Er Ísland land þitt?

Hvernig á fólk utan EES að setjast að á Íslandi til frambúðar?

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing
A. Gift­ast eða eign­ast barn með Íslend­ingi

B. Búa yfir sér­þekk­ingu

C. Sleppa því að koma hingað



Auglýsing

„Ef hann væri hjarta­skurð­læknir myndi málið kannski snúa öðru­vísi ... það eina sem ég get  ráð­lagt ykkur er að gift­ast.“ Þetta sagði ónefndur lög­maður þegar ég spurði hvernig þáver­andi kær­asti minn, kanadískur blaða­maður og uppi­stand­ari, gæti fengið dval­ar­leyfi á Íslandi. Í sem stystu máli tók við langt og dýrt ferli með nei­kvæðum hvötum í boði Útlend­inga­stofn­unar áður en hann eygði von um að geta kallað Ísland land sitt.

Frjálst flæði fólks, fjár­magns, vöru og þjón­ustu er grund­völlur EES. Fólk fætt utan þess þarf hins vegar að hafa góða ástæðu til þess að mega setj­ast hér að. Allra best er að barna Íslend­ing eða gift­ast Íslend­ingi. Næst­best er að vera sér­fræð­ingur í ein­hverju sem íslenskt sam­fé­lag skort­ir, t.d. sér­hæft heil­brigð­is­starfs­fólk, for­rit­arar eða íþrótta­fólk. Sú sér­hæfða þekk­ing þarf þó að vera meiri og betri en nokkur annar býr yfir á EES svæð­inu og íslenskt fyr­ir­tæki þarf að votta það. 

Þessi umfjöllun birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Mann­lífs.

Dval­ar­leyfi vegna sér­fræði­þekk­ingar getur orðið grund­völlur ótíma­bund­ins dval­ar­leyfis – það er hins vegar ekk­ert víst í þessu. Báðir mögu­leik­arnir krefj­ast þess að fólk eigi böns af monní, því áður en kennitala og atvinnu­leyfi er komið í hús, sem getur tekið marga mán­uði, má fólk eðli máls­ins sam­kvæmt ekki vinna nema svart – einmitt af því það er hvorki komið með kenni­tölu né atvinnu­leyfi. Catch 22, ein­hver? Fyrir utan það krefst umsókn­ar­ferlið þess að við­kom­andi sé ekki lengur en þrjá mán­uði á Íslandi í senn sem flækir mál enn frek­ar. Þriðji mögu­leik­inn er aug­ljós­lega að gleyma hinum algræna skrúði og halda sig utan við EES.

Þurfum upp­færslu

En hvað með þá sem neita að gef­ast upp? Banda­ríska skóg­ar­höggs­mann­inn eða úkra­ínska kokk­inn? Þeirra bíður staður í Skóg­ar­hlíð, þangað sem allir vegir liggja. Útlend­inga­stofn­un. Stofnun allra sem eru ekki Íslend­ing­ar. Stofnun sem, því mið­ur, í hugum margra stendur fyrir tíma­frekt, dýrt og kvíða­vald­andi vesen. Í lok árs 2015 báru 17,9% Íslend­inga mikið traust til stofn­un­ar­innar sam­kvæmt MMR. Í skýrslu Alþjóða­mála­stofn­unar sem kom út fyrr á árinu sögð­ust 50% flótta­fólks og inn­flytj­enda bera mikið traust til stofn­un­ar­inn­ar. Í sömu skýrslu er lagt til að Útlend­inga­stofnun verði lögð niður í núver­andi mynd. Í stað­inn verði til ný stofn­un, sem sjái til þess að verk­efnin (sem heyra í dag undir tvö ráðu­neyt­i), verði ein­földuð og sam­þætt­uð.

Og fleira þarfn­ast upp­færslu; kerfin okkar og stofn­anir ættu að vinna í takt. Það þarf að stór­auka ensku- og tungu­mála­kunn­áttu innan ein­inga sem eiga í sam­skiptum við allan heim­inn, hafa sem reglu að kalla til túlk ef fólk skilur ekki hvort annað og taka upp raf­ræna stjórn­sýslu í meira mæli. Eða finnst ein­hverjum það góð hug­mynd að Útlend­inga­stofnun sendi bara bréf til skjól­stæð­inga, og þá er ég sér­stak­lega að vísa til þeirra sem mega bara vera á Íslandi 3 mán­uði í senn og eru því ólík­lega með fasta búsetu? Svo mætti skoða að leyfa fólki að borga með kredit­korti og hafa opið lengur en 5 tíma á dag.

Við þurfum að taka umræð­una

https://kjarn­inn.is/­skyr­ing/2017-11-24-er-is­land-land-t­hitt/Íslend­ingar með erlendan bak­grunn eru 8,9 pró­sent lands­manna. Það eru 31 þús­und manns, flestir frá Pól­landi. Ef þessi hlut­föll myndu end­ur­spegl­ast á Alþingi sætu þar 6 þing­menn af erlendum upp­runa. Í síð­ustu kosn­ingum duttu hins vegar bæði Nicole og Pawel af þingi og eftir sitja 63 bornir og barn­fæddir Íslend­ing­ar. Hvað með æðstu starfs­menn fyr­ir­tækja, við­mæl­endur í ljós­vaka­miðl­um, frétta­les­ara eða dóm­ara í Hæsta­rétti? Hversu margir eru ekki fæddir í Gnúp­verja­hreppi eða Breið­holt­inu? Íslend­ingar og útlend­ing­ar. Við og hin­ir. Þú og ég.

Í kringum 1900 fóru þús­undir Íslend­ingar til Kana­da, gerð­ust Vest­ur­far­ar. Og við höfum sest að víðar með ágætis árangri. Í Bras­il­íu, Banda­ríkj­un­um, Dan­mörku. Nokkur þús­und fóru til Nor­egs eftir hrun. Stundum er ástæða flutn­inga nei­kvæð; upp­skeru­brest­ur, skortur á tæki­færum, fátækt - hrun. Það er þó ekk­ert algilt. Suma langar bara að kynn­ast meiru af heim­inum áður en þeir drep­ast.

Við ferð­umst meira en nokkru sinni fyrr og fjöldi ferða­manna hingað hefur ýtt undir sögu­legt góð­æri. Aldrei fleiri erlendir rík­is­borg­arar hafa greitt skatt á Íslandi en árið 2016 og Hag­stofan spáir stöðugri fjölgun nýbúa næstu árin. Við stöðvum ekki þessa þróun en við ráðum hvernig við bregð­umst við henni. Ætlum við að berj­ast við vind­myllur eða byggja upp vandað og not­enda­vænt kerfi sem býður fólk vel­kom­ið?

--

Þessi kanadíski kær­asti sem ég nefndi í upp­hafi gat bara valið mögu­leika A (í sam­ráði við mig), þar sem hvorki blaða­mennska né uppi­stand er skil­greind sem sér­fræði­kunn­átta. Ári eftir gift­ingu gat hann loks sótt um dval­ar­leyfi á grund­velli hjóna­bands og er nú nýr Íslend­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar