Runir

Í nýju spili nota spilarar verkfæri (teningakastið) og orkuna sína (kristalla) til að rista Fuþark rúnateina. En orkan er takmörkuð svo það þarf að finna hagkvæma leið til að nýta hana sem best.

Runir
Auglýsing

Nú er nýtt verk­efni komið í hóp­fjár­mögnum á Karol­ina Fund, ten­inga­spilið Run­ir. Spilið er vænt­an­legt á markað í októ­ber. Runir er ten­inga­spil fyrir 2 til 4 leik­menn, 8 ára og eldri. Spila­tími er 10 mín­útur á hvern leik­mann.

Í spil­inu nota spil­arar verk­færi (ten­inga­kast­ið) og ork­una sína (krist­alla) til að rista Fuþark rúna­teina. En orkan er tak­mörkuð svo það þarf að finna hag­kvæma leið til að nýta hana sem best. Fljót­legt og skemmti­legt fjöl­skyldu­spil, byggt á íslenskum rúna­letri og rún­um. Höf­undar eru Svavar Björg­vins­son og Mon­ika Brzková.

Auglýsing



Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?



Runir er í raun sjálf­stætt fram­hald af borð­spil­inu Myt­hical Island sem ég og Mon­ika unnum að á síð­asta ári, en í því spili var við­fangs­efnið íslenskir vættir og kynja­verur úr nor­rænum sögum og ævin­týr­um. Það spil gékk mjög vel, en það seld­ist upp hjá okkur fyrir jól­in. Okkur lang­aði að halda áfram að vinna að spili sem tengd­ist Íslandi á einn eða annan hátt. 

Við vorum búin að vera að leika okkur með hug­mynd að ten­inga­spili og eins oft vill nú verða þá small þetta allt saman eitt kvöldið þegar við vorum að velta þessum málum fyrir okk­ur. Hvað með að vinna með rún­ir? Og þannig fór þetta allt að rúlla í rétta átt. Ef allt gengur að óskum, þá höfuð við vilja til þess að koma með þriðja spilið á næsta ári, sem mun fjalla um veðr­ið. Allt er þegar þrennt er!

Svavar Björgvinsson og Monika Brzková Mynd: Aðsend



Hvert er þema verk­efn­is­ins?



Í Runum taka leik­menn hlut­verk rúnarist­ara, sem hefur það meg­in­mark­mið að verða rúna­meist­ari. Það að rista rúnir var sjálf­stætt iðn­fag á vik­inga­tím­anum og ekki á færi allra að takast á við. Rúnarist­ar­arnir starfa fyrir Jarl­inn sem greiðir þeim pen­inga fyrir verk­ið; mis­mundi upp­hæðir allt eftir því hversu flókin rúna­letur þarf að rista. Þeir frá greitt bron­spen­ing ef þeir rista bronslit­aðan rúna­stein, þann auð­veldasta, silf­ur­pen­ing fyrir að rista silfur stein og loks gull­pen­ing fyrir að rista gull­stein, þann erf­ið­asta. 

Leik­menn hafa tak­mark­aða orku til að vinna með (táknuð með kristöll­um) svo þeir þurfa að nýta hana á sem hag­v­kvæm­astan hátt. Í hverri umferð leik­manns, þá fær hann verk­færi til að vinna með (ten­inga­kast­ið) sem hann svo þarf að finna sam­vörum fyrir á spila­borð­inu og nota ork­una sína til að rista stein­inn. Orkan er sett á þann stein á spila­borð­inu sem passar við rúna­sam­setn­ing­una á ten­inga­kast­inu. Ef ten­inga­kastið er ekki nógu gott (verk­færin ómögu­leg) má líka nýta ork­una til að fá ný verk­færi eða aðstoð frá aðstoð­ar­mönnum Jarls­ins. 

Aðsend mynd

Fyrir vinn­una fá spil­arar greiðslu, pen­ing í sama lit og steinn­inn sem var rist­ur. Aftan á pein­ingnum eru svo virð­ing­ar­stig sem eru ekki skoðuð fyrr en í lok­in. Það má að auki sækja meiri virð­ingu ef ákveðnum skil­yrðum er full­nægt. Spilið klár­ast svo þegar ein­hver einn leik­maður hefur klárað alla ork­una sína, þá er umferðin kláruð og loks stigin tal­in. Sá sem er með mestu virð­ing­una verður rúna­meist­ari.

 

Er það ein­hvað sér­stakt sem vakti áhuga ykkar þegar verið var að þróa verk­efn­ið? 



Það er alltaf virki­lega gaman að vinna að nýjum verk­efn­um. Þegar við vorum búin að finna út þemað sem við vorum sátt við, þá tók við gagna­öfl­um. Við sóttum okkur heil­mikið af bókum á bóka­safnið og lásum okkur til líka á net­inu. Það sem kom kannski á óvart var hvernig rúna­letur var notað á mjög mis­mun­andi hátt; allt frá ein­földum skila­boðum eins og „Sigriðr á“ til epískra sagna. Þeir sem voru hvað þekkt­astir að rista rúnir eru nafn­greindir í sögnum og voru sumir þeirra hálf­gerðar rokk­stjörnur vik­inga­tím­ans; þeir tóku háar upp­hæðir fyrir vinnu sína og sumir voru ein­ungis not­aðir af hástett­inni við að segja fræknar sög­ur.



Við not­umst við hið sér­ís­lenska rúna­let­ur, sem byggir reyndar á yngra Fuþark-­letr­inu. Á pen­ing­unum erum við líka mér galdra­stafi, svo það má að sanni segja að þetta byggi allt á al-­ís­lenskum grunni allt sam­an. Það er líka gaman að segja frá því að í reglu­bók­inni, sem er bæði á íslensku og ensku, er örstutt fræðsla um rún­irn­ar. Spila­kass­inn er nákvæm­lega sá sami og við not­uðum við Myt­hical Island spil­ið, svo þau sóma sér vel saman í hill­unni. Við tölum gjarnan um Runir sem litla bróðir Míu, en það er gælu­nafnið sem við notum fyrir Myt­hical Island spil­ið.



Fyrir áhuga­sama er kjörið að kynna sér verk­efnið nánar hér.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk