Pexels

„Það er stórslys í uppsiglingu“

Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.

Tröll­vaxið iðn­að­ar­svæði sem mun spilla tign­ar­legri fjalla­sýn í frið­sælli sveit. Til marks um dóm­greind­ar­leysi og gróða­fíkn fárra á kostnað ein­stakrar nátt­úru og mann­lífs. Undr­un, von­brigði og óhugn­að­ur. Yfir­gangur og ásælni. Stór­slys er í upp­sigl­ingu.

Þetta eru aðeins örfá dæmi um það sem fólkið sem býr í Norð­ur­ár­dal í Borg­ar­firði eða leitar þar athvarfs hluta úr ári hefur að segja um þau áform fyr­ir­tæk­is­ins Qair Iceland að reisa vind­orku­ver á 3.500 hekt­ara landi bæj­ar­ins Hvamms. Orku­ver­ið, sem fyr­ir­tækið kallar Múla, myndi telja 13-17 vind­myllur sem hver yrði um 200 metrar á hæð. Fyrstu skref í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar hafa verið tekin en virkj­un­ar­hug­myndin er hvorki komin inn á skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins né hefur hún fengið umfjöllun í ramma­á­ætl­un.

„Að lesa þennan texta er eins og að bíta í álp­app­ír,“ skrifar arki­tekt sem ólst upp á bænum Hvammi og þekkir þar því hverja þúfu og hvern hól. Erlend stór­fyr­ir­tæki vaða nú yfir landið „eins og logi yfir akur í leit að tæki­færum til að hagn­ast á auð­lindum lands­ins,“ segir eig­andi frí­stunda­húss í daln­um.

Yfir sex­tíu manns sem hafa náin tengsl við Norð­ur­ár­dal sendu inn athuga­semdir við mats­á­ætlun Qair er hún var aug­lýst í vet­ur. Þar er lýst ein­dreg­inni and­stöðu og jafn­vel andúð á áformun­um. Fólkið segir að verið myndi spilla útsýni, m.a. við fjallið Baulu, sem og kyrrð­inni sem ríkt hefur í ald­ir. Það hefur auk þess miklar áhyggjur af áhrifum fram­kvæmd­ar­innar á líf­rík­ið, ekki síst á fugla og Norð­urá – „drottn­ingu íslenskra lax­veiði­á­a“. Orku­verið yrði í „æp­andi mót­sögn“ við ímynd Norð­ur­ár­dals­ins sem ein­stakrar íslenskrar nátt­úruperlu.

Vindmyllur vindorkuversins fyrirhugaða eru gulir punktar og liturinn í kring verður fjólublárri eftir því sem sýnileiki myllanna er meiri. Mynd: Úr matsáætlun

Bent er á rann­sóknir sem sýni að gríð­ar­legt magn af örplasti feyk­ist af spöðum vind­mylla vegna veðr­unar og að hund­ruð lítra af olíu þurfi til að reka þær ár hvert. Þá sé vand­kvæðum bundið að farga þeim líkt og dæmi erlendis frá sýni. „Við eyði­legg­ingu á landi og sam­fé­lagi ætti að hverfa frá notkun hug­taks­ins „sjálf­bærn­i“, annað er hvorki sið­ferði­lega rétt né heið­ar­leg­t,“ bendir kona sem unnir dalnum á.

„Hvernig passar risa­stórt mann­virki sem sést mjög víða að við ferða­þjón­ustu á sama svæð­i?“ spyr Anja Mager á Dýra­stöðum sem er næsti bær við Hvamm.

„Hæð vind­myll­anna sam­svarar 2,7 Hall­gríms­kirkju­turnum ofan á hver öðrum,“ segir Hrafn­hildur Sverr­is­dótt­ir, arkítekt og fyrrum heima­sæta í Hvammi. Vind­myll­urnar myndu ekki aðeins valda sjón­mengun í öllum Norð­ur­ár­dal heldur sjást ofan af hálendi, frá mörgum þekkt­ari ferða­manna­stöðum lands­ins.

„Ég og fjöl­skylda mín höfum frá árinu 1989 átt okkar annað heim­ili að Háreks­stöðum en þar hefur verið búið frá land­námi óslit­ið,“ segir Birgir Þór Borg­þórs­son. Ef hug­mynd­irnar ná fram að ganga myndi það hafa veru­leg áhrif á hagi hans og fjöl­skyld­unn­ar, fjár­hags­lega en ekki síður til­finn­inga­lega. „Það er stór­slys í upp­sigl­ingu nái skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið kaup­héðna fram að ganga í daln­um.“

Hvammsmúli er hæðin fyrir miðju. Þar stendur til að reisa 13-17 vindmyllur.
Kristín Helga Gunnarsdóttir

Dag­mar Guð­rún Gunn­ars­dótt­ir, Króki, seg­ist vera í hópi þeirra fjöl­mörgu sem hafi um langan tíma tengst Norð­ur­ár­dalnum tryggð­ar- og til­finn­inga­böndum og eigi því erfitt með að skilja það dóm­greind­ar­leysi að vilja dreifa um hann vind­myll­um. „Ég vona að okkur sem unnum dalnum beri gæfa til að afstýra þessu umhverf­isslysi og hafa betur í bar­áttu við útsend­ara gróða­afl­anna.“

Hafna teng­ingu um land sitt

Eig­endur jarð­anna Sveina­tungu og Gests­staða, næstu bæja við Hvamm, benda á að í mats­á­ætl­un­inni sé lítið fjallað um teng­ingar vers­ins við raf­orku­kerf­ið. Hins vegar komust þeir að því við skoðun á enskri útgáfu lýs­ingar Qair á fram­kvæmd­inni að lögð sé til teng­ing um land Sveina­tugu, áleiðis að tengi­virki í Hrúta­tungu. „Um þetta hefur ekki verið haft neitt sam­ráð við eig­anda Sveina­tungu og rétt er að taka fram að teng­ingar fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar við dreifi­kerfi um land Sveina­tungu og Gest­staða munu ekki verða heim­il­að­ar.“

Þeir vekja einnig athygli á því að frí­stunda­byggð í landi Sveina­tungu sé í um 1-1,3 kíló­metra fjar­lægð frá til­lögu að syðstu vind­myll­un­um. Allar yrðu þær í innan við sex km fjar­lægð frá byggð­inni. Því megi öruggt telja að stað­setn­ingin upp­fylli ekki skil­yrði reglu­gerðar um leyfi­legan hávaða frá atvinnu­starf­semi nærri frí­stunda­byggð.

Undir þetta taka marg­ir. Vind­myll­urnar myndu trufla þann frið sem verið hefur hér í ald­ir, skrifa ábú­endur og eig­endur Glit­staða og Svarta­gils.

Eng­inn heil­vita maður kaupir hús við vind­orku­ver

Eig­endur Braut­ar­lækj­ar, frí­stunda­húss í landi Króks í Norð­ur­ár­dal, segja að ef öll þau fram­kvæmda­á­form gangi eftir sem viðruð hafi verið „erum við nán­ast orðin umkringd vind­myll­u­m.“ Vísa þeir þar til þess að þrjú vind­orku­ver séu áformuð á þessum slóð­um: Á Grjót­hálsi ofan Haf­þórs­staða, við Sýr­dals­borgir í landi Króks auk vers­ins fyr­ir­hug­aða í landi Hvamms. „Megin aðdrátt­ar­afl húss­ins okkar er ein­stak­lega fal­leg sýn til Baulu­fjall­anna, inn Sand­dal og áfram upp á heiði þar sem Snjó­fjöllin og Trölla­kirkjan gleðja augað í fjarsk­an­um. Frá hús­inu okkar munu vind­myll­urnar verða yfir­gnæf­andi í lands­lag­inu og senni­lega verða þær allar með tölu sýni­legar út um stofu­glugg­ann hjá okk­ur.“

Ef orku­verið verður reist muni það verð­fella eign þeirra. „Eng­inn heil­vita maður kaupir frí­stunda­hús á land­spildu þar sem það helsta sem grípur augað í lands­lag­inu eru 200 metra háar vind­myll­ur.“

Eins og flug­vél sé að nálg­ast

Það þekkja allir sem hafa komið í nálægð við vind­orku­ver erlendis að það er stöð­ugur hvinur frá þeim, jafn­vel í margra kíló­metra fjar­lægð, „eins og flug­vél sé að nálgast,“ skrifa Magnús Leó­polds­son, fast­eigna- og jarða­sali til ára­tuga og Árný Sig­rún Helga­dótt­ir, ábú­endur að Hvassa­felli II. Þau segja þetta hljóð ef til vill ekki hávært mælt í desí­belum en „ákaf­lega hvim­leitt“, sér­stak­lega á stöðum þar sem nátt­úru­kyrrð rík­ir.

Vegna þess­ara „stór­tæku áforma“ sé eigna­verð á svæð­inu þegar farið að lækka og eft­ir­spurn að minnka. Skað­inn sé þegar skeð­ur. „Það verður ekki gott að búa í Norð­ur­ár­dal ef af þessu verð­ur. Til þess þarf að stöðva allar vind­orku­fram­kvæmda­hug­myndir í upp­sveitum Borg­ar­fjarðar og víðar á sam­bæri­legum svæð­u­m.“

Vindmyllurnar í Múla yrðu 200 metrar á hæð. Spaðarnir yrðu 85 metrar á lengd.

Skemmd­ar­verk á umhverf­inu

Eig­endur Króks segja það vekja mesta undrun og mestum von­brigðum „að til skuli vera fólk, sem kemur í þessa dali, sem eru víð­frægir fyrir feg­urð, og virð­ist albúið til þess að fremja skemmd­ar­verk á umhverf­in­u“.

Í dalnum er vissu­lega mikil orka, skrifar Gunnar Óli Dag­mar­ar­son, sem einnig hefur tengsl við Krók. „Fólk hefur sótt í þessa orku í árhund­ruð, orku sem ein­kenn­ist af friði, feg­urð og veð­ur­sæld.“ Hann segir áform Qair „víð­áttu heimsku­leg“. Um sé að ræða „ófyr­ir­leitna og ógeð­fellda græðgi einka­að­ila“.

Feg­urðin dælir blóði um hug og hjarta

Lyk­il­orð skýrsl­unnar eru: Vind­myll­ur, vind­orku­garð­ur, Qair, mats­á­ætl­un, mat á umhverf­is­á­hrif­um, skrifar Gunnar Her­sveinn, heim­spek­ing­ur. „Lyk­il­orð mín eru önn­ur. Það sem vegur marg­falt þyngra til lengri tíma er sú feg­urð­ar­reynsla og upp­lifun sem svæðið veit­ir. Ég býst ekki við að þið skiljið það en: Feg­urðin sem hverfur dælir nú blóði um hug og hjarta, hún snar­vekur ímynd­un­ar­aflið sem bræðir okkur sam­an, okkur sjálf, sam­fé­lagið og nátt­úr­una. Norð­ur­ár­dalur er ekki virkj­ana­völl­ur, hann er lands­lag sem við viljum eiga eins og það er nún­a.“

„Það ætti að vera hverjum manni ljóst að það er fjar­stæðu­kennd hug­mynd að reisa orku­ver af nokkru tagi á þessu svæð­i,“ skrifar Jón Hjörtur Brjáns­son, skóg­rækt­ar­maður á Króki. Hann veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma á fram­færi and­mælum við „þessa firru“ þannig að for­svars­menn Qair, land­eig­andi í Hvammi og aðrir sem telji hug­mynd­ina góða skilji „að þetta er glæpur gegn nátt­úr­unni“ og fólk­inu sem um hana fer.

Bjó að Hvammi í 65 ár

Þeir sem best þekkja til í Hvammi, feðginin Hrafn­hildur Sverr­is­dóttir og Sverrir Guð­munds­son segja fugla­lífið á jörð­inni ein­stak­lega fjöl­skrúð­ugt. Þar hafi, auk algeng­ari teg­unda á borð við ýmsa mófugla, gæsir og end­ur, við­komu ugl­ur, fálkar og ern­ir. Sverrir bjó að Hvammi í 65 ár. Á jörð­inni sé að finna aldagamlan birki­skóg. Um hann þyrfti að leggja vegi. „Á Íslandi er kapps­mál að koma upp skógum og end­ur­heimta vot­lend­i,“ skrifar Sverr­ir. „Í Múla og víða um jörð­ina Hvamm er nátt­úru­legur skógur og vot­lendi hefur ekki verið fram­ræst. Það ætti að leggja sér­staka áherslu á að varð­veita þessi fyr­ir­bæri vegna lofts­lags­mála“.

Hann segir svo, líkt og margir aðrir Dal­bú­ar, að fram­kvæmd upp á 13-17 stykki af 200 metra háum vind­myllum eigi ekki „að kalla jafn huggu­legu nafni og garð­ur“.

Fossinn Glanni í Norðurá. Veiðifélagið hefur miklar áhyggjur af hljóð- og sjónmengun sem muni spilla fyrir veiðimönnum.
Veiðifélag Norðurár

Vit­laust gefið

Sveit­ar­stjórn­ar­yf­ir­völd hafa aldrei kannað hug íbúa og land­eig­enda í Norð­ur­ár­dal til fram­kvæmd­anna, skrifa Kristín Helga Gunn­ars­dótt­ir, Erla Guðný Helga­dóttir og Soffía Sóley Helga­dótt­ir, Króki. „Aldrei hafa þessi sömu yfir­völd kannað drauma, vonir og þrár þeirra sem hafa staðið vörð um dal­inn um ára­tuga skeið.“

Þær segja „lukku­ridd­ara“ hafa fengið að kanna virkj­ana­kosti í Króks­landi, en land­eig­endur höfn­uðu þeim virkj­ana­hug­myndum alfar­ið. „Skýrslan [um vind­orku­ver að Króki] fer samt áfram og er lögð fram sem raun­hæf hug­mynd að virkj­ana­kosti á vef Orku­stofn­unar sem til­laga í ramma­á­ætl­un.“

Í þessu end­ur­speglist lýð­ræð­is­halli. Ein­stak­lingar þurfi að taka sig saman og „verj­ast einka­fyr­ir­tækjum í inn­rás með verk­fræði­stofur og stjórn­vald [Orku­stofn­un] í vinn­u.“

Fólk í Norð­ur­ár­dal verði þrá­falt fyrir „yf­ir­gangi og ásælni“ sem reynt sé að verj­ast af mis­miklu þreki. „Stjórn­valdið í formi Orku­stofn­unar og sveit­ar­stjórnar vinna með einka­fyr­ir­tækjum og fram­kvæmda­valdi. Þarna er vit­laust gef­ið.“

Hund­ruð lítra af olíu

Ef áætlun um það magn steypu sem þarf í grunn­ana undir vind­myll­urnar sten­st, um 14.000 m3, munu 1900 steypu­bílar aka fram og aftur frá Akra­nesi að fram­kvæmda­svæð­inu, 78 kíló­metra leið, benda Mál­fríður Krist­jáns­dóttir arki­tekt og jarð­eig­andi í Norð­ur­ár­dal á.

Þá komi fram í mats­á­ætlun Qair að 100 lítra af olíu á ári þurfi fyrir hverja vind­myllu eða fyrir 13 vind­myllur eru það 1.300 lítrar á ári. Fyrir sautján 1.700 lítr­ar.

Þögnin rofin

Þær opin­beru stofn­anir sem gefa umsögn við mats­á­ætlun Qair taka undir margt það sem fólkið í Norð­ur­ár­dal bendir á.

Þor­steinn Narfa­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands, skrifar t.d. þó svo að unnt verði að halda hljóð­vist innan við regu­gerð­ar­mörk þá geti hávaði eða hljóð frá vind­myllum valdið ónæði. „Þannig getur stöð­ugur niður sem mælist innan við með­al­tals­mörk fyrir heilan sól­ar­hring haft nei­kvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Fyrir íbúa og gesti getur þetta munað því að vera í þögn og að vera ekki lengur í þögn.“

Hann segir einnig ekki úti­lokað að vind­myllur geti haft nei­kvæð áhrif á virði nálægs lands og fast­eigna vegna sjón­rænna áhrifa og vegna breyt­inga á hljóð­stigi.

Margir Dalbúar lýsa fjölskrúðugu fuglalífi og nefna m.a. haförninn.
Jóhann Óli Hilmarsson

Nátt­úru­fræði­stofnun segir að vegna eðlis og umfangs mun áætluð fram­kvæmd fela í sér mikla breyt­ingu á notkun og ásýnd svæð­is­ins og tölu­verðu raski á lítt snort­inni nátt­úru. „Mik­il­vægt er að taka fram að ásýnd og nán­asta umhverfi stórra jarð­myndana eins og Baulu hefur einnig áhrif á vernd­ar­gildi hennar og taka þarf tilllit til þess í umhverf­is­mati þótt ekki sé hætta á eig­in­legu jarð­raski.“

Þá hafi athug­anir sýnt að umferð hafarna um Norð­ur­ár­dal sé tölu­verð og að rán­fuglar séu sér­stak­lega við­kvæmir fyrir áflugi á vind­myll­ur.

Umhverf­is­stofnun bendir á að fram­kvæmd Qair yrði á vot­lendi sem njóti verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Það sama eigi við um gamla birki­skóga. Þá sé fram­kvæmda­svæðið í námunda við óbyggð víð­erni.

Við segjum nei takk

Svona virkj­un­ar­á­form varða alla lands­menn, skrifa ábú­endur og eig­endur Glit­staða og Svarta­gils. „Til þess að svona starf­semi verði sam­þykkt þarf að taka sam­talið við íbú­ana og þjóð­ina. Við þurfum ekki annað umhverf­isslys í boði erlends fjár­magns. Við segjum nei takk.“

Svæðið þar sem vindorkuverið á að rísa.
Kristín Helga Gunnarsdóttir

Ríkið þarf að setja rammann

Guð­veig Eygló­ar­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórnar Borg­ar­byggð­ar, seg­ist hafa fullan skiln­ing á því að fólkið í Norð­ur­ár­dal gagn­rýni áformin harð­lega. Eng­inn vilji stórar fram­kvæmdir í sínu næsta nágrenni, hvorki vind­myllur né ann­að. Ekki standi hins vegar til að fara í skipu­lags­breyt­ingar vegna þessa vind­orku­vers né ann­arra, að minnsta kosti á næst­unni. „Við og vænt­an­lega önnur sveit­ar­fé­lög bíðum eftir því að ríkið móti ein­hverja ramma­á­ætlun um nýt­ingu vind­orku,“ segir hún við Kjarn­ann. „Frá okkar bæj­ar­dyrum séð er það grund­vall­ar­for­senda áður en við förum að ræða þessi mál eitt­hvað frek­ar.“

Guðveig Eyglóardóttir.

Henni finnst umræðan um vind­orku­ver komin langt fram úr sér og að erfitt sé fyrir sveit­ar­fé­lög að taka þátt í henni á meðan ríkið hafi ekki mótað stefnu.

Umræðan í fjöl­miðlum er hins vegar vel skilj­an­leg þar sem fjöldi fyr­ir­tækja hefur sett fram á ýmsum vett­vangi áform sín um bygg­ingu slíkra vera. Tvö eru t.d. þegar komin inn á aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar og hug­myndir að 34 voru sendar til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Guð­veig seg­ist skilja að vissu leyti að fyr­ir­tækin séu farin af stað í þessa vinnu. Gera þurfi margar og tíma­frekar rann­sókn­ir. „Kannski eru þessir fjár­festar eins og aðrir að freista þess að nota tím­ann til að vinna sér í hag­inn.“

Ríkið verði að skapa rammann og rík­is­stjórnin hefur ákveðið að mörkuð skuli stefna um upp­bygg­ingu vind­orku­vera á afmörk­uðum svæð­um. Nýskip­aður starfs­hópur á að fara ofan í kjöl­inn á þeim áætl­unum og koma með til­lög­ur. Ann­ars myndi beiðnum um vind­orku­ver rigna yfir sveit­ar­fé­lög „og þetta yrði eins og villta vestrið og það væri byrjað að drita þessu niður út um allt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar