Kassadama sem varð forsætisráðherra

Konur í áhrifastöðum mega iðulega sæta háðsglósum og niðurlægjandi umælum. Því hefur forsætisráðherra Finna, Sanna Marin, fengið að kynnast. Hún hefur verið kölluð kassadama, gleðikona, tík og fleira í svipuðum dúr.

Sanna Marin, í miðjunni, ásamt fjórum ráðherrum finnsku stjórnarinnar. 12 af 19 ráðherrum eru konur.
Sanna Marin, í miðjunni, ásamt fjórum ráðherrum finnsku stjórnarinnar. 12 af 19 ráðherrum eru konur.
Auglýsing

Eftir þing­kosn­ingar sum­arið 2019 urðu stjórn­ar­skipti í Finn­landi. Fimm flokkar stóðu að nýju stjórn­inni, for­sæt­is­ráð­herra var Antti Rinne leið­togi Jafn­að­ar­manna­flokks­ins. Af 19 ráð­herrum voru 11 kon­ur. Antti Rinne sat ein­ungis örfáa mán­uði í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, í byrjun des­em­ber 2019 sagði hann af sér í kjöl­far verk­falls starfs­fólks pósts­ins. Þá hafði einn stjórn­ar­flokk­anna lýst yfir van­trausti á for­sæt­is­ráð­herr­ann. Rík­is­stjórnin sat þó áfram en við starfi for­sæt­is­ráð­herra tók Sanna Mar­in, vara­for­maður flokks jafn­að­ar­manna.

Sanna Mar­in, sem er fædd 1985, lauk námi í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskól­anum í Tampere árið 2012, og var sama ár kjörin í borg­ar­stjórn Tampere. Árið 2014 varð hún vara­for­maður Jafn­að­ar­manna­flokks­ins og sett­ist á þing ári síð­ar. Þegar Antti Rinne mynd­aði stjórn sum­arið 2019 varð Sanna Marin sam­göngu- og sam­skipta­ráð­herra. Hún stopp­aði stutt í því starfi því 10. des­em­ber sama ár tók hún við starfi for­sæt­is­ráð­herra, eftir kosn­ingar í flokki jafn­að­ar­manna. Hún er yngsti for­sæt­is­ráð­herra í sögu Finn­lands.

Fjórar kon­ur, einn karl

Þótt Norð­ur­löndin hrósi sér iðu­lega þegar kemur að jafn­rétt­is­málum og telji sig standa fram­ar­lega í þeim efnum hefur jafn­rétt­ið, í gegnum tíð­ina, ekki náð til for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­is­ins. Hér á Íslandi hafa tvær konur gegnt emb­ætt­inu, Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Katrín Jak­obs­dótt­ir, sömu sögu er að segja frá Nor­egi, þar hafa þær Gro Harlem Brundtland og Erna Sol­berg setið á for­sæt­is­ráð­herra­stóli. Í Dan­mörku hafa tvær konur gegnt emb­ætt­inu, Helle Thorn­ing-Schmidt og Mette Frederik­sen. Finnar hafa þrisvar sinnum haft konu sem for­sæt­is­ráð­herra, Ann­eli Tuulikki Jäätteen­mäki, Mari Johanna Kiviniemi og Sanna Mar­in. Svíar reka lest­ina í þessum efn­um, ef svo má að orði kom­ast, þar hefur kona aldrei verið for­sæt­is­ráð­herra.

Þótt konur hafi, eins og áður var nefnt, borið skarðan hlut frá for­sæt­is­ráð­herra­borði, er annað upp á ten­ingnum núna. Fjórir af fimm for­sæt­is­ráð­herrum Norð­ur­land­anna eru nú kon­ur: Katrín Jak­obs­dótt­ir, Erna Sol­berg, Mette Frederik­sen og Sanna Mar­in. Sú síð­ast­nefnda er þeirra yngst, 35 ára. Fimmti for­sæt­is­ráð­herr­ann er svo Sví­inn Stefan Löf­ven. Hann er jafn­framt ald­urs­for­set­inn í ,,for­sæt­is­ráð­herra­klúbbn­um“ fæddur 1957. Erna Sol­berg er fædd 1961, Katrín Jak­obs­dóttir 1976, Mette Frederik­sen 1977 og Sanna Marin 1985, eins og fyrr var nefnt.

Vakti athygli

Þegar Sanna Marin kynnti rík­is­stjórn sína fyrir fjöl­miðlum 10. des­em­ber 2019 kom í ljós að af 19 ráð­herrum voru 12 kon­ur. For­menn allra flokk­anna fimm sem stóðu að stjórn­inni voru konur og fjórar þeirra, þar á meðal for­sæt­is­ráð­herrann, yngri en 35 ára. Þetta vakti athygli víða um heim. Í við­tölum við fjöl­miðla sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að vel gæti hugs­ast að þeim sem ekki þekki til finnskra stjórn­mála þyki það athygl­is­vert hve hlutur kvenna væri þar drjúgur ,,okkur þykir þetta hins­vegar sjálf­sagður hlut­ur“. Ráð­herr­ann nefndi að Finn­land hefði verið fyrsta landið í Evr­ópu þar sem konur fengu kosn­inga­rétt, það var árið 1906. Og nú eru konur 47 pró­sent þing­manna á finnska þing­inu.

Kjósa ein­stak­linga

Anne Holl­ie, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við háskól­ann í Helsinki, sagði í við­tali að ein ástæða þess hve margar konur sitji á finnska þing­inu sé kosn­inga­fyr­ir­komu­lagið sem sé öðru­vísi en víða ann­ars stað­ar. Í Finn­landi merkir kjós­andi við þann ein­stak­ling sem hann styð­ur, og þá jafn­framt til­tek­inn flokk.

Auglýsing

Tarja Cron­berg, fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra, sagði í við­tali við danska dag­blaðið Information að móðir sín hefði ætíð lagt mikla áherslu á að konur ættu að kjósa kon­ur. ,,Þegar ég var barn skildi ég þetta ekki en síðar átt­aði ég mig á því að þetta væri lík­lega þyngsta lóðið á jafn­rétt­is­vog­ar­skál­inn­i.“

Ekki allir jafn hrifnir

Þótt margir Finnar séu stoltir af hlut kvenna í stjórn­málum deila ekki allir þeim við­horf­um. Skömmu eftir að Sanna Marin tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra hædd­ist Mart Helme inn­an­rík­is­ráð­herra Eist­lands að finnsku rík­is­stjórn­inni í útvarps­við­tali. Sagði að í stjórn­inni væri kassada­ma, götu­mót­mæl­endur og ómenntað lið. Fleiri orð í svip­uðum dúr lét eist­neski inn­an­rík­is­ráð­herrann, sem er íhalds­samur þjóð­ern­is­sinni, falla um finnsku stjórn­ina. Ummælin vöktu mikla athygli og Kersti Kalju­laid for­seti Eist­lands hringdi sam­stundis í Sauli Niini­stö for­seta Finn­lands. Í sím­tal­inu baðst hún afsök­unar á ummælum inn­an­rík­is­ráð­herr­ans. Finnska stjórnin greindi frá afsök­un­ar­beiðn­inni í frétta­til­kynn­ingu. Eist­neski for­sæt­is­ráð­herr­ann sagði jafn­framt frá því í fjöl­miðlum að stjórn sín mæti finnska for­sæt­is­ráð­herr­ann og finnsku stjórn­ina mik­ils. Mart Helme sagði síðar að ummæli sín hefðu verið mistúlk­uð.

Þessi mynd af finnska forsætisráðherranum vakti mikla athygli. Hefði líklega ekki þótt tiltökumál ef karl hefði átt í hlut.

Sanna Marin birti færslu á Twitter vegna umæla Mart Helme. Þar sagð­ist hún vera stolt af Finn­landi. ,,Hér getur barn úr fátækri fjöl­skyldu fengið menntun og látið drauma sína ræt­ast. Jafn­vel kassadama getur orðið for­sæt­is­ráð­herra.“ Hún vís­aði þarna til þess að sjálf ólst hún upp við kröpp kjör og vann sem ung­lingur við afgreiðslu­störf í stór­versl­un.

Þess má geta að Mart Helme var knú­inn til afsagnar í nóv­em­ber á síð­asta ári. Þá hafði hann haldið því fram að nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum hefðu verið fals­að­ar.

Snemma á síð­asta ári þegar kór­óna­veiran var fyrir alvöru farin að láta á sér kræla sagði Mart Helme að venju­legt kvef hefði skyndi­lega fengið nýtt nafn, væri nú kallað kór­óna­veira. Hann mælti með að fólk bæri gæsafitu á bring­una, klædd­ist hlýjum sokkum og yrði sér úti um hitakrem og mak­aði á kropp­inn. Þá hyrfi þetta kvef innan fárra daga.

Rann­sóknin sem breytt­ist

Fyrir nokkrum dögum birtu finnskir fjöl­miðlar nið­ur­stöðu sér­stakrar rann­sóknar sem unnin var að beiðni rík­is­stjórnar Finn­lands, þeirrar sem sat á undan núver­andi rík­is­stjórn. Rann­sókn­inni var ætlað að kom­ast að því hvort eitt­hvað væri hæft í því að Rússar reyndu með skipu­legum hætti að blanda sér í finnsk inn­an­rík­is­mál, á net­miðl­inum Twitt­er. Finnska rík­is­stjórnin fékk stofnun á vegum NATO, til að ann­ast rann­sókn­ina. Nokkuð dróst að vinna við rann­sókn­ina hæf­ist og í milli­tíð­inni höfðu orðið stjórn­ar­skipti í Finn­landi. Skemmst er frá því að segja að rann­sóknin leiddi ekki í ljós umtals­verð afskipti Rússa. En það var annað sem vakti sér­staka athygli rann­sókn­ar­hóps­ins og hann ákvað að beina sjónum að.

Níð, háð, spott og klúr­yrði

Þetta sem vakti svo mikla athygli rann­sókn­ar­hóps­ins voru ummæli og athuga­semdir um konur sem sitja á finnska þing­inu, og ráð­herrana. Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn skoð­aði mörg hund­ruð þús­und ummæli og nið­ur­stöð­urnar voru slá­andi, eins og sagði í skýrsl­unni. Stór hluti athuga­semd­anna ein­kenn­ist af ókvæð­is­orð­um, upp­nefn­um, hót­unum og hat­urs­fullum yfir­lýs­ing­um. Stórum hluta þess­ara ummæla var beint að finnska for­sæt­is­ráð­herr­an­um, hún var til dæmis kölluð hóra, tík, gála, búð­ar­stúlka, föð­ur­leys­ingi (móðir ráð­herr­ans hefur búið með annarri konu) og fleira í sama dúr. Rík­is­stjórnin kölluð tampax-­geng­ið, sokka­buxna­stjórn­in, tíkur með vara­lit og fleira af svip­uðu tagi. Þótt karl­arnir í rík­is­stjórn­inni og á þing­inu fái líka athuga­semdir eru þær marg­falt færri og ekki jafn harð­orð­ar. Rolf Fred­heim, einn stjórn­enda rann­sókn­ar­hóps­ins sagði að hópnum hefði blöskrað að sjá orð­bragðið á net­inu ,,við fengum eig­in­lega hálf­gert áfall. Mest kom á óvart hve hat­urs­full, ræt­in, klúr og bein­línis dóna­leg ummælin í garð kvenna reynd­ust ver­a“. Ummæli um klæða­burð kvenn­anna voru mörg og oft­ast nei­kvæð, hins­vegar lítt eða ekki gerðar athuga­semdir um klæða­burð karla.

Til­raun til að þagga niður í konum

Skýrslan frá NATO StratCom, eins og rann­sókn­ar­stofn­unin heit­ir, hefur vakið tals­verða athygli í Finn­landi. Maria Ohisalo inn­an­rík­is­ráð­herra sagði í við­tali við finnska sjón­varpið að niðr­andi ummæli um konur væru aðferð til að þagga niður í þeim. ,,Þegar rökin þrýtur er gripið til níðs og háðs.“ For­sæt­is­ráð­herr­ann skrif­aði á Twitter og nefndi þar ýmis orð sem um hana hafa verið látin falla í netheim­um. Það fer vel á að enda þennan pistil á loka­orðum finnska for­sæt­is­ráð­herr­ans í pistli hennar á Twitt­er: ,,Já, konur eru í for­ystu í stjórn­inni. Get over it.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar