Julie Oasis

„Upplifum í fyrsta sinn að hlustað sé á okkur“

Stjórnmálamenn eru ekki með á reiðum höndum hvernig takast eigi á við metoo-byltinguna sem nú ríður yfir Danmörku – en konur í stjórnmálum stigu fram í síðasta mánuði og greindu frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Þrátt fyrir það er mikil bjartsýni fyrir framhaldinu og er hugur í konunum að nú verði raunverulegar breytingar. Ein af þeim konum sem tók þátt í vitundarvakningunni segir mikilvæg skref hafa verið tekin.

Metoo-­bylgja reið yfir heims­byggð­ina fyrir þremur árum og nú hefur Dan­mörk tekið við sér. Þús­undir kvenna úr hinum ýmsu stéttum hafa skrifað undir yfir­lýs­ingar eða áskor­anir um að stöðva kyn­bundið ofbeldi og kyn­ferð­is­lega áreitni þar í land­i. 

Kjarn­inn tal­aði við Camillu Søe sem er ein úr hópi kvenna í stjórn­málum sem sagði hingað og ekki lengra. Hóp­ur­inn sem sam­an­stóð af yfir 300 konum krafð­ist þess af leið­togum stjórn­mála­flokka að útrýma áreitni og ofbeldi. Yfir­lýs­ing þess efnis birt­ist í danska blað­inu Politi­ken þann 25. sept­em­ber – í kjöl­far þess að fræg leik­kona og skemmti­kraftur greindi óvænt frá reynslu sinni í byrjun sept­em­ber. Læknar og lög­fræð­ingar eru meðal þeirra sem fylgt hafa for­dæmi þeirra og birt sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu á borð við þeirra. 

Camilla er 29 ára gömul og vinnur sem almanna­teng­ill – en hún hefur verið við­riðin stjórn­mál til fjölda ára. „Ég hef verið með­limur í Ven­stre í um átta ár – bæði í ung­menna­hreyf­ing­unni og síðan í flokknum sjálf­um.“

Auglýsing

Camilla segir að miklar umræður og ólga hafi verið í Dan­mörku und­an­farnar vikur eftir að Sofie Linde, leik­kona og skemmti­kraft­ur, steig fram í sjón­varps­þætti á TV2 og greindi frá skammar­legri fram­komu karla gagn­vart henni. Málið vakti gríð­ar­lega mikla athygli en rúm­lega 1.600 núver­andi og fyrr­ver­andi fjöl­miðla­konur lýstu í kjöl­farið stuðn­ingi við Sofie Linde og hrósuðu henni fyrir að segja frá.

Við­brögðin yfir­þyrm­andi

„Við vildum hrinda af stað hreyf­ingu – ég og þrjár konur úr tveimur öðrum flokkum hér í Dan­mörku. Við sett­umst niður saman og ræddum málin en við vildum skrifa skoð­ana­grein um ástandið í stjórn­málum og birta í einu stærsta blað­inu í Dan­mörku. Við bjuggum til sam­eig­in­legt skjal og buðum konum sem við þekktum í stjórn­málum að taka þátt í fram­tak­in­u,“ segir hún en tekur sér­stak­lega fram að um sam­eig­in­legt átak hafi verið að ræða. 

Það sem gerð­ist næst kom Camillu mikið á óvart en fram­takið fékk strax geysi­legan stuðn­ing. Konur gátu ritað nafn sitt undir yfir­lýs­ing­una, þar sem þær hvöttu stjórn­mála­menn og for­ystu­fólk flokka til að upp­ræta kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­bundið ofbeldi á þessum vett­vangi. Enn fremur létu margar konur fylgja með frá­sagnir af reynslu sinni í stjórn­málum en þær inni­héldu allt frá óþægi­legum athuga­semdum karl­manna í þeirra garð til grófra kyn­ferð­is­brota. Kon­urnar komu úr öllum flokkum en alls skrif­uðu 322 konur undir áskor­un­ina og 79 frá­sagnir fylgdu henn­i. 

Camilla segir að verk­efnið hafi vaxið og vaxið – og hafi við­brögðin í raun verið yfir­þyrm­andi. Áskor­unin birtist, sem fyrr seg­ir, í danska blað­inu Politi­ken þann 25. sept­em­ber og segir hún að mörgum innan stjórn­mál­anna, sem og utan þeirra, hafi verið veru­lega brugð­ið. 

Metoo-hreyf­ingin í Dan­mörku náði ekki fót­festu fyrir þremur árum

Metoo-­bylt­ingin er um þriggja ára gömul en í árs­lok 2017 sögðu konur úr hinum ýmsu heims­hornum frá reynslu sinni af kyn­bundnu ofbeldi, áreitni og mis­munun sem á sér stað. Íslenskar konur gerðu slíkt hið sama en það voru einmitt konur í stjórn­málum sem riðu á vaðið og sendu frá sér áskorun í nóv­em­ber sama ár. Fjöldi starfs­stétta og sam­fé­lags­hópa gaf í kjöl­farið út yfir­lýs­ingar þar sem kyn­ferð­is­legu áreiti, ofbeldi og mis­munun var mót­mælt. Krafan var skýr: Konur vildu breyt­ing­ar, að sam­fé­lagið við­ur­kenndi vand­ann og hafn­aði núver­andi ástandi. Þær kröfð­ust þess að sam­verka­menn þeirra tækju ábyrgð á gjörðum sínum og að verk­ferlar og við­bragðs­á­ætl­anir yrðu gang­sett­ar. 

Camilla segir að vissu­lega hafi metoo verið til umræðu í Dan­mörku fyrir þremur árum og minn­ist hún sér­stak­lega á umfjöllun um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi í garð kvenna í kvik­mynda­iðn­að­inum þar í landi. Hún bendir á að það hafi þó ekki náð að ýta á konur innan ann­arra starfs­greina eða geira til þess að stíga fram og greina frá sinni reynslu. 

„Þetta sner­ist aðal­lega um kvik­mynda- og fjöl­miðla­heim­inn á sínum tíma. Eng­inn hafði til dæmis talað um áreitni eða kyn­bundið ofbeldi sem vanda­mál í stjórn­málum – þrátt fyrir að bent hafi verið á eitt og eitt atvik. Hreyf­ingin hafði ekki náð fót­fest­u,“ segir hún. 

Þessi menn­ing heldur konum frá stjórn­málum

Það sem þær vildu gera núna með því að rjúfa þagn­ar­múr­inn var að benda á þá stað­reynd að kyn­ferð­is­leg áreitni væri hluti af menn­ingu innan stjórn­mál­anna. Camilla segir að þetta vanda­mál haldi konum frá því að taka þátt í póli­tísku starfi og vilji þær þar af leið­andi ekki vera hluti af danska þing­inu og öðrum póli­tískum vett­vangi. „Við vildum sanna að kynja­mis­rétti væri hluti af dönskum stjórn­mál­u­m,“ segir hún og bætir því við að við­brögðin og sam­staðan hafi komið henni algjör­lega í opna skjöld­u. 

Frásagnirnar hljóma oft kunnuglega og það er ákveðinn samhljómur á milli þeirra. Ég hef heyrt að núna líði konum eins og þær séu hluti af hreyfingu – að þær standi ekki einar.
Camilla segir að leiðtogar stjórnmálaflokkanna viti ekki endilega hver næstu skref eigi að vera. Sumir séu mjög óttaslegnir við það að takast á við ástandið með röngum hætti.
EPA

Camilla segir að við­brögðin hafi enn fremur verið mjög til­finn­inga­þrung­in, sér­stak­lega varð­andi frá­sagnir kvenn­anna, og að kallað hafi verið eftir aðgerðum í fram­hald­inu. „Ég hef tekið eftir því að leið­togar stjórn­mála­flokk­anna vita ekki endi­lega hver næstu skref eigi að vera. Sumir eru mjög ótta­slegnir við það að takast á við ástandið með röngum hætti. Þeir vilja vissu­lega gera hið rétta en þeir vita ekki endi­lega hver réttu við­brögðin við þessu ákalli eru og þar af leið­andi næstu skref.“

Hún segir að við­brögðin séu ólík milli flokk­anna en þeir þrír stærstu hafa allir boðið þeim konum sem skrif­uðu undir áskor­un­ina á fund til þess að á þær verði hlustað og málin rædd. Sumar af þessum konum hafa aldrei áður greint frá sinni reynslu og segir Camilla að fund­irnir séu hugs­aðir sem vett­vangur fyrir þær að segja frá. „Miðað við það sem ég hef heyrt þá hefur þetta mál­efni – hvernig komið er fram við fólk á vinnu­stöðum og í stjórn­málum – farið sem eldur í sinu um sam­fé­lagið allt.“

Núna loks­ins er hlustað á raddir kvenna

Hugur er í fólki að breyta þess­ari menn­ingu – breyta hlut­unum til betri veg­ar, að sögn Camillu. „Nú hafa konur vett­vang til þess að ræða þessa hluti en við erum til dæmis með danskt myllu­merki #en­bland­tos sem í raun þýðir „ein af okk­ur“. Frá­sagn­irnar hljóma oft kunn­ug­lega og það er ákveð­inn sam­hljómur á milli þeirra. Ég hef heyrt að núna líði konum eins og þær séu hluti af hreyf­ingu – að þær standi ekki ein­ar. Núna er loks­ins hlustað á raddir kvenna hví­vetna.“ Þarna skiptir fjöld­inn máli, að hennar mat­i. 

Til­gang­ur­inn sé þannig að gera menn­ing­ar­legar breyt­ingar en ekki ein­blína á ein­stök mál. „Menn­ing er ekki eitt­hvað sem við sjáum með berum augum – hún er óræð­ari en það. Við stefnum á að breyta því hvernig við komum fram við hvort ann­að, hvernig við tölum við hvort annað og um annað fólk. Það er til­gangur okkar með hreyf­ing­unn­i.“

Varð­andi það hvernig þessu mark­miði verði náð þá segir Camilla að hún von­ist til þess að hreyf­ingin verði inn­blástur fyrir aðrar kon­ur. „Núna upp­lifum við í fyrsta sinn að hlustað sé á okkur og það er mjög mik­il­vægt fyrsta skref. Nú vita konur hvert á að fara með kvart­anir um kyn­ferð­is­lega áreitni og kynja­mis­rétti og þá ætti að vera hægt að takast á við það með réttum aðferð­u­m,“ segir hún að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal