Júróvisíon er orðið eitursvalt

Euro
Auglýsing

Í kvöld er komið að því, Það er þriðji í Júró­visíon og 26 þjóðir munu keppa í tón­list í úrslita­þætt­inum í kvöld. Tutt­ugu þjóðir tryggðu sér sæti á loka­kvöld­inu en sex þjóðir eiga þar fasta­sæti fyrir og þurfa ekki að etja kappi í und­an­úr­slit­um. Til þeirra telj­ast sig­ur­veg­ari síð­asta árs og Þýska­land, Frakk­land, Spánn, Ítalía og Bret­land. Svíar hafa boðið upp á glæsi­leg­ust­u um­gjörð í sögu keppn­inn­ar, kynn­arnir eru ­fyndn­ir, skemmti­at­riði gest­gjaf­ana stór­kost­leg og sjálfur Justin Tim­berlake mun ­troða upp á keppn­inn­i. 

Sveinn Rúnar Sigurðsson.Þessum risa­vaxna tón­list­ar­við­burði er síðan sjón­varp­að beint um alla Evr­ópu, Ástr­alíu og nú einnig til Banda­ríkj­anna og Kína. Það ­spillir ekki heldur fyrir að mörg lag­anna stand­ast hörð­ustu gagn­rýni, hvort heldur litið er til svið­setn­ing­ar, bún­inga, flutn­ings eða útsetn­ing­ar. Mörg lag­anna eru stór­góð og munu hljóma út sum­ar­ið. Hið ótrú­lega hefur í raun ­gerst... Júró­visíon er orðið eit­ur­svalt. Áhorf­endur og dóm­nefndir eru meira að ­segja farnar að hafna hall­æri á borð við berrass­aða Hvít-Rúss­ann, Dan­ina með­ ­sjálf­lýsandi míkró­fón­standana sína en slík gim­mik gátu fleytt flytj­endum hátt á stiga­töfl­urnar fyrir ein­ungis örfáum árum.

Í fyrra horfðu um 200 milljón manns á keppn­ina og það verður spenn­andi að ­sjá áhorfs­tölur í ár. Fyrir þá sem meika ekki að horfa á keppni í tón­list, bendi ég á Sarp­inn á RÚV, en þar má finna gallsúra upp­töku af Íslensku tón­list­ar­verð­laun­un­um, sem er reyndar líka keppni í tón­list. Og talandi um Íslensku tón­list­ar­verð­laun­in, það var maka­laust að sjá þann klúbb snið­ganga nokkra þá lista­menn sem hafa tekið þátt í Júró en einnig skipað veiga­mik­inn sess í tón­list­ar­sen­unni á liðnum árum, Stop Wait Go.

Auglýsing

Ég hef áður farið yfir lög und­an­riðl­ana og læt það ógert nú, en hægt er að les­a þá umfjöllun hér og hér. Í stað­inn ætlum við að­eins að kíkja á það sem stóru þjóð­irnar fimm og sig­ur­veg­arar keppn­innar í fyrra, hafa upp á að bjóða.

Spánn teflir fram sum­arsmell­inum “Say Yay!” í flutn­ingi söng­kon­unnar Barei.  Hún hefur verið ötul að skrifa og flytja tón­list síð­ustu 15 ár. Barei, eða Bár­bara Reyzá­bal Gonzá­lez-All­er, eins og hún­ heitir fullu nafni, semur þetta stór­fína lag sjálf.

 Bretar hafa verið í bull­andi vand­ræðum í Júró eftir að öðrum þjóðum var ­leyft að flytja lög sín á ensku. Þar fór for­skotið og þeir, ásamt frændum sín­um Írum, hafa átt hvern afleik­inn á fætur öðrum síð­ustu ár. Árið 2012 tefldu þeir fram hinum aldna Eng­el­bert Humperdinck og ári síðar 80’s stjörn­unni Bonnie Tyler. ­Flutn­ingur þeirra beggja var afleitur og það var sorg­legt því lag Humperdinck var stór­gott. Í ár tefla þeir fram Joe & Jake sem flytja lag­ið You’re not a­lone”. Lagið er ekk­ert sér­stakt og það sem á eftir að leika Breta grátt, enn eina ferð­ina, verður dapur flutn­ing­ur. Sú röddun og sá þétt­leiki sem að ­pródúserar lags­ins náðu á upp­töku þess kemst engan vegin til skila í flutn­ingi þeirra á sviði og þetta end­ar neð­ar­lega. Þegar korter er í Brexit kosn­ingar er mögu­legt að þetta gæti gert úts­lag­ið. 

Þýska­land sigr­aði keppn­ina síð­ast árið 2010 með lag­inu „Satellite” í flutn­ingi Lenu Meyer-Landrut. Í ár er það hin lit­ríka Jamie-­Lee sem flytur lag sitt Ghost”. Jamie er þekkt fyrir blæti sitt á jap­anskri tísku, einkum Decora Kei. Hún flytur lag sitt einmitt í slíkri múnd­er­ingu. Hún er með ein­hverss­kon­ar blóma­skreyt­ingu í hár­inu og hefur verið dug­leg að dreifa eft­ir­lík­ingum af þessu skrauti til blaða­manna og aðdá­enda. Lagið hins­vegar er ekki gott og Þjóð­verjar eru ekki lík­legir til árang­urs í ár.

Frakkar hafa ekki riðið feitum hesti frá keppn­inni en í ár keppa þeir til­ ­sig­urs. Hin fjall­mynd­ar­legi Amir flytur lag sitt J’ai cherché” (Ísl: Ég ­leit­að­i”). Í fyrsta sinn í langan tíma syngja Frakkar hluta lags­ins á ensku. Þeir hafa aldrei á 40 ára ferli sínum sigrað keppn­ina en það gæti breyst í ár. Ég fíla sér­stak­lega hár­greiðsl­una á kapp­an­um, stíliseruð óreiða líkt og ­mað­ur­inn væri nýbú­inn að skríða á lapp­ir. Amir er töff og mögu­lega mun ég skola ­niður Crepes með Nutella á Avenue des Champs-Elysees í Par­ís, á sama tíma að ári.

  

Ítalía sem hóf aftur leik fyrir nokkrum árum, býður upp á lag­ið No degree of separation” í flutn­ingi Francescu Michi­el­in. Ítölum hefur gengið vel í keppn­inni frá því þeir byrj­uðu að keppa á ný og ég hlakka til að heyra Bó Hall­dórs gera ein­hver þess­ara fram­laga að sínum en hann hefur verið dug­leg­ur við að stað­færa Ítölsk Júró fram­lög gegnum árin. Sann­leik­ur­inn er líka sá að Íslend­ing­ar halda ekki gleði­leg jól án þess að hlýða á end­ur­vinnslu á ítölskum popp- og júró­visíon slög­urum sem upp­runa­lega hafa lítið eða ekk­ert með jólin að gera „Ef ég nenn­i”, Svona eru jól­in”, Þú og ég og jól”, Þú og ég”, Þú komst með­ jólin til mín”, Ég hlakka svo til­”, Komdu um jól­in” eru m.a. gömul ítölsk júró­vísí­on­lög.

Lag Ítala í ár er frá­bært.  Söng­kon­an er ekki nema rétt skriðin yfir tví­tugt en hún öðl­að­ist frægð er hún sigr­aði fimmt­u seríu X-factor á Ítal­íu. Þetta er sexý stykki og ég er sann­færður um að það muni hljóma í sló-mó ást­ar­senum kvik­mynda á næstu árum. 

Loks eru það sig­ur­veg­arar síð­asta árs, Sví­ar. Á allra síð­ustu árum hafa þeir sýnt það og sannað að þeir eru í fremstu víg­línu á heims­vísu er kemur að fram­leiðslu á tón­list. Stokk­hólmur er yfir­full af upp­töku­verum á heims­mæli­kvarða, einum fremsta upp­töku­skóla ver­aldar (SEA) og margar stærst­u ­stjörnur síð­ustu ára hafa komið frá Sví­þjóð (Avicii, Swed­ish House Mafi­a o.fl.). Það sem færri vita er að gíf­ur­legur fjöldi laga í flutn­ingi margra stærst­u ­stjarna heims er samin og útsettur af Sví­um.  Fremstur í flokki fer hinn ótrú­legi Max Martin en hann hefur samið 21 lag á Bill­bo­ard top 100 fyrir lista­menn eins og Katy Perry, Maroon 5, Pink, Brit­ney Spe­ars, Taylor Swift o.fl. Það verður ekki af Svíum tekið að þeir kunna tón­list.

Þeir tefla fram hinum korn­unga Frans Jepp­son Wall, en hann er fæddur 1998. ­Pilt­ur­inn býður af sér góðan þokka, er svo­lítið feim­inn og lagið klæðir hann vel með sinni lát­lausu útsetn­ingu og ein­földu fram­setn­ingu. Þeir vinna ekki en ­geta verið stoltir af útvarps­vænu fram­lagi sínu. Lag­ið, sem hann samdi sjálf­ur, heitir ein­fald­lega If I were sorry”.

Þá er þetta komið og fátt eitt eftir en að njóta hávaðarifr­ildis Íslensku ­þjóð­ar­innar í kvöld meðan á keppni stend­ur. Það verður von­andi hægt að glotta ­yfir tíst­inu á Twitt­er, nið­ur­rif­inu á Face­book og finna til með  virkum í athuga­semd­um. Eurovision er f­urðu­legt fyri­bæri, margt í kringum keppn­ina virkar fram­andi og lit­rík­ir að­dá­end­urnir sem fylgja keppn­inni eru engu lík­ir. Til að mynda sagði alskeggj­að­ur­ karl­maður á pinna­hæl­um, þar sem við vorum staddir á Euroclub í gærnótt, að ein­hver mesta fró sem til væri, væri Thermos brúsi fylltur með makkar­ón­um!.... Þeg­ar ég gekk út úr klúbbnum spurði ég lög­regl­una yrir utan, glaður í bragði, hvort ég fengi ekki ein­hver verð­laun fyrir að vera eini gagn­kyn­hneigði gaur­inn á svæð­inu. Þeir fóru að hlæja og buðu mér upp á krem­kex sem ég þáði.

Maður á það til að hrista haus­inn yfir þessu öllum sam­an, en kjarni máls­ins er sá að þessi hópur sem fylgir keppn­inni, kepp­end­urnir sjálfir og umræðan sem um­lykur keppn­ina er svo inni­lega kær­komin í hið dag­lega þras. Því hún snýst ekki um Wintris, ekki stríð, engin Panama­skjöl, ekk­ert bull... heldur ást, ­fullt af ást.

Áður en ég loka tölv­unni og mála and­litið með litum íslenska þjóð­fán­ans langar mig þó, þar sem annar hver Íslend­ingur hefur farið í ein­hvers­kon­ar fram­boð á næst­unni, að fara í fram­boð sömu­leið­is.... Ég ætla að rústa Júró að ári. Les­endur Kjarn­ans og aðrir lands­menn, góða skemmtun í kvöld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None