danmörk kristjanía
Auglýsing

Íbúar Krist­janíu í Kaup­manna­höfn ótt­ast um fram­tíð svæð­is­ins eftir að fíkni­efna­sali skaut og særði tvo lög­reglu­menn sem voru þar á eft­ir­lits­ferð sl. mið­viku­dags­kvöld. Annar þeirra liggur milli heims og helju á sjúkra­húsi. Enn­fremur varð erlendur ferða­maður fyrir skoti. Fíkni­efna­sal­inn særð­ist lífs­hættu­lega þegar hann reyndi að flýja, eftir að lög­regla hafði umkringt hús þar sem hann hélt sig, og lést síðar af sárum sín­um.

26. sept­em­ber næst­kom­andi verða 45 ár síðan hópur fólks lagði undir sig fyrr­ver­andi umráða­svæði hers­ins á Krist­jáns­höfn. Hóp­ur­inn lýsti yfir stofnun frí­ríkis á svæð­inu, Krist­jan­íu. Svæðið sem um ræðir er 34 hekt­arar á stærð og Krist­janitt­arnir (eins og þeir eru kall­að­ir) lögðu þegar undir sig fjöl­margar bygg­ingar hers­ins. Á þessum tíma var ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk að kom­ast yfir hús­næði og því voru margir til­búnir að setj­ast að í „frí­rík­in­u“. Margir þeirra sem fluttu í Krist­janíu í upp­hafi búa þar enn en íbú­arnir eru í kringum eitt þús­und.

Þótt segja megi að Krist­janía sé eins­konar ríki í rík­inu og þar sé margt með öðrum hætti en víð­ast hvar þýðir það ekki að íbú­arnir hafi algjör­lega frjálsar hendur um alla hluti. Margir stjórn­mála­menn hafa iðu­lega haft horn í síðu Krist­janíu og íbú­anna. Fyrir nokkrum árum náð­ist hins­vegar sam­komu­lag um fram­tíð svæð­is­ins, hluti þess sam­komu­lags var að íbú­arnir myndu kaupa hluta lands­ins og hafa sam­vinnu við borg­ar­yf­ir­völd, nokkuð sem þeir höfðu lítt kært sig um fram að því.

Auglýsing

Pus­her Street og hassið

Fljót­lega eftir að Krist­janía varð til varð svæðið að eins konar mið­stöð versl­unar með hass. Þótt salan væri ólög­leg aðhafð­ist lög­reglan lítið framan af og sá að mestu leyti „í gegnum fingur sér“. Krist­janía var frá upp­hafi vin­sæll við­komu­staður ferða­manna sem flykkt­ust þangað til að sjá þetta „fyr­ir­bæri“ þar sem lífstakt­ur­inn var, og er á ýmsan hátt öðru­vísi en fólk á að venj­ast. Hassneysla var á þessum árum, eftir 1970, orðin tals­vert útbreidd og bæði ferða­menn og heima­fólk vissu að í Krist­janíu var hægur vandi að verða sér úti um „grasið“. Salan á hass­inu hefur alla tíð verið að mestu tak­mörkuð við til­tekna götu sem gengur undir nafn­inu Pus­her Street. Talið er að árleg velta á „hass­mark­aðn­um“ í Krist­janíu sé allt að millj­arði danskra króna, 17 – 18 millj­örðum íslensk­um. Það er mikið fé og þess vegna margir sem gjarna vilja fá bita af kök­unni.

Kristjanía.

Mót­or­hjóla­gengin sölsa undir sig mark­að­inn

Á 40 ára afmæli Krist­jan­íu, 2011, ræddi skrif­ari þessa pistils við fjöl­miðla­full­trúa íbú­anna. Þegar spurt var hvað það væri sem helst gæti ógnað fram­tíð svæð­is­ins stóð ekki á svar­inu: „við höfum mestar áhyggjur af rokk­ur­unum (mót­or­hjóla­gengj­un­um) sem reyna með góðu og illu að sölsa undir sig hass­mark­að­inn. Þeir svífast einskis, beita ofbeldi og gera út sölu­menn sem lifa við stöðugar hót­an­ir“. Svo mörg voru þau orð árið 2011 og síðan þá hafa rokk­ar­arnir barist hart til að ná undir sig hass­mark­aðnum og ráða nú stórum hluta hans. Danskir fjöl­miðlar full­yrða að ungi mað­ur­inn sem særði lög­reglu­menn­ina og var síðar skot­inn til bana hafi verið hlaupa­drengur hjá bak­mönn­unum svoköll­uðu, þeim sem stjórna hass­söl­unn­i. 

Hörð við­brögð stjórn­mála­manna

Danskir stjórn­mála­menn hafa brugð­ist hart við. Segja að nú sé mælir­inn fullur og Krist­janitt­arnir verði að bregð­ast við. Tónn­inn er harð­ari en áður og engin leið sé að una því að lög­reglu­menn fái ekki að sinna störfum sín­um. 

Íbú­arnir rifu hass­búð­irn­ar 

Á fjöl­mennum fundi sl. fimmtu­dags­kvöld, sól­ar­hring eftir að skotið var á lög­regl­una héldu íbúar Krist­janíu fjöl­mennan íbúa­fund. Ekk­ert spurð­ist út hvað fram fór á fund­inum en morg­un­inn eftir (föstu­dag) létu tugir Krist­jan­íu­búa til skarar skríða og hófu nið­ur­rif hass­básanna í Pus­her Street. Lög­reglan hefur nokkrum sinnum á und­an­förnum árum látið rífa bás­ana í tengslum við svo­nefndar rass­íur en þetta er í fyrsta sinn sem íbú­arnir sjálfir rífa þá nið­ur. Þeir hafa líka skorað á almenn­ing að leggja sér lið með því að versla ekki við sölu­menn á svæð­inu. „Við Krist­jan­íu­búar getum ekki einir sigr­ast á has­s­kóng­un­um“ sagði fjöl­miðla­full­trúi íbú­anna í við­tali við danska útvarp­ið. 

Hvað gera sölu­menn­irnir nú?

Þess­ari spurn­ingu er ekki auðsvar­að. Það er vitað mál að þeir gef­ast ekki upp og tak­ist þeim ekki að koma sér fyrir á nýjan leik inni í Krist­janíu má búast við að þeir reyni fyrir sér í nágrenn­inu. Krist­jan­íu­búi sem pistla­skrif­ari hafði tal af sagð­ist búast við hinu versta og byssu­skotin í fyrra­kvöld yrðu ekki þau síð­ust­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None