Loftbardagi árið 1917

Frásögn þýska orrustuflugmannsins Ernst Udet af loftbardaga úr fyrri heimsstyrjöld 1917 er ævintýri líkust. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, dregur fram dramatíska frásögn af loftbardaganum.

Flosi Þorgeirsson
Ernst Udet.jpeg
Auglýsing

Frá­sögn þýska orr­ustuflug­manns­ins Ernst Udet af loft­bar­daga úr fyrri heims­styrj­öld 1917. Þýtt af grein­ar­rit­ara úr bók­inni Ace of the Iron Cross sem er ensk útgáfa af bók Udets, Mein Fli­eger­leben.

Ernst Udet var einn sig­ur­sæl­asti orr­ustuflug­maður Þjóð­verja í fyrri heims­styrj­öld. Aðeins Man­fred von Richt­hofen, rauði bar­ón­inn, grand­aði fleiri flug­vél­um. Alls vann Udet 62 loft­sigra. Hann lifið stríðið af og vann fyrir sér sem flug­maður og m.a. í kvik­mynd­um, bæði í Þýska­landi og Banda­ríkj­un­um. Hann fékk stöðu hjá Luftwaffe er nas­istar komust til valda en álagið varð honum að ofur­liði og hann framdi sjálfs­morð árið 1941. Hér fylgir lýs­ing hans á því er hann mætti Geor­ges Guy­nem­er, einum fræg­asta flug­manni franska flug­hers­ins, á vesur­víg­stöðv­unum 1917. 

Ýmis­legt á sér nú stað við víg­lín­una. Sagt er að óvin­ur­inn sé að und­ir­búa stór­sókn. Loft­belgi má sjá í löngum röðum víða. Þeir minna helst á ein­kenni­leg þykk ský. Þeir gefa upp stað­setn­ingu fót­göngu – og stór­skota­liðs okk­ar. Gott væri þó ekki nema einn þeirra springi í tætl­ur. Það yrði ágætis við­vörun til óvin­ar­ins.

Auglýsing

Ég legg af stað í bítið svo ég hafi sól­ina í bakið er ég ræðst gegn loft­belgn­um. Ég flýg hærra en ég hefi gert áður. Hæð­ar­mælir­inn sýnir 5000 metra. Loftið er þunnt og ískalt. Ver­öldin fyrir neðan mig minnir helst á risa­stórt fiska­búr. Fyrir ofan Lier­val, þar sem Rein­hold, félagi minn, féll í bar­daga fyrir skömmu síðan er óvina­vél á sveimi. Hún lík­ist helst lít­illi vatnafló þar sem hún skutl­ast í gegnum hrá­slaga­legt loft­ið. 

Úr vestri birt­ist nú lít­ill dep­ill á tölu­verðum hraða. Í fyrstu er hann smá­gerður og dökkur en stækkar óðum er hann nálg­ast. Þetta er frönsk óvina­vél af SPAD-­gerð. Eins og ég er hann einn á ferð, ráf­andi um him­in­inn í leit að bráð. Ég kem mér vel fyrir í sæt­inu. Bar­dagi er yfir­vof­andi. Við mætum hvor öðrum í sömu flug­hæð, aðeins hárs­breidd milli véla okk­ar. Við sveigjum báðir vélum okkar snöggt til vinstri. Hin flug­vélin er skín­andi ljós­brún í sól­inni. Nú hefst hring­flug­ið. Af jörðu niðri lítum við lík­lega út sem tveir stórir rán­fuglar í ein­hvers­konar pör­un­ar­flugi. Hér uppi er þetta hins vegar dauð­ans alvara. Sá sem fyrstur fær óvin­inn í bakið hefur tapað þar eð orr­ustu­vél­arnar geta aðeins skotið beint fram fyrir sig. Ólíkt könn­un­ar­vél­unum er aft­ur­hlut­inn er alveg varn­ar­laus. 

Stundum förum við svo nálægt hvor öðrum að ég get auð­veld­lega greint and­lit Frakk­ans, fölt og mjóslegið undir leð­ur­hjálm­in­um. Í fimmta skiptið er við mæt­umst sé ég að á vél­ar­hlið­inni rétt fyrir aftan væng­ina stendur eitt orð svart­letrað: “Vi­eux” eða “Gamli”. Nú veit ég hver þetta er, eng­inn annar en einn frækn­asti flug­maður Frakka, Geor­ges Guy­nem­er. Hann hefur þegar sent þrjá­tíu þýska flug­menn yfir móð­una miklu. Guy­nemer flýgur ætíð aleinn. Eins og allir hættu­legir rán­fuglar kemur hann æðandi með sól­ina í bak­ið, skýtur keppi­nauta sína í tætlur á sek­úndu­broti og hverfur á braut. Þannig tók hann Puz frá okk­ur. Guy­nemer er einn af þeim allra bestu. Ég geri mér grein fyrir að þetta verður upp á líf og dauða. 

Guynemer.Ég fer í hálfa lúppu til að freista þess að kom­ast að honum að ofan. Á auga­bragði hefur hann áttað sig á fyr­ir­ætlan minni og fer sjálfur í lúppu. Ég reyni að sveigja og Guy­nemer eltir mig. Er hann kemur úr beygj­unni nær hann mér í vél­byssu­miðið eitt augna­blik. Kúl­urnar rífa sig í gegnum hægri væng­inn og ég heyri klingj­andi hljóð er þeir skella á stál­vír­un­um. Ég reyni allt sem ég hef lært og kann. Þröngar beygjur og sveigj­ur, hend­ist til hlið­anna en hann er eldsnöggur að átta sig á öllu sem mér kemur til hugar og bregst við á sek­úndu­broti. Ískaldur raun­veru­leik­inn rennur upp fyrir mér. Guy­nemer er ein­fald­lega betri og flug­vél hans er öfl­ugri en mín. Ég neita að gef­ast upp og held áfram þess­ari dauð­ans bar­áttu. Nú kemur að annarri beygju. Eitt augna­blik hef ég hann í mið­inu og í flýti ýti ég á hnapp­inn á stýr­i­stöng­inni sem hleypir af vél­byss­unum en.....ekk­ert ger­ist.....­vél­byss­urnar þegja þunnu hljóð­i...skot­færa­hleðslan er stífl­uð!

Ég held dauða­haldi um stöng­ina með vinstri hendi og reyni að eiga við skot­færa­hleðsl­una með þeirri hægri. Það er til einskis, ég get ekki losað um stífl­una! 

Ég hug­leiði að taka dýfu og reyna að sleppa en geri mér um leið grein fyrir að það er von­laust. Færni keppi­nautar míns er slík að hann myndi auð­veld­lega ná mér og senda mig inn í eilífð­ina á auga­bragði. SPAD-flug­vélin er eflaust kraft­meiri en mín. Hann myndi ná mér. Áfram heldur dauða­leik­ur­inn. Við förum hring eftir hring og tökum krappar beygj­ur. Þetta er stór­kost­legt flug hjá okkur en mikið er í húfi. Aldrei hef ég átt í höggi við slíkan flug­mann! Í nokkrar sek­úndur ímynda ég mér að þetta sé ekki hinn alræmdi Guy­nemer og finnst sem ég sé að keppa við gamlan kunn­ingja yfir okkar eigin flug­velli. Þessi tál­sýn gufar þó fljótt upp og ískaldur raun­veru­leik­inn grípur mig hel­tökum á nýjan leik.

Í heilar átta mín­útur hring­sólum við í kringum hvorn ann­an. Þetta eru lengstu átta mín­útur sem ég hef lif­að. Ég sé hann nú á hvolfi fyrir ofan mig. Ég sleppi stjórn­stöng­inni eitt augna­blik og lem í bræði í skot­færa­hleðsl­una með báðum hnú­um. Vissu­lega er það frum­stæð aðferð en hefur stundum dug­að. 

Þetta sér Guy­nemer þar sem hann hangir í loft­inu fyrir ofan mig, það hlýtur að vera. Nú gerir hann sér grein fyrir hvað hrjáir þýska flug­mann­inn, að ég er í raun mátt­vana. Aftur birt­ist hann fyrir ofan mig og vél hans er næstum alveg á hvolfi. Þá ger­ist það: Hann réttir út hend­ina og veifar til mín og í nær sömu andrá tekur hann dýfu til vest­urs í átt að eigin víg­línu. Hann er far­inn áður en ég veit af.

Ég bíð ekki boð­anna og flýg þegar heim. Dof­inn. Alveg stjarf­ur.

Sumir hafa haldið því fram að Guy­nemer hafi sjálfur verið með stíflaða hleðslu. Aðrir hafa sagt að hann hafi hræðst það að ég myndi reyna að fljúga á vél hans í ein­skærri örvænt­ingu. Þessar útskýr­ingar fellst ég ekki á. Enn þann dag í dag trúi ég því að, þarna up í ísköldum háloft­un­um, hafi ég orðið þeirrar gæfu aðnjót­andi að kynn­ast sann­kall­aðri ridd­ara­mennsku. Guy­nemer hvarf seinna í bar­daga og hefur síðan aldrei til hans spurst. Eng­inn veit því hvar hann hvílir en í huga mínum hef ég þegar lagt blóm­vönd á leiði þessa stór­kost­lega flug­manns.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar