Vilji Bjarna að hvorki tilnefna né samþykkja Þorvald Gylfason sem ritstjóra

Bjarni Benediktsson segir að hann beri ábyrgð á því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki verið tilnefndur né samþykktur sem ritstjóri hagfræðisrits. Sýn og áherslur Þorvalds í efnahagsmálum styðji ekki við stefnumótun ráðuneytis sem hann stýri.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að þegar hann hafi heyrt stungið upp á því að Þor­valdur Gylfa­son, pró­fessor í hag­fræði, yrði gerður að rit­stjóra rits­ins Nor­dic Economic Policy Review þá hefði hann verið afar skýr um að hann kæmi ekki til greina. Hann telji enda að „sýn og áherslur Þor­valdar Gylfa­sonar í efna­hags­málum geti engan veg­inn stutt við stefnu­mótun ráðu­neytis sem ég stýri.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Bjarni birti á Face­book. 

Þar segir Bjarni enn fremur að starfs­menn ráðu­neyta starfi í umboði og á ábyrgð ráð­herra. „Þótt ekki séu öll sam­skipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu til­viki end­ur­spegl­ast vilji minn um að til­nefna hvorki né sam­þykkja Þor­vald Gylfa­son til þess­ara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá mögu­leiki og eng­inn nefnt hann við mig.“

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að starfs­­maður fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­mála­ráðu­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­nefnd­­ar­innar að ráðu­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­valdur Gylfa­­son, hag­fræð­i­­pró­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­stjóri nor­ræna fræða­­tíma­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Ástæðan sem ráðu­­neytið gaf upp var sú að Þor­­valdur hefði verið og væri enn, sam­­kvæmt bestu vit­­neskju ráðu­­neyt­is­ins, for­­maður stjórn­­­mála­afls. Hann væri því of póli­­tískt virkur til þess að ráðu­­neytið gæti stutt að hann yrði rit­­stjóri fræða­­tíma­­rits­ins. 

Auglýsing
Í því svari studd­ist ráðu­neytið við rangar upp­­lýs­ing­­ar, sem það segir að hafi verið að finna á Wikiped­i­a-­­síðu um Þor­­vald. Ráðu­neytið hefur beðist vel­virð­ingar á því og leið­rétti rang­­færsl­­urnar um pró­­fess­or­inn í tölvu­­pósti, sem sendur var á þá sem fengu upp­­runa­­lega póst­­inn, 29. nóv­­em­ber.

Segir nafn­grein­ingu starfs­manns ósmekk­lega

Í gær nafn­greindu nokkrir fjöl­miðlar starfs­mann ráðu­neyt­is­ins sem sendi póst­inn þar sem afstaða íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins var komið á fram­færi. Bjarni segir í stöðu­upp­færsl­uni  að starfs­mað­ur­inn hafi verið settur í for­grunn og nafn­greindur á mjög ósmekk­legan hátt vegna ákvörð­unar sem var ekki á nokkurn hátt hans. 

Hann segir að um ákvörð­un­ina sé fjallað í starfs­hópi sér­fræð­inga í fjár­mála­ráðu­neytum Norð­ur­land­anna. „Starfið er ekki aug­lýst, heldur fer fram umræða í hópnum um þá ein­stak­linga sem hvert ráðu­neyti leggur til. Engar sér­stakar hæfn­is­kröfur eru gerðar aðrar en þær að við­kom­andi njóti trausts allra sem að val­inu koma. Full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins lagði fyrir mína hönd til konu sem hefur mikla reynslu af störf­um, rann­sóknum og skrifum á þessu fræða­sviði. Til vara voru tvö önn­ur. Hvor­ugt þeirra var Þor­valdur Gylfa­son.“

Bjarni leggur áherslu á að ákvörðun um ráðn­ingu sé tekin sam­hljóða og að kraf­ist sé sam­sinnis allra fyrir ráðn­ingu. „Ekk­ert slíkt sam­þykki lá fyrir þann 1. nóv­em­ber sl., þegar Þor­valdi á að hafa verið boðin vinn­an, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tím­ann verið nefnt við full­trúa fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri upp­á­stungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þor­valdar Gylfa­sonar í efna­hags­málum geti engan veg­inn stutt við stefnu­mótun ráðu­neytis sem ég stýri.“

Sjálf­sagt að mæta fyrir þing­nefnd

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hefur farið fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd­ina og rök­styðji þar af hverju Þor­valdur hafi ekki fengið starf­ið. Bjarni segir það meira en sjálf­sagt að mæta og rekja sín sjón­ar­mið nán­ar. „Þá gefst mögu­lega tæki­færi til að fara nánar ofan í saumana á því hvers vegna ég tel Þor­vald Gylfa­son tæp­lega eiga sam­leið með mínu ráðu­neyti í þessu verk­efni eða yfir­höfuð um önnur stefnu­mark­andi mál. Það verður þá í fyrsta sinn sem ég ræði um mögu­legt sam­starf við Þor­vald Gylfa­son en ekki þarf að leggj­ast í mikla rann­sókn­ar­vinnu til að finna út hvaða hug Þor­valdur hefur borið til þeirra rík­is­stjórna sem ég hef setið í und­an­farin ár. Ef þörf krefur skal farið betur yfir það fyrir þing­nefnd.

Ég mun þá einnig kalla eftir því hvernig full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar telur það óeðli­leg afskipti af ráðn­ingu rit­stjóra Nor­dic Economic Policy Review að fjár­mála­ráðu­neytið sam­þykki ekki umyrða­laust hug­mynd­ina um Þor­vald Gylfa­son. Ekki að ég efist um að hæfn­is­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar hafi borið Þor­vald saman við aðra til­nefnda, en dugar það eitt og sér? Og hvers eiga aðrir þeir sem óform­leg til­laga var gerð um að gjalda?“

Ísland ekki eina ríkið sem ekki féllst á til­lög­una

Bjarni segir að lokum að þegar til kast­anna hafi komið hafi Ís­land ekki verið eina ríkið sem ekki féllst á til­lögu um ráðn­ingu Þor­valdar Gylfa­son­ar. 

Um það hefðu starfs­menn nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar upp­lýst Þor­vald. „En telji hann sig eiga eitt­hvað inni vegna óupp­fylltra vænt­inga þarf hann að reka þau mál við þann sem sendi honum þetta meinta atvinnu­til­boð, - í full­komnu heim­ild­ar- og umboðs­leysi. Mögu­lega mun hann njóta full­tingis ein­hverra þing­manna Sam­fylk­ing­ar, jafn­vel Pírata, á þeirri leið. Spurn­ing er bara hvort það væru ekki óeðli­leg afskipti af þeirra hálfu af ráðn­ingu í starf sem aldrei hefur verið aug­lýst.“

Það er senni­lega til vitnis um það að allt er að kom­ast í sitt fyrra horf, þegar atvinnu­mál hag­fræð­ings og fyrr­ver­and­i...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Thurs­day, June 11, 2020

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent