Ætla að meta árangur af stórauknum styrkjum til rannsókna og þróunar á næsta ári

Fjárlaganefnd ætlar að meta árangur og skilvirkni af auknum framlögum til nýsköpunar, sem hafa hækkað um tólf milljarða á átta árum. Hækka þarf framlag til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar um fjóra milljarða króna.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Fram­lög til nýsköp­un­ar, rann­sókna og þekk­ing­ar­greina verða aukin um 6,1 millj­arð króna frá því sem lagt var til í fjár­laga­frum­varp­inu sem var lagt fram í sept­em­ber. Um er að ræða rúm­lega 20 pró­sent hækkun á fram­lögum til mála­flokks­ins sem er hlut­falls­lega þriðja mesta hækkun allra mál­efna­sviða milli umræðna um fjár­laga­frum­varp­ið. Ástæðan er aðal­lega tví­þætt: aukn­ing á end­ur­greiðslum til kvik­mynda­gerðar um fjóra millj­arða króna vegna hækk­unar á þeim í 35 pró­sent og hækkun á styrkjum til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja um 1,3 millj­arð króna. 

Með þess­ari aukn­ing fara útgjöld rík­is­sjóðs til þessa mál­efna­sviðs í heild í 34,3 millj­arða króna og hækka um ell­efu pró­sent frá því sem þau áttu að vera þegar fjár­laga­frum­varpið var lagt fram í sept­em­ber. 

Áætl­aðir styrkir til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja hafa farið úr 1,3 millj­arði króna í 13,8 millj­arða króna á átta árum. Skatt­ur­inn hefur lýst yfir áhyggjum af því að fyr­ir­tæki séu að svindla á styrkja­kerf­inu til að fá hærri styrki, en ekk­ert hefur verið gert til að mæta þeim áhyggjum hans. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, sem sam­anstendur af nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna, segir þó að fjár­laga­nefnd stefni „að því að meta árangur og skil­virkni af auknum fjár­munum á árinu 2023.“

True Det­ect­ive kallar á millj­arða úr rík­is­sjóði

Hið aukna fram­lag til end­ur­greiðslu vegna kvik­mynda­gerðar er til komið vegna þess að sá 1,7 millj­arður króna sem búið var að heita til þeirra dugir fjarri því til að hægt verði að standa við útgreiðslur á þeim vil­yrðum sem áætluð eru á árinu 2023. Þess í stað verður heild­ar­fram­lagið 5,7 millj­arðar króna, eða rúm­lega þrisvar sinnum það sem rík­is­stjórnin áætl­aði fyrir þremur mán­uðum síð­an. 

Auglýsing
Sá kostn­aður kemur til við­­bótar við það fjár­­­magn sem þarf að sækja á fjár­­auka­lögum til að greiða til kvik­­mynda­fram­­leið­enda, aðal­­­lega erlendra, fyrir að vinna verk­efnin sín á Íslandi. Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­em­ber að það þurfi að sækja tæp­­lega 1,8 millj­­arð króna þar til við­­bótar við þann tæp­­lega 1,5 millj­­arð króna sem gert var ráð fyrir að eyða af opin­beru fé í end­­ur­greiðslur vegna kvik­­mynda­­gerðar í ár á gild­andi fjár­­lög­­um. Kostn­aður vegna end­­ur­greiðsln­anna er því rúm­­lega tvö­­faldur það sem hann var áætl­­aður í ár.

Ástæða þessa er ákvörðun stjórn­­­­­valda að hækka end­­­ur­greiðslu vegna fram­­­leiðslu­­­kostn­aðar kvik­­­mynda­fram­­­leið­enda úr 25 í 35 pró­­­sent fyrir stærri verk­efni. Rík­­­is­­­stjórnin sam­­­þykkti frum­varp Lilju D. Alfreðs­dótt­­­ur, menn­ing­­­ar- og við­­­skipta­ráð­herra, um málið í maí og það var afgreitt sem lög frá Alþingi um miðjan júní. Innan kvik­­­mynda­­­geirans er almennt talið að fram­lagn­ingu frum­varps­ins hafi verið flýtt til að tryggja að fram­­­leiðsla á fjórðu þátta­röð True Det­ect­ive færi fram hér á landi, en umfang þess er metið á níu til tíu millj­­­arða króna. Ef efri mörk þess bils verður nið­­ur­­staðan munu 3,5 millj­­arðar króna af þeim 5,7 millj­­örðum sem rík­­is­­sjóður telur sig þurfa að greiða í end­­ur­greiðslur vegna kvik­­mynda­­gerðar á næsta ári renna til banda­ríska fram­­leiðslu­­fyr­ir­tæk­is­ins HBO fyrir að taka upp þátta­röð hér­lend­is.

Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins í lið­inni viku sagði að velta íslensks kvik­mynda­iðn­aðar hafi auk­ist um 85 pró­sent á síð­ustu fimm árum og nemi nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli. Það sem af er þessu ári, fyrstu átta mán­uði árs­ins, hafi veltan auk­ist um 2,9 millj­arða króna eða um 25 pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Vel á fjórða þús­und ein­stak­linga starfi við kvik­mynda­gerð.

13,1 millj­arður króna í end­ur­greiðslur vegna nýsköp­unar

Þá þarf að sækja 1,3 millj­­arð króna til við­­bótar við það sem áður var áætlað vegna upp­­­færslu á áætlun um styrki til fyr­ir­tækja vegna rann­­sókna og þró­un­­ar. 

Nýsköp­un­­­ar­verk­efni sem hlotið hafa ­stað­­­fest­ingu frá Rannís eiga rétt á sér­­­­­stökum skatt­frá­drætti vegna rann­­­sókna og þró­un­­­ar. Með opin­berum stuðn­­­ingi er átt við skatt­frá­­­drátt og styrki frá opin­berum aðil­um, sam­an­lagt. Njóti verk­efnið opin­berra styrkja hafa þeir áhrif á fjár­­­hæð skatt­frá­­­dráttar sem fæst end­­­ur­greidd­­­ur. End­­­­­ur­greiðslu­hlut­­­­­fallið er 35 pró­­­­­sent í til­­­­­viki lít­illa og með­­­­­al­stórra fyr­ir­tækja, en 25 pró­­­­­sent í til­­­­­viki stórra fyr­ir­tækja. Há­­­­mark skatta­frá­­­­­dráttar er 385 millj­­­­­ónir króna hjá litlum og með­­­­­al­stórum fyr­ir­tækjum og 275 millj­­­­­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækj­u­m.

Auglýsing
Í fjár­­­­laga­frum­varpi næsta árs var gengið út frá því að end­­­­ur­greiðslu vegna rann­­­­sóknar og þró­unar yrði 11,8 millj­­­­arðar króna, en hún verður þá vænt­an­­lega 13,1 millj­­arður króna. Sam­­­kvæmt frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­­­son hefur lagt fram og dreift var á þingi í síð­asta mán­uði, á ekki að gera end­­­ur­greiðsl­­­urnar var­an­­­legar heldur fram­­­lengja þær út árið 2025. Þar segir að búast megi við því að kostn­aður rík­­­is­­­sjóðs verði 14,5 millj­­­arðar króna árið 2024 og 15,3 millj­­­arðar króna árið 2025.

Stuðn­­­ings­­­kerfi við nýsköp­un­­­ar­­­fyr­ir­tæki er til skoð­unar og úttektar af Efna­hags- og fram­fara­­­stofn­un­inni (OECD) og er nið­­­ur­­­stöðu hennar að vænta á árinu 2023.

Grunur um svindl

End­­­­ur­greiðsl­­­­urnar hafa hækkað gríð­ar­lega á skömmum tíma. Þær voru um 11,6 millj­arðar króna í ár en 1,3 millj­­­­arður króna 2015. Þær hafa því auk­ist um 10,3 millj­­arða króna á sjö árum og gangi áætl­anir fyrir næsta ár eftir munu þær hafa auk­ist um 11,8 millj­arða króna á átta árum. 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar segir að grund­vall­ar­breyt­ingar hafi verið gerðar í umhverfi nýsköp­unar og með efl­ingu sam­keppn­is­sjóða sem hafi laðað fram mikla krafta sem byggja undir sókn til verð­mæta­sköp­unar og fjölg­unar starfa. „Afar mik­il­vægt er að hefja vinnu við að meta árangur af auknum fjár­munum og hvert við stefn­um. Miklum vexti í mála­flokknum fylgja vaxt­ar­verkir sem nauð­syn­legt er að leggja mat á. Fjár­laga­nefnd stefnir að því að meta árangur og skil­virkni af auknum fjár­munum á árinu 2023.“

Kjarn­inn hefur greint frá því að Skatt­ur­inn hafi haft umtals­verðar áhyggjur af  fyr­ir­komu­lagi end­­ur­greiðslna vegna rann­­sókna og þró­un­ar. Á meðal þeirra áhyggja sem settar voru fram í umsögn hans til Alþingis fyrir einu og hálfu ári síðan var að mikil þörf væri á eft­ir­liti með útgreiðslu styrkj­anna meðal ann­­ars vegna þess að „nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­­ar­­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­­heyri frekar eðli­­­legum end­­­ur­­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­­festra nýsköp­un­­­ar­verk­efna.“

Þá eru ekki ákvæði í lögum sem heim­ila refs­ingar fyrir þá sem reyna að telja fram rangar upp­­lýs­ingar til að fá meira fé úr rík­­is­­sjóði en til­­efni var til. Að mati Skatts­ins var bent á að „mis­­­­­notkun á þessum stuðn­­­ingi með órétt­­­mætum kostn­að­­­ar­­­færslum getur leitt til veru­­­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­­­mætra end­­­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að engar laga­breyt­ingar hafi verið gerðar til að bregð­­ast við þeim áhyggjum sem Skatt­­ur­inn setti fram um fyr­ir­komu­lag end­­ur­greiðslna vegna rann­­sókna og þró­unar fyrir einu og hálfu ári síð­­­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent