Lýsing og endurútreikningar – enn og aftur

Auglýsing

Und­an­farna mán­uði hefur lít­ið ­borið á umfjöllun um geng­is­tryggð lán í fjöl­miðl­um. Svo lítið að ætla mætti að ­deilur um slík lán væru allar leyst­ar. Flestum deilum lauk auð­vitað í kring­um árið 2012. Þeir sem fylgst hafa með umfjöllun um end­ur­út­reikn­ing geng­is­tryggðra lána vita þó að ein lána­stofn­un, Lýs­ing hf., stóð lengi á annarri skoðun en önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki og end­ur­reikn­aði lána­safn sitt eftir aðferðum sem vor­u lán­tökum óhag­stæð­ari. Hæsti­réttur stað­festi svo þann 5. mars 2015 að út­reikn­ingar Lýs­ingar væru ekki í sam­ræmi við lög. Í kjöl­farið voru gerð­ar­ ­dómsáttir í hund­ruðum mála gegn Lýs­ingu sem sett höfðu verið á bið í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Þarf lán­taki að eiga frum­kvæði?

Ætla hefði mátt að eftir þetta allt myndi Lýs­ing end­ur­reikna lána­safn sitt, leið­rétta stöðu lána og end­ur­greiða þeim sem ofgreitt höfðu. Það höfðu hin fjár­mála­fyr­ir­tækin gert ­fyrir löngu. Sú varð hins vegar ekki raun­in. Þess í stað ákvað Lýs­ing að end­ur­reikna ein­göngu lán þeirra sem sér­stak­lega ósk­uðu eftir því. Eflaust er því nóg til af fólki sem á kröfu á hendur Lýs­ingu en gerir sér ekki grein fyr­ir­ því og aðhefst því ekk­ert. Þetta geta ekki þótt góðir við­skipta­hættir af hálf­u ­Lýs­ing­ar. Afstaða fyr­ir­tæk­is­ins virð­ist þó vera sú að lán­taki þurfi að eiga frum­kvæð­ið að end­ur­út­reikn­ing­um. Önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki standa á önd­verðum meiði.

Vill­andi skeyti

Annað er þó verra en fram­an­grein­t og er það til­efni greinar þess­ar­ar. Nýlega tók Lýs­ing upp á því að senda á­kveðnum lán­tökum skeyti. Um er að ræða fólk sem var með bíla­lán sem rift var vegna van­skila. Í skeytum þessum kemur fram að eftir fyrr­nefnda dóma Hæsta­réttar frá­ 5. mars 2015 séu rétt­ar­reglur um end­ur­út­reikn­inga lána orðnar skýr­ari. Þá er til­greind skuld sem sund­ur­liðuð er í höf­uð­stól og drátt­ar­vexti og gefið upp­ ­reikn­ings­númer sem greiða má inn á til að gera upp skuld­ina. Skuldin sem til­greind er hefur hins vegar ekki verið end­ur­reiknuð í sam­ræmi við dómana sem vísað er til í skeyt­un­um. Lýs­ing krefst því greiðslu á kröfu sem Lýs­ingu er ­fylli­lega ljóst að hafnað yrði fyrir dómi. Fólk er í raun krafið um að greiða ­pen­inga sem það skuldar ekki. Ekki nóg með það heldur gefur til­vísun Lýs­ing­ar til dóma Hæsta­réttar fólki til­efni til að ætla að búið sé að end­ur­reikna lán­in í sam­ræmi við þessa dóma.

Auglýsing

Hvort Lýs­ing hafi með þessu brotið lög þannig að það varði refs­ingu eft­ir­læt ég Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og ­dóm­stólum að meta. Les­endur geta hins vegar sjálfir skoðað þessi tvö laga­á­kvæð­i og myndað sína eigin skoð­un.

248. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940

Ef ­maður kemur öðrum manni til að haf­ast eitt­hvað að eða láta eitt­hvað ógert með­ því á ólög­mætan hátt að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd hans um ein­hver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fang­elsi allt að 6 árum.

1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki

Fjár­mála­fyr­ir­töku skal starfa í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða við­skipta­hætti og venjur á fjár­mála­mark­aði.

Því er svo við þetta að bæta að þessi skeyti varða oft ­samn­inga sem rift var fyrir mörgum árum. Það mætti því spyrja hvort það sé fjár­mála­fyr­ir­tæki sæm­andi að láta svona kröfur liggja árum saman og safna ­drátt­ar­vöxtum án þess að senda svo mikið sem greiðslu­á­skor­un.

Verð­mat á bif­reiðum

Enn eitt sem vert er að benda á er það upp­gjör sem Lýs­ing lét fara fram eftir riftun bíla­lána. Það fór oft þannig fram að bif­reið lán­tak­ans var tek­in, verð­metin lágt og frá verð­inu dregin áætl­aður við­gerð­ar­kostn­aður og fleira. Fjár­hæðin sem þetta mat skil­aði var svo dregin frá ætl­aðri skuld lán­tak­ans og ­kostn­aði vegna rift­un­ar­inn­ar. Hin ætl­aða skuld lækk­aði því oft lítið sem ekk­ert við það að bif­reið­inni væri skil­að. Þessi aðferð við upp­gjör verður sér­stak­lega ósann­gjörn þegar haft er í huga að ástæða þess að van­skil urðu var oft sú að greiðslu­byrði lán­anna hafði hækkað mjög vegna hinnar ólög­mætu geng­is­trygg­ing­ar. Svo eru vænt­an­lega ein­hver til­felli þar sem samn­ingum var rift og bif­reið­ar­ lán­taka teknar þrátt fyrir að í raun hafi það verið Lýs­ing sem skuld­að­i lán­tak­anum en ekki öfugt.

Eitt er í öllu falli víst. Við­skipta­vinum Lýs­ingar er enn ekki ó­hætt að treysta Lýs­ingu og hafa fullt til­efni til að athuga stöðu sína. Aug­ljós­lega hefur hegðun Lýs­ingar und­an­farin ár og sú fjöl­miðlaum­fjöllun sem henni hefur fylgt skaðað vöru­merki Lýs­ing­ar. Það vekur því litla furðu að ­Lýs­ing kjósi í dag að aug­lýsa frekar nýja vöru­merki sitt, Lyk­il.

Grein­ar­höf­undur er lög­maður hjá Impact lög­mönnum (áður geng­is­lán.is) og hefur haft að­komu að hund­ruðum mála sem varða geng­is­tryggð lán, þar með talið þeim sem ­leiddu til dóma Hæsta­réttar frá 5. mars 2015.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None