Listgjörningur eða skemmdarverk

Brjóstmynd af Friðriki V Danakóngi eyðilagðist þegar deildarstjóri við Konunglega fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn, ásamt hópi nemenda, henti styttunni sem var í samkomusal skólans í sjóinn. List sagði deildarstjórinn sem hefur verið sendur heim.

Styttan af Friðriki V á kæjanum.
Styttan af Friðriki V á kæjanum.
Auglýsing

Mið­viku­dag­inn 4. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn varð Kim Lindsø, eins og svo oft áður, litið út um glugg­ann á skrif­stofu sinni, skammt frá Nýhöfn­inni. Úr skrif­stof­unni blasir sundið sem skilur að Ama­ger og meg­in­land Sjá­lands við. Handan sunds­ins er hús danska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, og enn­fremur bryggjan þar sem Gull­foss lá ætíð þegar hann kom til Kaup­manna­hafn­ar, um ára­tuga­skeið. Hvorki voru það þó Gull­foss eða utan­rík­is­ráðu­neytið sem flugu í gegnum huga Kim Lindsø þegar hann leit út um glugg­ann. 

Á bryggju­kant­inum voru um það bil tíu manns, allir í hettu­peysum, með það sem Kim Lindsø sýnd­ist vera brjóst­mynd, á  litlum hand­vagni. „Hvad er nu det her for noget hugs­aði ég,“ sagði Kim síðar í blaða­við­tali. Hann fékk þó ekki tæki­færi til að velta því mikið fyrir sér, því skyndi­lega lét hettu­fólkið stytt­una gossa í sjó­inn, en einn úr hópnum var með sím­ann á lofti til að mynda „við­burð­inn“. Varla var styttan lent í sjónum þegar ein­hverjir úr hópnum komu auga á Kim Lindsø í glugg­an­um, æptu upp og tók þá allur hóp­ur­inn til fót­anna.

Kim Lindsø klór­aði sér í koll­inum yfir því sem hann hafði séð en ákvað síðan að rétt­ast væri að láta lög­regl­una vita.

Auglýsing

Auður stallur stofn­and­ans

Það tók ekki langan tíma að finna út hvað það var sem sturtað var í höfn­ina því þennan sama dag kom í ljós að brjóst­mynd af Frið­riki V var horfin af stalli sínum í sam­komusalnum á Charlotten­borg, þar sem Fag­ur­lista­skól­inn er til húsa. Þegar Kim Lindsø var sýnd mynd af stytt­unni sem saknað var taldi hann engan vafa leika á að hún væri sú sem hann hefði séð sturtað fram af bryggju­kant­inum .

Ástæða þess að brjóst­myndin hefur ver­ið  á áber­andi stalli í sam­komusalnum er ekki til­vilj­un. Frið­rik V (1723 – 1766) stofn­aði nefni­lega Fag­ur­lista­skól­ann árið 1754, á þrjá­tíu og eins árs afmæli sínu. Fyrsti rektor skól­ans var Frakk­inn Jacques Saly (1717 – 1776). Skól­inn hefur frá upp­hafi verið til húsa í Charlotten­borg­ar­höll­inni við Kóngs­ins Nýja­torg. Höllin var reist á árunum 1672 til 82 og hét upp­haf­lega Gyld­en­løves Palæ. Árið 1700 keypti Charlotte Amalie, ekkja eftir Krist­ján V,  höll­ina sem síðan hefur borið nafn henn­ar. Gegnum tíð­ina hafa margir af þekkt­ustu mynd­list­ar­mönnum Dana stundað nám við skól­ann. Sæmundur Hólm (1749 -1821) var fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem stund­aði nám við Aka­dem­í­una, eins og skól­inn er iðu­lega kall­að­ur, en þangað hafa margir úr hópi þekkt­ustu mynd­list­ar­manna Íslend­inga sótt menntun sína. Margir kunnir íslenskir arki­tektar hafa sömu­leiðis stundað þar nám. Mynd­list­ar­deild Aka­demíunar er enn til húsa á Charlotten­borg en arki­tekta­deildin er flutt út á Krist­jáns­höfn.

Styttan ónýt eftir að liggja í sjónum

Stytt­an, eða rétt­ara sagt leif­arnar af henni, voru auð­fundn­ar. Þegar þær höfðu verið hífðar upp á bryggj­una sást að stytt­an, sem er úr gifsi, hafði ekki haft gott af dvöl­inni á sjáv­ar­botni, var svo að segja ónýt. Á mynd­bandi sem tekið var upp þegar stytt­unni var kastað í sjó­inn sást að þegar hún skall í sjónum datt höf­uðið af. Leif­arnar af því fund­ust líka á botn­in­um. 

Styttan, sem er úr gifsi, hafði ekki haft gott af dvölinni á sjávarbotni.



Grun­ur­inn beind­ist strax að „inn­an­húss­fólki“

Grunur lög­reglu og for­svars­manna Aka­dem­í­unar beind­ist strax að nem­endum skól­ans. Sá grunur var stað­festur þegar mynd­band af atburð­inum var lagt á net­ið. Sam­hliða mynd­bands­birt­ing­unni var birt yfir­lýs­ing frá hópn­um. Þar kom fram að til­gang­ur­inn með því að kasta stytt­unni í sjó­inn væri að vekja athygli á og mót­mæla þræla­sölu og þræla­haldi Dana fyrr á tím­um. 

Segl­skipið Frider­ich er talið vera meðal fyrstu skipa sem fluttu þræla frá Gana til Dönsku Vest­ur­-Ind­ía. Skip þetta var í eigu U.F. Gyld­en­løve, en hann byggði höll­ina sem hýsir Aka­demína. Hluti grjóts­ins sem notað var í höll­ina kom frá eyj­unni St. Thom­as, hafði verið notað sem ball­est í „þræla­skip­ið“. Áður­nefndri yfir­lýs­ingu nem­enda fylgdu engin nöfn.

Deild­ar­stjóri hringir

Þrátt fyrir mikla eft­ir­grennslan tókst lög­reglu ekki að kom­ast að hverjir hefðu fjar­lægt stytt­una af stall­inum og kastað henni í sjó­inn. 

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, þann 19. nóv­em­ber, hringdi sím­inn á rit­stjórn­ar­skrif­stofu dag­blaðs­ins Politi­ken. Í sím­anum var kona sem sagð­ist heita Katrine Dirck­inck-Holm­feld og vera deild­ar­stjóri í Aka­dem­í­unni. Hún hefði fjar­lægt stytt­una af stall­inum í sam­komusalnum og kastað henni í sjó­inn. Hún hafði sömu­leiðis skrifað rektor skól­ans og sam­stundis verið send heim, um óákveð­inn tíma. Hún vildi ekki upp­lýsa hverjir hefðu aðstoðað sig við að kasta stytt­unni í sjó­inn.



Upp­á­koman hafði ákveð­inn til­gang

Í við­tali við Politi­ken og í frétta­skýr­inga­þætt­inum Dea­d­line í danska sjón­varp­inu, DR, sagð­ist Katrine Dirck­inck-Holm­feld ekki líta á upp­á­kom­una (happ­en­ing var orðið sem hún not­aði) sem skemmd­ar­verk. Upp­á­koman hefði þjónað ákveðnum til­gangi, sem sé að vekja athygli á þeirri stað­reynd að Danir hefðu aldrei gert upp við þennan svarta blett, þræla­tíma­bil­ið, í sögu sinn­i.  

Þá var spurt hvort rétta leiðin til að gera upp við þennan tíma í sögu Dan­merkur væri að eyði­leggja lista­verk eftir fyrsta rektor Aka­dem­í­unn­ar. Katrine Dirck­inck-Holm­feld sagð­ist vita að umrædd stytta væri afsteypa, ein fjöl­margra slíkra. Þar að auki væri þessi afsteypa hvorki sér­lega gömul né verð­mæt „kannski 60 til 70 ára“. Og þannig séð ekki sér­lega merki­leg.  

Hvorki gömul né verð­mæt

Ofan­greind ummæli vöktu athygli. Margir, meðal ann­ars stjórn­mála­menn og list­fræð­ingar höfðu sagt stytt­una ómet­an­legt lista­verk. For­svars­menn á Aka­dem­í­unni gátu í fyrstu ekki svarað til um aldur og verð­mæti stytt­unn­ar. Þegar sér­fræð­ingar höfðu skoðað stytt­una, eða það sem eftir var af henni, kváðu þeir upp úrskurð sem stað­festi ummæli Katrine Dirck­inck-Holm­feld. 

Styttan væri afsteypa, gerð ein­hvern­tíma eftir 1950. Til væru margar slík­ar, frá mis­mun­andi tím­um, og árið 2017 hefði ein verið seld á upp­boði í Kaup­manna­höfn fyrir 18 þús­und krónur danskar (390 þús­und íslenskar). Frum­gerð­ina hefði höf­und­ur­inn, Jacques Saly, haft með sér heim til Frakk­lands árið 1774, þegar hann lét af störfum sem rektor við Aka­dem­í­una.

For­svars­mönnum Aka­dem­í­unnar var létt þegar þessar nýju upp­lýs­ingar lágu fyr­ir. Sama gildir um marga aðra, t.d. stjórn­mála­menn, sem höfðu haft uppi stór orð um „þennan glæp“ eins og sumir þeirra orð­uðu það. 

Hins vegar sé engan veg­inn hægt að afsaka gjörðir deild­ar­stjór­ans og þeirra sem tóku þátt í „upp­á­kom­unn­i“. Þess má geta að málið var strax eftir að upp um það komst kært til lög­reglu.



Flytja mörg verk á örugg­ari staði

Þótt Katrine Dirck­inck-Holm­feld hafi ekki viljað upp­lýsa um aðstoð­ar­fólk­ið, virð­ist ekki leika vafi á að það hafi allt verið nem­endur við Aka­dem­í­una. Í dag­blað­inu Berl­ingske sagði nem­andi, sem ekki vildi láta nafns síns get­ið, að hóp­ur­inn sem kastaði kóngs­stytt­unni í haf­ið, myndi ekki láta staðar numið. Þessi yfir­lýs­ing varð til þess að fjöl­mörg lista­verk, sögu­leg og verð­mæt, sem verið hafa í húsa­kynnum Aka­dem­í­unnar hafa nú verið flutt í örugga geymslu. Tals­maður skól­ans sagði þetta gert í örygg­is­skyn­i. 

Innan Aka­dem­í­unnar hafa um langt skeið staðið miklar deil­ur, meðal ann­ars um stjórnun skól­ans og kennslu­hætt­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar