Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Nýsköpun í klassískri tónlist

IMG-4405-1-715x320.jpg
Auglýsing

Karol­ina Fund-verk­efni vik­unnar er Gekk ég aleinn, geisla­diska­út­gáfa á vegum Kúbus-hóps­ins, sem reynir að safna nægu fé til að gefa út lög Karls Ottós Run­ólfs­sonar í nýjum útsetn­ing­um. Kúbus hefur vakið athygli fyrir nýstár­lega aðferða­fræði, meðal ann­ars á nýlegum tón­leikum þar sem áður­nefnd lög voru leikin með frum­legri sviðs­fram­komu en unn­endur klass­ískrar tón­listar eiga að venj­ast.

Ingrid Karls­dóttir fiðlu­leik­ari og Mel­korka Ólafs­dóttir flautuleik­ari sátu fyrir svörum fyrir hóp­inn.

Hvernig varð Kúbus-hóp­ur­inn til?

Auglýsing

Ingrid: Mig lang­aði til að vera í tón­list­ar­hópi þar sem maður hefði frelsi til að gera til­raunir með tón­leika­form­ið, þar sem ólíkar list­greinar gætu mæst og myndað nýja heild. Við hitt­umst fyrst í Berlín árið 2010, ég, Júlía Mog­en­sen og Grímur Helga­son, og lögðum þar fyrstu drög­in, fengum svo til liðs við okkur Guð­rúnu Dalíu Salómons­dóttur og okkar fyrsta verk­efni sem hópur var flutt á tón­leikum haustið 2013.

Við bjuggum í sitt hvoru land­inu á ­þessum tíma og því tók það okkur ­nokkur ár að láta þetta smella. Stuttu eftir fyrstu tón­leik­ana okkar þar sem við fluttum Kvar­tett um enda­lok tím­ans fyrir fullu húsi í Tjarn­ar­bíói flutti Mel­korka aftur til lands­ins frá Japan og hún slóst í hóp­inn.

Hvernig hafið þið verið að gera til­raunir með tón­leika­form­ið?

Mel­korka: Fyrir tón­leik­ana í Iðnó unnum við með Frið­geiri Ein­ars­syni leik­stjóra í ferli sem var í raun meira í ætt við vinnu í leik­húsi, spuna­vinnu og hug­mynda­vinnu. Tón­leik­arnir voru hálf­kóreograffað­ir. Við vorum með lág­marks leik­muni og hreyfð­umst til á svið­inu.

Ingrid: Já, við í raun­inni nýttum okkur ein­föld elem­ent sem yfir­leitt sjást mest í leik­húsi. Við höfum líka unnið mikið með lýs­ing­una, og unnið frá upp­hafi með ljósam­ann­inum Jóhanni Bjarna Pálma­syni.

kúbus7

Er nýsköpun á klassík þver­stæða?



Kúbus hefur verið lýst sem nýsköp­un­ar­verk­efni í klass­ískri tón­list, er þetta ekki þver­stæða, nýsköpun á ein­hverju klass­ísku?

Mel­korka: Nei, ég held að þessi skil­grein­ing, klass­ísk tón­list, sé svoldið vill­andi. Það sem heftir miðlun tón­listar sem telst til þessa forms er einmitt þessi þörf fyrir box­ið. Það er svo algengt að fólk segi eitt­hvað á þessa leið: „Æ ég veit ekk­ert um þetta“ og þá gefur það því heldur ekki sjens. Það er eins og við þurfum að taka það út úr box­inu svo fólk þori að hafa skoð­un, eða bara ekki skoð­un, svo það þori yfir­leitt að gefa þessu sjens. Ætli það sé ekki ein ástæða fyrir því að setja tón­list af þessu tagi í nýtt sam­hengi til að koma svo­lítið aftan að fólki, ef svo má segja. Hefðin í kringum klass­íska tón­leika er líka að sumu leyti heft­andi, og kannski ekki í takt við nútím­ann og því á þessi nýsköp­un­ar­stimp­ill vel við.

Ingrid: Mér finnst mjög gaman að heyra að það sé talað um Kúbus sem nýsköp­un­ar­verk­efni. Ég tel það ekki vera þver­stæðu, alla­vega ekki í okkar til­felli. Efni­við­ur­inn sem er útgangs­punkt­ur­inn hjá okkur er klass­ískur en að mínu mati, það sem við höfum gert og viljum gera, er að nýta hinn klass­íska efni­við og setja hann í nýtt sam­hengi. Ef maður horfir til ann­arra list­greina, eins og leik­húss­ins, þá sér maður þetta vera gert aftur og aft­ur. Verk eftir Shakspe­are, Kaf­ka, Ibsen og fleiri meist­ara brotin upp og færð í nútíma­legt sam­hengi, því hinn klass­íski efni­viður á alltaf erindi og er tíma­laus en það erum við sem njótum list­ar­innar eða fremjum hana sem hættir til að fest­ast í viðjum van­ans.

IMG_4380

Menn­ing­ar­arfur sem þarf fram í dags­ljósið



Hvernig kom það til að þið réð­ust í að vinna með verk Karls Ottós Run­ólfs­son­ar?

Mel­korka: Það kom í raun­inni frá Guð­rúnu Dal­íu, píanist­anum okkar sem hefur verið heilluð af sönglög­unum hans um tíma. En þessi hug­mynd, að fá Hjört Ingva Jóhanns­son til að útsetja fyrir okk­ur, var einmitt leið til að færa þau nær. Stundum lenda þessi „klass­ísku“ sönglög í því að vera of „hefð­bund­in“ í flutn­ingi. Það er svo rosa­lega mikið lit­róf, bæði í text­unum og tón­list­inni sem hægt var að vinna með í útsetn­ing­un­um, í flutn­ingn­um, leik­gerð­inni og ljós­un­um.

Ingrid: Þetta er menn­ing­arfur sem okkur langar að draga enn frekar fram í dags­ljósið og nú í nýjum og ferskum ­bún­ingi Hjartar Ingva.

Hvernig datt ykkur í hug að fara þessa leið, að hóp­fjár­magna verk­efn­ið?

Mel­korka: Það var í raun­inni raun­hæf­asta leið­in. Við höfum sótt um alls konar styrki en fengið fá já. Karol­ina Fund er bara alveg frá­bært fyr­ir­bæri, nýlega fóru heild­ar­á­heit í gegnum vef­inn yfir 300.000 evr­ur.

Ingrid: Sam­mála. Og það eru frá­bærir aðilar sem standa á bak­við það sem eru enda­laust til­búnir að ausa úr reynslu­banka sín­um.

Mel­korka: Hug­sjóna­fólk.

Nú eruð þið enn í miðju söfn­un­ar­­ferl­inu, hver sýn­ist ykkur vera mun­ur­inn á því að fjár­magna verk­efni með hóp­fjár­mögnun og til dæmis að sækja um styrki fyrir því?

Ingrid: Þetta er mun meiri vinna.

Mel­korka: Flest okkar klár­uðu nám fyrir svolitlu síðan og þekkjum vel hvernig það er að reyna að búa til verk­efni og láta þau verða að veru­leika, ef maður stendur utan við ákveðnar stofn­an­ir. Það er meira en að segja það. En ­Karol­ina Fund hjálpar með slíkt.

Þetta er kannski meiri vinna, eða öðru­vísi vinna. Stór hluti vinn­unar er í raun mark­aðs­setn­ing sem maður þyrfti líka að vinna ef maður fengi styrk. Svo finnst mér reyndar líka á ein­hvern hátt skemmti­legra að gera þetta svona.

Eins og í okkar til­felli, þá erum við að safna fyrir plötu­út­gáfu og þeir sem styrkja okkur fá plötu, eða meira til, svo þetta er í raun­inni bein leið milli þess sem fram­kvæm­ir/fram­leiðir og til þess sem nýtur afurð­ar­inn­ar. Það er meiri þátt­taka og teng­ing við sam­fé­lag­ið.

Ingrid: Maður er virk­ari í því að pró­mótera verk­efnið og maður verður virki­lega að standa og falla með því. Svo er maður í meira návígi við „audi­encið“.

IMG_4381

Þriðj­ungur kom­inn



Hvernig hefur söfn­unin geng­ið?

Mel­korka: Við erum í 32%. Svo það er kom­inn þriðj­ungur á rúmri viku, sem von­andi gefur fyr­ir­heit um að þetta gangi eft­ir.

Áður en þið fórið af stað með ykkar söfnun höfðuð þið styrkt önnur verk­efni. Hver haldið þið að sé ástæðan fyrir því að fólk styrki svona hóp­fjár­mögn­un?

Mel­korka: Ég hafði bara styrkt tvö, en ég fann að þetta gæti orðið svo­lítil fíkn að styrkja svona. Það er svo gaman að fylgj­ast svo með því hvernig verk­efnið geng­ur. Fólk á ein­hvern veg­inn smá part í þessu þegar það kemur að þessu svona. Fylgist með fæð­ing­unni og verður jafn­vel stolt þegar verk­efnið verður að veru­leika.

Ingrid: Svo kannski hugsar fólk líka að það væri synd ef þetta myndi ekki ganga. Það hefur trú á okkur og verk­efn­inu. Eða ég vona það alla­vega.

Mel­korka: Já, maður er svo ánægður með einka­fram­takið og þakk­látur fyrir að fólk drífur í að skapa og búa til verk­efni. Það eru svo mörg skemmti­leg og áhuga­verð verk­efni á Karol­ina Fund.

Ingrid: Ótrú­lega mikil gróska.

Munu halda tón­leika í stof­unni þinni



Hvað getur fólk fengið að launum fyrir að styðja verk­efnið ykk­ar?

Mel­korka: Það getur fengið diskinn, eða miða á útgáfu­tón­leik­ana, eða jafn­vel einkatón­leika eða nýja útsetn­ingu eftir Hjört. Og líka mikið þakk­læti.

Ingrid: Mig langar svo að ein­hver leggi í einkatón­leika.

Hvernig myndi það virka?

Ingrid: Við myndum koma og halda tón­leika í stofu við­kom­andi. Flytja öll lögin og að auki óska­lag valið af við­kom­andi sem Hjörtur myndi útsetja fyrir hóp­inn.

Við verðum samt með ókeypis stofu­tón­leika í Stof­unni næst­kom­andi sunnu­dags­kvöld.

Mel­korka: Já, þeir eru einmitt hugs­aðir fyrir þá sem eru for­vitnir um verk­efnið og til að vekja athygli á söfn­unni.

Þeir sem vilja leggja söfn­un­inni lið geta gert það á verk­efna­síðu þess á Karol­ina Fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None