Umfjöllun Kjarnans

Stærsti gagnaleki sögunnar

Panamaskjölin eru stærsti gagnaleki sögunnar. Þar má finna upplýsingar úr gagnasafni lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Meðal þeirra sem keyptu þjónustu þaðan var fólk úr viðskiptalífinu á Íslandi auk stjórnmálaleiðtoga víðsvegar um heiminn.

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að völdum gögnum úr stærsta gagna­leka sög­unn­ar, Panama­skjöl­unum svoköll­uðu. Þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung komst yfir gögn­in, sem eru frá panömsku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca, og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vík Media og 109 öðrum fjöl­miðlum víðs­vegar um heim. Um er að ræða 11,5 millj­ónir skjala upp á tæp þrjú tera­bæti.

Kjarn­inn hefur nú hafið birt­ingu frétta og frétta­skýr­inga úr gögn­unum í sam­starfi við Reykja­vík Media. Upp­lýs­ingar í gögn­unum teygja anga sína víða. Þar má meðal ann­ars finna vís­bend­ingar um hvar efna­mikið fólk hefur komið pen­ingum sínum fyrir í þekktum skatta­skjólum víðs­vegar um heim og hvernig það hefur falið marg­vís­lega lög­fræði­lega gjörn­inga.

Fyrstu frétt­irnar úr gögn­unum voru fluttar sunnu­dag­inn 3. apríl og sam­hliða því var sýndur Kast­ljós­þáttur á RÚV þar sem sagt var frá tengslum íslenskra stjórn­mála­leið­toga við aflands­fé­lög. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var gerður að aðal­at­riði í umfjöllun fjöl­miðla um allan heim um Panama­skjöl­in. Hann sagði af sér í kjöl­far­ið.

Aldrei stærri leki

Lek­inn frá lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca er lang stærsti gagna­leki sög­unn­ar. Sam­tals telur stærð hans 2,6 tera­bæti. Þar eru til dæmis meira en 4,8 milljón tölvu­póstar, þrjár millj­ónir gagna­safns­skjala og 2,1 milljón PDF-skjöl. Til að setja þennan leka í sam­hengi við annan stóran gagna­leka má nefna leka Wiki­leaks úr banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu árið 2010. Sam­an­lögð stærð gagn­anna þaðan var 1,7 gíga­bæti. Í einu tera­bæti eru 1.000 gíga­bæti.

Gögnin ná nærri 40 ár aftur í tíman og sýna vel vöxt Mossack Fon­seca fram til árs­ins 2008 og hnignun þess á und­an­förnum árum. Þar má finna upp­lýs­ingar um 210.000 aflands­fé­lög sem stofnuð hafa verið í 21 landi víðs­vegar um heim­inn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None