Auglýsing

Það er algjör sturlun að fylgj­ast með stokk­hólms­heil­kenn­inu sem á sér stað um þessar mund­ir. Fyrrum for­sæt­is­ráð­herra er sann­færður um að alheims­pressan hafi svo mikla óbeit á Fram­sókn­ar­flokknum á Íslandi að hún hefji alþjóð­legt sam­starf til þess eins að leiða hann í gildru – allt til þess að skaða bænda­flokk á lít­illi eyju í Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Og flokk­ur­inn hlust­ar, kinkar kolli á mið­stjórn­ar­fundi og klappar sínum manni á öxl­ina. Fullur sam­úðar yfir með­ferð­inni á bjarg­vætt­in­um. 

Á sama tíma birt­ist annar fyrrum for­sæt­is­ráð­herra skyndi­lega úr hyl­dýpi Reykja­vík­ur­bréfs­ins og telur sig geta sam­einað þjóð­ina nægi­lega lengi á bak við sig til að end­ur­skrifa hlut sinn í hrun­inu og eft­ir­mála þess. Þó er rit­stjór­inn það mikið út í (Há­deg­is)­móa að hann sér ekk­ert athuga­vert við að verða Dabbi Grensás og heldur að fólk hjakki enn svo í sama far­inu að það láti Ices­ave stjórna atkvæði sín­u. 

Það má alveg ábyggi­lega skrifa meist­ara­verk um sál­ar­á­stand þeirra sem geta ekki slitið sig frá slíkum leið­tog­um. En til þess þarf nægi­lega mikið þrek til að afbera að skyggn­ast inn í hugs­ana­hátt þeirra Dav­íðs og Sig­mund­ar.

Auglýsing

Hver nennir í slíka atrennu þegar það er hita­bylgja á Íslandi? Jafn­vel þing­menn­irnir eru komnir með nóg af þrasi í bili. Og þrátt fyrir allt er fylgi Fram­sóknar í lág­marki og 80% kjós­enda virð­ast ákveðnir í að kjósa fram­tíð­ina á Bessa­staði. Tutt­ugu pró­sentin hans Dav­íðs, 10% hennar Svein­bjargar Birnu og 9% hans Sig­mundar eru þrátt fyrir allt ekk­ert nema hávær minni­hluti.

Sam­taka­máttur Jóns og Gunnu

Helsta ástæða þess að ég finn ekki með nokkru móti hjá mér löngun til að skrifa um sturlun­ina er samt sú að ég er sjúk­lega meyr yfir þeim krafti sem Íslend­ingar geta búið yfir þegar þeir standa sam­an. Ver­andi búsett erlendis fell ég stundum í þá gryfju að telja mig sjá atburð­ina heima skýrar en sam­landar mín­ir, að fjar­lægðin veiti mér for­skot, og ég sé sú eina sem reyti hár mitt yfir stokk­hólms­heil­kenn­inu. En það sem skilar sér illa yfir netteng­ing­una er vel­vilji hins almenna Íslend­ings. 

Ég fékk nefni­lega að fylgj­ast með því í vik­unni, stödd á Íslandi, þegar nokkrum flótta­mönnum var hjálpað við að koma undir sig fót­un­um. Á mánu­dags­kvöldi voru þeir hús­næð­is­laus­ir. Fjórum dögum síðar voru þeir komnir með íbúð, hús­gögn, og hús­búnað – sitt eigið heim­ili. Ég klökkna í hvert sinn sem ég hugsa um alla þá sem vildu hjálpa til. Þá sem keyrðu hús­gögn bæj­ar­fé­laga á milli, þá sem köf­uðu ofan í geymsl­una eða klöngr­uð­ust upp á háa­loft til að sjá hvað þeir gætu lagt til. Nágranna­kon­una sem leyfði okkur að bera stærstu hús­gögnin í gegnum íbúð­ina hennar því eina leiðin til að koma þeim á efri hæð­ina var að lyfta þeim milli sval­anna. Milli­landa­sím­talið frá ham­borg­ara­festi­vali í Berlín til að bjóða fram hús­gögn í geymslu. Hér var ekki um að ræða lít­inn vina­hóp heldur almennan vilja til að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda.

Vegið að mál­frels­inu

Á sama tíma varpa fjöl­miðlar ítrekað ljósi á brest­ina í kerf­inu sjálfu. Í nýlegu við­tali við Kast­ljós lýsir Isa­bel Alej­andra Días ótt­anum sem hún mátti búa við alla sína æsku því íslensk stjórn­völd voru ein­ungis til­búin til að veita henni, barn­ungri,  dval­ar­leyfi í 6 mán­uði í senn. Þessu fylgdi við­var­andi ótti um að vera send frá fjöl­skyldu, vinum og Íslandi, sem er í raun hennar heima­land. Að hafa slíka fal­l­öxi hang­andi yfir sér frá fjög­urra til átján ára ald­urs er erfið raun, enda seg­ist Alej­andra eiga erfitt með að hugsa til þessa tíma því hún finni enn sárs­auk­ann sem honum fylgdi. Dæmin eru fleiri. Hæl­is­leit­and­inn Eze er snú­inn niður í Leif­stöð og sendur með valdi til Sví­þjóðar þrátt fyrir að hafa dvalið hér í fjögur ár og að í lögum sé skýr heim­ild til að veita hæli á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða ef með­ferð máls hefur dreg­ist lengur en tvö ár.

Þá sýndi sjón­varps­þátt­ur­inn Hæpið ein­angrun hæl­is­leit­anda á Íslandi og hversu langt Útlend­inga­stofnun er til­búin að ganga til að verj­ast frétta­flutn­ingi. Að sjálf­sögðu þarf að verja frið­helgi hvers og eins og fara með mál flótta­manna af ítr­ustu var­færni. En þegar ríkið reynir að koma í veg fyrir að hæl­is­leit­endur þori að leita til fjöl­miðla vegur það að mál­frelsi þeirra. Ríkið má aldrei kúga við­kvæma minni­hluta­hópa til hlýðni – það er ein­fald­lega mann­rétt­inda­brot. 

Núið og fram­tíðin

Fjöl­margir vilja að við gerum miklu bet­ur, sem krist­all­ast í síend­ur­teknum áskor­unum til Útlend­inga­stofn­unar og inn­an­rík­is­ráð­herra að snúa við ákvörð­unum þar sem fólki hefur verið synjað um hæli. Ég trúi því líka að raun­veru­legur vilji sé innan kerf­is­ins til að gera betur og nú þegar hafa mik­il­væg skref verið tekin í þá átt. Ný útlend­inga­lög voru sam­þykkt á Alþingi í síð­ustu viku með stuðn­ingi allra flokka. Þar er reyndar margt sem má bæta, en grunn­ur­inn er góð­ur. 

Fram­farir eru ekki síst drifnar áfram af fram­sæknum hugs­un­ar­hætti. Þess vegna skiptir höf­uð­máli hverja við kjósum í valda­stöður og þar liggur mik­il­vægi for­seta­emb­ætt­is­ins. For­seti getur markað veg­inn með ferskri hug­mynda­fræði, en hann getur líka hægt á okkur með því að ala á totryggni og halda á lofti hug­mynda­snauðri umræð­u. 

Um það snýst þetta; núið og fram­tíð­ina. Það á eng­inn að fá að halda okkur aftur eða sundra, sér­stak­lega ekki með afgreiddum málum eins og Ices­ave eða þorska­stríð­um. Við erum komin lengra. Við erum heppin að geta valið á milli nokk­urra mjög fram­bæri­legra kandídata til for­seta Íslands, sem búa yfir spenn­andi hug­myndum og bjartri fram­tíð­ar­sýn. Þar er ekk­ert pláss fyrir fúla karla. 

Gleði­lega hita­bylgju! 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None