Mynd: Birgir Þór Harðarson

Af hverju er húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs?

Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlægja svokallaðan húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs til að draga úr verðbólgunni. Hvað mælir þessi liður nákvæmlega og hvers vegna er hann í vísitölunni núna?

Svo­kall­aður hús­næð­isliður – sem er sá hluti neyslu­verðs­vísi­töl­unnar sem mælir kostn­að­inn við að búa í eigin hús­næði – hefur verið áber­andi í umræð­unni á síð­ustu árum. Þessi hluti vísi­töl­unnar er helsti drif­kraft­ur­inn á bak við verð­bólgu hér­lendis þessa stund­ina, en sam­kvæmt þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins ætti að afnema hann úr vísi­töl­unni til að halda verð­hækk­unum í skefj­um.

Sam­kvæmt alþjóð­legum stöðlum ætti lið­ur­inn hins vegar að vera í vísi­töl­unni, en önnur lönd mæla einnig kostn­að­inn af því að búa í eigin hús­næði í sínum verð­bólgu­mæl­ing­um. Aftur á móti eru reikni­að­ferð­irnar til að meta þennan kostnað mis­mun­andi á milli landa, þar sem sum lönd miða við leigu­verð og önnur líta fram­hjá skamm­tíma­sveiflum í fast­eigna­verði.

Auk­inn stuðn­ingur við afnám hús­næð­islið­ar­ins

Einn af mest áber­andi gagn­rýnendum hús­næð­islið­ar­ins á síð­ustu árum er Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness. Í pistli sem hann skrif­aði á Press­unni árið 2016, heldur hann því fram að verð­bólga sé mæld án hús­næð­isliðar í öllum löndum í Evr­ópu, þar sem litið sé á hús­næði sem fjár­fest­ingu en ekki neyslu.

Vil­hjálmur segir ákvörðun íslenskra yfir­valda um að halda hús­næð­isliðnum í vísi­töl­unni hafa haft skelfi­legar afleið­ingar fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki þessa lands, þar sem hann hafi knúið verð­bólg­una áfram á síð­ustu árum.

Á und­an­förnum dögum hafa þessi sjón­ar­mið fengið hljóð­byr frá Flokki fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Í síð­ustu viku lagði Flokkur fólks­ins fram frum­varp um að hús­næð­islið­ur­inn yrði tek­inn úr neyslu­verðs­vísi­töl­unni til að sporna gegn hörð­ustu áhrifum verð­bólg­unn­ar, sem mælist nú 5,7 pró­sent. Í grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varp­inu sagði flokk­ur­inn að þetta fyr­ir­komu­lag tíðk­að­ist víða, til dæmis í verð­bólgu­mæl­ingum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í við­tali við RÚV í vik­unni sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra einnig að mikil áhrif hús­næð­islið­ar­ins á verð­bólgu þessa stund­ina gæfu til­efni til að íhuga hvort fjar­lægja ætti hann úr vísi­töl­unni. Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók undir þessi ummæli á Alþingi á mið­viku­dag­inn, en þar sagði hún að horfa þyrfti til nágranna­landa, sem noti aðrar for­sendur við útreikn­inga verð­bólgu.

Alþjóð­lega við­ur­kennd aðferð

Þrátt fyrir stað­hæf­ingar Vil­hjálms, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins mun sam­rýmd neyslu­verðs­vísi­tala Evr­ópu­sam­bands­ins inni­halda hús­næð­islið, þar sem kostn­að­ur­inn við að búa í eigið hús­næði er met­inn. Þetta sam­þykkti sam­bandið í des­em­ber í fyrra, en inn­limun lið­ar­ins er í sam­ræmi við hið alþjóð­lega flokk­un­ar­kerfi Sam­ein­uðu þjóð­anna um hvernig eigi að setja saman vísi­tölu neyslu­verðs.

Hins vegar er nokkur munur á því hvernig hús­næð­islið­ur­inn er reikn­aður á milli landa. Ástæðan fyrir því er að fast­eigna­kaup geta bæði talist til neyslu, þar sem fast­eignir veita húsa­skjól fyrir þá sem búa í því, og fjár­fest­ing­ar. Vísi­tala neyslu­verðs ætti að líta fram hjá þeim verð­sveiflum sem verða á hús­næð­is­mark­aði vegna spá­kaup­mennsku og ein­ungis taka til­lit til verð­breyt­inga við að búa í eigin hús­næði.

Eurostat, hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, hyggst meta kostn­að­inn á því að búa í eigin hús­næði ein­ungis út frá breyt­ingum í verði á nýjum fast­eignum og lítur fram hjá öllum öðrum fast­eigna­kaup­um. Sam­kvæmt skýrslu frá Evr­ópu­þing­inu er þetta svipuð aðferð og er notuð til að meta verð­breyt­ingar á aðrar end­ing­ar­góðar neyslu­vörur sem einnig mætti líta á sem fjár­fest­ing­ar, líkt og bíla, hús­gögn og heim­il­is­tæki.

Í öðrum löndum, líkt og í Nor­egi og Sviss, er kostn­að­ur­inn við að búa í eigin hús­næði met­inn út frá leigu­verði, þ.e. þeim tekjum sem fast­eigna­eig­endur hefðu getað fengið ef þeir leigðu íbúð­ina sína út.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vill fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölunni til að lækka verðbólguna hér á landi.
Bára Huld Beck

Enn önnur lönd, líkt og Kanada og Sví­þjóð, nota svo svip­aða aðferð og Hag­stofa Íslands og meta svo­kall­aðan not­enda­kostnað við að búa í eigin hús­næði. Þar eru sveiflur í reglu­legum greiðslum af hús­næði metnar út frá mark­aðs­verði hús­næð­is­ins, að teknu til­liti til stærð­ar, teg­undar og stað­setn­ing­ar.

Önnur lönd nota lang­tíma­með­al­tal

Árið 2018 skil­aði nefnd sem var skipuð af fjár­mála­ráð­herra og leidd af Ásgeiri Jóns­syni, núver­andi seðla­banka­stjóra, skýrslu um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu. Þar var fjallað um hús­næð­islið­inn og mæl­ingar á honum bornar saman við aðferðir ann­arra landa. Sam­kvæmt skýrsl­unni á nálgun Hag­stof­unnar við að meta hús­næð­is­kostnað mjög vel við Ísland, í ljósi þess hversu stórt hlut­fall þjóð­ar­innar býr í eigin hús­næði.

Hins vegar bendir nefndin á að Sví­þjóð og Kana­da, sem beita sömu reikni­að­ferð­um, miða við 25 og 30 ára hlaup­andi með­al­tal af fast­eigna­verði, á meðan Hag­stofa Íslands miðar við þriggja mán­aða hlaup­andi með­al­tal.

Sjálf­stæði Hag­stofu mik­il­vægt

Sam­kvæmt nefnd­inni getur orðið óheppi­legt fyrir Seðla­bank­ann að fara eftir neyslu­verðs­vísi­tölu sem inni­haldi einnig eigna­verð. Því ætti pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans að líta fram­hjá hús­næð­isliðnum í vaxta­á­kvörð­unum sínum þegar verð­hækk­anir á hús­næði eru langt umfram verð­hækk­anir á öðrum neyslu­vör­um.

Þó tekur nefndin ekki afstöðu til þess hvernig hús­næð­islið­ur­inn er reikn­aður í vísi­tölu Hag­stof­unnar og segir sjálf­stæði Hag­stofu vera mik­il­vægt. Enn fremur bætir hún við að hægt sé að færa fræði­leg rök fyrir núver­andi mæl­ing­ar­að­ferð hag­stof­unn­ar, þ.e. að styðj­ast við þriggja mán­aða hlaup­andi með­al­tal af fast­eigna­verði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiInnlent