Minningarhátíð í uppnámi

Mikil hátíðahöld sem fyrirhuguð voru í Nuuk, höfuðstað Grænlands í sumar eru í uppnámi. Minnast átti þess að 300 ár eru síðan Hans Egede kom til landsins og kristnaði þjóðina. Sumir Grænlendingar telja hann þjóðhetju, aðrir segja hann nýlenduherra.

Styttan af Hans Egede í Nuuk
Styttan af Hans Egede í Nuuk
Auglýsing

Í byrjun júlí árið 1721 steig á land á Græn­landi maður með skrif­legt leyfi Frið­riks IV Dana­kon­ungs upp á vas­ann. Þessi maður hét Hans Egede. Hann fædd­ist í Nor­egi árið 1686, fað­ir­inn danskur, móð­irin norsk. Hans Egede stund­aði nám í guð­fræði við Hafn­ar­há­skóla og lauk þaðan emb­ætt­is­prófi og leit ætíð á sig sem Dana. Eftir að nám­inu lauk sneri Hans Egede heim til Nor­egs og gerð­ist prestur í Lófót­en. Þar heyrði hann margar frá­sagnir af nor­rænu fólki á Græn­landi. Þessar frá­sagnir vöku áhuga hans og í maí árið 1721 var hann kom­inn með leyfi Frið­riks IV til að leita uppi nor­rænt fólk á Græn­landi og freista þess að kristna það og jafn­framt að end­ur­kristna þá íbúa lands­ins sem hugs­an­lega væru gengnir af trúnni. Enn­fremur hafði kon­ungur gefið Hans Egede leyfi til að kanna mögu­leika á, og eftir atvik­um, freista þess að gera Græn­land að nýlendu Dana og Norð­manna, sem þá voru í ríkja­sam­bandi. Græn­land hafði löngu áður en þetta gerð­ist verið undir stjórn Norð­manna en eftir plág­una miklu á 14. öld , Svarta­dauða, misstu Norð­menn ítök sín á Græn­landi. Eftir að ríkja­sam­bandi Dan­merkur og Nor­egs lauk árið 1814 varð Græn­land nýlenda Dana.

Auglýsing
Hans Egede beið ekki boð­anna eftir að leyfi kon­ungs var fengið og í júní 1721 hélt hann af stað frá Bergen, ásamt eig­in­konu sinni og fjórum börn­um. Með í för voru einnig rúm­lega 40 menn og kon­ur, sem Hans Egede hafði fengið til far­ar­inn­ar. Félagið Det Bergen Grøn­land­ske Compagnie var stofn­að, skömmu fyrir brott­för­ina til Græn­lands. Því var ætlað að ann­ast „praktísk mál“, halda uppi lögum og reglu, skipu­leggja veiðar til tekju­öfl­unar o.s. frv. Enn­fremur kanna mögu­leika á vinnslu málma, sem talið var að víða væri að finna í land­inu. Græn­lands­far­arnir voru á þremur skipum með margs konar bún­að. Hans Egede hafði gefið sínu skipi nafnið Von­in, sem var lýsandi fyrir leið­ang­ur­inn. 

Ekk­ert nor­rænt fólk 

Hans Egede tók land á vest­ur­strönd Græn­lands 3. júlí 1721. Ekk­ert fólk, nor­rænt í útliti, sá hann þegar á land var kom­ið. Fólkið sem mætti honum reynd­ist vera Inúít­ar. Af fólki með nor­rænt útlit sást hvorki tangur né tet­ur, þrátt fyrir mikla eft­ir­grennslan á all­stóru svæði á vest­ur­strönd­inni á næstu vikum og mán­uð­um. Hans Egede sat þó ekki aðgerða­laus, hann tók til við að læra mál inn­fæddra og jafn­framt að boða inn­fæddum kristna trú. Það var þó langt í frá auð­velt, mörg vest­ræn hug­tök fyr­ir­fund­ust ekki í græn­lensku. Brauð þekktu Græn­lend­ingar ekki og setn­ingin „gef oss í dag vort dag­legt brauð“ var þeim óskilj­an­leg. Hans Egede ákvað á end­an­um, eftir mikil heila­brot, að skipta brauð­inu út fyrir sel og þá voru Græn­lend­ingar með á nót­unum „gef oss í dag vorn dag­lega sel“.

Skyr­bjúgur og hlaupa­bóla

Margs­konar erf­ið­leikar mættu Hans Egede og „land­nemun­um“. Veðr­áttan á Græn­landi er óblíð og vetr­ar­kuld­inn reynd­ist mörgum erf­ið. Þegar líða tók á fyrsta vet­ur­inn þjáð­ust margir úr hópnum af skyr­bjúg og strax vorið 1722 héldu margir þeirra sem komið höfðu með Hans Egede til baka. Hann var þó ekki á því að gef­ast upp og hélt trú­boð­inu áfram. Nú fóru líka smám saman að ber­ast tekjur af varn­ingi sem fluttur var til Dan­merkur og Nor­egs einkum kjöt, lýsi og skinn. Stað­ur­inn þar sem Hans Egede og hans fólk sett­ist að hét Kangeq og sam­an­stóð af örfáum hús­um. Nokkrum árum síðar var ákveð­ið, að til­lögu danska kóngs­ins að flytja byggð­ina og byggja nýtt þorp, skammt frá Kangeq. Hans Egede gaf staðnum nafnið Godthåb, Íslend­ingar kölluð stað­inn Góð­von. Síðar fékk stað­ur­inn nafnið Nuuk. Nuuk er höf­uð­staður Græn­lands og mið­stöð stjórn­sýslu í land­inu, íbúar í dag eru um 18 þús­und.  

Árið 1733 fengu þýskir trú­boð­ar, herrn­hut­ar, leyfi til að setja upp trú­boðs­stöð skammt frá Nuuk. Talið er að með þessum trú­boð­um, eða dönsku kaup­skipi, hafi borist hlaupa­bóla sem varð mörgum Græn­lend­ingum að ald­urtila. Plágan sneyddi ekki hjá nýlend­unni og meðal þeirra sem lét­ust var Ger­trud, eig­in­kona Hans Egede. Sjálfur sneri hann til baka, til Kaup­manna­hafnar árið 1736, ásamt þremur börnum sínum en það fjórða, Poul Egede, sem hafði þá lokið guð­fræði­prófi frá Hafn­ar­há­skóla, varð eftir á Græn­landi. Poul Egede átti stóran hlut í að skapa græn­lenskt rit­mál og er einkum minnst sem mál­vís­inda­manns. Hann starf­aði ötul­lega að trú­boði og hélt þannig áfram braut­ryðj­enda­starfi föður síns. 

Bisk­up 

Hans Egede lagði ekki árar í bát eftir að hann kom til Kaup­manna­hafn­ar. Hann stofn­aði fljót­lega skóla með það fyrir augum að mennta trú­boða til starfa á Græn­landi. Árið 1741 var hann gerður að bisk­upi yfir Græn­landi, með aðsetur í Kaup­manna­höfn. Hans Egede dreymdi um að snúa aftur til Græn­lands en sú varð ekki raun­in. 

Auglýsing
Skömmu eftir heim­kom­una til Kaup­manna­hafnar gekk hann í hjóna­band með Mette Trane „mið­aldra fyr­ir­mynd­ar­konu og hús­móð­ur“ eins og eig­in­mað­ur­inn lýsti henni. Þau fluttu frá Kaup­manna­höfn til Stubbekjøbing á Falstri árið 1747 þar sem þau bjuggu til ævi­loka. Hans Egede lést 1758 og Mette Trane þremur árum síð­ar. 

Boð­beri kristn­innar og stofn­andi Nuuk

Hans Egede er einkum minnst fyrir tvennt. Í fyrsta lagi fyrir að koma með kristn­ina til Græn­lands. Vitað er að löngu fyrir hans daga höfðu kristnir menn af nor­rænum upp­runa sest að á suð­ur­hluta Græn­lands, Eystri og Vestri byggð. Sú byggð lagð­ist hins vegar af. Hans Egede var því ekki fyrstur til að koma með kristn­ina til Græn­lands en sá þráður sem hann tók upp með veru sinni þar hefur hald­ist óslit­inn síð­an. Þess má geta að í dag eru 96% íbúa Græn­lands kristn­ir. 

Í öðru lagi er hans minnst sem stofn­anda höf­uð­stað­ar­ins Nuuk.

Stytt­urnar og rauða máln­ingin

Við Marm­ara­kirkj­una (Frið­riks­kirkju) í Kaup­manna­höfn stendur stytta af Hans Egede, steypt í brons. Önnur nákvæm­lega eins, sömu­leiðis úr bronsi, stendur í græn­lenska höf­uð­staðnum Nuuk. Höf­undur frum­gerð­ar­inn­ar, sem unnin var í gifs er danski mynd­höggv­ar­inn Aug­ust Saaby (1823 – 1916). 

21. júní 2020, á þjóð­há­tíð­ar­degi Græn­lands, var rauðri máln­ingu skvett á stytt­una af Hans Egede í Nuuk. Á fót­st­all stytt­unnar var skrifað orðið „decolon­ize“. Níu dögum síðar var sams­konar máln­ingu skvett á stytt­una við Marm­ara­kirkj­una í Kaup­manna­höfn og sama orðið ritað á fót­stall­inn. Í við­tali sagði einn „mál­ar­anna“ að Hans Egede væri full­trúi danskrar nýlendu­stefnu á Græn­landi. Hann hefði „átt stærstan þátt í því að troða kristn­inni uppá Græn­lend­inga“.

Þegar þetta ger­ist var skammt um liðið frá miklum mót­mælum í Banda­ríkj­unum eftir að lög­regla í Minn­ea­polis varð þeldökkum manni, George Floyd, að bana. Millj­ónir mót­mæltu fram­ferði lög­regl­unnar og í kjöl­farið reis mikil mót­mæla­alda víða um lönd. Þau mót­mæli beindust ekki síst gegn nýlendu­herrum fyrri alda og fólust einkum í að skvetta rauðri máln­ingu á styttur í borgum og bæjum fyrrum nýlendu­ríkja. 

Á Hans Egede að fara eða vera áfram í Nuuk?

Hér­aðs­stjórnin í Sermer­sooqs, sem Nuuk til­heyr­ir, ákvað 3. júlí í fyrra að efna til kosn­inga um hvort styttan af Hans Egede skyldi vera áfram á sínum stað eða hvort hún skyldi fjar­lægð. Kosn­inga­þátt­taka var afar dræm, af 23 þús­und manns sem höfðu rétt til að kjósa greiddu aðeins 1521 atkvæði. 921 vildi láta stytt­una vera áfram á sínum stað, 600 vildu að hún yrði fjar­lægð. Hans Egede stendur því áfram á stalli sín­um. Sömu sögu er að segja um stytt­una við Marm­ara­kirkj­una í Kaup­manna­höfn, hún stendur óhreyfð og engar raddir hafa heyrst um að fjar­lægja hana.

Minn­ing­ar­há­tíðin í upp­námi 

Árið 1971, var þess minnst með veg­legum hætti að 250 ár voru liðin frá komu Hans Egede til Græn­lands, meðal ann­ars var þá vígð ný kirkja í bæn­um, kennd við hann.   

Fyrir nokkrum árum ákváðu bæj­ar­yf­ir­völd í Nuuk að sum­arið 2021 skyldi þess minnst með marg­vís­legum hætti að 300 ár yrðu liðin frá komu Hans Egede til Græn­lands en eins og áður var getið sett­ist hann að í Nuuk árið 1728, fimm árum eftir kom­una til lands­ins. Á fjár­hags­á­ætlun bæj­ar­ins var gert ráð fyrir að verja 2,7 millj­ónum danskra króna (57 millj­ónir íslenskar) til að minn­ast tíma­mót­anna. Hápunktur hátíða­hald­anna yrði í kringum heim­sókn Mar­grétar Þór­hildar Dana­drottn­ingar til Nuuk. Drottn­ingin nefndi fyr­ir­hug­aða heim­sókn sér­stak­lega í nýársávarpi sínu í sjón­varpi og útvarpi. Og nefndi nafn Hans Egede sér­stak­lega í því sam­band­i. 

En nú er óvíst hvað verð­ur. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken fyrir nokkrum dögum sagði Charlotte Ludvig­sen borg­ar­stjóri að hér­aðs­stjórnin hefði ákveðið að draga til baka fjár­veit­ingar vegna hátíða­hald­anna. Margir íbúar í Nuuk hefðu lýst óánægju með að miklum pen­ingum yrði varið í að minn­ast sér­stak­lega manns sem hefði verið full­trúi nýlendu­herr­anna í Kaup­manna­höfn. Jafn­framt sagði borg­ar­stjór­inn að pen­ing­unum sem ákveðið hefði verið að nota á þessu ári yrði varið til að minn­ast þess að árið 1728 verða liðin 300 ár frá því að bær­inn Nuuk varð til­.  

Hvort, og með hvaða hætti, þess verður minnst á kom­andi sumri að þá verða 300 ár frá komu Hans Egede til Græn­lands er óljóst á þess­ari stundu. Charlotte Ludvig­sen borg­ar­stjóri sagði að ef ein­hverjir vildu skipu­leggja hátíða­höld væri þeim það vel­kom­ið. Hún nefndi sér­stak­lega að auð­vitað væri Mar­grét Þór­hildur drottn­ing vel­komin til Nuuk hvenær sem er. Fjöl­miðla­full­trúi drottn­ingar vildi ekki svara því hvort breyt­ingar yrðu á fyr­ir­hug­aðri Græn­lands­ferð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar