Ólga og áhyggjur í Kristjaníu

Íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi og afbrotum í tengslum við sölu á fíkniefnum á svæðinu. Þeir eru hinsvegar ekki sammála um til hvaða ráða skuli gripið.

Lögreglumenn í eftirlitsferð um Pusher Street, miðstöð hassviðskipta í Kristjaníu.
Lögreglumenn í eftirlitsferð um Pusher Street, miðstöð hassviðskipta í Kristjaníu.
Auglýsing

Í næsta mán­uði verða 50 ár síðan hópur fólks lagði undir sig fyrr­ver­andi umráða­svæði hers­ins á Krist­jáns­höfn og lýsti yfir stofnun frí­rík­is. Svæðið sem um ræðir er 34 hekt­arar og hóp­ur­inn gaf því nafnið Krist­jan­ía. Krist­janitt­arnir lögðu undir sig fjöl­margar bygg­ingar sem höfðu til­heyrt hern­um. Á þessum tíma var mikil hús­næðisekla í Kaup­manna­höfn og margir því til­búnir að setj­ast að í „frí­rík­in­u“. Íbú­arnir voru lengi vel í kringum eitt þús­und, eru núna rúm­lega átta hund­ruð. Tals­verður hluti þeirra sem sett­ust að í upp­hafi búa þar enn og eru eins og gefur að skilja orðnir nokkuð við ald­ur. Íbúi sem pistla­skrif­ari ræddi við fyrir nokkrum árum sagði Krist­janíu vera hægt og rólega að breyt­ast í hálf­gert elli­heim­ili.

Öðru­vísi og umdeild

Lífstakt­ur­inn í Krist­janíu hefur frá upp­hafi að ýmsu leyti verið öðru­vísi en ann­ars staðar í Kaup­manna­höfn, og þótt víðar væri leit­að. Á árunum um og eftir 1970 var hassneysla orðin all útbreidd og Krist­janía var fljót­lega eins konar sölu­mið­stöð þess­arar ólög­legu neyslu­vöru. Allir vissu að í „frí­rík­inu“ væri auð­velt að verða sér úti um „grasið“. Við­skiptin voru frá upp­hafi að mestu tak­mörkuð við eina til­tekna götu „Pus­her Street“.

Krist­janía hefur alla tíð verið umdeild. Sumum hefur þótt yfir­völd sýna íbúum lin­kind og umborið margt sem ekki lið­ist ann­ars stað­ar. Aðrir segja nauð­syn­legt að í jurta­garði til­ver­unnar þurfi allur gróður að geta þrif­ist. Árum saman heyrð­ust alltaf raddir um að „hreinsa til“ eins og það var orð­að. Aldrei varð þó neitt úr slíku en lengi bjuggu íbú­arnir við algjöra óvissu um fram­tíð svæð­is­ins.

Samn­ing­ur­inn frá 2012

Í byrjun júlí árið 2012, 41 ári eftir að „frí­rík­ið“ varð til, var und­ir­rit­aður kaup­samn­ing­ur. Selj­and­inn var danska rík­ið, kaup­and­inn var sjóð­ur­inn „Frista­den Christ­i­ani­a“. Óhætt er að segja að samn­ingur þessi hafi verið afar mik­il­vægur fyrir báða aðila sem að honum stóðu. Fyrir ríkið var mik­il­vægt að fá ein­hvern botn í þetta „Krist­jan­íu­mál“ eins og það var kallað og ljúka ára­löngum deilum um til­veru Krist­jan­íu. Fyrir kaup­and­ann var samn­ing­ur­inn kannski enn mik­il­væg­ari. Með honum var fram­tíð Krist­janíu tryggð. Í samn­ingnum var kveðið á um að yfir­bragð svæð­is­ins yrði með svip­uðum hætti og verið hafði frá upp­hafi, Krist­janitt­arnir skuld­bundu sig til að hlíta ýmsum reglum svosem íbúa­skrán­ingu, bygg­inga­reglu­gerðum og almennum skipu­lags­regl­um. Þegar nýr reið­hjóla­stígur var lagður árið 2017 reyndi fyrir alvöru á sam­komu­lag­ið. Nýi stíg­ur­inn liggur þvert yfir hluta Krist­jan­í­u­svæð­is­ins, hann tengist hjóla- og göngu­brú frá Nýhöfn­inni yfir á Krist­jáns­höfn og út á Ama­ger. Krist­janitt­anir voru and­snúnir lagn­ingu stígs­ins, en máttu sín lít­ils. Stíg­ur­inn er vin­sæll og um hann fara þús­undir á degi hverj­um.

Slag­ur­inn um pen­ing­ana

Eng­inn veit með vissu umsvifin á hass­mark­aðnum í Krist­jan­íu. Í umfjöllun danskra fjöl­miðla und­an­farið hefur komið fram að árleg velta á hass­mark­aðnum í Krist­janíu sé ekki undir einum millj­arði danskra króna (20 millj­arðar íslenskir). Margir vilja fá bita af þess­ari köku.

Auglýsing

Á 40 ára afmæli Krist­janíu árið 2011, spurði skrif­ari þessa pistils fjöl­miðla­full­trúa Krist­janitt­ana hvað hann teldi helst ógna fram­tíð svæð­is­ins. Ekki stóð á svar­inu „ég hef mestar áhyggjur af rokk­ur­unum (mót­or­hjóla­gengj­un­um) sem reyna, með góðu og illu, að sölsa undir sig hass­mark­að­inn. Þeim fylgir ofbeld­i“. Áhyggjur fjöl­miðla­full­trú­ans hafa ekki reynst ástæðu­lausar og á síð­ast­liðnum ára­tug hafa rokk­ar­arnir barist hart til að ná undir sig hass­mark­aðnum með þeim árangri að í dag ráða þeir stærstum hluta hans. Með ofbeldi og hót­un­um.

Frá Kristjaníu. Mynd: EPA

Í sept­em­ber 2016 lést ungur fíkni­efna­sali eftir skot­bar­daga við lög­reglu. Kvöldið eftir héldu íbúar Krist­janíu fjöl­mennan íbúa­fund og morg­un­inn eftir létu tugir þeirra til skarar skríða og rifu niður hass­sölu­bás­ana í Pus­her Street. Þetta var í fyrsta skipti sem íbú­arnir gripu til þessa ráðs en lög­reglan hafði nokkrum sinnum rifið niður bás­ana. Þetta breytti þó litlu og brátt sótti allt í sama far­ið.

Morð og íbúa­fundur

Aðfara­nótt 4. júlí sl. lést ungur mað­ur, eftir skot­bar­daga í Krist­jan­íu. Mað­ur­inn sem var 22 ára hafði alist upp í Krist­janíu og búið þar alla ævi. Morðið olli mik­illi reiði íbú­anna og sunnu­dag­inn 15. ágúst sl. var efnt til fund­ar. Hátt í tvö hund­ruð höfðu þá kraf­ist þess að fundur yrði hald­inn og að Pus­her Street eða Gaden eins og íbú­arnar kalla göt­una yrði lok­að, í eitt skipti fyrir öll.

Um þrjú hund­ruð manns mættu á fund­inn sem stóð í marga klukku­tíma. Ekki náð­ist sam­komu­lag um að loka Pus­her Street þótt flestir fund­ar­manna væru sam­mála um að ástandið væri algjör­lega óvið­un­andi. Helsta ástæða þess að ekki náð­ist sam­komu­lag á fund­inum var að sögn sú að bar­áttan við glæpa­gengin sem stjórna hass­söl­unni væri íbú­un­um, einum og sér, ofviða. Þar yrði lög­reglan að koma til skjal­anna. Á fund­inum kom fram að þótt hass­salan sé að mestu leyti í höndum glæpa­gengja, en ekki íbú­anna, eiga íbú­arn­ir, sumir hverj­ir, hags­muna að gæta. Ein­hverjir eiga sölu­bása sem þeir leigja út til sölu­mann­anna (glæpa­gengj­anna) eða geyma hass fyrir þá. Þetta fólk er ekki til­búið til að banna hass­söl­una og loka Pus­her Street. Íbúi sem dag­blaðið Politi­ken ræddi við eftir fund­inn sagði að það væri ekki „quick fix“ að upp­ræta ofbeldið sem fylgir hass­söl­unni í Krist­jan­íu.

Í lokin má geta þess að Krist­janía hefur árum saman verið einn fjöl­sótt­asti við­komu­staður erlendra ferða­manna í Kaup­manna­höfn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent