Íslendingar eiga um 32 milljarða króna á Tortóla

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Í lok árs 2014, rúmum sex árum eftir banka­hrun og setn­ingu gjald­eyr­is­hafta, áttu Íslend­ingar enn rúm­lega eitt þús­und millj­arða króna í erlendri fjár­muna­eign. Um er að ræða annað hvort eigið fé eða lán­veit­ingar á milli aðila í sömu eigu. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­muna­eign íslenskra aðila erlendis sem birtar voru 9. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Á meðal þess sem kemur fram þar er að íslenskir aðilar eigi 31,6 millj­arða króna á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, nánar til­tekið á Tortóla-eyju klas­ans. Bein fjár­muna­eign Íslend­inga þar hefur auk­ist mikið frá því fyrir hrun, en í árs­lok 2007 áttu Íslend­ingar 8,6 millj­arða króna á eyj­un­um. Geng­is­fall krón­unnar skýrir aukn­ing­una að ein­hverju leyti.

Eigum yfir þús­und millj­arða í útlöndum



Alls eiga Íslend­ingar 1.019 millj­arða króna í fjár­muna­eignum erlend­is. Þær drag­ast tölu­vert saman á milli ára en þær voru 1.098 millj­arðar króna í árs­lok 2014. Mestar voru þær tæp­lega 1.600 millj­arðar króna árið 2012. Vert að að hafa í huga að fallandi gengi krónu eftir banka­hrun hafði mikil áhrif á virði þeirra eigna á þeim tíma. Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis fjór­fald­að­ist á einum ára­tug. Árið 2004 átti þjóðin um 245 millj­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­um.

Auglýsing

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga þorra eigna Íslend­inga erlend­is, en alls áttu þeir 689 millj­arða króna þar um síð­ustu ára­mót. Hluti þeirra eigna falla undir skil­grein­ing­una bein fjár­muna­eign erlend­is.  Það þýðir að íslensk fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar eigi nokkur hund­ruð millj­arða króna í erlendum eign­um.

Seðlabanki Íslands birtir árlega tölur um beina fjármunaeign Íslendinga erlendis. Seðla­banki Íslands birtir árlega tölur um beina fjár­muna­eign Íslend­inga erlend­is.

Ein ástæða þess að bein fjár­muna­eign hefur verið að lækka und­an­farin ár gæti verið sú að Íslend­ingar hafi í auknum mæli fært fé heim til Íslands í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Alls kom um einn millj­arður evra inn til lands­ins í fjár­fest­ingar í gegnum þá leið, en síð­asta útboð hennar var í febr­úar 2015, og fékkst fyrir það fé 206 millj­arðar króna. Opin­bert gengi Seðla­banka Íslands á evr­unni gerir ráð fyrir að evr­urnar sem komu inn í landið séu ríf­lega 157 millj­arða króna virði, og nemur mis­mun­ur­inn á afslætt­inum sem fjár­festar fengu með þátt­töku sinni í fjár­fest­inga­leið­inni, 48,7 millj­örðum króna, miðað við gengið í febr­úar síð­ast­liðn­um. Seðla­bank­inn hefur aldrei viljað upp­lýsa um hverjir það eru sem hafi fengið þennan afslátt af íslenskum eign­um, meðal ann­ars end­ur­skipu­lögðum fyr­ir­tækjum og fast­eign­um.

Önnur ástæða þess að upp­hæðin sem Íslend­ingar eiga erlendis hefur dreg­ist saman getur verið sú að virði eign­anna hafi ein­fald­lega lækk­að.

fjár­muna­eign | Create infograp­hics



Um 60 pró­sent vegna fjár­mála­starf­semi



Tæp­lega eitt þús­und millj­arðar króna af auði Íslend­inga erlendis er í Evr­ópu. Líkt og áður sagði eru 31,6 millj­arðar króna geymdir á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og 3,9 millj­arðar króna eru í Banda­ríkj­un­um. Þá eru um 60 millj­arðar króna óflokk­að­ir. Þ.e. ekki kemur fram í tölum Seðla­banka Íslands í hvaða landi þær fjár­muna­eignir eru.

Tæp­lega 60 pró­sent eign­anna, alls 577 millj­arðar króna, eru vegna fjár­mála- og vátrygg­ing­ar­starf­semi. Miðað við tölur síð­ustu ára, en fram­setn­ing og flokkun hagtalna Seðla­bank­ans hefur breyst lít­il­lega á þessu ári, er stór hluti þeirra eigna vistaður í eign­ar­halds­fé­lög­um.

Hæstar er eignir Íslend­inga í Hollandi. Þar eigum við 341 millj­arða króna. Það er lík­ast til afleið­ing af því að fyrir banka­hrun þótti mikil lenska að skrá eign­ar­halds­fé­lög sem áttu íslensk fyr­ir­tæki í Hollandi vegna hag­stæðra skatta.  Sömu sögu er að segja af Lúx­em­borg þar sem Íslend­ingar eiga nú um 116 millj­arða króna. Eignir Íslend­inga í báðum þessum lönd­um, sem virð­ast hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá íslenskum fjár­mála­mönnum fyrir hrun, juk­ust gríð­lega frá árunum 2005 og 2006, þegar þær voru sam­tals undir 50 millj­örðum króna. Und­an­farin ár hefur umfang þeirra dreg­ist hægt og bít­andi saman sam­hliða upp­gjöri íslenska banka­hruns­ins.

Íslenskir pen­ingar flæddu til fram­andi eyja



Á útrás­ar­ár­unum var lenska að geyma eign­ar­hald fyr­ir­tækja, og pen­inga, á fram­andi slóð­um. Útibú eða dótt­ur­fé­lög íslensku bank­anna settu upp allskyns félög fyrir við­skipta­vini sína í Lúx­em­borg, Hollandi, á Kýp­ur, Mön og eyj­unum Jersey og Guernsey þar sem banka­leynd var, og er, rík.

Auk þess var mikið um það að stofnuð væru félög á Bresku Jóm­rú­areyj­unum fyrir við­skipta­vini þeirra, nánar til­tekið á Tortóla-eyju. Félögin skiptu hund­ruðum og lang­flest þeirra voru stofnuð í Kaup­þingi í Lúx­em­borg, sem hélt sér­stakar kynn­ingar fyrir við­skipta­vini sína til að sýna fram á hag­ræðið sem fékkst af því að geyma t.d. ávinn­ing af hluta­bréfa­sölu í aflands­fé­lög­unum og greiða sér síðan arð úr þeim. Þannig komust þeir aðilar sem áttu þessi félög meðal ann­ars hjá því að greiða skatta á Íslandi.

The logo of Luxembourg's Kaupthing bank is seen in Luxembourg Kaup­þingi í Lúx­em­borg hélt sér­stakar kynn­ingar fyrir við­skipta­vini sína til að sýna fram á hag­ræðið sem fékkst af því að geyma t.d. ávinn­ing af hluta­bréfa­sölu í aflands­fé­lög­unum og greiða sér síðan arð úr þeim. Þannig komust þeir aðilar sem áttu þessi félög meðal ann­ars hjá því að greiða skatta á Ísland­i.

Byrj­aði með skatta­hag­ræði



Stofnun félaga á Tortóla-eyju hófst um miðjan tíunda ára­tug­inn þegar íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki fóru að bjóða stórum við­skipta­vinum sínum að láta sölu­hagnað af hluta­bréfa­við­skiptum renna í slík félög. Á þeim tíma voru skatta­lög á Íslandi þannig að greiddur var tíu pró­sent skattur af slíkum sölu­hagn­aði upp að 3,2 millj­ónum króna. Allur annar hagn­aður umfram þá upp­hæð var skatt­lagður eins og hverjar aðrar tekj­ur, sem á þeim tíma þýddi 45 pró­sent skatt­ur.

Lögum um skatt­lagn­ingu fjár­magnstekna var hins vegar breytt um ald­ar­mótin og eftir þá breyt­ingu var allur sölu­hagn­aður af hluta­bréfum skatt­lagður um tíu pró­sent. Við það varð íslenskt skattaum­hverfi afar sam­keppn­is­hæft og skatta­hag­ræðið af því að geyma eignir inni í þessum félögum hvarf. Frá þeim tíma voru ný félög því aðal­lega stofnuð til að fela raun­veru­legt eign­ar­hald eða til að dylja tekjur eða eignir sem eitt­hvað athuga­vert var við hvernig mynd­uð­ust.

Engir árs­reikn­ing­ar, engar ban­ka­upp­lýs­ingar



Sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka eiga Íslend­ingar 31,6 millj­arða króna á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, og þá nán­ast ein­vörð­ungu á Tortóla-eyju. Þessi tala er, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, ekki talin tæm­andi fyrir þær eignir íslenskra ein­stak­linga og félaga sem skráðu eignir á eyj­unni frægu.

Á mál­þingi um skatta­skjól, sem upp­lýs­inga­skrif­stofan Norð­ur­lönd í fókus og Kjarn­inn í sam­starfi við Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Íslands héldu í októ­ber 2013, sagði Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri að erfitt væri að nálg­ast upp­lýs­ingar um skatta­skjól víða um heim. Í gildi væru samn­ingar milli Norð­ur­land­anna og tugi skatta­skjóla um upp­lýs­inga­skipti. Frá Bresku Jóm­frú­areyj­unum væri til dæmis hvorki veittar ban­ka­upp­lýs­ingar né fjár­hags­upp­lýs­ingar þeirra félaga sem þar eru skráð. Ekki væri lög­bundið að halda bók­hald né að gefa út árs­reikn­inga í þessum lönd­um.

Þótt banka­reikn­ing­ar, eða verð­bréf í þeirra eigu, séu skráð á félög á stöðum eins og Tortóla, þá eru fjár­mun­irnir þó ekki raun­veru­lega geymdir þar. Í til­felli Íslend­inga er, líkt og áður sagði, oft­ast um að ræða banka­reikn­inga eða félög sem stofnuð voru af gömlu íslensku bönk­unum í Lúx­em­borg. Fjár­mun­irnir sjálfir voru, og eru, síðan geymdir þar þótt þeir séu skráðir til heim­ilis á meira fram­andi slóð­um.

Eignir útlend­inga á Íslandi aukast



Bein fjár­munaa­eign útlend­inga á Íslandi eykst einnig á milli ára og er nú 942 millj­arðar króna. Hún var mest árið 2011 rúm­lega 1.500 millj­arðar króna, en vert er að taka fram að fall krón­unnar hafði mikil áhrif á aukn­ingu hennar eftir hrun, enda allir stærstu kröfu­hafar hins fallna íslenska banka­kerfis erlend­ir. Aukn­ingin milli áranna 2013 og 2014 nemur um 90 millj­örðum króna.Langstærsti hluti fjár­muna­eigna erlendra aðila á Íslandi er með skráð heim­il­is­festi í Lúx­em­borg.

Beint fjár­fest­inga­flæði erlendra aðila var jákvætt upp á 51,5 millj­arða króna á síð­asta ári, að lang­mestu leyti vegna lána­við­skipta við tengda aðila.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None