Skýjaspilunarfyrirtæki tilkynnir tveggja milljóna evra fjármögnun

Markmið nýs samnorræns tölvuleikjafyrirtækis með aðsetur á Íslandi og Finnlandi er að skapa fyrsta opna fjölnotendaheiminn sem byggður er frá grunni til að spilast í skýi.

Teymið sem kemur að vinnunni.
Teymið sem kemur að vinnunni.
Auglýsing

Nýtt sam­nor­rænt tölvu­leikja­fyr­ir­tæki var kynnt í dag sem ber nafnið Main­frame Industries en það er með starf­semi í Helsinki og Reykja­vík. Fyr­ir­tækið er stofnað af þrettán reynslu­miklum ein­stak­lingum úr tölvu­leikja­iðn­að­inum sem hafa meðal ann­ars komið að leikjum á borð við EVE Online, Alan Wake and The Walking Dead: No Man’s Land. Mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins er að skapa fyrsta opna fjöl­not­enda­heim­inn sem byggður er frá grunni til að spil­ast í skýi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Stofn­endur Main­frame Industries eru Börkur Eiríks­son, Kjartan Pierre Emils­son, Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, Fri­d­rik Har­alds­son, Reynir Harð­ar­son, Sulka Haro, Krist­ján Valur Jóns­son, Jyrki Korpi-Anttila, Saku Lehtinen, Ansu Lönn­berg, Eetu Martola, Vig­fús Ómars­son og Jón Helgi Þór­ar­ins­son.

Þor­steinn Gunn­ars­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Main­frame, segir við til­efnið að við­skipta­tæki­færin og mögu­leikar til sköp­un­ar, sem spilun í ský­inu bjóði upp á fyrir fjöl­not­enda­leiki, séu langt umfram það sem menn geta upp­lifað á skjáum sínum í dag. „Við erum ótrú­lega spennt að afhjúpa þessa sam­nor­rænu brú sem tengir saman stofn­enda­teymi með þá reynslu frá AAA, MMO og far­síma­leikjum sem þarf til að hanna þann leik sem okkur hefur dreymt um að gera alla okkar ævi.”

Auglýsing

Ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að spilun í ský­inu leyfi aðgang að leik frá tækjum af ýmsum gerðum og stærð­um, allt frá hröðum 5G far­síma­net­um, PC leikja­tölvum og sjón­vörp­um. Það sé sann­fær­ing Main­frame að þessi sam­gangur sam­fé­lags­miðla og leikja yfir skýið og niður á þau tæki sem henta hverjum og einum muni bjóða upp á ótal ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði.

„Mögu­leik­inn fyrir Main­frame að geta boðið upp á sömu gæði upp­lif­unar á hverskyns far­símum og sjón­varps­tækj­um, sem ein­ungis var áður hægt að ná á öfl­ugum PC leikja­vél­um, þýðir að við getum hannað vissa hluta af leiknum í ský­inu sem krefj­ast meiri reikni­afls og umfangs líkt og flókin eðl­is­fræði- og gervi­greind­ar­lík­ön. Þannig er hægt að bjóða upp á upp­lifun sem er ekki skorðuð við það tæki sem notað er til að nálg­ast hana,“ segir Þor­steinn.

5G mun leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum

Main­frame til­kynnir jafn­framt 2 millj­óna evru fjár­mögnun frá tækni- og leikja­sjóðum eins og Mak­i.vc, Play Ventures, Crowberry Capi­tal og Sisu Game Ventures. Í fram­haldi af því hafa Harri Manni­nen og Hekla Arn­ar­dóttir tekið í sæti í stjórn og Samuli Syvähuoko skip­aður stjórn­ar­for­mað­ur.

Ilkka Kivimäki, stofn­andi hjá Mak­i.vc, segir að þau séu sann­færð um að 5G muni leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum þar sem spil­arar geti nálg­ast leiki auð­veld­lega og spilað með lágum við­bragðs­tíma, sem muni hagn­ast þeim í auknu aðgengi, deili­mögu­leikum og auknu fram­boði. „Norð­ur­löndin hafa áður sýnt og sannað styrk sinn í leikja­gerð og við teljum að sterkt sam­nor­rænt stofn­enda­teymi Main­frame sé í lyk­il­stöðu til að nýta sér þessa nýju mögu­leika.”

Leikir end­ur­skil­greindir

Samuli Syvähuoko, með­stofn­andi hjá Sisu Game Ventures, greinir frá því að það sem hafi dregið hann að þessu ævin­týri sé sú botn­lausa ástríða hjá teym­inu til að víkka út sjón­deild­ar­hring­inn og end­ur­skil­greina hvað „við köllum leik­i.“

„Önnur umbylt­ing sem mig langar að verða vitni af með Main­frame er hvernig hin hefð­bundna leið að laða inn not­endur muni gjör­breyt­ast með spilun í ský­inu, þar sem hver aug­lýs­ing sem þú sérð er í raun leik­ur­inn sjálf­ur, til­bú­inn til spil­unar þá og þeg­ar,” segir Syvähuoko að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent