Börnin sem munu „fylla skörðin“ í atvinnulífinu

Innflytjendamál og lýðfræði eru til umfjöllunar í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

„Valið snýst þá um hvort íslenska þjóðin vill fremur eign­ast eigin börn eða fá börn ann­arra til þess að fylla í skörðin í atvinnu­líf­inu og sjá fyrir þeim sem eru orðnir gaml­ir. Inn­flytj­endum fylgir fjöl­breytt­ara mann­líf, þeir koma með aðra siði og venjur og eru yfir­leitt dugn­að­ar­fólk.“

Þetta segir í grein Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors, sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. Í grein­inni fjallar hann um inn­flytj­enda­mál og lýð­fræði, og hvernig þessi mál­efni skoð­ast út frá hag­fræði­legu sjón­ar­horni, bæði á alþjóða­vett­vangi og á Ísland­i. 

Í grein­inni segir meðal ann­ars:

Auglýsing

„Í byrjun árs 2018 voru 43.736 inn­flytj­endur á Íslandi sem er 12.6% mann­fjöld­ans skv. tölum Hag­stof­unn­ar.  Við þetta bæt­ast börn inn­flytj­enda sem voru 4.861 í byrjun 2018, alls voru þetta þá 48.597 ein­stak­lingar sem gerir 13,9% af mann­fjöld­an­um. Af inn­flytj­endum eru Pól­verjar fjöl­mennast­ir, alls 38,8% allra inn­flytj­enda. 

Mik­ill fjöldi inn­flytj­enda síð­ustu árin og hærri fæð­ing­ar­tíðni en í flestum öðrum Evr­ópu­ríkjum hefur komið í veg fyrir aukna fram­færslu­byrði af eldri borg­ur­um. Efri hluti mynd­ar­innar hér að neðan sýnir hvernig byrðin – skil­greind sem hlut­fall fjölda fólks yfir 65 ár aldri og þeirra sem eru á milli 15 og 64  ára – hefur farið vax­andi ann­ars stað­ar, mest í Jap­an, þá í Þýska­landi. Hér á landi er hún lægri og hefur hækkað minna. Hins vegar er því spáð að hún fari vax­andi næsta ára­tug­inn eins og sést á neðri helm­ingi mynd­ar­inn­ar. Vax­andi hluti þjóð­ar­inn mun þá vera á eft­ir­laun­um.

Hvað er til ráða?

Hver full­orð­inn ein­stak­lingur verður að gera það upp við sig hvort hann eða hún vilji eign­ast börn. Með vax­andi menntun og auknum tæki­færum má búast við því að fleiri kjósi að eign­ast færri börn, jafn­vel eng­in. Þessi þróun er ára­tuga gömul í Evr­ópu og hennar er farið að gæta hér á landi. Öldrun sam­fé­laga er hins vegar óæski­leg vegna þess að hún bitnar á nýsköp­un, sparn­aði og fjár­fest­ingu og leiðir þannig til stöðn­un­ar. Lífs­kjör versna vegna minni hag­vaxtar og einnig vegna auk­innar fram­færslu­byrði af þeim sem eru farnir af vinnu­mark­að­in­um.

Fyrstu við­brögð gætu verið þau að tengja eft­ir­launa­aldur við lífslíkur þannig að hann hækki reglu­lega ef lífslíkur aukast. Þetta hefur lengi verið gert í Dan­mörku, svo dæmi sé tek­ið. Með því að hækka eft­ir­launa­ald­ur­inn er hægt að draga úr aukn­ingu greiðslu­byrðar sem stafar að auknu lang­lífi.

Önnur við­brögð væru að auka enn fjár­hags­legan stuðn­ing við barna­fjöl­skyldur og gera for­eldrum ungra barna auð­veldar fyrir að sam­eina þátt­töku á vinnu­mark­aði og upp­eldi barna. Hag­fræð­ing­arnir Gunnar og Alva Myr­dal héldu því fram að sænska vel­ferð­ar­ríkið væri hannað til þess að gera vinn­andi konum kleift að verða mæður og slík við­horf hafa fylgt íslenska kerf­inu. Æski­legt væri að halda áfram á þeirri braut að skipu­leggja fæð­ing­ar­or­lof, leik­skóla og grunn­skóla með það að mark­miði að sem flestir vilji leggja sitt fram við fjölgun þjóð­ar­inn­ar. 

Ef fæð­ing­ar­tíðni hækkar ekki hér á landi á næstu árum og ára­tugum og lang­lífi eykst enn frekar mun það kalla á aðflutn­ing erlends vinnu­afls. Þessi þróun ger­ist á hinum Evr­ópska vinnu­mark­aði sem Ísland er á þótt engin stjórn­valds­á­kvörðun sé tek­in. Þannig verða litlir árgangar á vinnu­mark­aði til þess að fyr­ir­tæki ráða erlent vinnu­afl eins og þau hafa gert í stórum stíl hér á landi und­an­farin ár.  

Myndin hér að neðan sýnir tengsl fjölda inn­flytj­enda (sem hlut­fall af íbúa­fjölda) og frjó­semi sextán árum áður fyrir 23 ríki frá árunum 1984-2014 (byrj­un­arár mis­mun­andi eftir lönd­um). Nið­ur­hallandi sam­band segir okkur að mestur aðflutn­ingur fólks frá öðrum löndum var þar sem frjó­semi var minnst 16 árum áður. Inn­flytj­endur koma þannig í stað­inn fyrir þá sem ekki fædd­ust nærri tveimur ára­tugum áður.

Valið snýst þá um hvort íslenska þjóðin vill fremur eign­ast eigin börn eða fá börn ann­arra til Innflytjendur.þess að fylla í skörðin í atvinnu­líf­inu og sjá fyrir þeim sem eru orðnir gaml­ir. Inn­flytj­endum fylgir fjöl­breytt­ara mann­líf, þeir koma með aðra siði og venjur og eru yfir­leitt dugn­að­ar­fólk.



Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér. 















Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent