Við eldhúsborðið

Máltíð fjölskyldu við eldhúsborðið er iðulega eina samverustund fjölskyldunnar dag hvern. En í þessari samveru felst annað en bara það að nærast.

fjölskylda að borða
Auglýsing

Margir Íslend­ing­ar, sem komnir eru á og yfir miðjan aldur muna vel hádeg­is­mat­inn við eld­hús­borð­ið: soðna ýsu, kart­öflur og tólg, ásamt ,,síð­asta lagi fyrir frétt­ir“ í Rík­is­út­varp­inu. Og muna líka að ekki var mikið talað á meðan þulir útvarps­ins fluttu helstu tíð­indi dags­ins. Þetta gilti jafnt um börn og full­orðna. Stríðið í Víetnam, Kúbu­deilan, slys á sjó og landi, Vil­hjálmur Ein­ars­son og þrístökks­silfrið í Mel­bo­urne árið 1956 og Nóbels­verð­laun Hall­dórs Lax­ness ári fyrr. Fregnir af öllu þessu og ótal­mörgu öðru ómuðu í eld­húsum lands­ins, bæði í hádeg­inu og á kvöld­in.  

Börn og ung­lingar höfðu tak­mark­aðan skiln­ing á mörgu því sem streymdi úr hátal­ara við­tæk­is­ins en fylgd­ust auð­vitað með. Eftir að frétt­unum lauk þurfti auð­vitað líka að fylgj­ast með veð­ur­frétt­unum og svo dán­ar- og jarð­ar­fara­til­kynn­ing­um. Inn í allt þetta flétt­að­ist umræðan um gæði soðn­ing­ar­innar og kartafln­anna og ótal­margt fleira.

Um kvöld­mat­ar­leytið end­ur­tók sama sagan sig, kannski búið að skipta soðn­ing­unni út fyrir kjöt­meti (oft­ast lamba­kjöt) og jafn­vel sósu og heima­gerðri rabar­bara­sultu. Salat var sjald­séð, Ora grænar baunir þóttu nægi­lega verð­ugur full­trúi þess hluta mat­ar­pýramíd­ans.

Auglýsing

Á þessum tíma voru lík­lega fáir að velta fyrir sér upp­eld­is­gildi þess­ara sam­veru­stunda við eld­hús­borð­ið. Það að fjöl­skyldan sæti saman yfir matnum var sjálf­gef­ið.

Ein útvarps­rás, eng­inn far­sími og ekk­ert sjón­varp

Á þeim tíma sem vitnað var til hér að ofan var sjón­varp ekki komið til sög­unnar á Íslandi, lands­mönnum stóð ein­ungis ein útvarps­rás til boða og far­sím­inn hafði ekki verið fund­inn upp. Síðan hefur margt breyst, í dag eru sjón­varps- og útvarps­rás­irnar ótelj­andi og all­ir, ungir og gaml­ir, ganga með far­síma á sér. Hádeg­is­soðn­ingin heyrir víð­ast hvar sög­unni til (enda fáir heima) og síð­asta lag fyrir fréttir orðið síð­asta lag fyrir aug­lýs­ing­ar. Tím­arnir eru sem sé gjör­breytt­ir. Margir halda þó enn í sam­eig­in­lega kvöld­mál­tíð fjöl­skyld­unn­ar, sem hjá mörgum er eina sam­veru­stund­in. Kann­anir sýna að hún á líka undir högg að sækja. Í könnun sem danskt dag­blað gerði fyrir skömmu, og náði til hund­rað  þriggja og fjög­urra manna barna­fjöl­skyldna, kom í ljós að meira en fimm­tíu pró­sent þess­ara fjöl­skyldna borða saman sjaldnar en fjórum sinnum í viku og tíu pró­sent borða saman einu sinni í viku, eða aldrei. Mörgum þykir þetta full­kom­lega eðli­legt og í takt við breyt­ing­arnar í sam­fé­lag­inu. Margir sem tóku þátt í þess­ari könnun sögð­ust gjarna vilja að fjöl­skyldan borð­aði oftar saman en það væri ein­fald­lega ekki hægt, margra hluta vegna.

Fjöl­skyldu­mál­tíðir mik­il­vægar  

Tveir danskir háskóla­kenn­ar­ar, Lotte Holm, pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla, og Ole Hen­rik Han­sen, lektor við Háskól­ann í Árósum   hafa um ára­bil rann­sakað áhrif þess að fjöl­skyldan sitji saman við eld­hús­borð­ið. Slík rann­sókn er býsna flókin og kenn­ar­arnir hafa notað ýmis­konar aðferðir sem ekki verða útli­staðar hér.

Nið­ur­staðan er í stuttu máli að sam­eig­in­legar mál­tíðir fjöl­skyld­unnar séu afar mik­il­væg­ar. Fyrir því eru margar ástæð­ur.

Börn leggja að jafn­aði mikið upp úr því að eiga fjöl­skyldu og þegar þau voru spurð hvenær væru bestu stundir fjöl­skyld­unnar voru svörin  að það væri ,,þegar við tölum saman við eld­hús­borðið og sitjum leng­i.“ Börnin nefndu líka að full­orðna fólkið útskýri ,,svo margt sem vð skiljum ekki og ekki er talað um í skól­an­um.“ Með því að sitja til borðs með for­eldr­un­um, og jafn­vel gest­um, læri börnin hegðun og það sem pró­fess­or­arnir kalla ,, þroska til að lifa í sam­fé­lag­in­u.“ Undir þessa skil­grein­ingu fellur það, að mati kennar­anna tveggja, að taka þátt í sam­ræð­um, skipt­ast á skoð­un­um, vega og meta við­horf ann­arra. Þjálfast í rök­hugsun og að setja fram við­horf sín og að taka til­lit til ann­arra. ,,Hljómar kannski auð­velt“ sagði Lotte Holm ,,en þetta er ótrú­lega mik­il­vægur þáttur í þroska hvers ein­stak­lings. Þáttur sem hefur verið alltof lít­ill gaumur gef­inn.“  

Að hafa hlut­verk er mik­il­vægt

Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sagði Ole Hen­rik Han­sen mik­il­vægt að börnin taki þátt í að leggja á borð og taka til eftir mat­inn ,,Það er mik­il­vægt að hafa hlut­verk.“ Og bætir við ;Þegar börnin eru aðeins komin á legg geta þau hjálpað til við elda­mennsk­una. Barn, sem er kannski kresið og vill ekki borða til­tek­inn mat, eða græn­meti, er miklu lík­legra til að vilja borða mat sem það hefur sjálft  tekið þátt í að útbú­a.“

Ole Hen­rik Han­sen bætti við að þegar börn venj­ist því að mál­tíðin við eld­hús­borðið hafi for­gang fram yfir annað læri þau ákveð­inn aga, og stund­vísi, sem sé mik­il­vægt.

Því er hér við að bæta að í könnun danska Rockwool sjóðs­ins (sem styrkir margs konar verk­efni) kom fram að börn sem borða að minnsta kosti eina mál­tíð dag­lega með for­eldrum sínum eru síður lík­leg til að þyngj­ast um of. Ástæð­urnar eru þær að börnum sem borða ein, án þess að for­eldrar eða aðrir full­orðnir séu við­stadd­ir, hætti til að borða meira en þegar setið er til borðs með fjöl­skyld­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar