Hæstiréttur leggur línuna: Það skiptir engu máli hver þú ert

Auglýsing

Dómur Hæsta­réttar í Al-T­hani mál­inu í gær markar tíma­mót að mörgu leyti. Í honum segir að menn­irnir fjórir sem hlutu þunga dóma hafi framið alvar­legri brot en dæmi séu um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot. Brotin hafi beinst að „öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­inum hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár.“ Brot þeirra voru „þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beittum ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi.“

Lög­menn sem unnið hafa að hrun­málum virð­ast margir vera þeirra skoð­unar að Hæsti­réttur sé veru­lega afger­andi í nið­ur­stöðu sinni. Hann víkur rök­semdum hér­aðs­dóms til hliðar og fram­kvæmir sjálf­stætt mat á gögnum máls­ins. Dóm­ur­inn er svo ítar­legur að saga Kaup­þings er rakin alla leið aftur fyrir einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Öllum frá­vís­un­ar­kröfum vegna tækni­legra atriða er vísað út í hafs­auga. Orða­lagið er harð­ara en áður hefur þekkst. Í þessu máli, umfram önnur hrun­mál sem hafa komið fyrir Hæsta­rétt, er verið að senda skýr skila­boð til hér­aðs­dóms, lög­manna og síð­ast en ekki síst sak­born­inga um hvernig verði tekið á efna­hags­brota­málum sem tengj­ast hrun­inu.

Það er búið að draga nýja línu í sand­inn.

Auglýsing

"Tjakka, setja tjakk­inn af stað, bara búa til eft­ir­spurn"



Al-T­hani málið snýst í grunn­inn um blekk­ing­ar. Stjórn­endur Kaup­þings og einn stærsti eig­andi bank­ans lögðu á ráðin um að búa til sýnd­ar­við­skipti sem áttu að selja þá hug­mynd að Sjeik frá Katar væri að kaupa um fimm pró­senta hlut í Kaup­þingi korteri fyrir hrun vegna þess að bank­inn væri svo hrika­lega sterk­ur.

Raun­veru­leik­inn var sá að Kaup­þing fjár­magn­aði við­skiptin að fullu og Ólafur Ólafs­son, næst stærsti eig­andi bank­ans, átti að geta hagn­ast á þeim með því að verða milli­liður fyrir hluta af fjár­mögn­un­inni. Til­gang­ur­inn var að skapa falska eft­ir­spurn eftir hluta­bréfum í Kaup­þingi, halda hluta­bréfa­verð­inu uppi og losa um hluti í Kaup­þingi sem bank­inn sjálfur sat uppi með vegna þess að það vildi eng­inn annar kaupa þá.

Í dómi Hæsta­réttar kemur skýrt fram að það var ein­beittur vilji allra sem að mál­inu komu að eng­inn myndi kom­ast að þessum raun­veru­lega til­gangi. Þar er vitnað í tölvu­pósta milli starfs­manna þar sem segir meðal að sýnd­ar­við­skiptin eigi að ger­ast „eins hratt og auðið er … þetta er bara þannig ég held að það sé, eigi bara að fara að tjakka, setja tjakk­inn af stað, bara búa til eft­ir­spurn“.

Þar kemur líka skýrt fram að eng­inn hafi mátt vita að aðkomu Ólafs að flétt­unni og að hana ætti alls ekki að til­kynna til Kaup­hallar Íslands. Orð­rétt seg­ir: „hann má ekki flagga, við viljum bara að Qat­ar­inn flaggi og eng­inn ann­ar“. Á ein­hverjum tíma­punkti velti greini­lega ein­hver því fyrir sér hvort það væri í raun lög­legt fyrir Kaup­þing að fjár­magna kaup á bréfum í sjálfum sér. Vitnað er í tölvu­póst milli lög­manna þar sem seg­ir: „ein­hver hætta á því að þetta súrni í hönd­unum á mönnum og þetta fin­ancial assistance geti komið upp? Banki sem fjár­magnar í eðli sínu sjálfan sig. Kaupir í sjálfum sér … Erum við með eitt­hvað svo­leiðis í lögum heima sem að gæti eitt­hvað truflað þetta?“

Nú er ljóst að þetta súrn­aði. Það var ýmis­legt í lögum á Íslandi sem trufl­aði þetta. Og fjórir menn eru að fara lengi í fang­elsi fyrir vik­ið.

Ábyrgð ekki ein­skorðuð við hlut­hafa



Fyrir sér­stakan sak­sókn­ara skiptir þessi nið­ur­staða miklu máli. Hæsti­réttur hefur nú sak­fellt í sex af sjö svoköll­uðum hrun­málum sem farið hafa fyrir hann. Eina málið sem Hæsti­réttur hefur sýknað í er Vafn­ings­málið svo­kall­aða. Alls eru sjö hrun­mál í dóms­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi og sex til við­bótar í áfrýjun til Hæsta­rétt­ar. 43 í við­bót eru í rann­sókn eða bíða ákvörð­un­ar­töku um sak­sókn. Ljóst er að afdrátt­ar­leysi Hæsta­réttar mun ráða miklu um afdrif þess­arra mála og setja við­bót­ar­þrýst­ing á að emb­ættið fái nægj­an­leg fjár­fram­lög til að klára rann­sókn þeirra. Það er ekki staðan í dag.

Kerfið hefur sýnt að það getur staðið af sér þrýst­ing pen­inga- og valda­afla.  Það hefur stað­fest að hrein­ir, strokn­ir, hroka­fullir og ríkir menn geti líka verið dæmdir í fang­elsi fyrir að fremja lög­brot. Þeir eru ekki hafnir yfir lög og bera ábyrgð gagn­vart fleirum en bara hlut­höfum þeirra banka sem þeir stýrðu. Athafnir þeirra sköð­uðu allt sam­fé­lagið og leiddu á end­anum til hruns heils efna­hags­kerf­is.

Þrýst­ing­ur­inn hefur verið gíf­ur­leg­ur. Lög­menn hafa talað um aðför að rétt­ar­rík­inu, þing­maður hefur sagt dóma ranga og að góð laun banka­manna væru greini­lega ekki áhætt­unnar virði og álits­gjafar hafa sagt að það yrði áfell­is­dómur yfir Hæsta­rétti ef þessir menn yrðu sak­felld­ir.

Fjöl­miðlar hafa alls ekki farið var­hluta af þessum þrýst­ingi. Sak­born­ing­ar, og menn á þeirra veg­um, hafa ásakað fjöl­miðla, bæði opin­ber­lega og í einka­sam­töl­um, um að vera þátt­tak­endur í aðför fyrir að skrifa sannar og lög­legar fréttir um fram­vindu mála­rekst­urs á hendur þeim. Þær ásak­anir hafa oft á tíðum verið ofsa­kennd­ar.

Skiptir ekki máli hver þú ert



Sig­urður Ein­ars­son sagði í skraut­legu við­tali í gær að nið­ur­staðan í Al-T­hani mál­inu sýni að á Íslandi sé fólk dæmt fyrir það sem það var en ekki það sem það gerði. Nið­ur­staða Hæsta­réttar sýnir hins vegar nákvæm­lega hið gagn­stæða. Það skiptir ekki máli þótt fjórir menn geti eytt 171 milljón króna, leggi fram ara­grúa tækni­legra frá­vís­un­ar­krafna og geti skipu­lega reynt að hafa áhrif á umræðu um mál sem að þeim snúa, það er samt sem áður hægt að sak­fella þá fyrir glæpi. Það skiptir ekki máli hver þú ert. Ef þú fremur glæp þá ertu dæmd­ur.

Sig­urði finnst þetta „veru­lega brenglað“. En allir hin­ir, sem eru þeirrar skoð­unar að athæfi mann­anna hafi verið rangt, sið­laust og skaða­vald­andi eru því lík­ast til ósam­mála. Það hefur nefni­lega aldrei verið tek­ist á um það sem menn­irnir í Al-T­hani mál­inu gerðu. Það hefur ein­ungis verið tek­ist á um hvort það sé lög­legt eða ekki.

Það er búið að leggja lín­una inn í fram­tíð­ina. Með þess­ari nið­ur­stöðu, og þeim sem eftir munu fylgja, mun sam­fé­lagið fá tæki­færi til að læra af því sem aflaga fór. Það er nauð­syn­legt til að fá á hreint hvað má og hvað má ekki í íslenskum fjár­mála- og við­skipta­heimi. Verði ekki skerpt á þessu er hætt við að gamla hegð­unin fari að gera vart við sig; að gráa svæðið stækki um of og að valdir fjár­festar og fyr­ir­tæki kom­ist upp með að kaupa sér stöðu ofar rétt­ar­rík­inu.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None