lars lökke rasmussen
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin reynir nú hvað hún getur að ná sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið um ein­hvers konar auka aðild Dana að Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol eftir að þátt­töku Dana í lög­reglu­sam­starf­inu lýkur 30. apríl á næsta ári. Stjórn­endur ESB eru hins­vegar tregir í taumi og lítt fúsir til samn­inga.  

Sam­kvæmt Maastricht samn­ingnum frá árinu 1993 voru Danir und­an­þegnir fjórum ákvæðum samn­ings­ins, þar á meðal ákvæð­inu um sam­starf í dóms og lög­reglu­mál­um. Vegna breyt­inga á Maastricht samn­ingnum sem hefur í för með sér nán­ara sam­starf (yf­ir­þjóð­lega stjórn Europol) og er ætlað að styrkja sam­vinnu á sviði lög­reglu­mála höfðu Danir um tvennt að velja: segja sig frá Europol sam­starf­inu eða halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að sleppa áður­nefndum und­an­þág­um. Danska þingið ákvað að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla skyldi haldin og fór hún fram 3. des­em­ber í fyrra.

Hart tek­ist á

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra, og for­maður Ven­stre, barð­ist hart fyrir því að Danir yrðu ekki und­an­þegnir ákvæðum ESB í dóms-og lög­reglu­málum og yrðu þannig áfram full­gildir aðilar að Europol. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn (sem styður stjórn Ven­stre) undir for­ystu Krist­ian Thulesen Dahl vildi hins vegar ekki sleppa und­an­þágu­á­kvæð­unum og sögðu að Danir gætu ein­fald­lega gert eins­konar sér­samn­ing og haldið áfram Europol­sam­starf­inu. Eða, ef nauð­syn­legt reynd­ist, haldið aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þar sem ein­göngu yrði kosið um þátt­töku Dana í Europol. Helstu rök Danska þjóð­ar­flokks­ins voru þau að með því að halda fyr­ir­vör­unum gætu Danir haft eigin stefnu í inn­flytj­enda­málum og landamæra­eft­ir­liti, óbundnir af ákvörð­unum ESB. 

Auglýsing

Nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar varð sú að Danir vildu ekki sleppa und­an­þágu­á­kvæð­unum og þarmeð ljóst að eftir 1. maí 2017 verða þeir ekki lengur aðilar að Europol.   

Og hvað svo?

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra lýsti von­brigðum með úrslit þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar, sagð­ist ótt­ast að erfitt gæti reynst að semja við Evr­ópu­sam­bandið um áfram­hald­andi aðild að Europol. „Maður getur ekki bara plokkað rús­ín­urnar úr jóla­kök­unni þótt það sé freist­and­i.“ Jafn­framt sagði ráð­herr­ann að stjórnin myndi þegar í stað leita eftir við­ræðum við ESB varð­andi mögu­leika Dan­merkur um áfram­hald­andi sam­starf í dóms-og lög­reglu­mál­um. Sagð­ist þó ekki sér­lega bjart­sýnn á samn­ings­vilja Evr­ópu­sam­bands­ins. 

 Sér­samn­ingur og kannski aðrar kosn­ing­ar 

Þing­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins sem börð­ust fyrir því að Danir héldu fyr­ir­vörum sínum við Maastricht samn­ing­inn (og væru þarmeð ekki lengur aðilar að Europol) lýstu ánægju með úrslit kosn­ing­anna. Þeir höfðu talað fjálg­lega um sér­samn­ing eða, ef í það færi, aðrar kosn­ingar þar sem ein­göngu yrði kosið um þátt­töku Dana í Europol. Slíkt myndi Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn styðja, sögðu þing­menn­irn­ir, með for­mann­inn, Krist­ian Thulesen Dahl, fremstan í flokki. Þetta margend­urtóku þing­menn­irnir í aðdrag­anda atkvæða­greiðsl­unnar 3. des­em­ber í fyrra. Miðað við úrslit­in  trúði stór hluti lands­manna, eða rúm­lega helm­ing­ur, þessum stað­hæf­ing­um. Síðar kom í ljós að málið var ekki svona ein­falt.

Ólétt eða ekki ólétt, ekki pínu­lítið ólétt

Í höf­uð­stöðvum Evr­ópu­sam­bands­ins vöktu úrslit kosn­ing­anna í Dan­mörku tak­mark­aða hrifn­ingu. Þar sögðu menn þó fátt en fylgd­ust þeim mun betur með umræðum danskra stjórn­mála­manna. Í des­em­ber 2015 virt­ist 1. maí 2017 ekki rétt handan við hornið og á danska þing­inu töl­uðu sumir eins og allur heims­ins tími væri til stefnu og ekk­ert lægi á að fá nið­ur­stöðu í Europol mál­ið,eins og það var kall­að. En eins og segir í Gleði­banka­text­anum þekkta flýgur tím­inn hratt á gervi­hnatta­öld og skyndi­lega var komið haustið 2016 og ein­ungis örfáir mán­uðir fram að 1. maí á næsta ári. Fyrir nokkrum vikum varð ljóst að í höf­uð­stöðvum ESB væri mjög tak­mark­aður vilji til að semja við Dani um ein­hvers konar sér­sam­komu­lag. Frans Timmer­mann, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB sagði þegar hann var spurður um hugs­an­lega samn­inga við Dani að þar væri þungt fyrir fæti. „Maður er annað hvort óléttur eða ekki ólétt­ur, ekki pínu­lítið ólétt­ur.“ Af orðum hans að dæma er ein­hvers konar sér­sam­komu­lag því nán­ast úti­lok­að. En hvað þá með hinn mögu­leik­ann, aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í Dan­mörku sem ein­göngu snúi að þátt­töku Dana í Europol? Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hafði, fyrir kosn­ing­arnar í des­em­ber í fyrra lýst sig fylgj­andi slíkum kosn­ingum ef ekki tæk­ist að semja um sér­sam­komu­lag. 

Já verður nei 

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur lýst yfir að hann muni ekki boða til sér­stakrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Europol aðild Dana nema með stuðn­ingi Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem hafði jú sagst styðja slíkt. Nú ber hins­vegar svo við að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn vill ekki lýsa stuðn­ingi við slíka atkvæða­greiðslu og ber því við að með því væri flokk­ur­inn að sam­þykkja opin landa­mæri og frjálsa för (Schengen sam­komu­lag­ið) en það komi ekki til greina. Sem­sagt: því sem Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn lof­aði í fyrra vill hann nú ekki standa við, hefur snúið við blað­inu. Danskir fjöl­miðlar kalla þetta svikin lof­orð. Miðað við yfir­lýs­ingar for­sæt­is­ráð­herr­ans verður því ekki nein þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um Europol mál­ið. 

Reyna að semja um „Europol light“

Dönskum stjórn­völdum er vandi á hönd­um. Europol sam­starfið er mjög mik­il­vægt fyrir Dani. Ekki hvað síst varð­andi upp­lýs­inga­leit og skrán­ingu. Á síð­asta ári leit­aði danska lög­reglan rúm­lega 70 þús­und sinnum í upp­lýs­inga­kerfi Europol. Danski utan­rík­is­ráð­herrann, Krist­ian Jen­sen, seg­ist vona að sam­komu­lag náist um áfram­hald­andi sam­starf á þessu sviði og aðgang Dana að upp­lýs­inga­kerf­inu. „Það er skárra en ekk­ert“ sagði ráð­herr­ann en sagði jafn­framt að það væri afar óheppi­legt að vera í þess­ari stöðu. „Europol er eitt mik­il­væg­asta verk­færi okkar í bar­áttu við glæpa­menn og það væri satt að segja dap­ur­legt ef við gætum ekki lengur nýtt okkur það,“ sagði ráð­herr­ann.

Danskir fjöl­miðlar hafa gefið þessu sam­komu­lagi sem utan­rík­is­ráð­herr­ann von­ast eftir að koma í höfn nafnið „Europol light“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None