Hugverkarisar vilja að Alþingi stigi „skrefinu lengra og ráðast þannig í stórsókn í nýsköpun“

Stærstu hugverkafyrirtæki landsins hvetja stjórnvöld til þess að hækka endurgreiðsluhlutfall og þak vegna rannsókna og þróunar enn meira en stefnt sé að. Það muni „skipta sköpum fyrir viðspyrnu íslensks atvinnulífs á þessum óvissutímum.“

nýsköpunarcollage.jpg
Auglýsing

For­svars­menn fjög­urra af stærstu hug­verka­fyr­ir­tækjum sem orðið hafa til á Íslandi, Mar­el, Öss­ur, Origo og CCP, fagna þeim aðgerðum sem rík­is­stjórnin hefur boðað til að styðja frekar við nýsköpun á Íslandi. Þau hvetja hins vegar Alþingi til að „stíga skref­inu lengra og ráð­ast þannig í stór­sókn í nýsköp­un, það mun skila sér marg­falt til baka til rík­is­sjóðs og í fleiri eft­ir­sóttum störfum á Ísland­i.“

Þetta kemur fram í umsögn um annan aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sem þau Guð­björg Heiða Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Mar­el, Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Öss­ur­ar, Finnur Odds­son, for­stjóri Origo og Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, skrifa sam­eig­in­lega. 

Í aðgerð­ar­pakk­anum var boðað að ráð­ast í sér­stakar aðgerðir til að örva nýsköpun og sprota­starf­semi. End­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar (R&Þ) verða hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent og þakið á kostn­aði sem má telja fram til frá­dráttar fer að óbreyttu úr 600 í 900 millj­ónir króna.

Auglýsing
Þá verður bætt við greiðslum í nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna sem verða sér­stak­lega eyrna­merktar sprota­fyr­ir­tækj­um. Fram­lög í Kríu frum­kvöðla­sjóð, íslenskan hvata­­sjóð nýsköp­un­­ar­drif­ins frum­kvöð­uls­starfs sem kynntur var til leiks í lok nóv­em­ber í fyrra, verða hækkuð um 1,1 millj­arð króna. Auk þess verður heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í vís­i­sjóðum auk­in. Í dag mega þeir eiga allt að 20 pró­sent í slíkum sjóðum og þarf því aðkomu að lág­marki fimm líf­eyr­is­sjóða til að stofna vís­i­sjóð.

Skortur á burð­ugum hug­verka- og hátækni­fyr­ir­tækjum

Í umsögn fjór­menn­ing­anna kemur fram að ítrekað hafi verið bent á það á und­an­förum árum að ekki nægi­lega mörg burðug hug­verka- og hátækni­fyr­ir­tæki kom­ist á lagg­irnar hér á landi. Aðgerð­irnar sem hafa verið boð­aðar muni án efa auka lík­urnar á að svo verði. Þrátt fyrir það hvetja þau efna­hags- og við­skipta­nefnd, sem er með frum­varp um aðgerð­irnar til umfjöll­un­ar, ein­dregið til að gera „breyt­ingar á frum­varp­inu og ganga lengra bæði hvað varðar end­ur­greiðslu­hlut­fall og þak vegna R&Þ. Það mun hafa jákvæð áhrif á atvinnu­sköpun til skemmri og lengri tíma og skipta sköpum fyrir við­spyrnu íslensks atvinnu­lífs á þessum óvissu­tím­um.“

Þau segja að aðgerð­irnar nú séu að mörgu leyti rök­rétt fram­hald á þeim stefnu­málum sem fram koma í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar var meðal ann­ars kynnt að stefnt væri að afnámi þaks vegna end­ur­greiðslu á R&Þ á kjör­tíma­bil­inu. Rík­is­stjórnin hafi stigið sitt fyrsta skref í átt að þessu mark­miði þegar ákveðið var að tvö­falda þakið vegna R&Þ fyrir árið 2019. Sú breyt­ing hafi þýtt að fyr­ir­tækin fjögur gátu sótt fram af meiri krafti en ella á starfs­stöðvum sínum á Íslandi.

Telja fyrri breyt­ingar hafa skipt sig sköpum

Breyt­ingin hafi til að mynda mikil áhrif á þá ákvörðun CCP að stækka þró­un­arteymi sitt á tölvu­leiknum EVE Online á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík úr um 80 starfs­mönnum í 130. 

Marel hefur nýtt sér end­ur­greiðslu­kerfið fyrir fjöl­breytt og umfangs­mikil rann­sókna- og þró­un­ar­verk­efni síð­ast­liðin tíu ár sem krefj­ast mik­illar sér­fræði­þekk­ingar á hinum ýmsu fagsvið­um. Á þessum ára­tug hefur stöðu­gildum í vöru­þró­un­ar­ein­ingu Marel á Íslandi fjölgað um rúm­lega 100 pró­sent, eða úr 87 í 180. 

Össur starf­rækir þró­un­ar­starf á fimm starfs­stöðvum í Banda­ríkj­unum og víðs vegar um Evr­ópu og þar á meðal í löndum þar sem veittur er fjár­hags­legur stuðn­ingur við rann­sóknir og þró­un. Öflug sókn­ar­stefna til stuðn­ings nýsköp­unar á Íslandi muni auka tals­vert við sam­keppn­is­hæfni lands­ins og hvetja til upp­bygg­ingar hér. „Þró­un­ar­starf fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi hefur skilað flestum af þeim vörum sem staðið hafa undir vexti í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu tvo ára­tugi og hefur haft gríð­ar­lega jákvæð áhrif á stoð­tækja­iðn­að­inn á heims­vísu. Virkni stoð­tækja sem og aðgengi að þeim hefur fleygt fram og hefur Össur þar verið í far­ar­broddi. Þegar kemur að fjár­fest­ingum í þróun á tölvu­stýrðum stoð­tækj­um, sem sam­svara u.þ.b. fjórð­ungi af þró­un­ar­starfi á Íslandi, hafa stöðu­gildi hér á landi tvö­fald­ast á síð­ustu 5 árum og kostn­aður auk­ist um 136% á því tíma­bili. Fjár­fest­ing í þróun á þeim vörum á þessu tíma­bili hefur numið 2,6 millj­örðum kr. en árleg end­ur­greiðsla vegna þró­un­ar­starfs í heild sinni verið á bil­inu 60-120 millj­ónir kr. Með til­komu hærri end­ur­greiðslna vegna þró­un­ar­starfs hefur Össur tæki­færi til að tryggja þró­un­ar­starf á Íslandi, sækja enn frekar fram og nýta þann mannauð og þekk­ingu sem hefur búsetu hér á land­i.“

Auglýsing
Hjá Origo hafi auknar end­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar stuðlað að því að fyr­ir­tækið leggur nú veru­lega meira í þró­un­ar­starf á ári hverju, eða tæp­lega einn millj­arð hvert ár. „Fyrir Origo breytir aukin end­ur­greiðsla núna ákvörð­unum sem verið er að taka þessa dag­ana, gerir fyr­ir­tæk­inu kleift að halda fleiri störfum við, mildar aðgerðir í við­bragði við COVID og kemur von­andi í veg fyrir upp­sagn­ir. Þá við­heldur þessi breyt­ing einnig hraða í þró­un­ar­starfi og um leið verð­mæta­sköpun sem ann­ars hefði verið hægt á. Mik­il­vægur þáttur í rekstr­ar­sögu Origo und­an­farin ár var upp­bygg­ing og sala Tempo en fram­an­greindir hvatar skiptu þar miklu máli. Tölu­verðir mögu­leikar eru á því að sú saga verði end­ur­tekin í sumum þeirra verk­efna sem nú eru í vinnslu hjá Origo og er þeim mögu­leikum hraðað vegna áherslna stjórn­valda á þró­un­ar­starf.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent