Í kjólinn eftir jólin

Jóhannes Þór Skúlason skrifar um viðspyrnuna eftir faraldurinn, sem hann segir ekki gerast að sjálfu sér.

Auglýsing

Þetta er orð­inn vel þekktur vandi. Afleið­ing­arnar aug­ljós­ar. Jólakílóin hrann­ast upp þegar setið er við hrokuð trog af söltu kjöti og kræs­ingum í tvær vik­ur. Allan des­em­ber tölum við um hvað þarf að taka við til að ná fyrri styrk, það er bévít­ans ræktin í jan­ú­ar. Þessi kíló leka ekki burt af sjálfum sér í sóf­anum fyrir framan sjón­varp­ið. Það þarf lóð og hlaup og palla­þrek og vinnu og breytt mat­ar­ræði. Lífs­stíls­breyt­ingu. Ljóst að árangri verður aðeins náð með aðgerð­um.

Eins er það með við­spyrn­una. Við erum búin að tala um hana í rúma 20 mán­uði. Allir grein­ing­ar­að­ilar um efna­hags­mál segja að hröð við­spyrna ferða­þjón­ust­unnar sé nauð­syn­leg til að kveikja efna­hags­lífið eftir far­ald­ur­inn. Og allir eru þeir sam­mála um að hún verði að eiga sér stað til að efna­hags­líf og atvinnu­líf kom­ist sem fyrst í fyrra horf.

En það er eitt sem virð­ist ekki hafa náð alveg í gegn. Alveg eins og með jólakílóin þá virð­ist stundum sem fólk haldi að við­spyrnan verði til af sjálfri sér, í sóf­anum fyrir framan sjón­varp­ið. En það ger­ist ekki.

Auglýsing

Grund­vall­ar­stefnu­plögg rík­is­stjórnar þurfa að tala betur saman

Það er veru­lega ánægju­legt að sjá að tekið er sér­stak­lega á ýmsum grund­vall­ar­verk­efnum og stefnu­málum í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Því miður er ekki mikið sam­ræmi milli þeirra fyr­ir­heita og fjár­laga fyrir árið 2022. Vera má að það skrif­ist á vesen vegna hins und­ar­lega fyr­ir­bæris haust­kosn­inga, en samt sem áður liggur fyrir að fjöl­mörg verk­efni til að efla við­spyrn­una þarf að vinna, m.a. á vegum ráð­herra ferða­mála, ráðu­neytis hennar og und­ir­stofn­ana.

Það eru því von­brigði að útgjöld til mál­efna­sviðs ferða­þjón­ustu lækka í fjár­lögum fyrir árið 2022. Það þýðir að ekki er lagt aukið fé til gagna­öfl­unar og rann­sókna í ferða­þjón­ustu, til að styrkja upp­bygg­ingu inn­viða í gegnum Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða enn frekar, til að hægt sé að hraða upp­bygg­ingu áfanga­staða­stofa um allt land, til að auka dreif­ingu ferða­manna um land­ið, til að hraða vinnu við aðgerða­bundna stefnu­mótun í ferða­þjón­ustu og svo mætti áfram telja. Ákveðið hefur verið að leggja 200 millj­ónir króna í mark­aðs­setn­ingu fyrir ferða­þjón­ustu, sem er frá­bært, en það er þörf á svo miklu víð­tækara átaki á ýmsum sviðum atvinnu­grein­ar­inn­ar.

Það er afar mik­il­vægt að þegar fjár­mála­á­ætlun kemur til umfjöll­unar Alþingis á nýju ári verði sér­stak­lega horft til þess að sam­ræma áherslur hennar við áherslur stjórn­ar­sátt­mál­ans um ferða­þjón­ustu.

Þetta redd­ast ekki neitt

Við segjum stundum að „þetta reddast“ sé eins konar mottó íslensku þjóð­ar­inn­ar. Kynnum það ferða­mönnum ósköp stolt af eigin hug­kvæmni, dugn­aði og útsjón­ar­semi. En á köflum finnst mér eins og við höfum mis­skilið þetta mottó hrapal­lega, á sama hátt og við sem þjóð mis­skiljum Bjart í Sum­ar­hús­um. Bjartur er nefni­lega ekki hetja heldur aum­ingi. Og „þetta reddast“ barasta ekki neitt nema ein­hver standi upp úr sóf­anum og reddi því. Fari í rækt­ina. Geri eitt­hvað í mál­inu.

Það er kannski hægt að segja að hlut­irnir hafi redd­ast þótt ekk­ert hafi verið að gert, en það þýðir að redd­ingin felst í því að sætta okkur við að vera bara áfram jóla­feit í sóf­anum að hámhorfa á Net­fl­ix. Það er ekki redd­ing, það er frestun á vand­anum sem leiðir bara til meiri vanda­mála síð­ar.

Á nákvæm­lega sama hátt leiðir aðgerða­leysi núna til þess að við­spyrnan verði ekki hröð eða árang­urs­rík. Þá mun sam­fé­lags­legur kostn­aður til lengri tíma aukast, end­ur­reisn efna­hags- og atvinnu­lífs taka lengri tíma, minni tekjur koma í rík­is­kass­ann og kostn­að­ur­inn aukast. Það mun bitna óhjá­kvæmi­lega á lífs­kjörum okkar allra.

Í raun hafa efna­hags­legar aðgerðir vegna þessa far­ald­urs, vinnu­mark­aðsúr­ræði, aðstoð við fyr­ir­tæki og aðgerðir til að hraða við­spyrn­unni, alls ekki snú­ist um skamm­tíma­af­komu ein­stakra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, heldur um lífs­kjör íslensku þjóð­ar­innar í heild­ar­sam­hengi hlut­anna.

Tafir eru sama og tap

Það er ein­fald­lega þannig í litlu sam­fé­lagi með sjálf­stætt efna­hags­kerfi að til að við­halda þeim góðu lífs­kjörum sem þjóðin býr við þarf atvinnu­lífið sífellt að búa til verð­mæti. Þar eru gjald­eyr­is­tekjur sér­stak­lega mik­il­vægar því þær færa ný verð­mæti inn í sam­fé­lag­ið, bæta ein­hverju við það sem fyrir er. Ára­tugum saman var það helsta bæn þeirra sem sýsl­uðu með stjórn efna­hags- og pen­inga­mála að sterkar útflutn­ings­at­vinnu­greinar yrðu fjöl­breytt­ari en fiskur og ál. Með til­komu ferða­þjón­ustu sem vax­andi grund­vall­ar­krafts í útflutn­ingi frá árinu 2010 varð sú bæn að veru­leika. Gjald­eyr­is­öflun grein­ar­innar fyrir þjóð­ar­búið hefur gjör­bylt grunn­þáttum í efna­hags­líf­inu, aukið stöð­ug­leika og tryggt hrað­ari og meiri aukn­ingu kaup­máttar og lífs­kjara betur en áður var mögu­legt.

Hröð við­spyrna ferða­þjón­ustu þýðir á manna­máli að við þurfum að kom­ast aftur á þann stað sem allra fyrst. Að tafir eru sama og tap. Tap fyrir okkur öll.

Tím­inn er núna - tæki­færin eru núna!

Kæru alþing­is­menn og ráð­herr­ar. Stöndum nú spræk upp úr sóf­anum sam­an. Ann­ars sitjum við öll í sam­eig­in­legri súpu frestaðra og stærri vanda­mála til lengri tíma. Við vitum að eitt af stóru verk­efnum ykkar á kjör­tíma­bil­inu liggur í að stemma af útgjöld og halla rík­is­sjóðs vegna far­ald­urs­ins. En við vitum líka að besta leiðin til þess er að auka tekju­öflun rík­is­sjóðs með því að örva verð­mæta­sköpun ferða­þjón­ustu og ann­arra atvinnu­greina. Á www.vid­spyrn­an.is er hug­mynd að plani frá einka­þjálf­ar­anum um það hvernig hægt er að fara að því.

Keyr­um‘etta í gang og kveðjum jólakíló­in!

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar