Brúðkaupseyjan

Íbúar dönsku smáeyjunnar Ærø þekkja líklega ekki íslenska máltækið „það dugir ekki að deyja ráðalaus“. Þeir hafa hins vegar ákveðið að deyja ekki ráðalausir og óvenjuleg „atvinnugrein“ skapar eyjarskeggjum umtalsverðar tekjur, og atvinnu.

Giftingarhringar
Auglýsing

Danska smá­eyjan Ærø, sunnan við Fjón flokk­ast undir það sem Danir nefna „ud­kants­dan­mark“ sem mætti kannski á íslensku kalla jað­ar­svæði. Íbú­arnir eru rúm­lega sex þús­und og lengst af voru land­bún­aður og útgerð smá­báta helsta lifi­brauð­ið. Smá­báta­út­gerðin hefur átt undir högg að sækja und­an­farin ár, atvinna dróst saman og margir, einkum ungt fólk, fluttu á brott.

Mörg jað­ar­svæði glíma við þennan vanda, litlu svæðin eiga erfitt með að bjóða upp á margs konar þjón­ustu sem þó þykir sjálf­sögð: skóla, heil­brigð­is­þjón­ustu, dægradvöl, umönnun aldr­aðra og margt fleira mætti nefna. Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar stjórn­valda og ýmiss konar aðgerðir virð­ist erfitt að snúa tafl­inu við og íbúum hinna dreifðu byggða fækkar ár frá ári. Fátt virð­ist fá stöðvað tím­ans rás í þessum efn­um.

Aðgöngu­mið­inn að Evr­ópu­sam­band­inu

Fátt hefur verið meira í fréttum mörg und­an­farin miss­eri en hinn stríði straumur fólks sem reynir að flýja stríð og ótryggt ástand í heima­löndum og leitar norður á bóg­inn, til landa Evr­ópu­sam­bands­ins. Óskin um betra og örugg­ara líf er drif­kraftur þessa fólks sem sér enga fram­tíð í heima­land­inu, þótt draumur flestra sé lík­lega að geta búið í sínu föð­ur­landi og þurfa hvergi að fara. En að setj­ast að, fá land­vist­ar­leyfi, í ein­hverju Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna er ekki sjálf­gef­ið.

Auglýsing

Fjöldi þeirra sem óskar land­vist­ar­leyfis er meiri en mörg ESB löndin telja sig ráða við og mál­efni inn­flytj­enda eru víð­ast hvar hita­mál. Mörg ESB ríki hafa sett strangar reglur varð­andi land­vist­ar­leyfi og fara ekki leynt með að þeim sé ætlað að tak­marka fjölda þeirra sem „sleppa í gegnum nál­ar­aug­að“. En líkt og vatn­ið, sem ætíð finnur sér far­veg, leitar mann­fólkið leiða gegnum „nál­ar­aug­að.“

Gift­ing er aðgöngu­mið­inn

Innan ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins gilda þær reglur að ef kona eða maður frá landi utan ESB (t.d. Níger­íu) gift­ist manni eða konu frá einu aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins (t.d. Dan­mörku) fær sú, eða sá, með níger­íska vega­bréfið sjálf­krafa land­vist­ar­leyfi. Það leyfi gildir ekki bara í Dan­mörku, það gildir í öllum aðild­ar­ríkjum ESB.

Þær kröfur sem upp­fylla þarf til að fá hjóna­vígslu eru hins vegar mjög mis­mun­andi eftir ríkj­um. Einna minnstar í Dan­mörku og þess vegna sækja margir þangað til að kom­ast gegnum „nál­ar­auga“ og til að láta pússa sig sam­an. Þótt hinar form­legu kröfur sé auð­velt að upp­fylla fylgir gift­ingu óhjá­kvæmi­lega ýmis­legt og það er þetta „ým­is­lega“ sem skapar atvinnu og tekj­ur.

Brúð­kaups­eyjan Ærø

Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Ærø voru meðal þeirra fyrstu í Dan­mörku til að koma auga á að „brúð­kaups­bransinn“ (eins og einn þeirra komst að orði í við­tali) væri tekju­lind. Sveit­ar­fé­lagið Ærø eyddi tals­verðu fé í að kynna eyj­una „brúð­kaups­eyj­una“, gerði meðal ann­ars sam­komu­lag við þýskar ferða­skrif­stofur sem aug­lýsa sér­stakar „gift­ing­ar­ferð­ir“ til Ærø. Ein slík heitir Speed­wedd­ing, sem verður að telj­ast lýsandi heiti fyrir starf­sem­ina.

For­stjór­inn sagði í við­tali við þýska Flens­borg­ar­blaðið að hjá Dön­unum væri það ein­fald­lega svo ein­falt að gift­ast. „Í sumum löndum krefj­ast yfir­völd ýmiss konar vott­orða, t.d. fæð­ing­ar­vott­orðs, Dan­irnir vilja bara sjá vega­bréfið og þar stendur nátt­úr­lega fæð­ing­ar­dag­ur­inn og ártalið,“ sagði ferða­skrif­stofu­for­stjór­inn kank­vís á svip (að sögn blaðs­ins). Þegar hann var spurður hvort hann teldi að þau pör sem kaupa gift­ing­ar­ferð til Dan­merkur væru ást­fangin og stað­ráðin í að eyða ævinni saman sagð­ist for­stjór­inn barasta gera ráð fyrir því en ann­ars kæmi sér það ekki við.

Ærø í Danmörku Mynd: Aeroeisland.com

Búhnykkur

Fyrir lítið sveit­ar­fé­lag eins og Ærø er það sann­kall­aður búhnykkur að svo margir skuli leggja leið sína þangað til að láta gefa sig sam­an. Í fyrra voru tæp­lega fimm þús­und pör gefin saman á Ærø. Flest pörin kaupa mál­tíðir og gist­ingu á eynni, það þarf í mörgum til­fellum að fara akandi til kirkj­unn­ar, það þarf að borga prest­in­um, eða fóget­an­um, gift­ing­ar­vott­orðið kostar sitt, það þarf vígslu­votta og svo fram­veg­is.

Á síð­asta ári námu tekjur eyj­ar­skeggja vegna gift­ing­anna, var­lega áætl­að; um það bil 30 millj­ónum króna (um það bil 500 millj­ónir íslenskar) og það munar um minna. Mörg sveit­ar­fé­lög í Dan­mörku líta Ærø­bú­ana öfund­ar­augum og sum hafa lagt í tals­verðan aug­lýs­inga­kostnað til að ná athygli fólks í gift­ing­ar­hug­leið­ing­um. Ærø hefur þar, að minnsta kosti enn sem komið er, afger­andi for­ystu.

Mála­mynda­gift­ingar

Í langri umfjöllun dag­blaðs­ins Berl­ingske var starfs­maður fógeta á Ærø spurður hvort reynt væri að ganga úr skugga um að hugur fylgdi máli hjá þeim pörum sem gefin væru sam­an. Starfs­mað­ur­inn sagð­ist ekki hafa neitt leyfi til að reyna að kanna slíkt, ef vega­bréfin sem fólk fram­vís­aði væru gild gæti hann ekki neitað að gifta. Svar prests sem blaða­menn Berl­ingske ræddu við var á sömu leið. Blaða­menn­irn­ir, sem dvöldu í nokkra daga á Ærø, töldu aug­ljóst að í sumum til­vik­um, kannski mörg­um, væru gift­ing­arnar svo­kall­aðar „mála­mynda­gift­ing­ar“ þar sem t.d. þýsk kona gift­ist manni frá Bangla­dess og fengi borgað fyr­ir.

Hjá dönsku lög­regl­unni fengu blaða­menn Berl­ingske stað­fest að lög­reglan hefði að und­an­förnu fengið margar ábend­ingar um að sumar þeirra hjóna­vígslna sem fram fara í Dan­mörku séu skipu­lagðar af ein­stak­lingum sem stunda man­sal. Hjá Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol, kvað starfs­maður fastar að orði, þar á bæ hefðu menn vissu fyrir að glæpa­flokkar hefðu not­fært sér mála­mynda­gift­ing­ar, oft­ast í þeim til­gangi að neyða konur til vænd­is. Þegar þessi ummæli voru borin undir ferða­mála­full­trúa Ærø svar­aði hann því til að þótt prest eða fógeta grun­aði eitt­hvað mis­jafnt væri ekk­ert hægt að gera. „Við kærum okkur ekki um að leggja glæpa­mönnum lið en það er lög­gjafans að búa um hnút­ana.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar