar upp stutt kynni sín af grískri stelpu sem hún heldur að hafi verið jafn gömul og hún. „Þegar ég komst Grikk­lands hafði ég tapað skónum mín­um. Það var þarna grísk stelpa — ég held að hún hafi verið á svip­uðum aldri og ég — og hún gaf mér skóna sína og gaf ungu barni peys­una sína.“

Leið þeirra systra lá í gegnum Makedóníu og Serbíu þar til þær komust á lest­ar­stöð­ina í Búda­pest í Ung­ver­landi í sept­em­ber. Eftir að þær höfðu keypt lest­ar­miða til Þýska­lands fyrir mörg hund­ruð evrur lok­uðu ung­versk yfir­völd lest­ar­stöð­inni svo mið­arnir voru ónýt­ir. Mikil mót­mæli urðu fyrir utan lest­ar­stöð­ina meðal flótta­fólks í sömu stöðu og Mar­din­i-­syst­ur. Á end­anum komust þær til Þýska­lands í gegnum Aust­ur­ríki og lentu þær í flótta­manna­búðum í Berlín. Þar deildu þær tjaldi með sex mönnum sem þær höfðu ferð­ast með.

Mar­dini seg­ist hafa orðið glöð með að komst loks á leið­ar­enda. „Það voru engin vanda­mál. Ég var í Þýska­landi með systur minni. Þetta var mark­mið­ið.“ Við tók langur vetur þar sem þær stóðu í löngum bið­röðum til þess að geta skráð sig sem flótta­menn hjá þýska rík­inu og til að sækja um hæli. Þeim var oft vísað í burtu eftir átta klukku­stunda bið í frosti og sagt að koma aftur dag­inn eft­ir. „Ég grét meira þar heldur en á meðan ferða­lag­inu stóð,“ segir Mar­dini.

For­eldrar Mar­din­i-­systra flúðu síðar frá Sýr­landi og hafa kom­ist til Þýska­lands til barna sinna. Yusra býr með systur sinni í íbúð í Berlín og hefur þeim verið veitt tíma­bundið hæli.

Þurfti að kom­ast aftur í laug­ina

Faðir Yursru Mar­dini er sund­þjálf­ari og kenndi henni að synda þegar hún var þriggja ára göm­ul. Hún hefur síðan keppt á alþjóð­legum sund­mót­um. Síð­asta mótið sem hún tók þátt í var Heims­meist­ar­mótið í sundi á vefum alþjóða sund­sam­bands­ins árið 2012 í Ist­an­búl. Þá keppti hún í 200 metra fjór­sundi, 200 metra skrið­sundi og 400 metra skrið­sund­i. 

Mar­dini segir að það hafi ekki verið for­gangs­at­riði hjá henni að kom­ast aftur í laug­ina en eftir að hún heyrði af sigri keppi­nautar síns í sund­keppni í Asíu þá hafi hún fengið löng­un­ina aft­ur. Egypskur túlkur í flótta­manna­búð­unum í Berlín kom henni í sam­band við sund­þjálf­ara þýska sund­fé­lags­ins Wass­er­freunde Spandau 04 sem féllst á að leyfa henni að spreyta sig.

Þjálf­ar­an­um, Sven Spann­ekrebs, leist vel á tækni­lega getu Yusru Mar­dini í laug­inni en sá strax að tveggja ára fjar­vera úr laug­inni hafði haft slæm áhrif á þolið. Eftir að hafa synt með sund­fé­lag­inu í nokkrar vikur varð Spann­ekrebs viss um að Mar­dini gæti átt mögu­leika á að ná lág­mörkum fyrir Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó árið 2020.

Alþjóða ólymp­íu­nefndin til­kynnti í mars að fimm til tíu íþrótta­mönnum yrði boðið til að keppa á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó undir merkjum Ólymp­íu­leik­anna vegna flótta­manna­vand­ans í heim­in­um. Fólkið sem yrði valið væri íþrótta­fólk á flótta frá heima­landi sínu vegna stríðs eða útskúf­un­ar.

Yusra Mardini ræðir við landa sinn Ramis Anis sem einnig keppir á sundmótinu í Ríó.

Mar­dini hlaut íþrótta­tengdan skóla­styrk frá Alþjóða ólymp­íu­nefnd­inni í jan­úar sem Mar­dini notar til að borga leigu á íbúð. Spann­ekrebs hefur haft hana á ströngum æfingum fyrir Ólymp­íu­leik­ana; Á hverjum degi eru tvær tveggja stunda langar sun­dæf­ingar auk klukku­tíma langrar æfingar á bakk­an­um. Á milli æfinga fer hún í skól­ann.

Sund­konan unga frá Sýr­landi mun stinga sér til sund á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó síð­degis í dag. Mar­dini syndir fyrir sér­stakt ólymp­íulið flótta­fólks í Ríó, eins og greint var frá hér að ofan, og verður fyrst kepp­enda liðs­ins til að keppa á leik­un­um. Þetta er enn fremur í fyrsta sinn sem sér­stakt lið er skipað flótta­fólki sem getur ekki, vegna stríðs eða útskúf­un­ar, keppt fyrir heima­land sitt.

Mar­dini keppir í tveimur greinum á Óymp­íu­leik­un­um: 100 metra flugsundi og 100 metra skrið­sundi. Hún hefur hins vegar ekki náð lág­mörk­unum sem þarf til að öðl­ast þátt­töku­rétt á Ólymp­íu­leikum í þessum grein­um. Besti tími Mar­dini í 100 metra flugsundi er ein mín­úta og átta sek­úndur og í 100 metra skrið­sundi er besti tím­inn hennar ein mín­úta og tvær sek­únd­ur. Lág­mörkin eru níu sek­úndum hrað­ari í flugsund­inu og ell­efu sek­úndum hrað­ari í skrið­sund­inu.

Í keppn­is­grein­inni í dag, 100 metra flugsundi, er hún í riðli tvö. Áætlað er að Mar­dini verði ræst af stað klukkan 16:31 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá sund­keppn­inni á aðal­rás RÚV.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None