Michael Moore reyndi að heimsækja hvítflibbafanga á Kvíabryggju

Ísland er í aðalhlutverki í nýjustu heimildarmynd Michael Moore. Þar er m.a. fjallað um uppgjör Íslands við efnahagshrunið og fangelsismál á Íslandi.

Michael Moore fyrir utan Keflavíkurflugvöll þegar hann yfirgaf landið í maí 2015.
Michael Moore fyrir utan Keflavíkurflugvöll þegar hann yfirgaf landið í maí 2015.
Auglýsing

Ísland leikur stórt hlut­verk í nýrri heim­ild­ar­mynd ­kvik­mynda­gerð­ar­manns­ins Mich­ael Moore, sem sýnd hefur verið á kvik­mynda­há­tíð­u­m í haust og var frum­sýnd völdum hluta almenn­ings á Þor­láks­messu. Hún verður í sýn­ingu í eina viku til að vera gjald­geng til Ósk­arsverð­launa næsta árs en verður svo tekin aftur úr sýn­ingu þangað til í febr­ú­ar. Mynd Moore heitir Where to Invade next og með henni vildi Moore að kynna það besta í Evr­ópu fyrir sam­löndum sín­um. Í mynd­inni ferð­ast Moore til­ Ís­lands, Finn­lands, Nor­egs, Ítalíu og fleiri landa til að stela góðum hug­mynd­um land­anna sem virka við sam­fé­lags­upp­bygg­ingu í þeim til­gangi að flytja þær með­ ­sér aftur til Banda­ríkj­anna. Myndin er ein þeirra heim­ild­ar­mynda sem kemur til­ ­greina þegar til­nefn­ingar til Ósk­arsverð­launa fyrir bestu heim­ild­ar­mynd á næst­u verð­launa­há­tíð.



Moore dvaldi hér­lendis í maí síð­ast­liðnum og hvíldi mik­il ­leynd yfir ástæðum þess að kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn var staddur hér­lend­is. Hann hitti þó margt fólk og á meðal þeirra sem Moore fund­aði með á meðan að á t­veggja daga dvöl hans stóð voru Jón Gnarr, fyrrum borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­, Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, fjár­festir­inni Halla Tóm­as­dótt­ir, Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, Haf­dís Jóns­dóttir í World Class, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, ­fyrrum for­seti Íslands og Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari. Egg­ert Skúla­son, rit­stjóri DV, greindi frá því í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 2 á með­an að  Moore var hér­lendis að hann hefð­i vakið hann með sím­tali þá um morg­un­inn og til stæði að þeir ættu fund síð­ar­ ­sama dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans varð aldrei af þeim fundi.

Reyndu að ná tali af útrás­ar­vík­ingum

Mikil leynd hvíldi yfir ástæðum þess að Moore kom til Íslands­ og héldu ýmsir íslenskir fjöl­miðlar því upp­haf­lega fram að hann væri að vinna að heim­ild­ar­mynd um íslenska heil­brigð­is­kerfið. Það reynd­ist ekki rétt.

Auglýsing

Hér­lendis kynnti Moore, og fjöl­mennt teymi hans, sér meðal ann­ars stöðu jafn­rétt­is­mála, póli­tískan akti­visma sem hef­ur skilað grund­vall­ar­breyt­ingum í stjórn­mál­um, fang­els­is­mál og upp­gjör Íslands við efna­hags­hrun­ið. Í tveimur síð­ar­nefndu hlut­unum fólst meðal ann­ars að Moor­e ræddi við Ólaf Þór Hauks­son, sér­stakan sak­sókn­ara, auk þess sem fram­leiðsluteymi hans reyndi að fá við­tal við þá banka­menn sem hlutu dóma í Al Than­i-­mál­inu sem nú afplána langa fang­els­is­dóma á Kvía­bryggju og vildu fá að heim­sækja hið opna fang­elsi. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans vildu þeir ekki ræða við ­kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn og reynt var að koma í veg fyrir að aðstoð­ar­fólk hans ­færi að Kvía­bryggju til að mynda. Sú við­leitni skil­aði þó ekki árangri. Þá ­reyndi teymi Moore að ná sam­bandi við aðra íslenska banka- og við­skipta­menn sem léku stórt hlut­verk í risi og falli íslenska efna­hagsund­urs­ins á árunum fyr­ir­ og eftir banka­hrun.

Moore er einn þekkt­asti heim­ild­ar­gerð­ar­maður í heimi og hefur vakti fyrst athygli fyrir mynd­ina á Roger and Me, sem fjallað áhrif þess að General Motors lok­aði verk­smiðjum sínum í heima­borg Moore, Flint í Michig­an-­fylki. Hann hlaut síðan Ósk­arsverð­laun fyrir heim­ild­ar­mynd­ina Bowl­ing ­for Col­umbine, sem fjall­aði um hræði­leg fjöldamorð tveggja skóla­pilta í bæn­um Col­umbine og byssu­menn­ing­una í Banda­ríkj­un­um.



Árið 2004 kom svo út myndin Fahren­heit 9/11, sem fjallar um ­Banda­ríkin í kjöl­far árásanna sem áttu sér stað 11. sept­em­ber 2001. Sér­stöku ­ljósi var beint að George W. Bush, for­seta lands­ins, og sam­bandi fjöl­skyld­u hans við Osama Bin Laden, sem bar ábyrgð á árás­un­um. Myndin var gríð­ar­lega ­um­deild en feyki­vin­sæl og fékk meðal ann­ars æðstu verð­laun ­kvik­mynda­há­tíð­ar­innar í Cann­es, Gullpálmann. Fahren­heit 9/11 er enn þann dag í dag sú heim­ild­ar­mynd sem hefur halað inn mestar tekjur í sög­unni, en í ágúst 2012 hafði hún tekið inn meira en 200 millj­ónir dala, um 26,4 millj­arða króna. Árið 2005, þegar athyglin vegna Fahren­heit 9/11 var sem mest, var Moore á lista ­tíma­rits­ins Time yfir 100 áhrifa­mesta fólk í heimi.

Þekkt­ustu myndir sem Moore hefur gert síðan eru Sicko og Capital­ism: A love story. Hann hefur auk þess skrifað fjöl­margar bækur og gert ­þrjár sjón­varps­þátt­arað­ir.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None