Munu Sósíaldemókratar halda völdum með „rauðgrænum“ stuðningi?

Viðbrögð Magdalenu Andersson forsætisráðherra við innrás Rússa í Úkraínu hafa styrkt stöðu viðkvæmrar minnihlutastjórnar Sósíaldemókrata. Þó virðist áframhaldandi forysta þeirra eftir kosningar velta á samstarfi við tvo mjög ólíka flokka.

Magdalena Andresson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gleðigöngu í Stokkhólmi sem fór fram í byrjun þessa mánaðar.
Magdalena Andresson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gleðigöngu í Stokkhólmi sem fór fram í byrjun þessa mánaðar.
Auglýsing

Núna í sept­em­ber verða haldnar þing­kosn­ingar í Sví­þjóð þar sem rúm­lega 7,5 millj­ónir Svía geta nýtt kosn­inga­rétt sinn en einnig er kosið í sveit­ar­stjórn­ir. Helstu átaka­línur kosn­ing­anna hafa verið að mynd­ast und­an­farið og virð­ast þrenn mál­efni ætla að verða þau helstu sem tek­ist verður á um: staða heil­brigð­is- og mennta­kerf­is, hækk­andi glæpa­tíðni og síð­ast en ekki síst þjóðar­ör­ygg­is­mál í ljósi hegð­unar Rússa í Evr­ópu.

Í fyrstu grein var farið yfir sögu sænskra stjórn­mála á seinni hluta síð­ustu aldar með áherslu á breyt­ingar í rekstri á vel­ferð­ar­kerf­inu. Í annarri grein var sjónum beint að póli­tísku lands­lagi síð­ustu ára og hvernig flokkar hins mögu­lega „blá­brúna“ banda­lags standa nú rétt fyrir kosn­ing­ar. Í þess­ari síð­ustu grein verður síðan rýnt í rík­is­stjórn Magda­lenu And­ers­son, hið mögu­lega „rauð­græna“ banda­lag og hvaða sviðs­myndir við gætum séð eftir kosn­ing­ar.

Núver­andi kjör­tíma­bil

Síðan í lok nóv­em­ber á síð­asta ári hefur eins­flokks minni­hluta­rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókrata (s. Soci­alde­mokra­terna) verið við völd, en hún stýrir land­inu með 28,65% meiri­hluta, þeim minnsta síðan 1979, með óvirkum stuðn­ingi Mið­flokks­ins (s. Center­parti­et), Vinstri­flokks­ins (s. Vän­ster­parti­et) og Græn­ingja (s. Milj­ö­parti­et). Það má segja að sú rík­is­stjórn sem nú er við völd sé eins konar síð­asti lif­andi afkom­andi fyrstu rík­is­stjórnar Stefan Löf­ven sem fyrst tók við völdum 2014. Síðan þá hefur ýmis­legt gerst. 

Stjórn­ar­tíð Stef­ans Löf­ven (2014–2021) ein­kennd­ist einkum af brota­kenndum póli­tískum sjó þegar kom að þeim áskor­unum og verk­efnum sem fyrir lágu. Þá var það hans rík­is­stjórn sem tók við þeim mikla straumi af flótta­fólki árið 2015 og árið þar á eft­ir. Þar að auki var fyrsta hryðju­verka­árás á sænskri grundu framin í hans stjórn­ar­tíð vorið 2017. Við­brögð stjórn­valda við þessum áskor­unum virð­ast þó hafa fallið ágæt­lega í kramið á kjós­endum þar sem hún hélt að mörgu leyti enn velli eftir útkomu kosn­ing­anna 2018. Stefna sænskra stjórn­valda í sótt­varna­málum hefur þó tölu­vert verið gagn­rýnd, bæði heima fyrir og að utan, þó svo að sænskur almenn­ingur virð­ist almennt hafa stutt þær.

Auglýsing
Í dag leiðir Magda­lena And­ers­son rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókrata en hún er jafn­framt fyrsti kven­kyns for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar. Það má eflaust velta fyrir sér hvers vegna það hafi tekið land líkt og Sví­þjóð, sem lengi hefur legið fram­ar­lega þegar kemur að félags­legu jafn­rétti, svo langan tíma að velja sér sinn fyrsta kven­kyns for­sæt­is­ráð­herra. Einnig er rétt að greina frá því að hún tók við af Stefan Löf­ven á tals­vert storma­saman hátt þar sem hún var fyrst kjörin for­sæt­is­ráð­herra en sat aðeins í nokkrar klukku­stundir vegna óákveð­inna sam­starfs­flokka. Stuttu seinna tókst henni þó að tryggja emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra til lengri tíma, eða fram að næstu kosn­ingum er virð­ist.

Á þeim tíma­punkti virt­ist fram­tíð Sós­í­alde­mókrata sem leið­andi afl í rík­is­stjórn lands­ins heldur dökk og aðeins tíma­spurs­mál hvenær ný öfl tækju við. En síðan þá hefur fylgi flokks­ins þvert á móti auk­ist og virð­ast störf And­ers­son falla vel í kramið hjá mörgum lands­mönn­um. Þegar And­ers­son tók við sem for­sæt­is­ráð­herra í lok nóv­em­ber síð­ast­liðnum var flokk­ur­inn að mæl­ast í sögu­legu lág­marki, eða með rúm­lega 25% fylgi. Í skoð­ana­könn­unum síðan þá hefur hann þó verið að mæl­ast með rúm­lega 31% fylgi en nú í ágúst mæld­ist flokk­ur­inn þó með 28,5% fylg­i.  

Þó eru mörg mál sem brenna á lands­mönnum og virð­ist vera tals­verður póli­tískur brot­sjór fyri stafni, rétt eins og hefur verið síð­ustu ár. En segja má að ákvörðun And­ers­son og Sós­í­alde­mókrata að styðja inn­göngu Svía í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hafi skilað þeim auknu fylgi ásamt áherslum og fram­göngu nýs for­manns. 

Fram­tíð Græn­ingja

Áður en Magda­lena And­ers­son tók við sem for­sæt­is­ráð­herra og mynd­aði sína eins flokks rík­is­stjórn höfðu Græn­ingjar setið í rík­is­stjórn tals­vert lengi. Í takt við þetta hefur fylgi flokks­ins dalað tals­vert síð­ustu ár vegna erf­iðra mála­miðl­ana sem flokk­ur­inn hefur þurft að gera í inn­leið­ingu á grunn­stefnu­málum sínum er snerta lofts­lag og umhverf­i. 

Núna á síð­ustu mán­uðum hafa Græn­ingjar verið að mæl­ast undir þing­þrösk­uld­inum (4%) með rúm­lega 3,5% fylgi. Í síð­ustu skoð­ana­könnun mæld­ist þó flokk­ur­inn með 4,5% fylgi. Áhuga­vert verður að sjá hvort leið­toga flokks­ins, Per Bolund, tak­ist að halda slíku fylgi en kosn­ing­arnar í sept­em­ber koma til með að verða mikil þrekraun. Á síð­ustu vikum hefur flokk­ur­inn einna helst reynt að minna kjós­endur á að það sé í raun bara einn flokkur sem setur lofts­lags­að­gerðir fremst í stefnu­mál sín.

Prinsipp Vinstri­flokks­ins

Síð­ustu ár hefur Vinstri­flokk­ur­inn helst verið áber­andi fyrir hlut­verk sitt í þeim rík­is­stjórnum sem mynd­aðar hafa verið eftir síð­ustu kosn­ingar og hvernig fyrir þeim fór á end­an­um. Fylgi flokks­ins hefur verið nokkuð stöðugt síðan þá en hann hefur staðið fast við sín bar­áttu­mál og ekki að kostn­að­ar­lausu. Það má nefni­lega rekja rík­is­stjórn­ar­krís­una sem skall á sum­arið 2021 til harðrar and­stöðu Vinstri­flokks­ins við upp­töku mark­aðs­stýrðrar leigu í stað hins almenna eft­ir­lits með húsa­leigu í nýbyggðum íbúð­um. Þessi stefnu­breyt­ing var eitt af mörgum atriðum Jan­ú­ar­sam­komu­lags­ins svo­kall­aða sem var ígildi stjórn­ar­sátt­mála Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins og Græn­ingja. Þetta sam­komu­lag var síðan stutt beint af Mið­flokknum og Frjáls­lynda flokknum (s. Liberal­erna), en þessir tveir síð­ast­nefndu flokkar voru þeir sem kröfð­ust þess að það yrði með. 

Nooshi Dadgostar, formaður Vinstriflokksins. Mynd: Wikimedia Commons

En þó svo að Vinstri­flokk­ur­inn hafi ekki verið með í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­komu­lagi reiddi það sig samt sem áður á stuðn­ing flokks­ins en þó hafði þáver­andi for­maður flokks­ins Jonas Sjö­stedt gefið að út að flokk­ur­inn myndi bera fram van­traust­s­til­lögu á rík­is­stjórn Stefan Löf­vens. Í byrjun júní árið 2021 lagði svo rík­is­stjórnin fram til­lögu fyrir þingið að fjar­lægja leigu­eft­ir­lit í nýjum íbúa­bygg­ingum og til­kynnti núver­andi for­maður Vinstri­flokks­ins, Nooshi Dagostar, að flokk­ur­inn bæri ekki lengur traust til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Van­traust­s­til­laga sam­þykkt

Þann 21. júní 2021 var á end­anum van­traust­s­til­laga borin upp á hendur Stefan Löf­ven sem var sam­þykkt í sögu­legri atkvæða­greiðslu með stuðn­ingi Sví­þjóð­ar­demókrata (s. Sverig­edemokra­terna), Hægri­flokks­ins (s. Modera­terna) og Krist­inna demókrata (s. Krist­demokra­terna) – sem sáu sér leik á borði. Aldrei í sögu sænskra stjórn­mála hafði sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra verið velt úr stóli með slíkum hætti. Einnig er vert að taka fram að það var ekki Vinstri­flokk­ur­inn sem kall­aði eftir sjálfri atkvæða­greiðsl­unni heldur voru það Sví­þjóð­ar­demókratar sem voru ekki lengi að bregð­ast við stöð­unni.

Eftir að nið­ur­staðan varð ljós fékk Ulf Kristers­son for­maður Hægri­flokks­ins umboð til að mynda nýja rík­is­stjórn, sem hann reyndi að gera með Kristnum demókröt­um, Sví­þjóð­ar­demókrötum og Frjáls­lynda flokkn­um. Það tókst þó ekki en ein­ungis það að Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hafi verið reiðu­bú­inn að styðja rík­is­stjórn sem væri að ein­hverju leyti mynduð af Sví­þjóð­ar­demókrötum sýndi hversu langt þessi síð­ar­nefndi flokkur var kom­inn inn í meg­in­straum stjórn­mál­anna. Töldu sumir að nú væri fokið í flest skjól. Stefan Löf­ven var svo aftur kos­inn for­sæt­is­ráð­herra þegar sjór­inn hafði róast en til­kynnti jafn­framt að hann myndi víkja úr stóli áður en árið væri úti. Þegar atvikið í sjón­varps­salnum sem nefnt var hér á undan átti sér stað síð­asta haust var Per Bolund umhverf­is­ráð­herra í við­kvæmri rík­is­stjórn Stef­ans Löf­ven sem þá hafði tekið við. Síðan þá hafa Græn­ingjar með Per Bolund í far­ar­broddi vikið úr rík­is­stjórn­inni en þar áður hafði Vinstri­flokk­ur­inn með Nooshi Dagostar í far­ar­broddi gert slíkt hið sama.

Auglýsing
Ljóst er að flokkar sem ætli sér að mynda rík­is­stjórn eftir kom­andi kosn­ingar þurfi að hugsa sig var­lega um áður en haldið er í sam­starf með Vinstri­flokknum ef grunnósætti er til staðar frá byrj­un. Jafn­framt hefur flokk­ur­inn kynnt stór stefnu­mál sem fel­ast meðal ann­ars í því að bola einka­fram­taki úr skólum og stöðva allar arð­greiðslur úr mennta­kerfi lands­ins. Í síð­ustu skoð­ana­könnun mæld­ist Vinstri­flokk­ur­inn með 9,7% fylgi.

Þó er vert að taka það fram að Mið­flokk­ur­inn féll á end­anum frá því að inn­leiða þessa breyt­ingu á leigu­mark­aðnum og ákvað Frjáls­lyndi flokk­ur­inn að lokum að falla frá frek­ari við­ræðum við Mið­flokk­inn varð­andi áfram­hald­andi sam­starf. 

Annie Lööf og hennar breiða miðja

Annie Lööf hefur leitt Mið­flokk­inn í meira en ára­tug en þegar hún tók við stjórn­ar­taumum flokks­ins varð hún yngsti for­maður hans í sög­unni, aðeins 29 ára göm­ul. Eftir kosn­ing­arnar 2018 var það raun­hæfur mögu­leiki að Lööf myndi mynda sam­steypu­rík­is­stjórn út frá miðju og jafn­framt leiða hana en þær til­raunir gengu þó ekki á end­an­um. Stuðn­ingur flokks­ins við síð­ustu rík­is­stjórn sem mynduð var með Jan­ú­ar­sam­komu­lag­inu braut jafn­framt upp blokk­arpóli­tík lands­ins þar sem hann hafði nær ætíð leitað til hægri í rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m. 

Frá síð­ustu kosn­ingum hefur Mið­flokk­ur­inn verið að mæl­ast með rúm­lega 7–9% fylgi en nú í vor virt­ust aðeins rúm­lega 5% kjós­enda ætla að gefa honum atkvæði sitt. Lík­lega hafði flokk­ur­inn þá verið að missa fylgi til Sós­í­alde­mókrata undir nýrri for­ystu And­ers­son. En eins þver­stæðu­kennt og það kann að vera að þá er það Sós­íal­emókrötum í hag að Mið­flokk­ur­inn hafi hraust­legt fylgi þannig að rétt­læt­an­legt sé að mynda rík­is­stjórn með þeim. Í síð­ustu skoð­ana­könnun mæld­ist flokk­ur­inn með 6% fylgi. Und­an­farið hefur flokk­ur­inn sett hvað mesta áherslu á lofts­lags­mál og reynir að koma fram sem tölu­vert grænni flokkur en fólki hefur þótt hann ver­ið.

Nýir vindar innan raða Sós­í­alde­mókrata

Í dag standa hinir ráð­andi flokkar síð­ustu ára­tuga – helst Sós­í­alde­mókratar og Hægri­flokk­ur­inn – frammi fyrir vax­andi óánægju meðal almenn­ings vegna stöðu mála þegar kemur að vax­andi glæpa­tíðni og stöðu vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Segja má að Sví­þjóð­ar­demókratar séu ákveðin birt­ing­ar­mynd þeirrar óánægju. Þó er Sví­þjóð í dag enn leið­togi á sviði jafn­rétt­is­mála á alþjóð­legum skala og virð­ist það vera almennt svo að almenn­ingur er hlynntur jafn­rétt­is­á­hersl­um. Ákveðin þver­sögn fylgir þessu samt sem áður þar sem tekju­ó­jöfn­uð­ur, fátækt og heim­il­is­leysi hefur haldið áfram að aukast í land­inu á und­an­förnum árum.

Í takt við breytt efna­hags­legt lands­lag sem mynd­ast hefur í gegnum árin hefur flokkur Sós­í­alde­mókrata færst tölu­vert nær miðju þegar liðið hefur á tutt­ug­ustu og fyrstu öld, líkt og margir svip­aðir flokkar í Evr­ópu hafa gert. Myndu sumir jafn­vel segja að Vinstri­flokk­ur­inn í dag standi fyrir því sem Sós­í­alde­mókratar stóðu eitt sinn fyr­ir. Flokk­ur­inn er þannig orð­inn mark­aðsvænni en einnig hefur hann þurft að aðlaga sig að mála­miðl­unum úr ýmsum átt­um, miklu meira en aðrir flokkar á síð­ustu árum. Jafn­framt er flokk­ur­inn sá rík­asti í Sví­þjóð og með lang burð­ar­mesta bak­land­ið. 

Stríðið hefur áhrif

Inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu hefur breytt örygg­is­á­standi flestra landa í Evr­ópu til muna. Jafn­framt hefur það ber­sýni­lega haft áhrif á núver­andi stuðn­ing við stjórn­mála­flokka í land­inu, en þó hafa þau áhrif einna helst verið jákvæð fyrir einn flokk. Svo virð­ist sem allir flokkar hafi verið að tapa fylgi síðan stríðið hófst nema Sós­í­alde­mókrat­ar, sem hafa aukið hressi­lega við sig í síð­ustu skoð­ana­könn­un­um. Jafn­framt hefur ákvörðun flokks­ins um að hefja aðild­ar­við­ræður við NATO einnig haft jákvæð áhrif á fylgið sem og traust­vekj­andi nýr for­mað­ur.

Eftir að Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu í febr­úar á þessu ári hafa stjórn­ar­menn í Kreml hótað tölu­vert mörgum löndum sem dirfast myndu að blanda sér í aðgerðir þeirra. Þær hót­anir sem bár­ust til Sví­þjóðar og Finn­lands báru sér­stakan ugg með sér þar sem hvor­ugt þess­ara landa eru hluti af NATO. Frá lokum síð­ari heims­styrj­aldar hafa Rússar varað Svía og Finna við því að ganga í NATO og annað varn­ar­sam­starf til vest­urs. En það má segja að þegar hátt­semi og grimmd Rússa birt­ist heims­augum virt­ist „Rússa­grýlan“ loks­ins vera komin að dyra­gætt þess­ara tveggja landa og fór umræðan um ágæti NATO-að­ildar af stað. Þar að auki hefur Pútín og gengi hans í Kreml verið að van­virða bæði land- og loft­helgi Sví­þjóð­ar, meðal ann­ars með því að fljúga kjarn­orku­vopnum aðeins í þeim til­gangi að hræða.

Inn­ganga í NATO

Eftir að stjórn­völd bæði Sví­þjóðar og Finn­lands lýstu því form­lega yfir að þau hyggjust leit­ast eftir inn­göngu í NATO beið þeirra þó þungt grjót í vegi í formi and­stöðu Recep Tayyip Erdoğans Tyrk­lands­for­seta. Hún byggð­ist þó einna helst á frek­ari áætl­unum hans að berja á Kúr­dum en hann vildi meina að Svíar hefðu stutt óbeint við Verka­lýðs­flokk Kúrda (PKK) sem Tyrk­lands­for­seti hafði bann­fært og stimplað sem hryðju­verka­sam­tök. Þannig hefðu Svíar stutt flokk­inn með því að veita með­limum hans hæli í gegnum tíð­ina.

Magdalena Andersson og Jens Stoltenberg. Mynd: EPA

Eftir nokkra fundi milli full­trúa Sví­þjóð­ar, Finn­lands og Tyrk­lands sam­þykkti Erdogan loks­ins að hleypa þessum ríkjum inn í banda­lag­ið. Ekki er alveg víst hvað sænsk stjórn­völd gáfu í stað­inn en ein­hverjir vildu meina að fjöldi kúr­danskra Svía með teng­ingu við PKK yrðu fram­seldir í klær Erdog­ans en slíkt verður þó að telj­ast ólík­legt enn sem komið er. Jafn­framt virð­ist and­stöðu Tyrk­lands við aðild Svía að NATO ekki alveg vera lokið og verður áhuga­vert að sjá hvernig þessi mál munu þró­ast þegar mynda á nýja rík­is­stjórn.

Áhuga­verðir kjós­enda­hópar

Þegar rýnt er í kom­andi kosn­ingar er áhuga­vert að skoða hverjir það eru sem kjósa. Sænski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Hen­rik Eken­gren Oscars­son telur upp fimm kjós­enda­hópa sem gætu ráðið úrslit­unum í kosn­ing­un­um: 

Í fyrsta lagi er það milli­stétt í og í kringum borgir sem til­heyra bæði miðj­unni þegar kemur að tekjum og þegar kemur að hinum póli­tíska skala. 

Í öðru lagi er litið til ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­enda sem ef til vill kjósa öðru­vísi en for­eldrar þeirra hafa gert í gegnum tíð­ina. Sós­í­alde­mókratar hafa alltaf verið með mik­inn stuðn­ing meðal inn­flytj­enda og í hverfum eins og Ros­engård í Malmö og í ákveðnum hverfum við Jär­vafäl­tet í Stokk­hólmi þar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbúa eru inn­flytj­endur eða með inn­flytj­enda­bak­grunn. Þar mælist stuðn­ingur við Sós­í­alde­mókrata yfir 75%. Þó er vert að taka það fram að þótt það komi kannski mörgum á óvart miðað við stefnu þeirra að þá hafa Sví­þjóð­ar­demókratar einnig verið að sækja fylgi til inn­flytj­enda, sér­stak­lega ann­arrar kyn­slóða inn­flytj­enda á ýmsum stöð­um.

Í þriðja lagi eru það fyr­ir­tækja­eig­endur sem nán­ast allir kjósa Hægri­flokk­inn en und­an­farið hefur þessi kjós­enda­hópur verið opn­ari fyrir lausnum Sví­þjóð­ar­demókrata sem hafa tekið upp breytta stefnu til að veiða fleiri atkvæði úr þessum hópi. 

Auglýsing
Í fjórða lagi eru það stúd­entar sem eru rúm­lega 5-10% af þeim sem atkvæð­is­rétt hafa og virð­ast ætla að leggja meg­in­á­herslu á lofts­lags­mál í vali sínu.

Í fimmta og síð­asta lagi eru það lands­byggðar­í­búar sem virð­ist vera heldur óræður hópur sem getur jafn­framt haft mikil áhrif á nið­ur­stöð­ur.

Mögu­legar sviðs­myndir að loknum kosn­ingum

Eins og staðan er núna virð­ast tvær sviðs­myndir lík­leg­astar að kosn­ingum lokn­um: ann­ars vegar gætu kosn­ing­arnar í sept­em­ber markað tíma­mót í sænskri stjórn­mála­sögu ef Sví­þjóð­ar­demókratar kom­ast til valda í sam­starfi við, eða með beinum stuðn­ingi við, Hægri­flokk­inn, Kristna demókrata og Frjáls­lynda flokk­inn. Miðað við nýj­ustu skoð­ana­kann­anir myndi slík rík­is­stjórn ná meiri­hluta en þessir þrír síð­ast­nefndu flokkar myndu helst aðeins vilja stuðn­ing Sví­þjóð­ar­demókrata við stjórn sína. Þó hefur Jimmie Åkes­son, for­maður Sví­þjóð­ar­demókrata gefið það út að hann sæk­ist eftir því að verða for­sæt­is­ráð­herra og þannig leiða nýja rík­is­stjórn. Þó verður það að telj­ast ólík­legt eins og er. En víst er að ef Sví­þjóð­ar­demókratar setj­ast í rík­is­stjórn, eða veita henni stuðn­ing sinn, kemur flokk­ur­inn til með að þurfa gera mála­miðl­an­ir, eitt­hvað sem hann hefur aldrei þurft að gera áður. Þess vegna yrði áhuga­vert að sjá hvaða áhrif sam­eig­in­legt fjár­mála­frum­varp slíkrar rík­is­stjórnar myndi hafa á fylgi flokks­ins.

Hins vegar gætu Sós­í­alde­mókratar haldið í völdin ásamt Mið­flokknum og með stuðn­ingi frá Vinstri­flokkn­um, ef Græn­ingjar ná ekki að halda sér inni á þingi. Þetta veltur mikið á því hvort Annie Lööf og Mið­flokk­ur­inn sé reiðu­bú­inn að starfa á ein­hvern hátt með Vinstri­flokknum eftir það sem gerð­ist síð­asta sum­ar. Hér verður einnig þörf á mála­miðl­unum ef þessi sam­setn­ing á að ganga. Annie Lööf hefur þegar sagt að hún og flokkur hennar treysti sér ekki í að mynda fjár­mála­á­ætlun þar sem Vinstri­flokk­ur­inn er ein­hvers staðar með í ráð­um. Þó hefur Nooshi Dagostar nýlega nefnt að hún og flokkur hennar muni ekki „draga rauðar lín­ur“ þegar kemur að mögu­legu sam­starfi við aðra flokka. Virð­ist þá flokk­ur­inn nú vilja hafa meiri áhrif og er þá mögu­lega opinn fyrir mála­miðl­un­um.

Það eru þess vegna tveir kostir sem virð­ast lík­leg­astir núna en svo er aldrei að vita hvernig málin þró­ast þegar nið­ur­stöður kosn­ing­anna liggja fyr­ir. Enn getur ýmis­legt gerst fram að kosn­ingum og einnig geta orðið ófyr­ir­séðar vend­ingar að þeim lokum sem gætu breytt heil­miklu. Annie Lööf hefur til dæmis ýjað að því að hún vilji leiða stóra stjórn frá miðju til bæði hægri og vinstri – sá mögu­leiki er þó tals­vert ólík­legur eins og staðan er núna.

Jafn­framt hafa und­an­farið verið að mynd­ast ákveðin við­vör­un­ar­merki um að efna­hag­skreppa muni bíta sænskt hag­kerfi innan skamms. Nú í ágúst var slegið met í verði á raf­magni í land­inu, eins og víða ann­ars staðar í Evr­ópu, og mun mat­væla­verð lík­lega halda áfram að hækka. Með hækk­andi verð­bólgu og vöxtum virð­ast tölu­vert svartar blikur vera á lofti. Hag­fræði­stofnun Sví­þjóðar telur að efna­hag­skreppa muni lík­lega gera vart við sig snemma á næsta ári og verður sá ólgu­sjór eitt­hvað sem ný rík­is­stjórn mun þurfa að glíma við.

Að lokum er einnig mik­il­vægt að hugsa til þess að þótt erfitt virð­ist að ná sömu sam­fé­lags­legu sátt sem áður ríkti innan sænskra stjórn­mála vegna þeirra breyt­inga sem hafa átt sér stað í sænsku sam­fé­lagi er almenn vel­ferð eitt­hvað sem allir eiga að geta sam­mælst um að séu grunn­rétt­indi ein­stak­lings­ins (hvaðan svo sem hann kem­ur). Þess vegna ætti að vera hægt að mynda nýja sátt um þau grunn félags­hyggju­gildi sem eitt sinn byggðu þær sterku und­ir­stöður sem ein­kenndu Sví­þjóð, og alla íbúa þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki