Vill breyta heiminum – Sandi Toksvig berst fyrir jafnrétti

Danski aðgerðasinninn, þáttastjórnandinn og grínistinn Sandi Toksvig er þekkt fyrir að vera skörp og fljót að hugsa. Hún hefur nú stofnað stjórnmálaflokk og tekið að sér að stýra einum vinsælasta sjónvarpsþætti í Bretlandi. Kjarninn skoðaði sögu hennar.

Sandi stýrir nú einum vinsælasta skemmti- og spurningaþættinum á BBC Two.
Sandi stýrir nú einum vinsælasta skemmti- og spurningaþættinum á BBC Two.
Auglýsing

Fjöl­miðla­kon­an, rit­höf­und­ur­inn og grínist­inn Sandi Toksvig hefur verið opin­ber per­sóna í Bret­landi um ára­bil og hefur ekki setið auð­u­m höndum um ævina. Ung byrj­aði hún að skrifa og varð hún þekkt fyrir beittan húmor og að vera snögg til svars. Hún var með þeim fyrstu til að koma út úr skápnum á tíunda ára­tug síð­ustu aldar í Bret­landi og fékk bágt fyr­ir. Hún er aðgerðasinni og berst fyrir jafn­rétti kynj­anna og fyrir minni­hluta­hópa og hefur hún nú stofnað stjórn­mála­flokk þar sem mál­efni kvenna eru í fyr­ir­rúmi. Hún hefur einnig tekið við einum vin­sælasta ­spurn­inga­þætti í Bret­landi og skrifar hún bæk­ur, leik­rit og söng­leiki.

Sandi hélt ræðu í til­efni kvenna­göng­unnar í London þann 21. jan­úar síð­ast­lið­inn en hund­ruðir þús­unda kvenna út um allan heim mót­mæltu emb­ætt­is­töku Don­ald Trump sem for­seta Banda­ríkj­anna. Meðal ann­ars hitt­ust konur á Aust­ur­velli á sama tíma. Sandi tal­aði um að mik­il­vægt væri að jafna laun kynj­anna og að standa vörð um rétt kon­unnar til að ráða yfir sínum eigin lík­ama. Hún sagði að betra væri að reisa brýr en múra og sagð­ist hún ekki líða for­dóma gagn­vart fólki sem er öðru­vísi á ein­hvern máta eða vegna trú­ar­bragða.

Vildi ung hafa áhrif

Sandi Toksvig Mynd: EPASandi er fædd í Dan­mörku árið 1958 en vegna starfa föð­ur­ hennar þá ólst hún upp víðs­vegar um heim­inn. Hann vann sem frétta­rit­ari og dvaldi fjöl­skyldan aðal­lega í New York. Móðir hennar er bresk og bjuggu þau einnig í London á tíma­bili. Hún fór í háskóla í Cambridge þar sem hún lagði stund á lög­fræði, for­leifa­fræði og mann­fræði en þaðan útskrif­að­ist hún með­ á­gæt­is­ein­kunn. Hún hefur greint frá því að draum­ur­inn hafi verið að verða ­mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur en að hún hafi kom­ist að því að fleiri leiðir séu til­ að hafa áhrif á sam­fé­lag­ið. Sú leið sé í gegnum kímni­gáfu og hafi hún ákveðið að feta þá slóð.

Auglýsing

Hún byrj­aði ung að skrifa og vera með uppi­stand. Síðan hef­ur hún verið með sína eigin þætti í útvarpi og sjón­varpi í Bret­landi sem og ­skrifað leik­rit og gefið út yfir tutt­ugu bæk­ur. Hún hefur hlotið ýmis verð­laun og við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín.

Fyrsta konan til að stjórna svo stórum þætti

Sandi stjórn­aði útvarps­þætt­inum The News Quiz á BBC Radi­o 4 í ein níu ár en hefur nú tekið við þátta­stjórn í skemmti- og spurn­inga­þætt­inum QI á BBC Two af Stephen Fry. Hann var gríð­ar­lega vin­sæll þátta­stjórn­andi eftir 13 ár í starfi og var áhorf á þátt­inn alltaf mik­ið. Þess vegna má ætla að krefj­andi hafi verið fyrir Sandi að fylla í skarðið og kviðu margir fyrir þess­ari breyt­ingu. Sandi er fyrsta konan til að stjórna þætti af þess­ari stærð­argráðu í Bret­landi. Hún er sögð hafa verið hörð á því að fá sömu laun og Fry fyrir starf sitt í QI enda um sama starf að ræða.

Við­brögðin hafa ekki leynt sér og virð­ist fólk ver­a al­mennt ánægt með breyt­ing­una. Sandi var ekki ókunnug þætt­inum þar sem hún­ hefur verið gestur í honum sextán sinnum og því má ætla að hún þekki vel til­ hans.

Álits­gjafi The Guar­dian segir að Sandi hafi verið athugul og ­per­sónu­leg sem nýr þátta­stjórn­andi QI. Hún hafi verið nógu örlát til að leyfa gestum sínum að finna sína eigin snertifleti á mál­efnin en nógu skörp til að koma með sína eigin brand­ara þegar hún fékk tæki­færi til. Hún hafi einnig verið nógu ströng til að halda hlut­un­um ­gang­andi á snörpum hraða. Hann telur því að hún muni pluma sig vel í QI.

Fékk morð­hót­anir

Sandi hefur verið ötull tals­maður sam­kyn­hneigðra en hún­ kom sjálf út úr skápnum árið 1994. Var hún fyrsta konan til að gera það opin­ber­lega í Bret­landi. Henni var ­sagt að hún myndi aldrei fá vinnu aftur en frá þessu greindi hún í við­tali við The Tel­egraph í ágúst 2016. Hún segir frá því að hún og fjöl­skylda hennar hafi þurft að fá ­sér­staka örygg­is­gæslu á sínum tíma og að margir hafi tekið fregn­unum illa.

Hún á tvær dætur og einn son með fyrr­ver­and­i ­konu sinni en hún er nú gift sál­fræð­ingnum Debbie Toksvig. Þær giftu sig um leið og lög­leið­ing hjóna­banda fólks af sama kyni gekk í gildi í Bret­landi í mars 2014. Yfir tvö þús­und manns mættu í brúð­kaup þeirra þrátt fyrir að aðeins rúm­lega hund­rað manns hafi verið boð­ið. Ástæðan fyrir því er sú að Sandi lýsti því yfir að allir þeir sem vildu halda upp á áfang­ann með þeim væru vel­komn­ir. Fjöldi ókunn­ugs fólks úr ýmsum áttum mætti því til að gleðj­ast með par­in­u. 

Ég tel að leynd­ar­mál séu krabba­mein sál­ar­inn­ar.

Ástæðan fyrir því að koma út úr skápnum á þessum tíma var að hennar sögn fyrir börnin sín; svo þau þyrftu ekki að skamm­ast sín eða ­fela það að eiga tvær mæð­ur. „Ég tel að leynd­ar­mál séu krabba­mein sál­ar­inn­ar,“ segir hún í því því sam­bandi og greindi frá því að hún hafi ekki viljað á þessum tíma lifa í leyn­i og hafi því tekið þessa ákvörðun þrátt fyrir aðvar­an­ir. Hún segir jafn­framt í fyrr­nefndu við­tali að þetta hafi verið erf­iður tími, hún hafi feng­ið morð­hót­anir og að fjöl­skyldan hafi þurft að fara í felur í tvær vik­ur. En fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott því hún fékk einnig skila­boð og bréf frá konum sem þökk­uðu henni hafa fyrir að koma út með­ þessum hætti.

Vill betri heim fyrir börnin sín

Stjórn­mál hafa gegnt veiga­miklu hlut­verki í lífi Sandi en hún hef­ur verið um ára­bil aðgerðasinni og tals­maður fyrir rétt­indum kvenna. Hún tók til að ­mynda þátt í stofnun stjórn­mála­flokks með áherslur á jafn­rétti kvenna, eða eins ­konar kvenna­lista, árið 2015 sem ber nafnið The Women´s Equ­ality Par­ty.

Sandi gerði grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að stofna ­stjórn­mála­flokk í TED-­fyr­ir­lestri en þar fjallar hún um jafn­rétti kynj­anna og hvernig kyn­bundin mis­munun birt­ist henni. Hún byggir fyr­ir­lest­ur­inn upp eins og uppi­stand og hún spyr sig af hverju þessi mis­munun sé látin við­gang­ast. Því þrátt ­fyrir að margir séu til­búnir að leggja sitt að mörkum og gera eitt­hvað í hlut­unum þá breyt­ist sam­fé­lagið hægt. Hún segir að hvati sinn til að berj­ast fyrir þessum ákveðna mál­stað hafi verið sá að hún vildi betri heim fyrir börnin sín þrjú.

Bar­átta framundan

Sandi seg­ist hafa áttað sig á því, fyrir ekki svo löngu síð­an, að mik­il vinna væri enn framundan í jafn­rétt­is­mál­um. Ekki væri jafn­ræði komið á og að bar­áttan væri ekki bundin við sög­una eða for­tíð­ina. Því hvergi í heim­inum fái konur sömu laun ­fyrir sömu vinnu og þess vegna telur Sandi það mik­il­vægt að fá til dæmis fleiri ­konur í stjórnun fyr­ir­tækja og í áhrifa­stöð­ur. Hún seg­ist hafa viljað taka ­málin í sínar eigin hendur og stofn­aði hún því þennan flokk með áherslur á mál kvenna. Við­brögðin hafi ekki látið á sér standa og hafa konur og karlar skráð sig í flokk­inn og sýnt áhuga.

Í­myndið ykkur ef við gætum virkjað millj­ónir kvenna um heim allan sem segj­ast vera búnar að fá nóg af hefð­bundnum stjórn­málum og þrasi. Við gætum bók­staf­lega breytt heim­inum og það er það sem ég vil.

Sandi segir að vegna þess­ara góðu við­bragða hafi mál­efni þeirra ­borið á borð ann­arra stjórn­mála­flokka. Hún telur þó að ekki sé nóg að stofna einn flokk í einu landi heldur þurfi að verða breyt­ing á alheims­vísu. Hún seg­ir að hún vilji sjá flokka með þessar áherslur í öllum lönd­um. „Ímynd­ið ykkur ef við gætum virkjað millj­ónir kvenna um heim allan sem segj­ast ver­a ­búnar að fá nóg af hefð­bundnum stjórn­málum og þrasi. Við gætum bók­staf­lega breytt heim­inum og það er það sem ég vil,“ segir Sandi og lýkur þannig fyr­ir­lestr­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None