Fyrrum útvarpsstjóri fer fram á afsögn Illuga Gunnarssonar vegna pólitískrar spillingar

pallmagg-1.jpg
Auglýsing

Páll Magn­ús­son, fyrrum útvarps­stjóri, segir Ill­uga Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hafa orðið upp­vís að hreinni póli­tískri spill­ingu með því að veita Orku Energy fyr­ir­greiðslu þegar fyrir lá að stjórn­ar­for­maður þess félags hafi leyst úr per­sónu­legum fjár­hags­vanda ráð­herr­ans. „Sú fram­ganga gæti raunar til­heyrt dæma­safni í hand­bók um póli­tískt sið­leysi. Ráð­herra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir við­skipta­hags­munum ein­stak­lings eða fyr­ir­tækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjár­hags­lega, per­sónu­lega, hjálp­ar­hönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafn­vel á Íslandi. Á Vest­ur­löndum víkur slíkur ráð­herra,“ segir Páll í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morgun.

Páll hætti sem útvarps­stjóri nokkrum mán­uðum eftir að Ill­ugi varð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en ráðu­neyti hans fer með mál­efni RÚV. Ástæðan var sú að ákveðið hafði verið að aug­lýsa stöðu útvarps­stjóra lausa til umsókn­ar.

Stjórn­ar­for­mað­ur­inn keypti íbúð ráð­herr­ans



Ill­ugi sagði frá því fyrir um tíu dögum síðan að hann hafi ­selt íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ars­son­ar, eins eig­anda og stjórn­ar­for­manns Orku Energy, fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og að ráð­herr­ann leigi hana til baka á 230 þús­und krónur á mán­uði, án hita og raf­magns. Leigu­samn­ingur sem hann gerði við Hauk var til tveggja ára með vali á fram­leng­ingu. Ástæða þessa voru fjár­hags­vand­ræði sem ráð­herr­ann hafði ratað í vegna gjald­þrots fyr­ir­tæk­is­ins Sero og tekju­leysi á meðan að hann vék af þingi vegna rann­sóknar á sjóði 9, pen­inga­mark­aðs­sjóði Glitnis þar sem Ill­ugi var stjórn­ar­maður fyrir hrun.

Vik­urnar áður hafði Ill­ugi legið undir gagn­rýni vegna þess að fimm full­trúar Orku Energy voru með ráð­herr­anum í opin­berri ferð sem hann fór til Kína í mar­s. Einn þeirra var Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy. Á öðrum degi heim­sóknar sinn­ar, þann 22. mars, kynnti hann sér jarð­varma­verk­efni í Xionx­ian hér­aði, sem unnin eru af SGEG, sem Orka Energy China á 49 pró­sent hlut í. Þann 25. mars hitti Ill­ugi Fu Chengyu, stjórn­ar­for­mann Sin­opec. Sam­kvæmt dag­skrá ferðar ráð­herr­ans, sem Hring­braut hefur birt opin­ber­lega, tóku fimm aðilar utan Ill­uga þátt í fund­inum með Fu Chengyu. Þrír þeirra voru íslenskir emb­ætt­is­menn. Hinir tveir voru frá Orku Energy. Annar þeirra var Haukur Harð­ar­son.

Auglýsing

. Í desember 2012 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com Í des­em­ber 2013 var Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið. Mynd: Orka­energy.com

Í des­em­ber 2013 var Ill­ug­i við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið.

Ástæða þess að þetta hafði verið gagn­rýnt var sú að Ill­ugi starf­aði sem ráð­gjafi fyrir Orku Energy á árinu 2011, meðan hann var utan þings. Það liðu 20 dagar frá því að fjöl­miðlar hófu að spyrja ráð­herr­ann út í tengsl hans við Orku Energy þar til að hann opin­ber­aði að Haukur hefði keypt íbúð hans. Það gerði Ill­ugi í fréttum RÚV 26. apríl síð­ast­lið­inn að eigin frum­kvæði. Blaða­maður Stund­ar­innar hafði þá sent Ill­uga fyr­ir­spurn um sama mál sem hann hafði ekki svar­að.

Ill­ugi hefur meðal ann­ars bent á að ýmsir aðrir ráð­herrar hafi verið við­staddir fundi Orku Energy erlendis og hjálpað til við að greiða götu félags­ins. Eng­inn annar ráð­herra hefur hins vegar starfað fyrir fyr­ir­tækið eða hlotið fjár­hags­lega fyr­ir­greiðslu frá eig­anda þess.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Orku Energy í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í lok apr­íl.

Hinir fengu ekk­ert í stað­inn



Páll segir í grein sinni að allt annað en sú stað­reynd að ráð­herr­ann hafi not­að ­stöðu sína sem ráð­herra til að greiða fyrir við­skipta­hags­munum ein­stak­lings eða fyr­ir­tækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjár­hags­lega, per­sónu­lega, hjálp­ar­hönd sé auka­at­riði og utan meg­in­efni máls­ins. „Eftir stendur hin póli­tíska spill­ing ein og hrein. Frá­leit­ust er stað­hæf­ingin um að eldri atbeini ann­arra ráð­herra fyrir þetta sama fyr­ir­tæki sé sama eðl­is. Það er hann ekki. Í hann vantar and­lag­ið; þeir ráð­herrar fengu ekk­ert í stað­inn, eftir því sem best er vit­að. Í því felst eðl­is­mun­ur­inn. Ráð­herra sem hefur gert sig beran að ofan­greindu ætti að sýna þjóð­inni - og flokknum sínum - þá kurt­eisi að segja sig frá ráð­herra­dómi og þing­mennsku.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None