Skattgreiðendur tapa 35 milljörðum á láni til Kaupþings

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Íslenskir skatt­greið­endur munu tapa ríf­lega 35 millj­örðum króna á lán­inu sem Seðla­banki Íslands veitti Kaup­þingi dag­inn örlaga­ríka 6. októ­ber 2008, þegar íslenska fjár­mála­kerfið rið­aði til falls og Alþingi sam­þykkti neyð­ar­lög til að þess að bregð­ast við stöðu mála. Kaup­þing fékk þá 500 millj­ónir evra að láni, eða sem nemur 76 millj­örðum króna á núver­andi gengi. Nú hefur end­an­lega verið stað­fest að Seðla­banki Íslands mun ekki fá meira en 100 millj­ónir danskra króna, ríf­lega tvo millj­arða króna, til baka til við­bótar við 1,9 millj­arða danskra króna, um 40 millj­arða króna, sem þegar höfðu skilað sér. Stefán Jóhann Stef­áns­son, rit­stjóri Seðla­bank­ans, stað­festi þetta við Kjarn­ann. „Þetta er vissu­lega minna en vonir stóðu til um,“ sagði Stefán Jóhann. End­ur­heimtur af 500 millj­óna evra lán­inu verða því að hámarki 270 millj­ónir evra.

FIH_4_high (1)

FIH bank­inn allur



Lánið var veitt með veði í FIH Erhvers­bank bank­anum danska sem nú hefur lagður niður sem við­skipta- og fjár­fest­inga­banki og er aðeins fyr­ir­tækja­ráð­gjöf eftir af upp­haf­legri starf­semi. Bank­inn var lagður niður í maí síð­ast­liðnum þegar 2/3 að við­skiptum bank­ans voru seld til Spar Nord. Um þessa stöðu er getið í hálfs­árs­upp­gjöri FIH, það er að hámarks­heimtur Seðla­banka Íslands af lán­inu til við­bótar verði 100 millj­ónir danskra króna.

Danska blaða­konan Heidi Birgitte Niel­sen, hjá fjár­mála­vefnum Fin­ansWatch.dk,  greindi frá því í lok ágúst að ljóst væri nú að Seðla­banki Íslands gæti ekki fengið meira en 100 millj­ónir danskra til við­bót­ar. Var þetta meðal ann­ars haft eftir Bjarna Gra­ven hjá FIH, og vitnað í upp­lýs­ingar um upp­skiptin á bank­anum og ákvörðun um að leggja hann nið­ur.

Auglýsing

Seðla­banki Íslands tók alls­herj­ar­veð í FIH þegar hann lán­aði Kaup­þingi 500 millj­ónir evra í miðju efna­hags­hrun­inu.

„Seðla­bank­inn er öruggur um að fá þessa pen­inga til baka“



Stjórn­endur seðla­bank­ans og stjórn­endur Kaup­þings full­yrtu þegar lánið var veitt, að pen­ing­arnir myndu ekki tap­ast. FIH væri traustur banki sem myndi standa undir 500 millj­óna evra lán­inu ef Kaup­þingi gæti ekki greitt lánið til baka. Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, full­yrti í Kast­ljósi þann 6. októ­ber 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinn­roða­laust sagt að lánið væri öruggt. „Seðla­bank­inn er öruggur um að fá þessa pen­inga til bak­a,“ sagði Sig­urður enn­frem­ur. Davíð Odds­son, sem þá var for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, sagði í sama þætti að hann hefði engar áhyggjur ef lánið feng­ist ekki end­ur­greitt. Þá myndi „Seðla­bank­inn eign­ast mjög góðan banka í Dan­mörku, FIH.“ Eftir að Kaup­þing féll nokkrum dögum síð­ar, 9. októ­ber, gerð­ist þetta og aðkoma seðla­bank­ans að FIH hófst form­lega, þó seðla­bank­inn hafi ekki tekið bank­ann yfir sem eig­andi. Slita­stjórn Kaupþings var með stjórn á bank­an­um, beint og óbeint, og átti Steinar Þór Guð­geirs­son hrl., þáver­andi for­maður skila­nefndar Kaup­þings, meðal ann­ars sæti í stjórn bank­ans um tíma.

Bank­inn þurfti mikla hjálp



Það kom fljót­lega í ljós að FIH, sem var á þessum tíma sjötti stærsti banki Dan­merk­ur, var ekki sá happa­fengur sem bæði lán­veit­endur og lán­tak­endur stórs hluta gjald­eyr­is­forða íslensku þjóð­ar­innar á þeim tíma þegar lánið var veitt vildu meina. Staða bank­ans var verri en haldið hafði verið fram.

Þann 30. júní 2009 þurfti danska ríkið að veita FIH víkj­andi lán upp á 1,9 millj­arða danskra króna. Til við­bótar ábyrgð­ist danska ríkið mán­uði síðar skulda­bréfa­út­gáfu FIH upp á 50 millj­arða danskra króna, um eitt þús­und millj­arða íslenskra króna. Aðstoðin var veitt undir for­merkjum svo­kall­aðs „Bankapakka II“ sem danska ríkið hafði sett saman til að bjarga sínu banka­kerfi. Pakk­inn sner­ist um að ábyrgj­ast inn­lán og skulda­bréfa­út­gáfu danskra fjár­mála­fyr­ir­ækja sem eftir því ósk­uðu. Danska ríkið var því í reynd búið að bjarga eign íslenska Seðla­bank­ans.

Danska banka­sýslan (Fin­ansiel Stabilittet) og danska fjár­mála­eft­ir­litið (Fin­an­stil­sy­net) fylgd­ust náið með því hvernig FIH bragg­að­ist og þrýstu mikið á að leyst yrði úr eig­enda­málum bank­ans til að hann gæti fjár­magnað sig á mark­aði.

Til­kynn­ing um hagnað reynd­ist vill­andi



Í sept­em­ber 2010 var sagt frá því að FIH hefði verið seld­ur. Í til­kynn­ingu frá Seðla­banka Íslands var sagt að kaup­verðið á FIH væri 103 millj­arðar króna, eða 670 millj­ónir evra. Því virt­ist sem Seðla­bank­inn hefði hagn­ast veru­lega á þess­ari „fjár­fest­ing­u“. Það átti eftir að reyn­ast blekk­ing.

Nýir eig­endur stað­greiddu ein­ungis um helm­ing þeirra upp­hæðar sem Kaup­þing hafði fengið lán­aða, 39 millj­arða króna eða um 255 millj­ónir evra. Afgang­ur­inn var selj­enda­lán sem Seðla­bank­inn veitti nýjum eig­endum og átti að end­ur­greið­ast að ákveðnum skil­yrðum upp­fylltum fram til loka árs­ins 2014.

Selj­enda­lánið bar enga vexti. Auk þess var sam­þykkt að afskriftir allra eigna sem voru á efna­hags­reikn­ingi FIH þegar hann var seldur myndu drag­ast frá lán­inu. Á hinn bóg­inn myndi virði þess aukast ef helm­ings­hlutur sem FIH átti óbeint í skart­gripa­fram­leið­and­anum Pand­oru myndi hækka. Að lokum var sett inn ákvæði um að end­ur­heimt Seðla­bank­ans yrði meiri ef kaup­enda­hóp­ur­inn næði fjár­fest­ingu sinni til baka fyrir árs­lok 2015.

Pen­inga­baukur áhættu­fjár­festa



Síðan kaup­samn­ing­ur­inn var gerður hefur FIH afskrifað upp­hæð sem sam­svarar upp­hæð selj­enda­láns­ins. Í ljós kom að útlán bank­ans voru fjarri því að vera jafn trygg og af var lát­ið. Það átti sér­sta­lega við um lán til félaga í fast­eigna­rekstri og bygg­inga­iðn­að­i. Berl­ingske Tidende greindi frá því árið 2011 að FIH hefði verið pen­inga­baukur fyrir áhættu­fjár­festa í þessum geirum, sem gengu undir nafn­inu Millj­arða­mær­inga­klúbb­ur­inn, á meðan bank­inn var í eigu Kaup­þings. Flestallir með­limir þess klúbbs eru gjald­þrota í dag og greiddu ekki lán sín til baka.

Og nú hefur FIH hætt banka­starf­semi, eins og áður seg­ir.

Lán­uðu út neyð­ar­lánið



Lánið sem Kaup­þing fékk frá Seðla­bank­anum þegar FIH var lagður að veði hefur verið ítrekað til umfjöll­unar í opin­berri umræðu á und­an­förnum árum. Alþingi hefur í nokkur skipti reynt að kom­ast til botns í því hvers vegna lánið var veitt, og hefur afrit af sím­tali Dav­íðs Odds­sonar og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verið meðal þess sem borið hefur á góma. Þó síma­talið hafi á sínum tíma verið tekið upp, og afrit af því til, þá hefur það ekki verið gert opin­bert.

Lánið hefur einnig komið inn á borð yfir­valda sem rann­saka ýmis mál tengd hruni fjár­mála­kerf­is­ins. Í ákæru­skjali emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara í máli hans gegn Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, Sig­urði Ein­ars­syni og Magn­úsi Guð­munds­syni vegna umboðs­svika, sem birt var í byrjun maí, kemur fram að þær lán­veit­ingar sem emb­ættið telur ólög­legar hafi meðal ann­ars átt sér stað eftir veit­ingu Seðla­bank­ans á 500 milljón evra lán­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None