Ætti Strætó að losa sig við aksturshattinn?

Strætó lét nýlega vinna fyrir sig skýrslu um útvistun á akstri. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó segir útvistun á öllum akstri hafa komið til umræðu hjá stjórn, en að engar ákvarðanir hafi verið teknar.

Strætó
Auglýsing

Rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sker sig frá því sem tíðkast í flestum nágranna­löndum Íslands, en fátítt er að bæði stjórn og skipu­lagn­ing þjón­ust­unnar og akstur vagna sé á sömu opin­beru hend­inni, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýlegri skýrslu sem VSB verk­fræði­stofa vann fyrir Strætó.

Almenn­ings­ferða­stofur og akst­urs­að­ilar

Á enskri tungu eru tvö mis­mun­andi nöfn yfir þessi tvö mis­mun­andi hlut­verk, stofn­anir sem stýra og skipu­leggja almenn­ings­sam­göngu­þjón­ustu eru kall­aðar Public Tran­sport Aut­hority en þeir aðilar sem keyra stræt­is­vagn­ana eru Public Tran­sport Oper­ator.

Orð yfir fyrr­nefndu stofnana­gerð­ina er varla til í íslenskri tungu, sökum þess að engar hrein­rækt­aðar slíkar eru starf­andi á Íslandi, en þær eru kall­aðar almenn­ings­ferða­stofur í skýrslu VSB en þau félög sem aka vag­an­ana akst­urs­að­il­ar.

Strætó sinnir þessum báðum hlut­verkum í dag án nokk­urra skila á milli mis­mun­andi þátta rekst­urs­ins, en fyr­ir­tækið útvistar þó um helm­ingi pró­sent af öllum akstri sínum til ann­arra akst­urs­að­ila.

„Strætó bs er því með tvo hatta, almenn­ings­ferða­stofu­hatt (AFS) og akst­urs­að­ila­hatt,“ segir í skýrsl­unni, sem var ætlað að vera inn­legg í skoðun á því hvort Strætó skuli halda áfram að aka eigin vagna að ein­hverju leyti eða bjóða út allan akstur og hvað megi læra af reynslu ann­arra ríkja í þessum efn­um.

Fyr­ir­komu­lag Strætó á skjön við öll Norð­ur­lönd­in, Hol­land og Eist­land

Við skýrslu­gerð­ina setti VSB sig í sam­band við sex almenn­ings­ferða­stofur og tvo akst­urs­að­ila í Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi, Sví­þjóð, Hollandi og Eist­landi til þess að að skoða kosti og galla núver­andi kerfis hjá Strætó.

„Engin for­dæmi fund­ust í lönd­unum sex fyrir sams­konar fyr­ir­komu­lagi og upp­setn­ingu og Strætó bs. Ein­staka dæmi voru nefnd þar sem akstur vagna er ennþá á höndum opin­berra aðila en þá er um að ræða akst­urs­að­ila í opin­berri eigu. Skýr skil eru þannig alltaf á milli stjórn­sýslu­ein­ing­ar­inn­ar/al­menn­ings­ferða­stof­unnar (AFS) og aksturað­il­ans,“ segir í skýrsl­unni.

Fyrir árið 1990 var hins vegar algengt að stjórn­sýsla og skipu­lag akst­urs væru á sömum höndum í Norð­ur­-­Evr­ópu, en það er liðin tíð. Lagaum­hverfið fyrir almennnings­sam­göngur og útboðs­mál í Evr­ópu breytt­ist á árunum 1985-2000 og það leiddi til þess að skilið var á milli þeirra opin­beru aðila sem skipu­leggja og stýra sam­göng­unum og þeirra aðila sem keyra.

Auglýsing

Þó eru dæmi um það, t.d. í Árósum í Dan­mörku, að opin­berir aðilar eigi fyr­ir­tæki sem sinnir akstri almenn­ings­vagna. En það er bara af því að það tókst ekki að selja fyr­ir­tæk­ið, sam­kvæmt því sem segir í skýrsl­unni.

Strætó hefur notað svo­kall­aða samn­ings­kaupa­leið við útvistun á sínum eigin akstri og hið sama á við hjá öllum þeim almenn­ings­ferða­stofum í Norð­ur­-­Evr­ópu sem veittu VSB upp­lýs­ingar um sína starf­semi. Þau svör feng­ust að almennt tæki útboðs­ferli fyrir almenn­ings­sam­göngur fremur langan tíma, eða á bil­inu 2-3 ár.

Mikil end­ur­nýj­un­ar­þörf í flot­anum

Eins og Kjarn­inn sagði frá í frétta­skýr­ingu um rekstr­ar­stöðu Strætó fyrir rúmu ári síðan var aukin útvistun akst­urs á meðal þess sem ráð­gjafar frá KPMG sögðu vert að skoða til þess að mæta þeirri stöðu að stræt­is­vagna­flot­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er orð­inn fremur gam­all.

Strætó á lítið fé til þess að ráð­ast í nauð­syn­lega end­ur­nýjun vagna­kosts­ins og er meira að segja að grípa til hag­fræð­ing­ar­að­gerða um þessar mundir – sem fel­ast í því að skera síð­ustu ferð dags­ins aftan af ferða­á­ætl­unum á all­mörgum leiðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Jóhannes Svavar Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri Strætó sagði við Kjarn­ann í fyrra að útboðs­ferli fyrir vagna væri tíma­frekt og leysti ekki málin til skemmri tíma, en að til lengri tíma þyrftu sveit­ar­fé­lögin sem eiga Strætó að marka sér stefnu um hvort halda ætti áfram að aka eigin vagna eða útvista öllum akstri eins og gert væri í höf­uð­borgum nágranna­landa.

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar og stjórnarformaður Strætó bs. Mynd: Bára Huld Beck

Hjálmar Sveins­son borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ingar er stjórn­ar­for­maður Strætó bs. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að það sé ekki búið að taka neinar ákvarð­anir um þessi mál í stjórn Strætó, en að það geti verið að hlut­fall útvist­unar breytt­ist aðeins með hinu nýja leiða­kerfi Strætó sem til stendur að inn­leiða.

Hann segir hug­myndir um að útvista öllum akstri Strætó hafa komið til umræðu á vett­vangi stjórn­ar, en að það sé ekki búið að taka neina ákvörð­un. „Í mínum huga er eðli­legt að taka ákvörðun um það þegar nær dregur því að Borg­ar­línan fari að kom­ast í gagn­ið,“ segir Hjálm­ar.

Spurður um hvort ekki þurfi að fara að taka ákvarð­anir um þessi efni, þar sem útboð um hvort heldur nýja vagna eða útvistun akst­urs geti verið tíma­frek, segir Hjálmar að stjórnin sé „með­vituð um að tím­inn líð­ur“ en þó sé ekki komið að neinni úrslita­stundu enn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent