Hrun í giftingabransanum

Klúður við framkvæmd laga sem sett voru til að koma í veg fyrir svokölluð sýndarbrúðkaup hafa orðið til þess að nokkur sveitarfélög í Danmörku hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi.

hjónaband
Auglýsing

Í árs­byrjun 2018 tóku gildi í Dan­mörku nýjar reglur varð­andi hjóna­vígsl­ur. Regl­unum var ætlað að koma í veg fyrir að rík­is­borg­arar landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins gætu fengið land­vist­ar­leyfi í aðild­ar­ríkjum ESB, með því að fara „bak­dyra­meg­in“.

Sam­kvæmt reglum Evr­ópu­sam­bands­ins þarf fólk sem hyggst ganga í hjóna­band, í löndum sam­bands­ins að upp­fylla ákveðin skil­yrði. Yfir­völd í hverju landi eiga að ganga úr skugga um að þessi skil­yrði séu upp­fyllt. Fólk má ekki vera gift öðrum, við­kom­andi skulu hafa aldur til að mega giftast, fólk sé að ganga í hjóna­band af fúsum og frjálsum vilja, ekki sé um að ræða sýnd­ar­hjóna­band o.s.frv. Stjórn­völdum í ESB lönd­unum er í sjálfs­vald sett hvernig þessi „at­hug­un“ á til­von­andi hjón­um ­fer fram. Sum lönd hafa eina stofnun sem tekur á móti öllum umsóknum og ef allt er í lagi getur parið látið pússa sig saman hvar sem er, í við­kom­andi landi.

Í Dan­mörku var fyr­ir­komu­lagið þannig að sveit­ar­fé­lögin afgreiddu umsókn­irn­ar. Parið valdi sem sé fyr­ir­fram hvar það hygð­ist láta gifta sig og sótti um á við­kom­andi stað. Á sínum tíma þótti dönskum stjórn­mála­mönnum þetta gott fyr­ir­komu­lag „nóg er nú mið­stýr­ingin samt“ sögðu sumir þing­menn í umræð­um. Flokk­arnir á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, voru sam­mála um að ef leyf­is­veit­ing­arnar væru á hendi sveit­ar­fé­lag­anna gengju þær hraðar fyrir sig. 

Mun fleiri gift­ingar útlend­inga í Dan­mörku

Á und­an­förnum árum hafa gift­ing­ar, þar sem annar aðil­inn var ESB borg­ari en hinn ekki, verið hlut­falls­lega miklu fleiri í Dan­mörku en öðrum ESB ríkj­um. Í umræðum í þing­inu töldu þing­menn sig vita skýr­ing­una. Það væri ein­fald­lega miklu auð­veld­ara að verða sér úti um „leyf­ið“ í Dan­mörku en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Þess vegna hafi verið mikið um hin svo­nefndu sýnd­ar­brúð­kaup.

Tekjur og vin­sælir staðir

Ástæðu þess að til­tölu­lega auð­velt væri að fá gift­ing­ar­leyfi í Dan­mörku töldu þing­menn aug­ljósa; sveit­ar­fé­lögin hefðu umtals­verðar tekjur af gift­ing­ar­leyfum og brúð­kaup­um. Iðu­lega fjöl­menna ætt­ingjar og vinir til athafn­ar­innar og brúð­kaups­veisl­unn­ar, sumir koma kannski langt að og vilja gista. 

Auglýsing
Allt þýðir þetta tekjur fyrir við­kom­andi sveit­ar­fé­lag. Engar tölur eru til um fjölda þeirra brúð­kaups­gesta sem komið hafa til Dan­merkur á und­an­förnum árum. Ljóst er hins­vegar að fjöld­inn er umtals­verð­ur.

Fram til 1. jan­úar var leyf­is­gjaldið kr. 870.- danskar (19 þús­und íslenskar). Gjaldið rann til sveit­ar­fé­lags­ins, sem einnig ann­að­ist inn­heimt­una. 

Vin­sæl­ustu brúð­kaups­stað­irnir í Dan­mörku hafa lengi ver­ið, fyrir utan Kaup­manna­höfn, Sønd­er­borg og Tønder á Suð­ur- Jót­landi ásamt eyj­unum Langa­landi og Ærø. Fyrir þrjá síð­ast­nefndu stað­ina hafa tekj­urnar af „túrista­brúð­hjón­un­um“ skipt miklu máli.

Kontór­inn í Óðins­véum og sýnd­ar­brúð­kaupin

Breyt­ingin sem varð með regl­unum sem tóku gildi 1. jan­úar 2018 var sú að sett var á lagg­irnar sér­stök skrif­stofa í Óðins­véum sem sá um að yfir­fara allar leyf­is­beiðnir í stað sveit­ar­fé­lag­anna. Með því skyldi komið í veg fyrir að sveit­ar­fé­lögin freist­uð­ust til „frjáls­lynd­is“ í leyf­is­veit­ing­um, sem þýddi meiri tekjur í kass­ann. Sveit­ar­fé­lögin voru flest mjög andsnúin þess­ari breyt­ingu og töldu að ekki væri öruggt að hlut­irnir gengju hratt fyrir sig á nýja kontórnum í Óðins­vé­um. 

Mai Mercadao, þáver­andi barna- og félags­mála­ráð­herra, gaf lítið fyrir þessi rök. Í skýrslu sem unnin var fyrir ráð­herr­ann kom fram að hluti þeirra gift­inga sem fram hafi farið í Dan­mörku hafi bein­línis verið skipu­lagður af glæpa­sam­tök­um. Til­gang­ur­inn sá að konur frá löndum utan ESB kæmust inn í landið og yrðu síðan seldar í vændi. Þegar Mai Mercado ráð­herra kynnti breyt­ing­una, með stofnun skrif­stof­unnar í Óðins­véum, lagði hún mikla áherslu á að upp­ræta „þetta ill­gresi“ eins og hún komst að orð­i. 

Gjald fyrir leyfið hækk­aði í 1600 krónur (34.500.- íslenskar) en var áður 870 krón­ur, og rennur nú í rík­is­kass­ann. 

Seina­gangur á kontórnum

Fljót­lega eftir að nýja skrif­stofan í Óðins­véum var opnuð (1. jan 2018) kom í ljós það sem sveit­ar­stjórn­ar­menn höfðu ótt­ast. Sem sé það að afgreiðsla á umsóknum tæki mun lengri tíma en áður. Kvart­anir streymdu inn, erfitt reynd­ist að ná síma­sam­bandi við nýju skrif­stof­una, og þegar svarað var til­kynnti sím­svari, á dönsku, að fólk yrði að bíða á lín­unni. Svo kom í ljós að eng­inn þeirra sem ætlað var að svara fyr­ir­spurnum tal­aði ensku.

Afleið­ing­arnar létu ekki á sér standa; í jan­úar 2018 voru 125 pör gefin saman í Tønd­er, þau höfðu öll fengið leyfi áður en kerf­inu var breytt, í jan­úar í fyrra (2019) gaf prest­ur­inn í Tønder saman eitt par. Svip­aða sögu er að segja frá Langa­landi og Ærø.

Borg­ar­stjórar lýstu þessu sem hruni. Ole Wej Pet­er­sen borg­ar­stjóri á Ærø sagði ánægju­legt ef tek­ist hefði að koma í veg fyrir sýnd­ar­brúð­kaup en hins vegar hefði nýja fyr­ir­komu­lagið líka orðið til þess að fólk sem væri að ganga í „al­vöru­hjóna­band“ eins og hann orð­aði það hefði hætt við að láta gifta sig í Dan­mörku. „Það er búið að eyði­leggja brúð­kaups­brans­ann hjá okk­ur“ sagði borg­ar­stjór­inn.

Hvað er til ráða? 

Mai Mercado, fyrr­ver­andi barna-og félags­mála­ráð­herra sagði í við­tali fyrir nokkrum dög­um, í danska sjón­varp­inu, að flokk­arnir á þing­inu hefðu svikið gefin lof­orð um að hjálpa brúð­kaups­brans­anum (bryllups­industri­en). Úr því yrði að bæta með ein­hverjum ráð­um. Hún kvaðst mjög ánægð með ef tek­ist hefði að upp­ræta sýnd­ar­hjóna­böndin en ætl­unin með nýju stofn­un­inni í Óðins­véum hefði ekki verið að fæla „heið­ar­legt fólk“ frá því að koma til Dan­merkur til að láta gefa sig sam­an.

Danskir þing­menn ræða nú leiðir til að greiða úr klúðr­inu. Ein hug­mynd sem fram hefur komið er sú að færa leyf­is­veit­ing­arnar að ein­hverju leyti til baka til sveit­ar­fé­lag­anna. Það myndi stytta bið­ina eftir afgreiðslu umsókna, sem þing­menn eru sam­mála um að sé í dag allt of lang­ur. 

Borg­ar­stjór­inn á Ærø sagð­ist vona að breyt­ing­ar, hverjar sem þær verði, hleypi á ný lífi í brúð­kaups­brans­ann. „Bak­ar­inn sagði mér að hann væri næstum búinn að gleyma hvernig ætti að baka brúð­kaup­stertu. Ég sagði honum að dusta hveitið af upp­skrift­inn­i“.      

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar