Misbrestasamur meistari

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

_dsc9734.jpg
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Meist­ar­inn og Margar­íta

Höf­undur skáld­sögu: Mik­haíl Búlga­kov

Leik­gerð: Niklas Råd­ström

Leik­stjórn og þýð­ing leik­gerð­ar: Hilmar Jóns­son

Leik­mynd: Sig­ríður Sunna Reyn­is­dóttir

Bún­ing­ar: Eva Signý Berger

Lýs­ing: Hall­dór Örn Ósk­ars­son

Tón­list: Val­geir Sig­urðs­son

Sviðs­hreyf­ing­ar: Chan­telle Carey

Hljóð­mynd: Val­geir Sig­urðs­son, Aron Örn Arn­ars­son og Krist­inn Gauti Ein­ars­son

Leik­gervi: Tinna Ingi­mars­dóttir

Ráð­gjöf við töfra­brögð: Dirk Los­ander

Leik­end­ur: Stefán Hallur Stef­áns­son, Birgitta Birg­is­dótt­ir, Sig­urður Sig­ur­jóns­son, Ebba Katrín Finns­dótt­ir, Oddur Júl­í­us­son, María Thelma Smára­dótt­ir, Bjarni Snæ­björns­son, Björn Ingi Hilm­ars­son, Pálmi Gests­son, Hákon Jóhann­es­son, Þórey Birg­is­dótt­ir, Gunnar Smári Jóhann­es­son, Hildur Vala Bald­urs­dótt­ir, Þröstur Leó Gunn­ars­son, Edda Björg­vins­dóttir

Meist­ar­inn og Margar­íta eftir rúss­neska rit­höf­und­inn Mik­haíl Búlga­kov er eitt af mögn­uð­ustu skáld­verkum 20. aldar – marglaga verk, gríð­ar­lega fynd­ið, hvöss og háðu­leg ádeila á vald­hafa og yfir­völd en um leið mögnuð og harm­ræn ást­ar­saga þar sem ekk­ert minna er undir en að selja sál sína djöfl­inum til að öðl­ast ham­ingju á ný.

Búlga­kov mun hafa byrjað að skrifa Meist­ar­ann og Margar­ítu þegar árið 1928; sagan ber keim af myrkum sam­tíma höf­undar og er á yfir­borð­inu ádeila á ger­spillt sam­fé­lag komm­ún­ism­ans; Búlga­kov flettir á dramat­ískan hátt ofan af mútu­þeg­um, svika­hröpp­um, lýð­skrum­ur­um, lodd­ur­um, róg­berum, for­rétt­inda­hyski og hroka­gikkjum (svo vitnað sé í bók­ar­kynn­ingu For­lags­ins, sem hefur gefið út frá­bæra þýð­ingu Ingi­bjargar Har­alds­dóttur ekki sjaldnar en þrisvar sinn­um, 1981, 1993 og 2009). Búlga­kov hélt áfram að skrifa Meist­ar­ann og Margar­ítu til dauða­dags, 1940, en bókin kemur ekki út órit­skoðuð fyrr en rúmum ald­ar­fjórð­ungi síðar og reynd­ist þá – eins og fyrr – þyrnir í augum hins hnign­andi sov­éska skipu­lags. Sagan öðl­að­ist þegar í stað gríð­ar­legar vin­sældir á vest­ur­lönd­um.

Auglýsing
Meistarinn og Margar­íta hefst á því að svarta­gald­urs­meist­ar­inn Wol­and kemur til Moskvu ásamt skraut­legu föru­neyti sínu, kór­meist­ar­anum Korov­év, skot­glaða kett­inum Behemot og hinni vam­p­ír­líku Hellu (þetta er fereykið sem við sjáum á sviði Þjóð­leik­húss­ins; í sög­unni er föru­neytið fjöl­menn­ara). Hann hittir Berlioz, hinn trú­lausa for­mann Rit­höf­unda­sam­bands­ins, þeir deila um hvort Jesús Kristur hafi verið til og Wol­and kveðst geta stað­fest að Kristur hafi vissu­lega verið til, hann sjálfur hafi jú verið við­staddur þegar Jesús var dæmdur til kross­fest­ing­ar. Svona ótrú­leg stað­hæf­ing stang­ast vit­an­lega á við hina opin­beru sýn Berliozar (og sov­ét­kerf­is­ins) á Frelsar­ann og sögu hans, en Wol­and lætur hér ekki staðar numið – hann spáir fyrir um óhugn­an­legan dauða Berliozar – sem gengur eft­ir! – og ræðst svo ótrauður að hinu spillta kerfi sov­ét­skipu­lags­ins og helstu spill­ing­arpés­un­um. Það er óhætt að segja að sá hluti sög­unnar er hvorki bund­inn við stað né stund – það má vel hugsa sér að hér sé verið að segja frá nýlegum atburðum á Íslandi, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið!

Því næst er Meist­ar­inn kynntur til sög­unn­ar; hann hefur skrifað skáld­sögu um Pontíus Pílatus, en sagan sú hefur ekki hlotið náð fyrir augum vald­hafa og menn­ing­ar­el­ít­unnar í Moskvu. Meist­ar­inn fyllist bit­urð og beiskju og brennir hand­ritið og er lok­aður inni á geð­veikra­hæli, sem veldur ást­konu hans, Margar­ítu, ómældri sorg.

Wol­and og föru­neyti hans linnir hvergi látum við að valda usla meðal heldri borg­ara Moskvu, hann heldur sýn­ingu í svarta­galdri þar sem flett er ofan af hræsnurum og lýð­skrum­urum og slær svo upp dans­leik; hann býður Margar­ítu að sam­ein­ast unnusta sín­um, Meist­ar­an­um, sem fyrir til­stilli Wol­ands hefur verið lok­aður inni á geð­veikra­hæli, og bjarga hand­rit­inu, gegn því að hún selji honum sál sína. Margar­íta gengur að þeim kaup­um, ger­ist norn sem fer fljúg­andi um Moskvu og hefnir sín grimmi­lega á mennta­el­ítu Moskvu­borgar og þau sam­ein­ast í lok­in, Meist­ar­inn og Margar­íta – en undir vernd­ar­væng Wol­ands. Djöf­ull­inn er kom­inn til að vera.

Búlga­kov beitir í sög­unni eins konar súr­r­eal­ískum stíl­brigðum með því að færa sög­una á milli tíma­skeiða – ýmist ger­ist sagan í Moskvu á fjórða ára­tugnum eða í Júdeu rétt eftir upp­haf okkar tíma­tals, þar sem Pontíus Pílatus dæmir Jesúm til kross­fest­ingar – sem er einmitt sú saga sem Meist­ar­inn skrif­aði og sem hafnað var af yfir­völd­um. Saga Búlga­kovs verður þannig líkt og draum­leikur þar sem allt getur gerst og rás atburða lýtur eigin lög­málum sem eru allt önnur en hin rök­réttu lög­mál sem að venju stjórna epískum sög­um. Og það má líka segja, að Meist­ar­inn og Margar­íta ein­kenn­ist af magískum real­isma löngu áður en það hug­tak komst á ról í bók­mennta­fræð­un­um, því hvað sem líður draum­kenndum blæ sög­unnar – og upp­færslu Þjóð­leik­húss­ins – eru vís­anir í veru­leik­ann þess eðlis að þeim verður ekki skotið undan raun­sæ­is­hug­tak­inu.

Og svo því sé haldið til haga: Búlga­kov er líka að vísa í sína eigin æfi, því sam­band hans við menn­ing­ar­yf­ir­völd Sov­ét­ríkj­anna var hreint eng­inn dans á rós­um. Það vildi hins vegar honum til happs að á meðan margir starfs­bræður hans, rit­höf­undar og lista­menn, voru sendir í Gúlagið til end­ur­hæf­ing­ar, naut hann ein­hverra hluta vegna náðar Stalíns, sem kvaðst hrif­inn af skáld­skap hans og hélt yfir honum vernd­ar­hendi.

Sögu­þráður Meist­ar­ans og Margar­ítu er reyndar mun flókn­ari en hér hefur verið frá greint og best að vísa til bók­ar­innar til að upp­lifa hina marg­slungnu atburða­rás svo ekki sé minnst á merki­lega tákn­fræði sög­unn­ar. Það er svo deg­inum ljós­ara að ekki er heiglum hent að koma þess­ari kynn­gi­mögn­uðu sögu á leik­svið og það er kannski sá vandi sem sýn­ing Þjóð­leik­húss­ins glímir við.

Leik­gerð hins sænska Niklas Råd­ström fylgir skáld­sög­unni mjög svo nákvæm­lega án þess í raun­inni að glæða hana nokk­urri sjálf­stæðri dramat­ískri vídd; það er kunn­ara en frá þurfi að segja að epísk frá­sögn lýtur öðrum lög­málum en dramat­ísk. Það eru að mínu viti mikil mis­tök sem hafa afleitar afleið­ingar fyrir allt sem á eftir fylg­ir.Úr verkinu sem nú er sýnt á fjölum Þjóðleikhússins. Mynd: Þjóðleikhúsið.

Hin ýmsu lög sög­unnar flétt­ast saman á flók­inn og margræðan hátt. Ef úr á að verða skilj­an­leg saga fyrir leik­svið færi betur á því að móta einn meg­in­þráð, draga úr vægi ann­arra laga sög­unnar en láta þau þar sem þau þó koma fyrir styðja við meg­in­þráð­inn. Það eru þekkt drama­t­úrgísk, eða leiktexta­fræði­leg efn­is­tök, marg­reynd og vel þekkt.

Leik­gerð Niklas Råd­ström verður eins konar upp­still­ing á sög­unni, líkt og for­lags­aug­lýs­ing fyrir bók­ina. Það eitt og sér hvetur síður list­ræna stjórn­endur leik­húss til að taka sjálf­stæða afstöðu til sögu Búlga­kovs og þá er hætt við að lít­ill til­gangur sé með því að setja sög­una á svið, annar en sá að minna á til­vist hennar og hvetja áhorf­endur til að njóta bók­ar­innar beint. Það er lítil dirfska yfir slíkum vinnu­brögðum og seint myndu þau telj­ast sæm­andi Þjóð­leik­húsi sem eðli máls­ins sam­kvæmt á að vera í sjálf­stæðri sam­ræðu við þjóð­ina í sam­ræmi við til­gang þess og mark­mið.

En hvað sem því líður fer ekki á milli mála að margt er vel gert í Meist­ara og Margar­ítu Þjóð­leik­húss­ins og í raun sjálf­sagt að hvetja fólk til að sjá þá sýn­ingu, þó ekki væri nema til að örva til eigin lest­urs á sögu Búlga­kovs í snilld­ar­þýð­ingu Ingi­bjargar Har­alds­dótt­ur.

Sýn­ing Þjóð­leik­húss­ins hefst á draum­kenndu upp­hafs­at­riði, eins konar götu­lífs­mynd í Moskvu, þar sem dulúðug tón­list og reykur umlykur þöglar per­són­ur, sem hreyfa sig með hægum hreyf­ingum í hvers­dags­at­höfn­um. Tónn­inn er sleg­inn fyrir það sem á eftir kemur – hér er að hefj­ast draum­leik­ur. Það má spyrja hvort það stang­ist ekki á við mark­mið Búlga­kovs – ég hygg að í hans hug­ar­heimi hafi sagan um Meist­ar­ann og Margar­ítu verið í hæsta máta raun­sæ; það ætti því að gera hina súr­r­eal­ísku og magísku sögu eins raun­veru­lega og hægt er – og væri þar með ekki betur lyft undir óhugn­að­inn?

Leik­mynd Sig­ríðar Sunnu, bún­ingar Evu Signýjar og lýs­ing Hall­dórs Arn­ars er allt smekk­lega unnið og fag­mann­lega og í sam­ræmi við hug­mynd­ina um draum­leik­inn. Með marg­vís­legum til­fær­ingum og mis­mun­andi lýs­ingu þjónar leik­mynd Sig­ríðar Sunnu öllum sviðum sög­unnar og það má sann­ar­lega kalla sýn­ing­una sigur leik­hús­tækn­inn­ar. Atriðin renna vel saman og skila sögu Búlga­kovs frá upp­hafi til enda. En sýn­ingin markast þó af eins konar stefnu­leysi, það er eins og ekki sé á hreinu af hverju verið sé að segja þessa sögu né hvaða erindi hún eigi við áhorf­end­ur. Per­sónu­leik­stjórn­inni er ábóta­vant og tekur ekki mið af því sem úr þarf að vinna. Þannig er t.d. Wol­and í með­förum Sig­urðar Sig­ur­jóns­sonar fremur alúð­legur og hlý­legur karakter – ógn hans er öll undir hinu elsku­lega yfir­borði og sú túlkun lætur Sig­urði vel, en kallar þá óneit­an­lega á mót­leik sem und­ir­strikar ógn­ina sem í nær­veru Wol­ands felst. Hér bregst leikstjóra boga­listin þegar í upp­hafs­at­rið­inu, þegar Berlioz, leik­inn af Birni Inga Hilm­ars­syni, og Ívan Bés­domní, leik­inn af Bjarna Snæ­björns­syni, gefa í skyn að þeim finn­ist Wol­and hlægi­legur og klappa honum kump­án­lega á öxl­ina. Þar fer mik­il­vægt tæki­færi for­görðum að sýna ógn þessa ókunna gests og skapa skiln­ing á þeirri ögrun sem und­ar­leg orð­ræða hans felur í sér.

Auglýsing
Annað dæmi, öllu alvar­legra, snertir Korov­év, sem leik­inn er af Ebbu Katrínu Finns­dótt­ur. Ebba Katrín gerði Uglu í Atóm­stöð­inni svo ljóm­andi góð skil að eftir var tek­ið. Það er því dálítið skondið að heyra Korovév tala með sömu rödd, sömu blæ­brigð­um, sama tón­falli og sömu áherslum og Ugla. Ugla upp­götvar heim­inn og við fáum að heyra upp­götv­anir hennar og nið­ur­stöður í ein­ræðum henn­ar; Ebba Katrín náði með rödd sinni, blæ, tóni og áherslum þessum ein­kennum Uglu full­kom­lega. Korovév aftur á móti upp­götvar ekki heim­inn, hann stjórnar hon­um, en það kallar á allt öðru­vísi rödd og radd­beit­ingu, lausa við undrun og íhygli Uglu. Hér hefði leik­stjór­inn þurft að taka í taumana og leiða leik­ar­ann inn á aðra braut; það er ábyrgð­ar­hluti þegar ung­um, nýút­skrif­uðum leik­urum er veitt tæki­færi á borð við þessi og þegar list­rænir stjórn­endur og leik­húsin gang­ast ekki við þeirri ábyrgð og hrein­lega slugsa er hinum ungu leik­urum bjarn­ar­greiði gerð­ur.

Þriðja dæmið má til taka: Birgitta Birg­is­dóttir leikur annað tit­il­hlut­verk­ið, Margar­ítu, sem ann Meist­ar­anum og saknar hans; ást hennar er öðrum þræði drif­kraftur verks­ins, enda færir Wol­and sér mis­kunn­ar­laust í nyt til­finn­ingar hennar og varn­ar­leysi. Birgitta er þekki­leg leik­kona en það hæfir henni ekki að stað­setja Margar­ítu á efri hæð bak­sviðs í ein­hvers konar dulúð­ugri fjar­lægð; sá kraftur sem í ást Margar­ítu býr nær ekki fram með þess­ari stað­setn­ingu á Birgittu og veikir leik henn­ar. Þá er atriðið þegar Wol­and hefur fært henni norn­ar­kraft­inn með töfra­smyrsl­inu og hún flýgur um Moskvu og hefnir ófara Meist­ar­ans ein­fald­lega kauð­skt eins og það er lagt upp, sú mik­il­væga orð­ræða sem Margar­íta fer með á flug­inu fer for­görðum vegna þess hversu álappa­lega flugið er fram­kvæmt. Hér hefði athug­ull leik­stjóri vita­skuld leitað ann­arra leiða til að styrkja leik­ar­ann í túlkun sinni svo ást Margar­ítu hefði orðið sá dramat­íski drif­kraftur sem hún er í sög­unni.

Þótt hér séu nefndir nokkrir mis­brestir er ýmis­legt þó vel gert og má hafa ánægju af – og sjálf­sagt má með vel­vild horfa hjá þeim aðfinnslum sem hér eru tíndar til. Saga Búlga­kovs stendur vita­skuld fyrir sínu og svíkur engan, það er unun að kett­inum Behemot í túlkun Odds Júl­í­us­sonar og margir gera vel í smáum hlut­verkum – má t.d. nefna Bjarna Snæ­björns­son í fyrr­nefndu hlut­verki Ívan Bés­domnís, Pálma Gests­son í hlut­verki Pontí­usar Pílatus­ar, Hákon Jóhann­es­son í hlut­verki Leví Matteus­ar, Þóreyju Birg­is­dóttur í hlut­verki Natösju, Þröst Leó Gunn­ars­son og Eddu Björg­vins­dóttur í ýmsum hlut­verk­um. Leik­gervi Tinnu Ingi­mars­dóttur verð­skulda ómælt hrós.

Á heild­ina litið er Meist­ar­inn og Margar­íta áhorfsverð sýn­ing þótt efn­is­tök og list­ræn túlkun hefði mátt vera djarfari og mark­viss­ari.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk