12 færslur fundust merktar „fangelsismál“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fer með fangelsismál í ríkisstjórn Íslands.
Fangelsismálastofnun þarf 400 milljónir annars þarf að loka fangelsum
Fangelsismálastofnun þarf 150 milljónir króna á fjáraukalögum til að láta enda ná saman í ár. Stofnunin þarf auk þess 250 milljónir króna í viðbótarútgjöld á næsta ári. Fáist ekki þetta fé mun fangelsinu á Sogni og hluta Litla Hrauns verða lokað.
23. nóvember 2022
Nöturlegur aðbúnaður barna fanga – „Þetta er allt rekið á horriminni“
Ryðgaður gámur sem er opinn milli kl. 12.30 og 15.30 á virkum dögum. Engar upplýsingar eða fróðleikur fyrir börn, engir barnafulltrúar og engar gistiheimsóknir. Illa er búið að börnum fanga á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin.
4. október 2022
Fangar hafa ekki fengið að hitta aðstandendur sína síðan kórónuveiran fór að láta aftur á sér kræla í ágúst.
Afstaða lýsir yfir vantrausti á Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðherra
Afstaða gagnrýnir þær skorður sem settar hafa verið á heimsóknir nánustu aðstandenda fanga vegna COVID-19 sem félagið segir hafa áhrif á geðheilsu fanga. Fangelsismálastjóri segir forgangsmál að tryggja órofinn rekstur fangelsa og skilur óánægju fanga.
8. nóvember 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Vilja að fyrrverandi fangar fái atvinnuleysisbætur eftir afplánun
Þrír þingmenn, einn úr stjórnarliðinu og tveir úr stjórnarandstöðu, vilja að fangar geti unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta á meðan að þeir sitja inni. Það geri þeir með vinnu, námi eða starfsþjálfun á meðan að afplánun stendur yfir.
6. mars 2020
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
14. desember 2019
Litla hraun
Fleiri fangar í samfélagsþjónustu en í fangelsi
Nú afplána um 200 einstaklingar dóma með ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins en 170 sitja í fangelsi. Fangelsismálastjóri segir samfélagsþjónustu skila miklum árangri en í vikunni var lögð fram þingsályktunartillaga um betrun fanga.
9. nóvember 2018
Þeir sem hljóta þunga dóma og uppfylla skilyrði fyrir því að afplána undir rafrænu eftirliti þurfa nú að eyða minni tíma í fangelsum ríkisins á borð við Litla Hraun.
Þriðji hver sem afplánar undir rafrænu eftirliti situr inni fyrir efnahagsbrot
Miklu fleiri afplána dóma undir rafrænu eftirliti en áður. Lögum var breytt árið 2016 með þeim hætti að fangar gátu afplánað stærri hluta dóms síns með slíkum hætti.
4. febrúar 2018
Tæpur helmingur fanga hefur setið inni áður
Flestir þeirra sem sitja í íslenskum fangelsum gera það vegna fíkniefnabrota. Alls bíða 560 manns eftir því að komast í afplánun og stór hluti fanga sem nú er í slíkri hefur afplánað dóma áður.
16. janúar 2018
12 einstaklingar hafa látist í fangelsum síðan árið 1993
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, kemur fram að 12 einstaklingar hafa látist í vörslu lögreglu síðan árið 1993. Embætti héraðssaksóknara fer með rannsókn slíkra mála.
27. október 2017
Pírati fyrsti stjórnarmaður félags fanga sem er ekki fangi
18. ágúst 2016
Óhætt að fagna nýju fangelsi
11. júní 2016
Arkís arkítektar unnu hönnunarsamkeppni innanríkisráðuneytisins um útlit og hönnun fangelsisins á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði opnar í sumar
Áætlað er að taka á móti fyrstu kvenföngunum á Hólmsheiði í sumar. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg lokar 1. júní og starfsfólk flyst á heiðina. Framkvæmdin á Hólmsheiði mun taka rúm þrjú ár.
28. apríl 2016