Fjórða iðnbyltingin mun rita nýjan kafla í þróunarsöguna

Með miklum tækniframförum síðustu áratugi hefur líf fólks breyst gríðarlega og fyrirséð er að sú þróun muni halda áfram á næstunni. Kjarninn náði tali af Anne Marie Engtoft Larsen og ræddi áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið, menntun og störf.

Anne Marie Engtoft Larsen mun flytja erindi á ráðstefnunni Misstu ekki af framtíðinni – áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað háskólamenntaðra sem fer fram í Hörpu.
Anne Marie Engtoft Larsen mun flytja erindi á ráðstefnunni Misstu ekki af framtíðinni – áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað háskólamenntaðra sem fer fram í Hörpu.
Auglýsing

Rætt hefur verið um og birt­ar fréttir þess efn­is að sjálfs­af­greiðsla í búðum muni aukast til muna á næst­unni á Íslandi og ótt­ast margir að fólk muni missa störf sín í kjöl­farið og að þjón­usta muni dala. Margs konar breyt­ingar eru fyr­ir­séðar með auk­inni tækni og segir danski sér­fræð­ing­ur­inn Anne Marie Eng­toft Larsen að mik­il­vægt sé að nýta tækninýj­ungar til góðs og til að bæta sam­skipti milli fólks, eyða ójöfn­uði og líta á þær fyrst og fremst sem tæki­færi. 

Anne Marie mun flytja erindi á ráð­stefn­unni Misstu ekki af fram­tíð­inni – áhrif fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar á vinnu­markað háskóla­mennt­aðra sem mun fara fram á morgun á vegum Banda­lags háskóla­manna í Hörpu. 

Hún leiðir verk­efnið „Fjórða iðn­bylt­ing­in“ hjá Alþjóða­efna­hags­ráð­inu (World Economic For­um) ásamt teymi sínu. Hún er með meist­ara­próf, ann­ars vegar í þró­un­ar­stjórn og hins vegar í alþjóða­við­skiptum og stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

Breyt­ing­arnar munu hafa áhrif á allt lífið

Ég tel að fjórða iðn­bylt­ingin geti ritað nýjan kafla í þró­un­ar­sög­una sem yrði keyrð áfram af stór­feng­legum tækninýj­ungum á borð við gervi­greind, háþró­uðum vél­menn­um, drón­um, þrí­vídd­ar­prent­urum og sýndarveruleika.

Anne Marie segir að merkja megi gríð­ar­lega miklar sam­fé­lags­legar breyt­ingar í kjöl­far fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. „Ég tel að fjórða iðn­bylt­ingin geti ritað nýjan kafla í þró­un­ar­sög­una sem yrði keyrð áfram af stór­feng­legum tækninýj­ungum á borð við gervi­greind, háþró­uðum vél­menn­um, drón­um, þrí­vídd­ar­prent­urum og sýnd­ar­veru­leika,“ segir hún og bætir við að þessar breyt­ingar séu á svo stórum skala að það sé óum­flýj­an­legt að þær hafi áhrif á iðn­greinar jafnt sem á dag­legt líf fólks. Frá umræðum um sjálf­keyr­andi bíla til hug­mynda um að með auk­inni líf­tækni geti menn orðið 120 ára eða áhrifa sam­fé­lags­miðla, til að mynda á skoð­anir fólks, sam­fé­lög og stjórn­mál. Að hennar mati munu þessar breyt­ingar hafa áhrif á allt lífið og á það hvaða augum við lítum mennsk­una.  

Hún bendir á að tækni­fram­farir muni hafa mikil áhrif á sam­fé­lagið en nákvæm­lega hvernig sé undir okkur kom­ið. „Við eigum það til að hugsa um iðn­bylt­ingar sem eitt­hvað sem breytir því hvernig við fram­leiðum hluti en í raun hafa þær mun meiri áhrif á okkur og líf okk­ar,“ segir hún. Anne Marie tekur sjón­varpið sem dæmi en það var hluti af annarri iðn­bylt­ing­unni. Hún bendir á að það hafi orðið svo mikið meira en fjölda­fram­leitt heim­il­is­tæki. Það hafi breytt skemmt­ana­brans­an­um, sam­skiptum milli fólks og hvernig við hugsum um heim­inn. 

Nýta tæki­færið til góðs

„Ég hef trú á því að tækni á borð við þrí­vídd­ar­prent­ara og sýnd­ar­veru­leika muni hafa svipuð áhrif og sjón­varpið á sam­fé­lag okk­ar,“ segir Anne Marie. Þrí­vídd­ar­prent­ar­inn muni gera alla að hönn­uð­um, notkun hans draga úr auð­linda­nýt­ingu okkar en á sama tíma gæti hann hleypt milli­ríkja­verslun í upp­nám, með því að setja lág­launa­störf  í hættu í þró­un­ar­lönd­un­um. Sýnd­ar­veru­leiki geti hjálpað til við að þróa, auka sam­kennd, kennslu og sam­skipti milli fólks í mis­mun­andi sam­fé­lögum og lönd­um. Hins vegar myndi sýnd­ar­veru­leiki geta haft þau áhrif að frek­ari gjá mynd­að­ist milli fólks þegar það sekkur dýpra inn í hinn staf­ræna heim. 

Sýndarveruleiki Mynd: Paul Bence

Hún telur að mann­kynið sé nú á ákveðnum kross­göt­um. „Það er mjög mik­il­vægt fyrir okkur að for­gangs­raða jákvæðum mann­legum gildum með þeim hætti að áhuga­verðar tækninýj­ungar séu þró­aðar og lag­aðar að sam­fé­lagi okk­ar,“ segir hún. Enn fremur bendir hún á að ef það verði ekki gert þá ótt­ist hún að vanda­mál sem við þekkjum nú þegar muni aukast til muna, til að mynda lofts­lags­breyt­ing­ar, póli­tískur og efna­hags­legur klofn­ingur þjóð­fé­lags­ins, dvín­andi traust til stofn­ana og sam­fé­laga. Hún segir að við eigum að nýta þetta tæki­færi í sög­unni til að móta sjálf­bæra fram­tíð.

Verka­lýðs­fé­lög leika lyk­il­hlut­verk

Mik­il­vægt er fyrir verka­lýðs­fé­lög og aðra hlut­að­eig­endur að vinna saman í að koma með nýja sýn á fram­tíð verka­lýðs­ins, að sögn Anne Marie. Mörgum störfum sé ógnað af sjálf­virkum vélum og segir hún að þá geti verið auð­velt fyrir marga að bregð­ast við með þeim hætti að minnka inn­leið­ingu vél­anna til að vernda auð­sköp­un­ar­módel 20. ald­ar. 

Það er mjög mik­il­vægt fyrir að okkur að for­gangs­raða jákvæðum mann­legum gildum með þeim hætti að spenn­andi nýjar tækninýj­ungar séu þró­aðar og lag­aðar að sam­fé­lagi okk­ar.

Anne Marie telur aftur á móti að þessar breyt­ingar ætti að nýta til góðs, m.a. með því að skapa betri störf fyrir fólk og takast á við þær krefj­andi áskor­anir sem mann­kynið stendur frammi fyrir í dag, eins og tekju­mis­mun, loft­lags­breyt­ingar og tví­skipt­ingu sam­fé­lags­ins. Hún segir að hvað verka­lýðs­fé­lögin varði, þá vilji hún sjá þau leika lyk­il­hlut­verk í þróun sam­fé­lags­legra ábyrgra hag­kerfa eða vinna með stjórn­völdum og iðn­aði til að skapa sýn um það hvernig stytta eigi vinnu­tíma án þess að minnka fram­leiðni.

Þrívíddarprentari

Mis­mun­andi hug­myndir eru uppi um hversu mörg störf muni verða sjálf­virk, hverjar efna­hags­legar afleið­ingar verði og hvernig breyt­ing­arnar muni hafa áhrif á vöxt. Að mati Anne er ekki mik­il­væg­ast að und­ir­búa sig í sam­ræmi við ákveðna töl­fræði heldur að móta sam­fé­lagið á jákvæðan máta. „Við þurfum að minnsta kosti að búa okkur undir heim fram­tíð­ar­inn­ar, sem verður feiki­lega ólíkur þeim sem við búum í núna, og þess vegna er mik­il­vægt að við verðum nógu sveigj­an­leg til að aðlaga hegðun okk­ar, hugs­un­ar­hátt og lífs­reglur til þess að geta umbreytt þess­ari sundr­ungu í afl til að gera sam­fé­lag­inu gott,“ segir hún. 

End­ur­hugsa verður mennta­kerfið upp á nýtt

En er mennta­kerfið í stakk búið til að takast á við þessar breyt­ing­ar? Anne Marie segir að nauð­syn­legt sé að end­ur­hugsa kerfið allt upp á nýtt. Margir viti ekki hvað þeir muni haf­ast við eftir 30 ár ef þeir verða enn á vinnu­mark­aði eða hvers verði kraf­ist af þeim. Aftur á móti sé næsta víst að end­ur­menntun verði nauð­syn­leg til að öðl­ast nýja þekk­ingu. Hún segir að þetta muni eiga við um flesta og að við getum valið að líta á það sem byrði eða sem tæki­færi. 

Þess vegna þurfi breyt­ingar í mennta­kerf­inu. Hún segir að einnig verði að finna leið til að hvetja fólk til áfram­hald­andi mennt­un­ar. „Þetta er einnig góð leið til að hjálpa fólki að nýta hæfi­leika sína og til að útrýma þrá­látu ójafn­rétti í tekjum sem við þurfum að takast á við með því að auka hreyf­an­leika í sam­fé­lag­in­u,“ segir hún. 

Þetta er mjög rót­tæk breyt­ing fyrir flest mennta­kerfi en samt sem áður nauð­syn­leg

Alþjóða­efna­hags­ráðið birti skýrslu um fram­tíð starfa árið 2016 og í henni kom fram að mik­il­væg­asta kunn­áttan sem fólk mun búa yfir árið 2020 verði að geta leyst flókin vanda­mál, beita gagn­rýn­inni hugs­un, vera skap­andi, kunna mannauðs­stjórnun og geta unnið með öðr­um. Anne Marie segir að sam­kvæmt þessu sé ekki nóg að breyta náms­skrám heldur verði að end­ur­hugsa hvernig við lærum og eflum nem­endur til að verða sveigj­an­legri, vinna í sam­ein­ingu og meira skap­andi. „Þetta er mjög rót­tæk breyt­ing fyrir flest mennta­kerfi en samt sem áður nauð­syn­leg,“ bætir hún við. 

Tækni er póli­tísk

Sumir gætu ótt­ast tækn­ina og velt því fyrir sér hvort allar þessar tækninýj­ungar muni frekar skaða fólk en gera því gagn. Anne Marie seg­ist vera með­vituð um þetta. „Ég hef trú á því að fyrsta skrefið sé að opna á umræð­una og benda á að tækni sé póli­tísk. Ekki til hægri eða vinstri heldur á þann máta að hún á það til að verða hlut­dræg og undir sér­stöku yfir­skini og ef við íhugum þetta ekki og tölum ekki um það, þá gæti tæknin haft slæm áhrif á heim­inn,“ segir hún. Anne Marie nefnir sem dæmi að algrím hafi verið notað í ann­ar­legum til­gangi. Annað dæmi séu gena­rann­sóknir en þrátt fyrir að þær geti verið til góðs þá sé mögu­leiki á mis­notkun einnig fyrir hend­i. 

Ég hef trú á því að fyrsta skrefið sé að opna á umræð­una að tækni sé póli­tísk. Ekki til hægri eða vinstri heldur á þann máta að hún á það til að verða hlut­dræg og undir sér­stöku yfir­skini.

Sömu vanda­mál fylgja sam­fé­lags­miðl­um, að mati Anne Marie. Hún segir að fólk geti notað netið til að eiga í sam­skiptum við annað fólk úti um allan heim en á hinn bóg­inn látið stjórn­ast af algrími þar sem það verður fast í berg­máls­her­bergjum og verður af lýð­ræð­is­legri umræðu í leið­inn­i. 

Þess vegna verði hver ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki, stjórn­völd og stofn­anir að ræða þau sið­ferð­is­legu vanda­mál sem koma upp og halda því til streitu að umræða og vanga­veltur séu partur af þróun í tækn­i. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk