Tekjur streymisveitna nægja enn ekki til að bæta upp samdrátt í sölu

Tónlistarmenn og útgefendur hafa ekki farið varhluta af breyttum aðstæðum í útgáfu á síðastu áratugum. Eftir að geisladiskasala féll hefur verið von um að niðurhal og streymi muni vega upp á móti samdrætti í sölunni.

Gríðarlega hefur dregið úr sölu á geisladiskum undanfarin ár en salan náði hámarki árið 1999.
Gríðarlega hefur dregið úr sölu á geisladiskum undanfarin ár en salan náði hámarki árið 1999.
Auglýsing

Útgáfa og sala geisla­diska og platna hér­lendis hefur dreg­ist stór­lega saman á und­an­förnum árum en útgáfum hefur fækkað um helm­ing frá því er best lét um mið­bik síð­asta ára­tug­ar. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. 

Sam­dráttur í sölu ein­taka og verð­mæti frá útgef­endum og dreif­endum hefur verið enn meiri. Frá alda­mótum lætur nærri að seldum ein­tökum hafi fækkað um 87 af hundraði og sölu­verð­mæti lækk­aði um 80 af hundraði reiknað á föstu verð­lag­i. 

Guð­rún Björk Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri STEFs Sam­band tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar, segir að þessar fréttir komi ekki á óvart. Þetta rími við þær upp­lýs­ingar sem sam­tökin eru með en hún bendir þó á að sá hluti tón­list­ar­geirans sem snýr að nið­ur­hali og streymi hafi vaxið mikið á und­an­förnum árum. 

Auglýsing

87.000 manns nota Spotify á Íslandi

Guðrún Björk BjarnadóttirEftir nið­ur­sveiflu á árunum 1999 til 2014 byrj­aði mark­að­ur­inn aftur að vaxa árið 2015 og hefur verið í vexti síð­an. Guð­rún Björk segir að mik­ill fjöldi fólks á Íslandi nýti nú Spotify en um 66.000 manns greiði nú fyrir þjón­ust­una í land­inu og 21.000 noti hana án gjalds. Um 9.000 af áskrif­endum séu í fjöl­skyldu­ákrift og megi þess vegna ætla að enn fleiri nýti sér streym­isveit­una.

Í frétt Hag­stof­unnar segir aftur á móti að ört vax­andi tekjur af nið­ur­hali og streymi á tón­list hin allra síð­ustu ár vegi lítið upp á móti þeim sam­drætti sem orðið hefur í tekjum af sölu tón­list­ar.

 Frá 1979 og fram til 1991, er útgáfum tók að fjölga umtals­vert með til­komu geisla­disks­ins, voru að jafn­aði gefin út innan við 70 hljóð­rit árlega . Útgáfan náði hámarki árið 2006, en það ár voru útgefnir titlar 299 að tölu. Síðan hefur útgefnum titlum fækkað nær sam­fellt, en árin 2014 og 2015 voru útgáf­urnar 142 og 138 hvort ár, eða víð­líka fjöldi og í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins.

Árið 2016 seld­ust hér á landi 112 þús­und ein­tök geisla­diska og hljóm­platna sam­an­borið við 868 þús­und ein­tök árið 1999 þegar fjöldi seldra ein­taka náði hámarki. Frá árinu 2005 hefur seldum ein­tökum fækkað sam­fellt eða úr 823 þús­undum árið 2005. 

Sala platna og diska í staf­rænu formi dugar ekki

Heild­ar­verð­mæti seldra geisla­diska, hljóm­platna og staf­rænna skráa á síð­asta ári nam 455 millj­ónum króna, eða innan við þriðj­ungi af sölu­verð­mæti árs­ins 1999, reiknað á verð­lagi þess árs. Á síð­asta ári varð í fyrsta sinn í mörg ár lít­il­leg aukn­ing í sölu­and­virði tón­listar frá fyrra ári. Stafar það af sífellt auknu vægi sölu á staf­rænum skrám af heild­ar­sölu platna og geisla­diska. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni hefur til­koma sölu platna og diska í formi staf­rænna skráa í nið­ur­hali og streymi þó engan veg­inn dugað til að vega upp á móti þeim sam­drætti sem orðið hefur í sölu geisla­diska og hljóm­platna. Frá árinu 2010 er tölur voru fyrst teknar saman um sölu­verð­mæti staf­rænna skráa nemur sala þeirra stöðugt stærri hluta af hljóð­rita­söl­unni talið í verð­mæt­um, eða frá um sex af hundraði árið 2010 í 60 af hundraði af sölu síð­asta árs.

Of fáir hlusta á íslenska tón­list á Spotify

Vanda­mál­ið, að mati Guð­rúnar Bjark­ar, er hins vegar að íslenskir not­endur Spotify nota veit­una síður til að hlusta á íslenska tón­list en talið er að um 6,7 pró­sent af streymi á Íslandi séu frá íslenskum höf­und­um. Hún segir að nokkur breyt­ing hafi þó orðið á þessu ári en með vin­sældum íslenskra rapp­ara á Spotify virð­ist þetta hlut­fall fara hækk­and­i. 

En þrátt fyrir að tón­list­ar­veitur komi ekki í stað­inn fyrir plötu­sölu þá bendir Guð­rún Björk á að áður en þær komu til sög­unnar ein­kennd­ist geir­inn mikið af sjó­ræn­ingja­starf­semi og þjófn­aði á net­inu. Hún segir að þessar nýju aðstæður séu betri því þá sé alla­vega ein­hver til að semja við. 

Aðrar veitur á borð við Face­book og YouTube stjórna einnig umferð tón­listar á net­inu. Að mati Guð­rúnar er mik­il­vægt að laga lagaum­hverfði til að texta- og laga­höf­undar fái greitt fyrir þá notkun sem þar á sér stað en evr­ópsk höf­unda­rétt­ar­sam­tök séu að berj­ast fyrir slíkum breyt­ingum innan ESB. Ekki sé sann­gjart að fá lítið eða ekk­ert end­ur­gjald fyrir það efni sem þessar stóru veitur streyma.

Rekstur STEFs hefur þó gengið ágæt­lega und­an­farin ár, að sögn Guð­rúnar Bjark­ar. Sam­tökin hafi aukið tekjur á öðrum svið­um, til að mynda erlendis frá. Í heild­ina litið hafi því tekjur tón­höf­unda í gegnum STEF auk­ist ár frá ári þrátt fyrir hrun á sölu hljóm­platna. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent