Hörður Torfason flytur baráttutengda söngva sína

Í mars á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að Hörður Torfason gaf út fyrstu plötu sína. Hann ætlar að minnast þess áfanga með því að gefa út söngva sem eiga það sameiginlegt að vera baráttutengdar vangaveltur.

5d002e1dd48a172e57f63f91d5f2ac25.jpeg
Auglýsing

Flestir þekkja Hörð Torfa­son lík­lega sem tón­list­ar­mann, trú­badúr sem hefur verið áber­andi á því sviði í ára­tugi. Hann hefur samið og sungið lög sem notið hafa vin­sælda, gefið út plötur og haldið ótelj­andi tón­leika.

Þrátt fyrir aug­ljósa hæfi­leika á tón­list­ar­svið­inu liggja rætur Harðar þó í leik­list­inni, nokkuð sem allir þeir þekkja sem hafa séð hvernig hann fléttar saman leik­list og tón­list á tón­leik­um. Þar leikur hann á strengi gleði og gáska eða trega og sorgar og áhorf­endur sitja ýmist hugs­andi og þegj­anda­leg­ir, syngj­andi með, eða skelli­hlæj­and­i. 

Hörður hefur oft verið nefnd­ur ­nestor ­ís­lenskra trú­badúra — sá sem ruddi braut­ina, fór fyrstur um landið sem syngj­andi skáld, söngvaskáld eins og hann kaus að kalla starf sitt fyrir óra­löngu. Hann var þó ekki bara syngj­andi skáld heldur boð­beri nýrra við­horfa þar sem hann nýtti tækni og anda sviðs­lista til að skapa umgjörð og stíg­andi fyrir sög­urnar sem hann segir okkur með tónum og text­um, sögur af sér, sögur af okkur og okkar sam­fé­lagi með mann­rétt­indi sem áherslu­at­riði, en er hann marg­verð­laun­aður fyrir mann­rétt­inda­bar­áttu sína og list. 

Auglýsing
Hörður hefur starfað sem sjálf­stæður lista­maður síðan 1974 en það þýðir að hann hefur enga styrkt­ar­að­ila á bak­við sig. Flestir eru sam­mála um að Hörður hefur aldrei farið um með hávaða og látum kyrj­andi bar­áttu­söngva og póli­tísk slag­orð heldur hefur hann verið lág­stemmdur og áhrifa­mik­ill. Hér bregður þó öðru­vísi við því á plöt­unni DROPAR flytur hann bar­áttu­tengda söngva sína en um þá segir hann: „Þar sem 50 ár verða liðin í mars árið 2021 frá því að fyrsta platan mín kom út, og rétt­inda­bar­átta hefur ein­kennt feril minn, fannst mér kjörið að minn­ast þessa áfanga með því að gefa út nokkra söngva sem eiga það sam­eig­in­legt að vera bar­áttu­tengdar vanga­velt­ur. Almennt hef ég ekki sungið marga bar­áttu­söngva á ferl­inum heldur kosið að láta verkin tala á því sviði. Þegar ég hóf bar­áttu mína árið 1975 á jafn litlu landi og Ísland er, varð sýni­leik­inn sterk­ari en öll orð.“

Hörður seg­ist oft hafa haft það til siðs að fara í hljóð­ver og taka upp tug söngvaskissa í einni lotu. „Ein taka á söng og ekk­ert lagað eftir á. Síðan hef ég valið úr þeim fyrir heil­stæða plötu. Síð­ast­liðið vor fór ég í hljóð­ver Vil­hjálms Guð­jóns­sonar til að taka upp nokkrar söngvaskiss­ur. Þá bar svo við að Villi finnur upp­tökur frá 1 júlí 2010. Þetta voru 16 söngv­ar, allir fjöll­uðu þeir um bar­áttu og ég hafði hreint út sagt stein­gleymt þessum upp­tök­um. Kannski engin furða þar sem ég var stuttu seinna kom­inn á ferð og flug víða um heim­inn með fyr­ir­lestra um starfs­að­ferðir mín­ar. Það sér ekki fyrir end­ann á þeirri iðju. 

En í sumar tók ég upp­tök­urnar með mér heim og hlust­aði vel á söngvana, valdi úr þeim til hljóð­blönd­unar og stefni nú að því að koma þeim út á plötu sem ég kalla DROP­AR.“    

  1.   hlust­aðu á mig                                                           
  2.   bar­áttu­söng­ur                                                            
  3.   gjald­ið                                                                                     
  4.   kuldi                                                                                           
  5.   valdið er okk­ar                                                            
  6.   hvað varðar mig um þig ver­öld?       
  7.   venju­legur mað­ur                           
  8.   þess­vegna verð ég kyrr                  
  9.   landi minn                                       
  10. til hvers?                                         
  11. upp­gjörið                                         
  12. nöld­ur­skjóða

Hörður segir þessa söngva falla að þeirri hug­mynd sem hann var með í koll­inum um að senda frá sér 3-4 verk á þessu afmæl­is­ári þegar hann fagnar 75 ára aldri. „Verk sem myndu kall­ast á við bækur mínar Bylt­ing og Tabú. Ég byrj­aði á því að senda frá mér bók­ina „75 sungnar sög­ur“ þann 1 ágúst í til­efni þessa að þá voru nákvæm­lega 50 ár frá því að ég hóf að beita mér í mann­rétt­inda­bar­áttu. Fram að því hafði ég aðeins verið að þreifa fyrir mér sem lista­mað­ur. Þarna öðl­að­ist ég djúp­stæðan til­gang í líf­inu og fékk að launum list­rænt frelsi. 

Ég velti útgáfu­málum plöt­unnar fyrir mér og fann Karol­ina Fund. Það var rétta lausn­in. Ég hafði kynnst slíkum fjár­öfl­un­ar­leiðum á ferða­lögum mínum sér­stak­lega á Nýja Sjá­landi þar sem komin er löng og góð reynsla á þessa fjár­mögn­un­ar­að­ferð. Karol­ina Fund er snöll lausn og á örugg­lega eftir að fara vax­andi í fram­tíð­inn­i.“

Vinyl­platan DROPAR verður gefin út í 250 ein­tökum og verður ekki sett á tón­list­ar­veit­u. 

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk