Dagleið á fjöllum

Kínverski landsliðsmaðurinn Wu Lei fagnar marki gegn Katar 29. mars síðastliðinn.
Kínverski landsliðsmaðurinn Wu Lei fagnar marki gegn Katar 29. mars síðastliðinn.
Auglýsing

Fáir hafa senni­lega ­bú­ist við því að Kína yrði með á HM í Rúss­landi 2018. Vonir bjart­sýn­ustu manna brustu end­an­lega eftir tvö marka­laus og alger­lega and­laus jafn­tefli gegn Hong ­Kong í und­ankeppn­inni í fyrra­haust.

En síðan gerð­is­t eitt­hvað alveg magnað ...

Hrakn­ingar

Und­ankeppnin í Asíu ­fyrir HM 2018 stendur nú sem hæst. Velja þarf 4-5 lið úr hópi tæp­lega 50 lands­liða sem er að finna hér í aust­ur­álfu. Leiknar eru fjórar umferðir ýmist ­með útslátt­ar­fyr­ir­komu­lagi, riðla­keppnum eða umspils­leikj­um. Meg­in­nið­ur­skurð­ur­inn ­fer fram í annarri umferð keppn­inn­ar. Gæða­munur lið­anna er mik­ill. Bestu lið­in eru á par við lands­lið Norð­ur­landa (t.d. Íran, Jap­an, S-Kórea og Sádí-­Ar­ab­í­a). Þau verstu eru hins vegar á botni styrk­leika­lista FIFA (lið eins og Sri Lanka, B­hut­an, Macau og Mongól­ía). Þetta þýðir að þó að um 90% lið­anna helt­ist úr ­lest­inni áður en yfir lýkur þá á það ekki vera ofraun fyrir land eins og  Kína að kom­ast alla leið.

Auglýsing

Kín­verjar voru reynd­ar ­stál­heppnir er dregið var í riðla í annarri umferð keppn­innar á síð­asta ári. Feng­u þeir Katar, Hong Kong, Maldi­ve-eyjar og Bútan sem and­stæð­inga. Aðeins Katar er af svip­aðri getu og Kína. Öll hin liðin eiga sam­kvæmt bók­inni að vera miklu verri. Flestir gáfu sér því að það yrði auð­velt fyrir þá að kom­ast áfram í þriðju umferð. Þar með myndu þeir ekki aðeins halda lífi í draumnum um HM 2018 heldur einnig ávinna sér rétt til þátt­töku á Asíu­mót­inu 2019. Skemmst er frá­ því að segja að kín­verska lands­liðið gerði sér mjög erfitt fyrir strax frá­ ­upp­hafi. Tap­aði fyrri leiknum gegn Katar og gerði svo tvö marka­laus og alger­lega and­laus jafn­tefli gegn Hong Kong. Liðið var komið í þriðja sæti síns rið­ils og flestir búnir að afskrifa þátt­töku á öllum stór­mótum í næstu fram­tíð. 

Hill­ingar

Í kring um kín­versku ára­mótin (8. febr­úar sl.) fór af stað mögnuð atburða­rás sem óhætt er að segja að hafi ger­breytt þeirri stöðu sem lands­lið Kína var komið í.

Fyrst var hinum franska ­þjálf­ara liðs­ins Alain Perrin vikið frá og heima­mað­ur­inn Gao Hongbo kall­að­ur­ til. Sá hafði áður tekið við lands­lið­inu í sárum og komið því á gott skrið. Hann þurfti hins vegar að gjalda fyrir það að kín­verska knatt­spyrnu­sam­bandið treyst­i á þeim tíma ekki öðrum fyrir lið­inu en frægum erlendum þjálf­urum og var lát­in víkja fyrir gömlu Real Madrid kemp­unni José Ant­onio Camacho, for­vera Perr­ins. Hvað um það, síðan Gao tók aftur við stjórn­taumunum hefur Kína verið á sig­ur­braut. Ekki nóg með það heldur hafa úrslit í öðrum leikj­um  í und­ankeppn­inni verið afar hag­stæð. Allt í einu opn­að­ist Kína „fjalla­baks­leið“ inn í 3. umferð keppn­innar – sem eitt af fjórum bestu lið­unum í öðru sæti síns rið­ils.

Þriðju­dag­inn 29. mar­s. sl. rann svo upp síð­asti leik­dagur ann­arar umferðar keppn­inn­ar. Staðan var enn mjög snú­in. Til að kom­ast áfram þurftu Kín­verjar að stóla á að  Ástr­alía legði Jórdan­íu, Íran Óman og Fil­ipps­eyjar N-Kóreu. Og að sjálf­sögðu var algert frum­skil­yrði að Kína bæri ­sigur úr bítum í seinni viður­eign sinni við fanta­sterkt liði Kat­ar. Það kom ekki á óvart að Ástr­alir og Íranir skyldu vinna sína leiki. Mun tví­sýnna var hins vegar hvort Fil­ipps­eyj­ingar gætu staðið uppi í hár­inu á N-Kóreu­mönnum í Man­ila. Sjö mín­útum fyrir leiks­lok voru N-Kóre­menn yfir 1-2 og allt benti til­ að þeir færu áfram inn í þriðju umferð á kostnað Kín­verja. Var þá skyndi­lega eins og rynni af þeim allur víga­móð­ur. Hleyptu þeir Fil­ipps­eyj­ingum inn í leik­inn sem þökk­uðu pent fyrir sig með tveimur mörkum er tryggði þeim sigur í leikn­um.

Þegar fréttir bár­ust af þess­ari kúvend­ingu í Man­ila voru Kín­verjar yfir í sínum leik 1-0. Sú for­ysta var samt ekki nægj­an­leg til að róa taugar þeirra 50 þús­und áhorf­enda er ­troð­fylltu Zhuque-­leik­völl­inn í Xian, hinni forn­frægu höf­uð­borg Kína. Spenn­an var gíf­ur­leg. Eina mark leiks­ins til þessa hafði komið skömmu eftir hálf­leik. Gao var þá nýbú­inn að gera örlitla breyt­ingu á lið­inu. Setti hann Yu Dabao inn á til að stýra fram­lín­unni. Við það losn­aði um hinn efni­lega Wu Lei er til­ þessa hafði verið í öruggri gæslu and­stæð­ing­anna. Færði hann sig nú yfir á vinstri kant­inn og fór að valda miklum ursla í sókn­inni. Það var hann sem átt­i ­stoðsend­ing­una sem markið varð til úr.

Á 88. mín­útu sýndi Wu ­Lei aftur snilld­ar­takta. Stakk hann varn­ar­menn Katar af og elti upp­i­ stór­feng­lega gegn­um­send­ingu félaga síns Hao Jun­min. Eftir það var nóg fyr­ir­ hann að stjaka aðeins við knett­inum svo hann breytti um stefnu á síð­ustu stund­u. ­Mark­mað­ur­inn átti ekki mögu­leika.

2-0 var staðan orðin og ljóst að Kína kæm­ist áfram.

Fagra ver­öld

Dregið verður í riðla í þriðju umferð und­ankeppn­innar hinn 12. apr­íl. Vissu­lega verður á brattan að sækja ­fyrir Kína. Öll liðin sem komust áfram eru erf­iðir and­stæð­ingar (nema kannski Tæland og Sýr­land): Sádar, Sam­ein­uða arab­íska fursta­dæm­ið, Ástr­al­ía, Katar, Íran, Jap­an, Írak, S-Kórea og Úzbekist­an. Það má hins vegar halda því fram að það hafi verið lífs­nauð­syn­legt fyrir Kína að halda sér inni í helstu stór­mótum næst­u ára. Án þess væri áætlun stjórn­valda um að gera landið að fót­bolta­stór­veldi í ná­inni fram­tíð næsta fjar­stæðu­kennd. Frasi for­set­ans, Xi Jin­p­ings, um að Kína taki þátt í HM, haldi HM og vinni HM alger­lega hljóm­laus. Hugs­an­lega hefð­i um­fjöll­unin heima fyrir um liðið og allt palnið snú­ist upp í ein­tómt háð og ­spott. Framundan í sumar og haust eru nú fullt af spenn­andi lands­leikj­um. Leik­menn eins og Yu Dabao og Wu Lei öðl­ast ný og verðug mark­mið til að stefna að. Það er áríð­andi að þeir noti tæki­færið sem þeir hafa hjá kín­versku félags­lið­unum sín­um til að læra af öllum þeim erlendu  stór­stjörn­um ­sem þar eru nú inn­an­borðs. Millj­ónir stráka og stelpna eign­ast nýjar fyr­ir­mynd­ir til að herma eftir á flottu sparkvöll­unum sem verið er að reisa um allt land­ið. ­Kald­hæðni mun örugg­lega víkja úr umræð­unni um kín­verska bolt­ann um sinn. ­Upp­byggi­leg gagn­rýni fær séns. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None