Boston: Borg sigurvegara

Velgengni íþróttaliða frá Boston hefur verið ævintýri líkust á undanförnum árum. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur komst að því að skapgerð borgarbúa er stundum sögð sveiflast með gengi íþróttaliðanna.

Kristinn Haukur Guðnason
New England Patriots unnu Ofurskálina svokölluðu í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar. Liðið hefur aðsetur í Boston þar sem fjöldi íþróttaliða eru mjög farsæl.
New England Patriots unnu Ofurskálina svokölluðu í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í byrjun þessa mánaðar. Liðið hefur aðsetur í Boston þar sem fjöldi íþróttaliða eru mjög farsæl.
Auglýsing

Þann 5. febr­úar síð­ast­lið­inn vann New Eng­land Pat­riots leik­inn um ofur­skál­ina, enn eina ferð­ina. Vel­gengni liða frá Boston hefur verið ótrú­leg síðan um alda­mótin og fólk er farið að spyrja sig hvort eitt­hvað sé í vatn­inu þarna. En til að skilja þessa vel­gengni er nauð­syn­legt að skoða menn­ingu og stofn­anir svæð­is­ins, aðdá­end­urnar og þau gildi sem þeir standa fyr­ir, og hina ríku íþrótta­sögu sem nær allt aftur til 19. ald­ar.

Sér­stök borg

Í Boston borg býr um hálf milljón manns og um fjórar millj­ónir á stór-­Boston svæð­inu. Það er það 10. fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um. Borgin er hjarta Nýja Eng­lands, sex fylkja þar sem búa um 15 millj­ónir manns. Flestir íbúar Nýja Eng­lands styðja íþróttalið frá Boston ef und­an­skil­inn er ítalski hluti Conn­ect­icut fylkis sem er næst New York borg. Ef taldir eru titlar fjög­urra vin­sæl­ustu keppn­is­í­þrótt­anna þá er Boston í öðru sæti á eftir New York (sem hefur tvö lið í hverri deild). Þá hefur Boston landað tölu­vert fleiri titlum en tug­millj­óna­borgir á borð við Chicago og Los Ang­el­es. 

Þetta kann að koma á óvart í ljósi þess að borgin er fyrst og fremst þekkt fyrir menntun og menn­ingu. Í nær­liggj­andi bæjum eru nokkrir af þekkt­ustu háskólum heims á borð við Harvard og M.I.T. En íþróttir hafa lengi verið stór hluti af  sjálfs­mynd íbú­anna. Til dæmis voru bæði körfuknatt­leikur og blak sköpuð í nánd við Boston á 19. öld. Sem aðdá­endur hafa Boston-­búar algera sér­stöðu innan Banda­ríkj­anna. Þeir eru hávær­ir, dóna­leg­ir, heimtu­frekir og hataðir af öllum öðr­um. En þeir hata líka alla aðra til baka og líta svo á að allur heim­ur­inn sé á móti þeim.  Hafna­bolta­stjarnan David Ortiz orð­aði þetta svo: “Þetta er okkar fokk­ing borg!” Það er þessi mót­sagna­kennda blanda af hág­menn­ingu og lág­menn­ingu sem gerir Boston alger­lega sér­staka.

Auglýsing

Húsið sem Auer­bach byggði

Boston Celt­ics hafa verið í NBA deild­inni frá upp­hafi, árið 1946, og afrek þeirra eru vel þekkt. Hinn græni Kelti dregur fram írska arf­leið borg­ar­innar en Írar fluttu í stórum stíl til Boston um miðja 19. öld eftir hung­ursneyð­ina þar í landi. Celt­ics eru sig­ur­sælasta lið NBA deild­ar­innar með 17 meist­aratitla á bak­inu sem er tæpur fjórð­ungur af öllum titlum frá upp­hafi. Sig­ur­sæl­ustu ár þeirra voru á sjötta og sjö­unda ára­tug­unum þegar þeir unnu 11 titla á 13 árum og þar af 8 í röð árin 1959-1966. Seinna blóma­skeið þeirra var á níunda ára­tugnum þegar þeir unnu 3 titla. Lyk­il­maður í vel­gengni Celt­ics var Red Auer­bach sem kom til liðs­ins sem þjálf­ari árið 1950 og gengdi því starfi til árs­ins 1966. 

Larry Bird lék með Boston Celtics í NBA-körfuboltadeildinni bandarísku.

Eftir það vann hann ýmis störf fyrir félag­ið, m.a. sem for­seti, til dauða­dags árið 2006 þá 89 ára gam­all. Hinn lit­ríki Auer­bach sem var frægur fyrir að reykja stóra vind­la, er almennt tal­inn einn besti íþrótta­þjálf­ari sög­unnar og hæfi­leikar hans fólust sér­stak­lega í því að finna hæfi­leik­a­ríka leik­menn. Celt­ics eru þekktir fyrir að vera agað og óeig­in­gjarnt lið, lausir við glys og glam­úr. Þeirra helstu keppi­nautar í gegnum tíð­ina, Los Ang­eles Lakers, eru alger and­stæða við þá að því leyti. En þó að Celt­ics séu þekktir fyrir sterka liðs­heild, þá hafa margar af stærstu stjörnum körfuknatt­leiks­ins spilað fyrir þá. Má þar nefna Bob Cousy, Bill Russell, Larry Bird og Kevin Gar­nett. Celt­ics hafa spilað í TD Gar­den frá árinu 1995. Í hálfa öld spil­uðu þeir í Boston Gar­den sem borg­ar­búar hugsa enn til með hlýju. Sú höll var sér­stak­lega erfið and­stæð­ingum þeirra. Hávað­inn frá áhorf­endum var ærandi og það var engin loft­ræst­ing þannig að hit­inn gat orðið óbæri­leg­ur. Boston Gar­den var slík gryfja að árið 1986 töp­uðu Celt­ics aðeins einum leik þar.

Bölvun Babe Ruth

Hafna­bolti er sögu­lega vin­sælasta íþrótta­grein borg­ar­innar og sagt er að skap­gerð borg­ar­búa ber­ist með gengi atvinnu­manna­liðs­ins Boston Red Sox. Red Sox er eitt af elstu MLB lið­un­um, stofnað árið 1901. Liðið var eitt það sterkasta í upp­hafi 20. aldar og vann 5 titla á árunum 1903 til 1918. Helsta stjarna þeirra var Babe Ruth sem hóf feril sinn sem kast­ari en færði sig seinna í stöðu kylfings. Árið 1919 var Ruth seldur til New York Yankees til að fjár­magna söng­leik sem eig­andi Red Sox vildi koma á fót. Ruth vann fjóra titla með Yankees en hjá Red Sox upp­hófst eyði­merk­ur­ganga sem varði í meira en manns­ald­ur, eða “bölvun Babe Ruth”. Bölvunin lá eins og mara á allri borg­inni og kynnti undir hatur milli stuðn­ings­manna lið­anna tveggja um ára­tuga skeið. Boston búar þreyt­ast ekki á því að hrópa níð­yrði um Yankees, hvort sem það er á hafna­bolta­leikj­um, á heima­leikjum í öðrum íþróttum eða á götum úti. Ef maður klæð­ist Yankees fatn­aði á götum borg­ar­innar er lík­legt að maður verði fyrir aðkasti. Árið 2004 verður lengi í minnum haft í Boston.

Babe Ruth með Boston Red Sox árið 1919.

Þá voru Red Sox 0-3 undir gegn Yankees í und­an­úr­slitum og leit allt út fyrir að bölvunin myndi halda áfram. En Red Sox gerðu hið ómögu­lega og sneru rimm­unni við og unnu 4-3 í fyrsta og eina skipti hafna­bolt­ans. Liðið var kallað “hálf­vit­arn­ir” (the idiots) af því að þeir spil­uðu líkt og þeim væri sama um bölvun­ina. Curt Schill­ing, kast­ari Red Sox, spil­aði þrátt fyrir meiðsli í fæt­i….­með blóð í sokkn­um. Það er eitt fræg­asta og mynd­ræn­asta atvik amer­ískrar íþrótta­sögu. 86 ára bölvun­inni var aflétt og Red Sox unnu tit­il­inn þetta árið. Þeir bættu svo tveim titlum í safnið árin 2007 og 2013. Á þessum árum fylltu Red Sox heima­völl sinn Fenway Park 820 sinnum í röð, sem er met í amer­ískum íþrótt­um. Fenway Park með sinn fræga græna vegg (Græna skrímslið) hefur goð­sagna­kenndan blæ og er helgur staður í augum Boston búa.



Hið nýja yndi

Amer­íska ruðn­ings­liðið New Eng­land Pat­riots voru um ára­tuga skeið utan­veltu í íþrótta­lífi Boston. Nafnið Pat­riots var valið vegna þýð­ing­ar­mik­ils hlut­verks borg­ar­innar í amer­ísku bylt­ing­unni og sjálf­stæði lands­ins, s.b.r. Teboðið í Boston árið 1773. Fram til árs­ins 1971 hétu þeir Boston Pat­riots en nafn­inu var breytt til þess að fá breið­ari skírskotun á svæð­inu. Árangur liðs­ins var hins vegar í með­al­lagi og liðið var titla­laust frá stofnun þess árið 1959 og út 20. öld­ina. Borg­ar­búar tengd­ust lið­inu lítið og á tíunda ára­tugnum kom til álita að færa liðið vestur til St. Lou­is. Liðið er í raun ekki stað­sett í Boston heldur smá­bænum Fox­borough, um 30 kíló­metrum suð­vestur frá borg­inni. Í um 30 ár spil­uðu þeir á Fox­boro Stadium sem þótti einn sá léleg­asti í deild­inni. Hann var illa hann­að­ur, hrip­lekur og flest allt í ólagi sem gat verið í ólag­i. 

En allt breytt­ist um alda­mótin þegar liðið réð þjálf­ar­ann Bill Belichick og völdu leik­stjórn­and­ann Tom Brady í nýliða­val­inu. Síðan þá hefur árangur liðs­ins verið ótrú­leg­ur. Liðið hefur 7 sinnum kom­ist í ofur­skál­ina og 5 sinnum unnið leik­inn. Á þessum stutta tíma hafa Pat­riots kom­ist í hóp sig­ur­sæl­ustu NFL-liða allra tíma. Árið 2001 fluttu þeir  einnig á leik­vang sem kenndur er við snyrti­vöru­fram­leið­and­ann Gil­lette (sem kemur frá Boston). Leik­vang­ur­inn minnir á lítið þorp. Þar er versl­un­ar­mið­stöð, veit­inga­stað­ir, hót­el, kvik­mynda­hús, næt­ur­klúbb­ar, keilu­höll, og meira að segja heilsu­gæslu­stöð. Aðgengið að leik­vangnum þykir hins vegar nokkuð slæmt, sér­tak­lega þegar tug­þús­undir streyma þangað á leik­dög­um. Það hefur þó ekki stöðvað Boston-­búa í að streyma til Fox­borough því að Pat­riots er orðið hið nýja yndi borg­ar­inn­ar. Pat­riots deila leik­vang­ing­inum með knatt­spyrnu­lið­inu New Eng­land Revolution enda sömu eig­endur að báðum lið­um. Revolution hafa verið í MLS deild­inni frá stofn­un, kom­ist 5 sinnum í úrslitaleik­inn en aldrei unnið tit­il.

Leikstjórnandinn Tom Brady hefur leitt lið sitt New England Patriots til ótrúlegra sigra síðan um aldamótin. (Mynd: EPA)

Hokkí, hlaup og róður

Íshokkíliðið Boston Bru­ins hefur lengi verið stolt borg­ar­búa. Bru­ins er eitt af elstu liðum NHL deild­ar­inn­ar, stofnað árið 1924, og hafa unnið Stanley bik­ar­inn sam­an­lagt 6 sinn­um. Þeirra þekkt­asti leik­maður er Bobby Orr sem spil­aði á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum og er almennt tal­inn besti varn­ar­maður sög­unn­ar. Bru­ins hafa ekki farið var­hluta af vel­gengni borg­ar­innar und­an­farin ár og unnu Stanley bik­ar­inn síð­ast árið 2011. En Bru­ins eru þekkt­astir fyrir aðdá­end­urn­ar. Þeir haga sér með því­líkum hroka og dólgs­hætti að aðdá­endur ann­arra lið bein­línis hata þá. Bru­ins hafa fylgt Celt­ics bæði í Boston Gar­den og seinna TD Gar­den.

Stærsti íþrótta­við­burður borg­ar­innar er án efa Boston-mara­þonið sem er haldið apr­íl­mán­uði ár hvert. Fyrsta mara­þon borg­ar­innar var hlaupið árið 1897 og á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar jókst þát­taka og áhorf til muna. Nú eru þáttak­endur um 30.000 tals­ins og áhorf­endur um hálf millj­ón. Mara­þonið er eitt það fjöl­menn­asta í heimi og talið eitt af “Stóru 6” með New York, Chicago, London, Berlín og Tókýó. Árið 2013 frömdu tveir tjétjénskir bræður hryðju­verk í mara­þon­inu þegar þeir sprengdu tvær heima­gerðar sprengj­ur. Þrír áhorf­endur lét­ust og hund­ruðir særð­ust í árásinni.

Annar stærsti íþrótt­við­burður borg­ar­innar er róðr­ar­keppnin Head of the Charles Regatta. Í októ­ber á hverju ári fylgj­ast tug­þús­undir áhorf­enda með um 10.000 ræð­urum keppa við ósa Charles árinnar sem rennur í gegnum Boston. Róður er gríð­ar­lega vin­sæll á svæð­inu og á djúpar rætur í íþrótta­lífi Nýja Eng­lands. Síðan 1852 hafa tveir virt­ustu háskólar heims, Harvard og Yale att kappi í grein­inni.



Lygi­leg vel­gengni

Jason litli með skiltið er vel þekktur í Boston. Í hvert sinn sem lið frá borg­inni fagnar meist­aratitli með skrúð­göngu er hann mættur og búinn að upp­færa skiltið sitt. Þegar Pat­riots fögn­uðu sigri í  of­ur­skál­inni 7. febr­úar síð­ast­lið­inn var hann vita­skuld þar með skilti sem á stóð: “15 ára gam­all, 10 skrúð­göngur”. Á hans stuttu ævi hafa Pat­riots unnið 5 titla, Red Sox 3, Celt­ics 1 og Bru­ins 1. Þetta er sér­stak­lega til­komu­mikið í ljósi þess að á árunum 1987-2001 var borgin titla­laus. Aðdá­endur hafa verið sak­aðir um að vera van­þakk­látir en það gæti ekki verið meira fjarri sanni. Þeir eru ákaf­lega stoltir af vinnu­semi og prjál­leysi lið­anna sinna og hafa stutt dyggi­lega við þau í gegnum súrt og sætt. Þó þeir séu til­ætl­un­ar­samir þá eru þeir einnig þeir dygg­ustu sem fyr­ir­finn­ast.

En hverju er þessi nýja vel­gengni að þakka? Senni­lega hinu sterka háskólaum­hverfi svæð­is­ins. Upp úr 1990 fór töl­fræði að verða meira áber­andi í frétta­flutn­ingi af íþróttum og birtar voru ítar­legar upp­lýs­ingar um hvern leik, hvert lið og hvern leik­mann. Á þessum tíma voru tölvur farnar að sjást á hverju ein­asta heim­ili sem opn­aði á mikla mögu­leika fyrir töl­fræð­i-á­huga­fólk. Í Boston býr bæði mennt­að­asta fólk Banda­ríkj­anna og það íþrótta-óð­asta og þessi þróun var himna­send­ing fyrir það. Ýmis konar töl­fræði­grúsk, umræðu­hópar og fanta­sy-­deildir blómstr­uðu í borg­inni. Sér­stak­lega hjá mennt­uðu fólki sem hafði ekki lík­am­legt atgervi í það að verða íþrótta­fólk sjálft (Les­ist: nördar). 

Þegar nýjir aðilar keyptu atvinnu­manna­lið­in, t.a.m. Robert Kraft (Pat­riots) og John Henry (Red Sox), opn­uð­ust nýjar stöður fyrir þetta fólk, þ.e. til greina töl­fræði­legar upp­lýs­ing­ar. Þær voru síðan not­aðar við kaup og sölur á leik­mönn­um, upp­still­ingu leikk­erfa o.fl. “Pen­inga­bolti” (mo­ney­ball) er þetta kall­að, þ.e. að kaupa lágt, selja hátt og nýta hvern leik­mann sem best töl­fræði­lega. Vel­gengni lið­anna hefur síðan undið upp á sig innan háskól­anna sem bjóða nú upp á sér­stakar brautir fyrir fólk sem vill starfa við úrvinnslu íþrótta­töl­fræði og stjórnun liða.

Lík­legt er að Jason litli þurfi að breyta skilt­inu sínu enn á ný á kom­andi árum því að fram­tíðin er björt í Boston. Árið 2017 eru Pat­riots, Red Sox, Celt­ics og Bru­ins öll með allra bestu liðum í sínum deild­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None